Morgunblaðið - 21.10.2007, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 55
Sem gamall Ölfusingur og ná-
granni Hellisheiðar get ég ekki
lengur orða bundist yfir umræðum
og skrifum um svokallaða Hellis-
heiðarvirkjun, þar sem Orkuveita
Reykjavíkur hefur reist stórt raf-
orkuver við Kolviðarhól. Orkuver-
ið og nær allar bor-
holurnar eru í landi
Kolviðarhóls og væri
því réttnefni að kalla
orkuverið Kolvið-
arhólsvirkjun.
Það er nefnilega
notkunin á örnefninu
Hellisheiði sem angr-
ar mig. Stóra-
Skarðsmýrarfjall,
Hengill, Ölkelduháls
og Grensdalur, en
það eru þau svæði
sem helst er talað er
um að virkja, eru
ekki á Hellisheiði. Ekki heldur
Svínahraun.
Okkur sem erum náttúruunn-
endur og þykir vænt um landið
okkar hlýtur að vera kappsmál að
hvert landsvæði fái að halda nafni
sínu eins og það hefur verið notað
um aldir. Hvers vegna ætti að
breyta því? Ég lít svo á að gömul
örnefni séu hluti af þjóðararfinum
ekki síður en margt það gamalt
sem grafið er úr jörðu eða fornar
ritsmíðar sem vitna um þjóðlega
arfleifð okkar.
Í skrifum og opinberri umræðu
er nefnilega farið að nota Hellis-
heiðarnafnið á miklu stærra svæði
en áður var, jafnvel alveg vestur
undir Reykjavík. Sagt er að of-
anjarðarlagnir úr borholum að
stöðvarhúsi við Kolviðarhól liggi
um Hellisheiði og valdi sjón-
mengum í stórum stíl á heiðinni.
Hið rétta er að þær gufupípur
sem sýnilegar eru frá þjóðveg-
inum eru alls ekki á Hellisheiði,
heldur fyrst og fremst í Svína-
hrauni neðan við Hveradali og í
Hellisskarði við Reykjafell. Orku-
línur frá virkjuninni við Kolvið-
arhól munu hvergi fara um Hellis-
heiði, heldur um Svínahraun
áleiðis á Reykjavíkursvæðið. Þeg-
ar þetta er skrifað hafa einungis
þrjár eða fjórar jarðhitaholur ver-
ið boraðar á Hellisheiði, ein er við
Hverahlíð, og önnur þar skammt
frá og hvorug er nýtt við Kolvið-
arhólsvirkjun. Líklega eru tvær
jarðhitaholur sunnan undir Stóra-
Skarðsmýrarfjalli, við rætur fjalls-
ins þar sem áður var alfaraleið úr
Grafningi sem kölluð var „Milli
hrauns og hlíða“. Engar lagnir eru
enn sýnilegar af þjóðveginum á
Hellisheiði frá þessum
holum. Aðrar borhol-
ur eru flestar í eða
norðan við Stóra-
Skarðsmýrarfjall og í
Hellisskarði í landi
Kolviðarhóls. Ein-
hverjar litlar holur
hafa verið boraðar á
Hellisheiði, en þær
eru vart sjáanlegar og
ekki ætlaðar til raf-
orkuframleiðslu að
því er ég best veit.
Hvað framtíðin ber í
skauti varðandi virkj-
anir á Hellisheiði er annað mál.
Til að skýra mál mitt nánar skal
hér greint frá því landsvæði sem
um aldir hefur borið nafnið Hellis-
heiði. Við Ölfusingar erum sam-
mála Eiríki Einarssyni fræði-
manni frá Þóroddsstöðum sem tók
saman mjög vandaða örnefnaskrá
yfir vestanvert Ölfus á árunum
1966–69, auk hans sjálfs eru heim-
ildamenn gamlir Ölfusingar. Þar
skilgreinir hann örnefnið Hellis-
heiði og önnur landsvæði í
grenndinni, sem bera önnur heiti.
Hann lýsir Hellisheiði svo: „Tak-
mörk Hellisheiðar eru þessi: Að
austan Hurðarás, sem er framhald
af Núpafjalli, og Hengladalaá, að
norðan Litla-Skarðsmýrarfjall og
Stóra Skarðsmýrarfjall, að vestan
Reykjafell og Lakahnúkar, að
sunnan Hverahlíð að Hlíðarhorni
og um Hurðarásvötn austur í
Hurðarás“. Öll þessi kennileiti
mynda eins og ramma eða hring
um Hellisheiðina og eru flest
greinileg þaðan sem ekið er um
Suðurlandsveg eftir að komið er
upp á háheiðina fyrir ofan Efri-
Hveradalabrekku.
Láglendið vestan við Hveradala-
brekkur heitir Svínahraun og þar
eru röralagnirnar sem stinga í
augu á vegfarendum. Áður lá
gamli Suðurlandsvegurinn eftir
endilöngu Svínahrauni, frá Neðri-
Hveradalabrekku, um Bolavelli
þar sem orkuverið er nú risið,
framhjá Kolviðarhóli og Litlu-
Kaffistofu að vesturenda hrauns-
ins ofan við Bolöldur austan við
Sandskeið. Nú liggur vegurinn
vestur um Bruna, yngra hraun og
úfið sem hefur runnið yfir Svína-
hraun sem er miklu eldra. Það
hefur komið úr Eldborgum vestan
Lambafells og hallast ýmsir að því
að það sé Kristnitökuhraunið sem
getið er um í fornsögum. Að vest-
an nær það að Þórishamri og
Draugahlíðum ofan við Litlu-
Kaffistofu en til austurs hefur það
runnið niður um Þrengsli. Þessi
örnefni eru lifandi í hugum eldri
Ölfusinga, ekki síst okkar sem
smöluðum þessi lönd á árum áður,
og það er nánast eins og guðlast
að brengla þau eins og gert hefur
verið.
