Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 53
Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040
kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is
Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013
Nýleg og glæsileg 3ja herb. íbúð á 1. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Lyfta er í hús-
inu. Dyr úr stofu út á stóran timbursólpall. Vandaðar innréttingar og tæki. Þvottahús
í íbúð. Þrefalt gler. Verð: 35,0 millj.
Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson
sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090
ÞÓRSGATA - M. BÍLSKÝLI, 101 RVK.
jöreign ehf
Sól og samvera, gleði og öryggi:
PALACE SARADON
LÚXUSÍBÚÐIR FYRIR 55 ÁRA OG ELDRI
Palace Saradon er fjölbýlishús byggt á
einum heilsusamlegasta stað í heiminum á
Villa Martin svæðinu, Orihuela Costa rétt
við Torrevieja. Örstutt er í alla þjónustu,
golfvelli, útimarkaði og aðeins um 5
mínútna akstur að strönd. Úrval gönguleiða
og afþreyingamöguleikar eru óþrjótandi.
Veðurfarið er hvetjandi til útiveru,
hreyfingar og heilsueflingar.
Vegna hagstæðs verðlags marg-
faldast lífeyrir Íslendinga á Spáni.
Alíslensk hönnun sniðin að þörfum Íslendinga á Spáni
Sími 530-6500 www.heimili.is
Fasteigna- og leigumiðlun Íslendinga á Spáni
Sími 517-5280 www.gloriacasa.is
VERÐ F
RÁ
199.00
0 €
Allar nánari upplýsingar er að finna á
www.gloriacasa.is í síma 517-5280
eða á skrifstofu Gloria Casa að Síðumúla 13.
Fimmti hverkaupandigetur unniðsplunkunýjangolfbíl!
Í GREIN sem Sigurður Grétar
Guðmundsson skrifar hér í Morg-
unblaðið á dögunum óskar hann
eftir því að fleiri létu í
sér heyra varðandi þá
vísindalegu múgsefjun
sem hann kýs að kalla
umræðuna um gróð-
urhúsalofttegundir af
mannavöldum. Upp-
lýst umræða um mál
sem við hljótum að
láta okkur varða hlýt-
ur þá að vera andsvar
við tali um þetta tísku-
fyrirbæri eins og Sig-
urður Grétar kýs að
kalla loftslagsbreyt-
ingar.
Grundvallarspurning Sigurðar
Grétars er sú hvort lofttegundin
koltvísýringur (CO2) sé yfirhöfuð til
tjóns á meðan aðrar lofttegundir
eins og kolsýrlingur (CO) sé ban-
eitruð í miklu magni í návígi. Var-
ast ber að rugla saman gróðurhúsa-
áhrifum í lofthjúpi jarðar við ýmsa
staðbundna ógn eða mengun sem
stafar af mannlegum athöfnum.
Þær geta haft mikil áhrif á sitt
nærumhverfi en lítil sem engin á
hnattræna vísu. Sýnileg og mæl-
anleg borgarmengun af völdum
svifryks, kolsýrlings og þaðan af
eitraðra lofttegunda eru einmitt
dæmi um slíka staðbundna mengun
sem yfirleitt skolast fljótt út eða þá
að hinar skaðlegu gastegundir
hvarfast í skaðlausar. Staðbundin
mengun snertir fyrst og fremst
heilsufar fólks og almenn lífsskil-
yrði og er á valdi einstakra ríkja
eða borga að ráða bót á.
Þær lofttegundir sem valda
auknum gróðurhúsaáhrifum á
hnattræna vísu eru
margar hverjar skað-
lausar með öllu í okkar
nærumhverfi. Mikils-
verðasta gróðurhúsa-
lofttegundin er einmitt
vatnsgufa og þar á eft-
ir koltvísýringur sem
nauðsynlegur er fyrir
ljóstillífun og vöxt
allra grænna plantna í
veröldinni. Með upp-
söfnun koltvísýrings í
andrúmslofti verður til
jafnvægi milli inngeisl-
unar sólar og útgeisl-
unar jarðar við annað og heldur
hærra hitastig yfirborðs jarðar. Um
þessa grundvallarniðurstöðu er
ekki deilt, en vitanlega hefur styrk-
ur geislunar frá sólu áhrif á hvert
jafnvægishitastigið verður á end-
anum og það er rétt hjá Sigurði
Grétari að hlýindaskeið hafa komið
með vissu millibili sem afleiðing af
breytileika í krafti sólar.
Það er hins vegar afar langsótt
að halda því fram að sú hlýnun sem
mælanleg er síðustu áratugina sé
vegna aukinnar virkni eða geisl-
unar sólar. 11 ára sveiflutíma sól-
bletta er oft blandað inn í um-
ræðuna um loftslagshlýnun af
manna völdum. Nákvæmar mæl-
ingar utan úr geimi á virkni sólar
sem gerðar hafa verið frá árinu
1978 gefa til kynna að breytileiki
geislunar sólar hefur verið lítil og
geti með engu móti skýrt þá hnatt-
rænu hlýnun sem komið hefur fram
síðustu 30 árin. Að sama skapi gefa
niðurstöður rannsókna það til
kynna að virkni sólar hefur ekki
verið að aukast svo nokkru nemi
a.m.k. frá því á 17. öld.
Loftslagsbreytingar af manna
völdum er ekki tískufyrirbæri og
umræðan er það mikilvæg að hún
má alls ekki verða í múgsefj-
unartón eins og Sigurður Grétar
óttast réttilega. Það er hins vegar
mikilvægt að koma upplýsingum
um þessi mál á framfæri, og er um-
fjöllun Morgunblaðsins sl. sunnu-
dag því virðingarverð. Við sem höf-
um hlotið menntun á þessum
sviðum og reynum að fylgjast með
gangi rannsókna og umræðunnar
úti í heimi mættum hins vegar vera
duglegri að miðla upplýsingum og
þekkingu og vera virkari í fjörlegri
umræðunni um loftslagsmálin.
Tískufyrirbærið
loftslagsbreytingar
Einar Sveinbjörnsson skrifar
um loftslagshlýnun af manna
völdum og svarar grein Sig-
urðar Grétars Guðmundssonar
» Það er hins vegar af-ar langsótt að halda
því fram að sú hlýnun
sem mælanleg er síð-
ustu áratugina sé vegna
aukinnar virkni eða
geislunar sólar.
Einar Sveinbjörnsson
Höfndur er veðurfræðingur.