Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 81

Morgunblaðið - 21.10.2007, Side 81
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 81 ■ Fim. 25. október kl. 19.30 Sígildar perlur. Margar þekktustu perlur tónbókmenntanna, verk eftir Mozart, Rossini, Rakmaninoff, Piazolla og fleiri. Hljómsveitarstjóri: Esa Heikkilä Einleikari: Alison Balsom ■ Lau. 27. október kl. 17.00 Tónsprotinn – fjölskyldutónleikar Náttfatagleði, Eine Kleine Nachtmusik og önnur nætur- og draumatónlist. ■ Fim. 1. nóvember kl. 19.30 Europa Musicale Spennandi efnisskrá byggð á verkum sem hljómsveitin mun spila á tónleikaferð sinni til Þýskalands í nóvember. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER KL. 20 TÍBRÁ: SELLÓ OG PÍANÓ TANYA ANISIMOVA og LYDIA FRUMKIN Miðaverð 2.000/1.600 kr. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR VIÐAR GUNNARSSON og JÓNAS INGIMUNDARSON Miðaverð 2.000 kr./1.600 kr. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER KL. 20 SKUGGABLÓM, NÝ ÍSLENSK ÓPERA 2. SÝNING 25. OKTÓBER KL. 20 Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER KL. 17 TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR ALBERT MAMRIEV KL. 16.15 FLYTUR REYNIR AXELSSON FORMÁLSORÐ. ALLIR VELKOMNIR. Miðaverð 2.000/1.600 kr Það var ekki auðvelt verk aðvelja úr flottri dagskrá áIceland Airwaves föstudags- kvöldið 19. október. Þannig hefði til dæmis verið gaman að sjá For- gotten Lores og Buck 65 í Iðnó, Trentemøller, Múm og Of Montreal í Hafnarhúsinu eða Deerhoof og Jakobínurínu á Gauknum. En há- tíðin er auðvitað þannig úr garði gerð að maður þarf að velja og hafna, og ég ákvað því að koma mér vel fyrir á NASA þar sem ís- lenskar sveitir voru í aðal- hlutverkum. Því miður kom ég seinna í hús en ég hafði ætlað mér og náði því bara tveimur síðustu lögum hljóm- sveitarinnar Bloodgroup. Engu að síður heyrði ég strax að þarna er mjög frambærileg sveit á ferðinni, kröftugt og skemmtilegt elektró sem höfðar eflaust til margra. Þó hefði verið gaman að sjá fleiri í húsinu og meiri stemningu á dans- gólfinu, en Bloodgroup hóf leik klukkan 20.45 sem skýrir trúlega hvers vegna áheyrendur voru ekki fleiri. Líklega hefði verið skyn- samlegra að láta sveitina spila síð- ar um kvöldið, enda um mikla stuð- tónlist að ræða. Það kemur því ekki á óvart að Bloodgroup skuli nýverið hafa undirritað samning um dreifingu í öllum iTunes- verslunum, og líklegt verður að teljast að sveitin muni láta mikið að sér kveða á næstunni. Næst á svið var Skakkamanage. Það virkaði óneitanlega undarlegt að láta sveitina spila strax á eftir Bloodgroup, enda töluvert rólegri tónlist. Því miður hef ég lítið kynnt mér Skakkamanage, en sveitin kom mér hins vegar skemmtilega á óvart með flottum og gleðilegum lögum, áreynslulausri sviðs- framkomu og síðast en ekki síst góðum textum.    