Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 67

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 67
sökum framkomu og viðmóts. Kristín var glæsileg kona og hafði einstak- lega góða nærveru. Hún var hvers manns hugljúfi, jákvæð og lífsglöð. Hún var vandaður starfsmaður sem ætíð lauk verkefnum sínum með miklum sóma enda var henni falið að sitja í stjórn starfsmannafélags Sparisjóðsins um árabil. Kristín lifði heilbrigðu lífi. Hún var útivistarkona og heillaðist af fegurð Eyjanna. Hún gekk, skokkaði og stundaði aðra útivist enda var hún vel á sig komin líkamlega og hafði út- lit fyrir að vera mun yngri en hún í raun var. Það var því reiðarslag þegar hún greindist með illvígt krabbamein vorið 2005 en hún gafst ekki upp og hóf hetjulega baráttu við þennan erf- iða sjúkdóm. Hún fór í aðgerðir og meðferðir til að vinna á meininu og um tíma leit út fyrir að hún myndi hafa betur í baráttunni. Þrátt fyrir erfið veikindi var Krist- ín ótrúlega lítið frá vinnu. Það var henni kappsmál að mæta til vinnu, þó að hún væri ekki heil heilsu, því að það gaf henni orku og andlegan styrk að geta eytt deginum við vinnu í Sparisjóðnum. Hún stóð sig eins og hetja í erfiðri baráttu, heyrðist aldrei kvarta og sagðist alltaf hafa það fínt og að ekk- ert væri að henni. Hún hafði alltaf trú á að hún næði fullri heilsu á ný og gerði allt sem mögulegt var til að byggja upp þrek og þrótt. Margt benti til þess að Kristín myndi að ná sigri í erfiðri baráttu við hinn illvíga sjúkdóm þegar hann lét aftur á sér kræla í ágúst sl. Upp frá því var á brattann að sækja í baráttu hennar og í síðustu viku lagði sjúk- dómurinn hana að velli. Haustdagarnir hafa því verið óvenjudimmir í huga okkar hjá Sparisjóðnum og ljóst er að það skarð sem Kristín Eggertsdóttir skilur eftir sig í okkar hópi verður vandfyllt. Söknuður okkar er því sár við fráfall góðs samstarfsmanns og vinar. Sárari er þó söknuður eigin- manns, barna, tengdabarna, barna- barna og annarra ástvina en við trú- um því og treystum að minningin um það jákvæði, bjartsýni og blíðu sem alltaf skein frá þessari yndislegu konu verði það ljós sem vísar ástvin- um veginn gegnum dali mikillar sorgar og saknaðar. Um leið og við þökkum Kristínu samstarfið og störf hennar fyrir Sparisjóðinn færum við Jósúa Stein- ari, börnum, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Kristínar Eggertsdóttur. Stjórn og starfsfólk Sparisjóðs Vestmannaeyja. Kæra skólasystir og vinkona. Það tekur okkur sárt að þurfa að kveðja þig. Og er stórt skarð höggvið í okkar hóp. Þú ert sú fyrsta okkar sem kveður. Við munum ávallt minn- ast þín með hlýhug og virðingu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við vottum eiginmanni Kristínar, börnum, barnabörnum og öðrum ást- vinum samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur öll í þessari miklu sorg. Hvíldu í friði. Þínar skólasystur Húsmæðra- skólanum Laugum veturinn 1969-1970. Við erum aldrei viðbúin þegar kemur að því að kveðja hinstu kveðju. Núna kveð ég kæra sam- starfskonu til nokkurra ára. Kristín var frábær félagi í starfi og leik. Hún hafði svo góða nærveru og finnst mér ég ríkari eftir að hafa fengið að kynnast henni. Fyrir all- löngu síðan vorum við þrjár saman í kaffispjalli í vinnunni, kom þá eilífðin inn í spjallið og í gamni og alvöru hét- um við þá hver annarri að skrifa minningargrein um hver aðra þegar að því kæmi, sem var í svo mikilli óra- fjarlægð í framtíðinni, en enginn veit. Aldrei hafði hvarflað að mér að Kristín í blóma lífsins yrði hrifsuð frá okkur af þessum hræðilega sjúk- dómi. Hún sem var svo heilbrigð bæði á sál og líkama og bar af okkur vinkonunum. Hér sit ég og reyni að koma frá mér orðum í minningar- grein sem kemur alltof fljótt. Elsku Kristín, takk fyrir allt og allt. Ég bið Guð að styrkja Steinar, Steinunni, Óskar og alla þá sem eiga um sárt að binda við fráfall Kristínar. Aðalheiður Sveinsdóttir Waage. Kveðja frá Kór Landakirkju. Að eiga vin er vandmeðfarið, að eiga vin er dýrmæt gjöf. Vin, sem hlustar, huggar, styður, hughreystir og gefur von. Vin sem biður bænir þínar, brosandi þér gefur ráð. Eflir þig í hversdagsleika til að drýgja nýja dáð. