Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 81

Morgunblaðið - 21.10.2007, Qupperneq 81
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER 2007 81 ■ Fim. 25. október kl. 19.30 Sígildar perlur. Margar þekktustu perlur tónbókmenntanna, verk eftir Mozart, Rossini, Rakmaninoff, Piazolla og fleiri. Hljómsveitarstjóri: Esa Heikkilä Einleikari: Alison Balsom ■ Lau. 27. október kl. 17.00 Tónsprotinn – fjölskyldutónleikar Náttfatagleði, Eine Kleine Nachtmusik og önnur nætur- og draumatónlist. ■ Fim. 1. nóvember kl. 19.30 Europa Musicale Spennandi efnisskrá byggð á verkum sem hljómsveitin mun spila á tónleikaferð sinni til Þýskalands í nóvember. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is SUNNUDAGUR 21. OKTÓBER KL. 20 TÍBRÁ: SELLÓ OG PÍANÓ TANYA ANISIMOVA og LYDIA FRUMKIN Miðaverð 2.000/1.600 kr. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER KL. 20 TÍBRÁ: SÖNGTÓNLEIKAR VIÐAR GUNNARSSON og JÓNAS INGIMUNDARSON Miðaverð 2.000 kr./1.600 kr. MIÐVIKUDAGUR 24. OKTÓBER KL. 20 SKUGGABLÓM, NÝ ÍSLENSK ÓPERA 2. SÝNING 25. OKTÓBER KL. 20 Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER KL. 17 TÍBRÁ: PÍANÓTÓNLEIKAR ALBERT MAMRIEV KL. 16.15 FLYTUR REYNIR AXELSSON FORMÁLSORÐ. ALLIR VELKOMNIR. Miðaverð 2.000/1.600 kr Það var ekki auðvelt verk aðvelja úr flottri dagskrá áIceland Airwaves föstudags- kvöldið 19. október. Þannig hefði til dæmis verið gaman að sjá For- gotten Lores og Buck 65 í Iðnó, Trentemøller, Múm og Of Montreal í Hafnarhúsinu eða Deerhoof og Jakobínurínu á Gauknum. En há- tíðin er auðvitað þannig úr garði gerð að maður þarf að velja og hafna, og ég ákvað því að koma mér vel fyrir á NASA þar sem ís- lenskar sveitir voru í aðal- hlutverkum. Því miður kom ég seinna í hús en ég hafði ætlað mér og náði því bara tveimur síðustu lögum hljóm- sveitarinnar Bloodgroup. Engu að síður heyrði ég strax að þarna er mjög frambærileg sveit á ferðinni, kröftugt og skemmtilegt elektró sem höfðar eflaust til margra. Þó hefði verið gaman að sjá fleiri í húsinu og meiri stemningu á dans- gólfinu, en Bloodgroup hóf leik klukkan 20.45 sem skýrir trúlega hvers vegna áheyrendur voru ekki fleiri. Líklega hefði verið skyn- samlegra að láta sveitina spila síð- ar um kvöldið, enda um mikla stuð- tónlist að ræða. Það kemur því ekki á óvart að Bloodgroup skuli nýverið hafa undirritað samning um dreifingu í öllum iTunes- verslunum, og líklegt verður að teljast að sveitin muni láta mikið að sér kveða á næstunni. Næst á svið var Skakkamanage. Það virkaði óneitanlega undarlegt að láta sveitina spila strax á eftir Bloodgroup, enda töluvert rólegri tónlist. Því miður hef ég lítið kynnt mér Skakkamanage, en sveitin kom mér hins vegar skemmtilega á óvart með flottum og gleðilegum lögum, áreynslulausri sviðs- framkomu og síðast en ekki síst góðum textum.    