Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 72
72 SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Benazir Bhutto, fyrr-verandi forsætis-ráðherra Pakistans, snéri heim úr 8 ára út-legð á fimmtu-daginn. Þegar hún var á leið á um götur Karachi, var gerð sjálfsmorðs-árás nálægt bílnum sem hún var í. Bhutto slapp ómeidd, en hátt á 200 manns létu lífið í árásinni. Innanríkis-ráðherra Pakistans telur að hryðju-verkamenn hafi reynt að ráða Bhutto af dögum til að hindra þing-kosningar. Hryðjuverka-samtökin al-Qaeda höfðu sagst myrða Bhutto við heim-förina. Fyrr um daginn fögnuðu hundruð þúsunda stuðnings-manna komu Bhutto og hún grét er hún steig á fóstur-jörðina. Benazir Bhutto varð fyrst forsætis-ráðherra í Pakistan 1988, en var rekin úr em-bætti 1990 af þá-verandi forseta. Hún tók aftur við em-bættinu 1993, en var rekin 1996 og sökuð um spillingu. Hún var nú að snúa heim því Pervez Musharraf, for-seti Pakistans, felldi niður ákærurnar um spillingu. Bhutto sýnt bana-tilræði Reuters Benazir Bhutto fer inn í skot-heldan bíl eftir sprengingarnar. Stjórnir sjálfstæðis- félaganna héldu fund í Reykjavík í Val-höll á fimmtudags-kvöld. Um 200 manns mættu á fundinn sem haldinn var fyrir luktum dyrum. Geir H. Haarde, for-maður Sjálfstæðis- flokksins, hélt ræðu og kynnti sjónar-mið sín þar. Hann segist hafa komið á fundinn því honum fannst hann verða að beita sér fyrir því að fólk sneri nú bökum saman og reyndi að loka málinu. „Ég tel rétt að hætta núna að takast á við for-tíðina, heldur horfa fram á veginn og mér heyrist að það sé mikil stemning fyrir því,“ sagði Geir. Samstarfs- slitin út-rætt mál Geir H. Haarde Vasaklúta-bók fær Booker Írska skáld-konan Anne Enright hlaut á þriðju-dag Booker-verðlaunin í bók-menntum fyrir bókina The Gathering, sem er saga um van-stillta fjöl-skyldu á Írlandi. Bókin þykir mögnuð, óþægi-leg og oft reiðileg, en þó auð-lesin. Þetta er 4. bók höf-undar sem segir hana sann-kallaða vasaklúta-bók. Hefur sterka skáld-taug Ari Jóhannesson læknir hlaut Bókmennta-verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir frum-raun sína, ljóða-bókina Ösku-dagar. Dóm-nefnd þykir Ari hafa sterka skáld-taug, agaðan og mynd-rænan stíl sem ein-kennist af djúpum mann-skilningi. Dýrasta lista-verkið Lista-verkið Fivefold eye eftir Ólaf Elíasson seldist á 80 millj-ónir á upp-boði hjá Christie’s í London. Verkið var metið á 11 til 15 millj-ónir. Þetta er lík-lega hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Íslending. Syndir feðranna frum-sýnd Heimildar-myndin Syndir feðranna eftir Ara Alexander Ergis Magnússon og Bergstein Björgúlfsson var frum-sýnd á föstudags- kvöld. Þetta er átakan-leg mynd um drengina sem bjuggu í Breiðu-vík á árunum 1952-73 og sættu miklu of-beldi. Listir Nicolas Sarkozy Frakklands-forseti hefur stað-fest að hann og kona hans, Cecilia, hafi ákveðið að skilja. Þau hafa verið gift í 11 ár. Storma-samt sam-band þeirra var mikið rætt í forseta-kosningunum í maí. Þau sáust sjaldan saman opinber-lega eftir að Sarkozy tók við em-bættinu, og tals-vert fjaðra-fok varð í ágúst þegar Cecilia neitaði á síðustu stundu að snæða hádegis-verð með George W. Bush Bandaríkja-forseta. Um fátt annað er rætt í Frakklandi nú en skilnaðinn og verk-fall sem lamar allar almennings-samgöngur í landinu, fyrsta stóra verkfallið í valda-tíð Sarkozys. Skilnaður og verk-fall Á þriðju-daginn af-henti Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Degi B. Eggertssyni lykla-völdin að ráð-húsi Reykjavíkur. Dagur er 18. borgar-stjóri Reykvíkinga. Hann er 35 ára og var fyrst kjörinn í borgar-stjórn árið 2002 sem óháður full-trúi á R-listanum. Hann er menntaður læknir frá Háskóla Íslands, en hefur stundað meistara-nám við Háskólann í Lundi í mann-réttindum og alþjóða-lögum. Á fimmtudaginn lagði nýi borgar-stjórinn til-lögu fyrir borgar-ráð um að-gerðir í starfsmanna-málum borgarinnar, svo hún yrði eftirsóknar-verðari vinnu-staður. Heildar-kostnaður vegna til-lagnanna er 769 milljónir króna fyrir árin 2007 og 2008. Lagt er til að fjárhags-áætlun 2007 verði breytt sam-kvæmt til-lögunum. Dagur segir að í þessu birtist forgangs-röðun nýja meiri-hlutans. Hann telur mikil-vægt að takast á við álagið sem hefur verið á mörgum starfs-stöðvum borgarinnar vegna mann-eklu. Dagur vill 769 milljónir í starfs-manna-mál Morgunblaðið/Brynjar Gauti Vilhjálmur kveður, Dagur tekur við. Tónlistar-hátíðinni Iceland Airwaves lýkur í kvöld, en hún hefur staðið í 5 daga. Hátíðin er nú haldin í 9. skipti. Um 5.000 manns, íslenskir og er-lendir, taka þátt í há-tíðinni. Þar af eru um 1.000 lista-menn. Iceland Airwaves í fullum gangi Morgunblaðið/Árni Torfason Rhonnda and the Runestones lék á Organ. Íslenska lands-liðið í knatt-spyrnu varð fyrir reiðar-slagi á miðviku-daginn þegar það tapaði 3:0 gegn smá-ríkinu Liechtenstein í Evrópu-keppni lands-liða. „Botninum er náð ef sigur vinnst ekki,“ sagði Lárus Guðmundsson fyrr-verandi landsliðs-maður fyrir leikinn. Deyfð og ráða-leysi þykja hafa ein-kennt leik lands-liðsins, en það átti ekki skot að marki Liechtenstein fyrr en á 27. mínútu leiksins. Einu stigi munar að Ísland sitji á botni riðilsins. Ísland á eftir að keppa við Danmörku og Liechtenstein við Lett-land, svo botn-sætið gæti orðið niður-staðan. Nú spyrja menn sig hvort skipta eigi um þjálfara liðsins og segja Eyjólfi Sverrissyni strax upp eftir þetta reiðar-slag. Er botninum náð? Morgunblaðið/Brynjar Gauti Brúna-þungur þjálfari á leikn- um á móti Liechtenstein. Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.