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kór Landakirkju vill þakka fyrir allar góðu stundirnar með kærri söngsystur til margra ára og senda samúðarkveðjur til fjölskyldunnar og ástvina. Svo fljótt muntu finna, svo fljótt er þögnin hér. Fékkstu frjáls þín verk að vinna, fékkstu söng sem hæfði þér? (Kristján Hreinsson.) Kæra vinkona, skjótt skipast veð- ur í lofti. Það eru aðeins 2 mánuðir síðan við spiluðum golf saman. Þá varstu eitthvað löt eins og þú orðaðir það. Ég held að engum hafi til hugar komið hversu veik þú varst orðin þá. Vinskapur okkar var ekki langur en góður var hann og gefandi. Það var síðla sumars 2006 að við hittumst í golfkennslu og ákváðum ásamt fleiri góðum konum að æfa okkur í golflist- inni. Við vorum hjartanlega sammála um það að heimsfrægðin væri langt handan við hornið. Tilgangurinn var ekki að ná frægð og frama, heldur að stunda í góðra vina hópi líkamsrækt til uppbyggingar sálar og líkama. Við tókum svo upp þráðinn aftur í vor og mættum á golfvöllinn nánast hvern einasta dag. Veður fékk ekki að hafa áhrif, fleiri peysur og regnfatnaður ef þess þurfti. Við áttum margt sam- eiginlegt og sáum lífið oft í svipuðu ljósi. Húmorinn var svipaður og hvað við gátum hlegið að hvor annarri, uppörvað og hrósað. 9 holur voru kláraðar þegar það var ákveðið þrátt fyrir að það tæki 4½ klst. til að byrja með. Við fengum okkur góða hvíld á milli brauta, borðuðum flatkökur, kleinur og jurtabrjóstsykur og dáð- umst að og þökkuðum fyrir náttúru- fegurðina. Náttúrufegurð sem eru forréttindi að búa við. Önnur forrétt- indi áttum við líka, en það var gæfa og gjörvileiki barnanna okkar. Þeir hlutir voru oft ræddir á golfvelllin- um, líka trúin á Guð og það góða í heiminum. Það er sárt að Kristínu skyldi ekki auðnast lengra líf, það var svo margt sem hún hafði að gefa. Fjölskyldan hennar, Jósúa Steinar, Steinunn, Óskar, tengdabörnin Guðbjörg og Ási ásamt barnabörnunum Ragn- heiði og Nikulási, mun bera merki hennar áfram. Það er mér ógleym- anlegt að upplifa kærleika þessarar fjölskyldu og umhyggju þann tíma sem veikindi Kristínar stóðu yfir. Megi góður Guð styrkja þau í sorg- inni. Með tárum og trega þér tekst að fara á drottins fund, óskin þín endanlega eignast hvíld helgri stund. (Kristján Hreinsson.) Kæra golfvinkona, takk fyrir sum- arið okkar, besta sumar sem ég hef upplifað. Guð blessi minningu þína. Guðrún Erlingsdóttir. Elsku Kristín, það er erfitt að finna nógu falleg orð til að segja við þig á kveðjustund. Ég stend í mikilli þakkarskuld við þig, kæra vinkona, skuld sem ég mun aldrei geta endurgoldið. Þú ætlaðist örugglega ekki til þess heldur, enda hafðir þú uppgötvað þann mikilvæga sannleik að örlætið gerir mennina ríka. Þú reyndist mér mikil hjáparhella og veittir mér ómetanlegan stuðning í mínum veikindum, þó alvarlega veik værirðu sjálf. Ég leitaði oft til þín og fékk liðsinni og hjálp. Ávallt varstu reiðubúin, ófá email skrifaðirðu og símtöl áttum við mörg og hvernig sem á stóð gafstu þér tíma til að sinna mér. Eðlislæg gleði þín, ein- lægnin og kjarkurinn í mótlætinu smitaði og styrkti hvern þann sem átti samskipti við þig. Ef fleiri væru sem þú, byggjum við í betri heimi í dag. Ég mun reyna að fara að þeim ráðum sem þú gafst mér og veit að geri ég það mun mér farn- ast vel. Þú varst sönn hetja í þínum veik- indum, æðrulaus og sterk. Ég er Guði þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér og Steinari, sem reyndust mér, óskyldum manni, svo vel í veikindum mínum. Þakka þér og ykkur fyrir allt sem þið gerðuð fyrir mig. Ég mun halda áfram, Kristín, að minnast þín í bænum mínum, en þú hefur nú sameinast Guði almáttugum í eilífum friði. Steinar minn, ég sendi þér mínar innilegustu samúðarkveðjur og ég bið algóðan Guð að styrkja þig og fjölskyldu þína. Blessuð sé minning Kristínar Egg- ertsdóttur. Vertu sæl, vinkona. Gísli Ásmundsson. Þegar ég heyrði að hún Kristín væri dáin komu minningarnar upp í hugann. Minningar um elskulega, góða konu, framúrskarandi, traustan samstarfsmann og góða vinkonu. Fyrir mörgum árum fékk ég hug- mynd um að stofna Skóladagheimili í Vestmannaeyjum því þá var heils- dagsskólinn ekki orðinn að veruleika og mikil þörf vegna barna sem voru að byrja í skóla og voru þá með mun styttri skóladag en nú er. Ég er viss um að þessi hugmynd mín hefði ekki