Ég hafði aldrei heyrt í breskurokkurunum í Prinzhorn Dance School sem var næst á svið. Í fyrstu tveimur lögunum lofaði hljómsveitin góðu með gríðarlega þéttum samleik bassa og trommu, en eftir því sem lögunum fjölgaði kom í ljós að sveitin er ótrúlega einhæf því öll lögin voru nánast eins. Prinzhorn Dance School spil- aði líklega einhver sjö eða átta lög, en tvö lög hefðu hins vegar dugað. Sveitin þarf verulega að taka sig á hvað fjölbreytni varðar. Þegar Birgir Ísleifur og félagar hans í Motion Boys stigu á svið var bekkurinn orðinn þétt setinn á NASA og ljóst að margir voru komnir eingöngu til að sjá sveitina. Ástæðan er einföld: Motion Boys er ein af ferskari hljómsveitum sem komið hafa fram á Íslandi í langan tíma. Sveitin spilar létt og skemmtilegt elektró-popp, en nær þó virkilega að hreyfa við fólki enda var fyrst hægt að tala um al- vöru stemningu á NASA þegar þeir félagar hófu leik á laginu „Steal Your Love“. Helsti kostur Motion Boys er að þeir hafa algjörlega sinn eigin stíl – eru ólíkir öllu öðru sem kemur út þessa dagana. Varla er hægt að setja út á neitt, nema þá helst textana sem eru fulleinfaldir, en það skiptir í raun engu máli því það er tónlistin sem skiptir öllu máli. Ég yrði mjög hissa ef óút- komin fyrsta plata þeirra félaga næði ekki miklum vinsældum, að minnsta kosti hér á landi.    Það var deginum ljósara hverhápunktur kvöldsins var; hljómsveitin Gus Gus. Þegar Biggi Veira, Urður, President Bongo, Daníel Ágúst og tvær bakradda- söngkonur gengu inn á sviðið var húsið orðið troðfullt, hitinn ískyggilegur og svitalyktin eftir því. Upphafslagið kom skemmti- lega á óvart, lagið „Believe“ af fyrstu plötu Gus Gus, hinni tíu ára gömlu Polydistortion. Lagið var nokkuð lengi í gang en þegar hinar frægu kúabjöllur hljómuðu undir föstum taktinum tók dansgólfið virkilega vel við sér. Næstu lög á eftir voru öll af nýjustu plötu Gus Gus, hinni frábæru Forever sem hlýtur að koma til greina sem ís- lenska plata ársins. Fyrsta lagið sem tekið var af plötunni var hið magnaða „Hold You“ þar sem Urð- ur sýnir hversu frábær söngkona hún er. Ég saknaði þó Páls Óskars sem syngur lagið með Urði á plöt- unni. Lög eins og „Need in Me“, „Lust“ og „Moss“ fengu svo hvern einasta mann í húsinu til þess að hreyfa sig, meira að segja nýráð- inn borgarstjóra sem lét sjá sig meðal sauðsvarts almúgans á NASA. Biggi Veira virðist annars stjórna Gus Gus eins og herforingi og minnir hann um margt á Liam Howlett, forsprakka The Prodigy, sem á það sameiginlegt með Bigga að halda sig á bak við græjurnar aftarlega á sviðinu, og láta aðra um sviðsljósið. Ég hef heyrt að Gus Gus endi flesta sína tónleika á „David“, einu besta danslagi íslenskrar tónlist- arsögu, og hélt því að það væri síð- asta lagið. Sveitin endaði hins veg- ar á „If You Don’t Jump (You’re English)“ og fékk sér til aðstoðar ekki ómerkari menn en Einar Örn, Krumma í Mínus, Jón Atla í Hair- doctor og Curver Thoroddsen. Flottur endir á flottum tónleikum þar sem Biggi Veira og félagar sönnuðu enn og aftur að Gus Gus er búin að skipa sér í fremstu röð elektrónískra hljómsveita í heim- inum. Gus Gus á heimsmælikvarða »Motion Boys er einaf ferskari hljóm- sveitum sem komið hafa fram á Íslandi í langan tíma. Motion Boys „Helsti kostur Motion Boys er að þeir hafa algjörlega sinn eigin stíl – eru ólíkir öllu öðru sem kemur út þessa dagana.“ jbk@mbl.is FRÁ AIRWAVES Jóhann Bjarni Kolbeinsson Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Bloodgroup „Líklega hefði verið skynsamlegra að láta sveitina spila síðar um kvöldið, enda um mikla stuðtónlist að ræða.“ Skakkamanage „Sveitin kom mér hins vegar skemmtilega á óvart með flottum og gleðilegum lögum,“ segir Jóhann Bjarni í pistlinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.