Það er von mín að þeir sem
framvegis fjalla um þetta land-
svæði fari rétt með örnefnin, ekki
síst þeir sem þarna eru að reisa
mannvirki sem munu standa um
ókomna tíð. Ég hvet þá til að
virða fornar hefðir í nafngiftum,
þær fái að halda sér en séu ekki
færðar til og frá í hugsunarleysi.
Ég hvet líka þá sem vinna á fjöl-
miðlum til að taka höndum saman
um rétta notkun örnefna þegar
þeir fjalla um þetta svæði og þá
mannvirkjagerð sem þar fer fram.
Á þessu svæði eru til nöfn á öllum
kennileitum, forn nöfn sem hafa
verið notuð fram á þennan dag og
það er skylda okkar að varðveita
þau óbrengluð fyrir komandi kyn-
slóðir.
Örnefni á Hellisheiði
Tómas Jónsson segir frjálslega
og rangt farið með örnefni á
Hellisheiðarsvæðinu
» Öll þessi kennileitimynda eins og
ramma eða hring um
Hellisheiðina og eru
flest greinileg þaðan
sem ekið er um Suður-
landsveg
Tómas Jónsson
Höfundur var aðstoðaryfirlög-
regluþjónn á Selfossi en er nú kirkju-
vörður í Selfosskirkju.
Hverfisgata 50
3ja herb. útsýnisíbúð á efstu hæð
Opið hús í dag kl. 14-16
Falleg um 100 fm íbúð á efstu hæð í miðbæ Reykjavíkur í húsi sem hefur ver-
ið mikið endurnýjað að utan og innan. Íbúðin er með mikilli lofthæð og upp-
runalegum bitum í loftum. Eyja með góðu borðplássi í eldhúsi og ljósar gólf-
fjalir á gólfum. Halogen-ýsing í aðalrými íbúðarinnar. Sérstök hljóðeinangrun
milli íbúða. Útsýni að Esjunni og út á Faxaflóa. Verð 31,9 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14 til 16.
Verið velkomin.
Kleppsvegur 144
Góð 4ra herbergja íbúð
Opið hús í dag kl. 14-16
Falleg og björt 114 fm íbúð á 1. hæð auk sér geymslu í kjallara. ÍBÚÐIN ER
MERKT 0102. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, stórar samliggjandi stofur með
hlöðnum arni, eldhús með upprunalegum, fallegum innréttingum og nýlegum
tækjum, 2 góð herbergi og flísalagt baðherbergi. Þvottaherb. og búr innan
íbúðar. Tvennar skjólgóðar, flísalagðar svalir til suðurs og norðurs. Stór lóð við
húsið. Verð 29,5 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14 til 16.
Verið velkomin.
Meistaravellir 9
Góð 4ra herbergja íbúð
Opið hús í dag kl. 14-16
Mjög góð 100 fm, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, ÍBÚÐ 0101, ásamt geymslu í kjall-
ara í góðu fjölbýli í Vesturbænum. Íbúðin skiptist í forstofu/hol, eldhús með ný-
legri innréttingu og nýlegum stáltækjum, parketlagða stofu, þrjú herbergi og
baðherbergi sem er flísalagt í gólf og veggi. Útgangur úr stofu á rúmgóðar
svalir til suðurs. Verð 26,5 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14 til 16.
Verið velkomin.
M
bl
.9
25
18
6
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Kvistavellir 44 - Hf. - NÝTT Í SÖLU
HRAUNHAMAR FASTEIGNASALA KYNNIR
GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR Í LYFTUFJÖLBÝLI VIÐ
KVISTAVELLI Í VALLAHVERFINU Í HAFNARFIRÐI.
• 20 Íbúðir
• 3 bílskúrar
• Stór sérafnotareitur fylgir íbúðunum
á jarðhæð.
• Vandaðar innréttingar frá Axis.
• Vönduð heimilistæki frá
Húsasmiðjunni.
• Vönduð hreinlætistæki
• Granít á eldhúsborðum
• Flísalagt þvottaherbergi
og baðherbergi.
• Lyfta
• Glæsilegt útsýni
• Afhending er áætluð í maí-júní 2008.
Verð:
• 2ja herb. 73-75 fm
kr. 18,9-19,5 millj.
• 3ja herb. 84-92 fm
kr. 21,2-21,9 millj.
• 4ra herb. 120-127 fm
kr. 26,5-28 millj.
• Bílskúrar 30-37 fm
kr. 3,5 millj. og 4 millj.
M
bl
.9
25
34
8
Mjög fallegt 397,0 fm hús-
eign með tveimur íbúðum
ásamt 37,8 fm bílskúr,
samtals 434,6 fm. Á 1.
hæðinni eru þrjár sam-
liggjandi stofur, forstofa,
bakforstofa, fataherbergi
(áður herbergi), skrifstofa,
hol, baðherbergi og eld-
hús. Á 2. hæðinni er hol,
baðstofa, 3 svefnherbergi
og baðherbergi. Mann-
gengt geymsluris er fyrir
rishæðinni. Í kjallara er
3ja-4ra herbergja íbúð auk þvottahúss og mikils geymslurýmis. Lóðin er ný-
lega standsett, m.a. með mikilli hellulögn, fallegri lýsingu, grasflöt og mikl-
um trjágróði. 6833
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali.
Barðavogur – heil húseign
M
bl
9
25
58
4