Ég hafði aldrei heyrt í breskurokkurunum í Prinzhorn Dance School sem var næst á svið. Í fyrstu tveimur lögunum lofaði hljómsveitin góðu með gríðarlega þéttum samleik bassa og trommu, en eftir því sem lögunum fjölgaði kom í ljós að sveitin er ótrúlega einhæf því öll lögin voru nánast eins. Prinzhorn Dance School spil- aði líklega einhver sjö eða átta lög, en tvö lög hefðu hins vegar dugað. Sveitin þarf verulega að taka sig á hvað fjölbreytni varðar. Þegar Birgir Ísleifur og félagar hans í Motion Boys stigu á svið var bekkurinn orðinn þétt setinn á NASA og ljóst að margir voru komnir eingöngu til að sjá sveitina. Ástæðan er einföld: Motion Boys er ein af ferskari hljómsveitum sem komið hafa fram á Íslandi í langan tíma. Sveitin spilar létt og skemmtilegt elektró-popp, en nær þó virkilega að hreyfa við fólki enda var fyrst hægt að tala um al- vöru stemningu á NASA þegar þeir félagar hófu leik á laginu „Steal Your Love“. Helsti kostur Motion Boys er að þeir hafa algjörlega sinn eigin stíl – eru ólíkir öllu öðru sem kemur út þessa dagana. Varla er hægt að setja út á neitt, nema þá helst textana sem eru fulleinfaldir, en það skiptir í raun engu máli því það er tónlistin sem skiptir öllu máli. Ég yrði mjög hissa ef óút- komin fyrsta plata þeirra félaga næði ekki miklum vinsældum, að minnsta kosti hér á landi.    Það var deginum ljósara hverhápunktur kvöldsins var; hljómsveitin Gus Gus. Þegar Biggi Veira, Urður, President Bongo, Daníel Ágúst og tvær bakradda- söngkonur gengu inn á sviðið var húsið orðið troðfullt, hitinn ískyggilegur og svitalyktin eftir því. Upphafslagið kom skemmti- lega á óvart, lagið „Believe“ af fyrstu plötu Gus Gus, hinni tíu ára gömlu Polydistortion. Lagið var nokkuð lengi í gang en þegar hinar frægu kúabjöllur hljómuðu undir föstum taktinum tók dansgólfið virkilega vel við sér. Næstu lög á eftir voru öll af nýjustu plötu Gus Gus, hinni frábæru Forever sem hlýtur að koma til greina sem ís- lenska plata ársins. Fyrsta lagið sem tekið var af plötunni var hið magnaða „Hold You“ þar sem Urð- ur sýnir hversu frábær söngkona hún er. Ég saknaði þó Páls Óskars sem syngur lagið með Urði á plöt- unni. Lög eins og „Need in Me“, „Lust“ og „Moss“ fengu svo hvern einasta mann í húsinu til þess að hreyfa sig, meira að segja nýráð- inn borgarstjóra sem lét sjá sig meðal sauðsvarts almúgans á NASA. Biggi Veira virðist annars stjórna Gus Gus eins og herforingi og minnir hann um margt á Liam Howlett, forsprakka The Prodigy, sem á það sameiginlegt með Bigga að halda sig á bak við græjurnar aftarlega á sviðinu, og láta aðra um sviðsljósið. Ég hef heyrt að Gus Gus endi flesta sína tónleika á „David“, einu besta danslagi íslenskrar tónlist- arsögu, og hélt því að það væri síð- asta lagið. Sveitin endaði hins veg- ar á „If You Don’t Jump (You’re English)“ og fékk sér til aðstoðar ekki ómerkari menn en Einar Örn, Krumma í Mínus, Jón Atla í Hair- doctor og Curver Thoroddsen. Flottur endir á flottum tónleikum þar sem Biggi Veira og félagar sönnuðu enn og aftur að Gus Gus er búin að skipa sér í fremstu röð elektrónískra hljómsveita í heim- inum. Gus Gus á heimsmælikvarða »Motion Boys er einaf ferskari hljóm- sveitum sem komið hafa fram á Íslandi í langan tíma. Motion Boys „Helsti kostur Motion Boys er að þeir hafa algjörlega sinn eigin stíl – eru ólíkir öllu öðru sem kemur út þessa dagana.“ jbk@mbl.is FRÁ AIRWAVES Jóhann Bjarni Kolbeinsson Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Bloodgroup „Líklega hefði verið skynsamlegra að láta sveitina spila síðar um kvöldið, enda um mikla stuðtónlist að ræða.“ Skakkamanage „Sveitin kom mér hins vegar skemmtilega á óvart með flottum og gleðilegum lögum,“ segir Jóhann Bjarni í pistlinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.