Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 72

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 72
72 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Benazir Bhutto, fyrr-verandi forsætis-ráðherra Pakistans, snéri heim úr 8 ára út-legð á fimmtu-daginn. Þegar hún var á leið á um götur Karachi, var gerð sjálfsmorðs-árás nálægt bílnum sem hún var í. Bhutto slapp ómeidd, en hátt á 200 manns létu lífið í árásinni. Innanríkis-ráðherra Pakistans telur að hryðju-verkamenn hafi reynt að ráða Bhutto af dögum til að hindra þing-kosningar. Hryðjuverka-samtökin al-Qaeda höfðu sagst myrða Bhutto við heim-förina. Fyrr um daginn fögnuðu hundruð þúsunda stuðnings-manna komu Bhutto og hún grét er hún steig á fóstur-jörðina. Benazir Bhutto varð fyrst forsætis-ráðherra í Pakistan 1988, en var rekin úr em-bætti 1990 af þá-verandi forseta. Hún tók aftur við em-bættinu 1993, en var rekin 1996 og sökuð um spillingu. Hún var nú að snúa heim því Pervez Musharraf, for-seti Pakistans, felldi niður ákærurnar um spillingu. Bhutto sýnt bana-tilræði Reuters Benazir Bhutto fer inn í skot-heldan bíl eftir sprengingarnar. Stjórnir sjálfstæðis- félaganna héldu fund í Reykjavík í Val-höll á fimmtudags-kvöld. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var fyrir luktum dyrum. Geir H. Haarde, for-maður Sjálfstæðis- flokksins, hélt ræðu og kynnti sjónar-mið sín þar. Hann segist hafa komið á fundinn því honum fannst hann verða að beita sér fyrir því að fólk sneri nú bökum saman og reyndi að loka málinu. „Ég tel rétt að hætta núna að takast á við for-tíðina, heldur horfa fram á veginn og mér heyrist að það sé mikil stemning fyrir því,“ sagði Geir. Samstarfs- slitin út-rætt mál Geir H. Haarde Vasaklúta-bók fær Booker Írska skáld-konan Anne Enright hlaut á þriðju-dag Booker-verðlaunin í bók-menntum fyrir bókina The Gathering, sem er saga um van-stillta fjöl-skyldu á Írlandi. Bókin þykir mögnuð, óþægi-leg og oft reiðileg, en þó auð-lesin. Þetta er 4. bók höf-undar sem segir hana sann-kallaða vasaklúta-bók. Hefur sterka skáld-taug Ari Jóhannesson læknir hlaut Bókmennta-verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir frum-raun sína, ljóða-bókina Ösku-dagar. Dóm-nefnd þykir Ari hafa sterka skáld-taug, agaðan og mynd-rænan stíl sem ein-kennist af djúpum mann-skilningi. Dýrasta lista-verkið Lista-verkið Fivefold eye eftir Ólaf Elíasson seldist á 80 millj-ónir á upp-boði hjá Christie’s í London. Verkið var metið á 11 til 15 millj-ónir. Þetta er lík-lega hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Íslending. Syndir feðranna frum-sýnd Heimildar-myndin Syndir feðranna eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og Bergstein Björgúlfsson var frum-sýnd á föstudags- kvöld. Þetta er átakan-leg mynd um drengina sem bjuggu í Breiðu-vík á árunum 1952-73 og sættu miklu of-beldi. Listir Nicolas Sarkozy Frakklands-forseti hefur stað-fest að hann og kona hans, Cecilia, hafi ákveðið að skilja. Þau hafa verið gift í 11 ár. Storma-samt sam-band þeirra var mikið rætt í forseta-kosningunum í maí. Þau sáust sjaldan saman opinber-lega eftir að Sarkozy tók við em-bættinu, og tals-vert fjaðra-fok varð í ágúst þegar Cecilia neitaði á síðustu stundu að snæða hádegis-verð með George W. Bush Bandaríkja-forseta. Um fátt annað er rætt í Frakklandi nú en skilnaðinn og verk-fall sem lamar allar almennings-samgöngur í landinu, fyrsta stóra verkfallið í valda-tíð Sarkozys. Skilnaður og verk-fall Á þriðju-daginn af-henti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Degi B. Eggertssyni lykla-völdin að ráð-húsi Reykjavíkur. Dagur er 18. borgar-stjóri Reykvíkinga. Hann er 35 ára og var fyrst kjörinn í borgar-stjórn árið 2002 sem óháður full-trúi á R-listanum. Hann er menntaður læknir frá Háskóla Íslands, en hefur stundað meistara-nám við Háskólann í Lundi í mann-réttindum og alþjóða-lögum. Á fimmtudaginn lagði nýi borgar-stjórinn til-lögu fyrir borgar-ráð um að-gerðir í starfsmanna-málum borgarinnar, svo hún yrði eftirsóknar-verðari vinnu-staður. Heildar-kostnaður vegna til-lagnanna er 769 milljónir króna fyrir árin 2007 og 2008. Lagt er til að fjárhags-áætlun 2007 verði breytt sam-kvæmt til-lögunum. Dagur segir að í þessu birtist forgangs-röðun nýja meiri-hlutans. Hann telur mikil-vægt að takast á við álagið sem hefur verið á mörgum starfs-stöðvum borgarinnar vegna mann-eklu. Dagur vill 769 milljónir í starfs-manna-mál Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vilhjálmur kveður, Dagur tekur við. Tónlistar-hátíðinni Iceland Airwaves lýkur í kvöld, en hún hefur staðið í 5 daga. Hátíðin er nú haldin í 9. skipti. Um 5.000 manns, íslenskir og er-lendir, taka þátt í há-tíðinni. Þar af eru um 1.000 lista-menn. Iceland Airwaves í fullum gangi Morgunblaðið/Árni Torfason Rhonnda and the Runestones lék á Organ. Íslenska lands-liðið í knatt-spyrnu varð fyrir reiðar-slagi á miðviku-daginn þegar það tapaði 3:0 gegn smá-ríkinu Liechtenstein í Evrópu-keppni lands-liða. „Botninum er náð ef sigur vinnst ekki,“ sagði Lárus Guðmundsson fyrr-verandi landsliðs-maður fyrir leikinn. Deyfð og ráða-leysi þykja hafa ein-kennt leik lands-liðsins, en það átti ekki skot að marki Liechtenstein fyrr en á 27. mínútu leiksins. Einu stigi munar að Ísland sitji á botni riðilsins. Ísland á eftir að keppa við Danmörku og Liechtenstein við Lett-land, svo botn-sætið gæti orðið niður-staðan. Nú spyrja menn sig hvort skipta eigi um þjálfara liðsins og segja Eyjólfi Sverrissyni strax upp eftir þetta reiðar-slag. Er botninum náð? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Brúna-þungur þjálfari á leikn- um á móti Liechtenstein. Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.