orðið að veruleika nema vegna Kristínar. Ég segi alltaf að það hafi verið æðri máttarvöld sem sendu hana til mín. Allt í einu stóð hún inni í búð þar sem ég vann og spurði hvort mig vantaði ekki vinnukraft á væntanlegt skóladag- heimili og brosti fallega brosinu sínu hlýleg eins og hún var alltaf. Ég þekkti störfin hennar frá því hún tók á móti elsta syni okkar þegar hann fór á leikskólann og lenti á deildinni hennar og setti allt sitt traust á hana. Hún reyndist svo sannarlega traustsins verð. Það má segja að ég hafi gert það sama og sett traust mitt á hana og hún brást svo sannarlega ekki. Hún átti mjög gott með að um- gangast fólk, ekki síst börn, þau elsk- uðu hana og virtu og foreldrarnir dýrkuðu hana. Betri samstarfskonu var ekki hægt að hugsa sér. Þau ár sem við unnum saman bar aldrei skugga á. Hún var mjög hugmynda- rík og starfaði ýmislegt með börn- unum og ég man að hún sagði oft og það var hennar mottó: „við skulum hlúa vel að honum eða henni“ og það gerði hún svo sannarlega. Ég veit að Kristín var félagsvera og starfaði í ýmsum félögum og þar fengu ýmsir að njóta starfskrafta hennar. Ég verð ævinlega þakklát fyrir árin sem við störfuðum saman og er viss um að Skóladagheimilið hefði aldrei orðið eins frábært og það varð án hennar. Ég flutti frá Eyjum og sá því minna af Kristínu en alltaf þegar ég hitti hana mætti mér sama fallega brosið og hlýjan. Ég kveð hér kæra sam- starfskonu og góða vinkonu sem fór allt of fljótt því samfélagið þarf á fólki eins og henni að halda. Fólk eins og hún gerir umhverfi sitt betra með hlýju sinni og umhyggju. Við hjónin sendum Jósúa Steinari, Steinunni, Óskari og öðrum ættingjum okkar samúðarkveðjur og barnabörnunum sem hún var svo stolt af. Missir ykk- ar allra er mikill. Guð blessi minn- ingu Kristínar. Ásta Arnmundsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 67 Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRUNN ELÍASDÓTTIR, Herjólfsgötu 36, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 14. október. Jarðsungið verður frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 23. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á kvenfélagið Hringinn í Hafnarfirði. Yngvi Rafn Baldvinsson, Friðrik E. Yngvason, Theodóra Gunnarsdóttir, Björgvin Yngvason, Birna Hermannsdóttir, Stefán Yngvason, Nína Leósdóttir, Yngvi Rafn Yngvason, Alís Inga Freygarðsdóttir, og fjölskyldur. ✝ Hjartkær systir, mágkona, föður-, afa- og langafa- systir okkar, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR (Síta), sem andaðist á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili 10. október, verður jarðsungin frá Neskirkju mánudaginn 22. október kl. 13.00. Baldur Jónsson, Bjarni Bragi Jónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Jón Bragi Bjarnason, Ágústa Guðmundsdóttir, Ólöf Erla Bjarnadóttir, Sigurður Axel Benediktsson, Guðmundur Jens Bjarnason, Vigdís Sigurbjörnsdóttir, bróðurafabörn og fjölskyldur. ✝ Okkar elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og tengdasonur, VALDEMAR SVEINSSON, Ólafsgeisla 111, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugar- daginn 13. október, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 22. október kl. 13. Ingunn Stella Björnsdóttir, Elísabet Heiða Valdemarsdóttir, Sveinn Hólm Valdemarsson, Íris Björk Ingadóttir, Ingvar Hafbergsson, Jóhanna Eiríka Ingadóttir, Þórður Þrastarson, Lilja Karen, Aldís Dröfn og Darri Freyr, Hinrik Þórisson, Kristín Þórisdóttir, Sólveig Sveinsdóttir, Benedikt Ólafsson, Ingi Geir Sveinsson, Særún Ragnarsdóttir, Berglind Sveinsdóttir, Haukur Sveinsson, Björn Guðbrandsson, Fjóla Guðmundsdóttir, Gréta Guðmundsdóttir, Sigurður Gunnarsson. ✝ Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og fóstri, RAGNAR GUÐMUNDSSON, frá Kolugili, Víðidal, dvalarheimilinu Höfða á Akranesi, sem lést sunnudaginn 14. október, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 23. október kl. 14.00. Guðlaug Ragnarsdóttir, Kristinn Helgi Gunnarsson, Ragnar Víðir, Ásgeir Freyr, Hildur Jónasdóttir, Gunnar Hilmar, Unnur Aldís, Hinrik L. Hinriksson, Júlíana Karvelsdóttir, Marteinn Reimarsson, Erna Snorradóttir, Pétur Gunnar Sigurðsson, Steingerður Hermannsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.