Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 21 HVER VILL BÚA Í YFIRGEFNU HVERFI? legt horf í fleiri og fleiri götum og spyr mig skælbrosandi hvort ég sé ekki örugglega búin að hlusta á djass eftir að ég kom. Fimm mín- útum síðar er hún hins vegar farin að segja frá atvinnuleysi og vanlíðan eftir Katrínu. Orðin streyma út úr henni: Fyrir Katrínu þetta. Eftir Katrínu hitt. Systir hennar, móð- ursystir og tengdamóðir misstu allt sitt. Systirin fluttist til Texas og seg- ist aldrei ætla að koma aftur. „En tengdamamma dó. Eftir að Katrína var gengin yfir,“ segir Sus- an og sólin skín inn í stóru brúnu augun. „En ekki út af fellibylnum sem sé?“ spyr ég. Susan lítur á mig og verður örlítið hvöss í mál- rómnum. „Nei, hún var ekki ein af þeim sem dóu í flóðunum ef það er það sem þú ert að meina. En hún dó samt af völdum fellibylsins. Þetta var alltof mikið álag fyrir hana, að missa allt sitt. Og það fór bara alveg með hana. Þegar heimili fólks eyði- leggjast þá gerist eitthvað. Það brotnar eitthvað.“ Skyndilega hrekkur hún upp og bendir mér brosandi á að vera dug- leg að borða meðan ég er í borginni. „Fáðu þér ostrur! Og hlustaðu á djass. Þetta er enginn venjulegur staður sem þú ert á.“ Djass og blómaker Það er mikið rétt. New Orleans með sinn fjölbreytta menningararf, sína tónlist og sinn arkitektúr, er enginn venjulegur staður. Þar blandast frönsk áhrif spænskum, sem aftur blandast áhrifum frá ýms- um Afríkuríkjum sökum þræla- haldsins. Samsuðan er í meira lagi athyglisverð. Í franska hverfinu standa litrík hús við þröngar götur og á fallegum svölum hanga blóma- ker. Djass er upprunninn í New Or- leans og ferðamenn flykkjast þang- að til að heyra tónlist. New Orleans er ekkert venjuleg – og lífið í New Orleans eftir Katrínu er líka langt í frá að vera venjulegt. Unga konan í auðu götunni þarf að fara langa leið í næstu búð. Eldri maðurinn í húsvagninum telur ná- grannanna og krossar fingur í hvert sinn að talan sé hærri en síðast. Feðgin horfa á tóm húsin í kring og velta fyrir sér hver afdrif fólksins sem þar bjó hafi orðið. Engin umferð í draugaborg „Það var enginn hérna nema sjálf- boðaliðar og björgunarfólk. Þetta var algjörlega klikkað: Að vera í borg sem var tóm,“ segir gistihúsa- eigandinn Jon Dijkhuizen mér einn daginn. Hann rekur India House, þar sem ég gisti, og kom til baka tveimur vikum eftir að Katrína gekk yfir borgina. Hún var þá enn lokuð almenningi og brúnlitað vatn flæddi um ganga gistiheimilisins. „Hér var algjört myrkur, ekkert rafmagn, engin götuljós. Engar verslanir, engin umferð, engar um- ferðarreglur, engin hljóð – ekki einu sinni fuglasöngur. Ekkert! Allur gróður var þakinn drullu – allt var dautt. Þetta var eins og að vera í draugaborg.“ Í hvert skipti sem Jon minnist á Katrínu er eins og hann sé að lýsa spennusögu. „Þetta var rosalegt, maður!“ Búðin sem komst í fréttirnar Í austurhluta borginnar horfi ég lengi inn eftir auðri götu. Öll húsin eru yfirgefin. Hvert eitt og einasta í götunni – fjórtán talsins. Ekkert hljóð heyrist. Nema í Mickey sem Jesúsar sig yfir því að vera í auðri götu í stórborg. Á þessum stað eru hús uppistandandi – ólíkt því sem er í níunda hverfi – en flest eru ónýt eftir vatnsskemmdir og standa tóm. Nýútskrifaður sálfræðingur bendir mér seinna um daginn á að nýlega hafi komist í fréttirnar að mat- vöruverslun hafi verið opnuð í hverf- inu. Hann hristir höfuðið. „Það ætti ekki að vera fréttnæmt að íbúðar- hverfi fái matvörubúð …“ Á Mill Street finnum við Keishu Price sem býr í nýuppgerðu húsi ásamt frænku sinni á unglingsaldri. Þær leigja húsið. Eigandinn vildi ekki flytja aftur inn. „Það var gott að finna húsnæði. En ég borga samt tvöfalt það verð sem ég hefði áður borgað og bý núna í hálfyfirgefinni götu!“ segir hún. Samkvæmt Brook- ings Institution hefur með- alleiguverð hækkað um 46% eftir Katrínu – en fjölmargir, líkt og Keisha, nefna mun hærri tölur við mig. Hún bandar höfði að spýtum og ónýtri einangrun sem liggur í hrúgu á götunni. „Þetta er búið að vera þarna í tvo mánuði. Huggulegt? Fyrst eftir að fólki var sagt að hreinsa húsin sín sá FEMA um að hirða ruslið skipulega upp. En þau eru hætt því í dag.“ Keishu finnst ganga hægt að fá fólk í hverfið. Segir fólk vera komið í sex hús af tuttugu. Glæpatíðni í New Orleans hefur síst minnkað eftir fellibylinn og Keishu finnst hún ekki enn sérlega örugg þarna á kvöldin. Löggæsla er lítil sem engin. „En sem betur fer virka götuljósin.“ Sjálf flutti hún inn í húsið í febrúar á þessu ári og var ein sú fyrsta í göt- unni. „Það var mjög skrýtið. Hver vill búa í yfirgefnu hverfi?“ Og kannski er það einmitt málið. Það er eitthvað undarlegt við að vera ein í borg. Hér á þögnin ekki upptök sín í óspilltri náttúru þar sem langt er í næsta byggða ból. Bólin eru allt um kring – en eru ekki byggð. Næsta sunnudag – seinnihluti: Hvernig borg rís úr rústunum? Skrýtið Keisha Price var sú fyrsta til að snúa aftur á Mill Street, þar sem öll hús skemmdust. Henni finnst skrýtið að búa í hálfyfirgefnu hverfi. » Löggæsla er lítil sem engin. „En sem betur fer virka götuljósin.“ nú eru að koma jól ... 4. desember Jólapakkar utan Evrópu 7. desember Jólakort utan Evrópu 12. desember Jólapakkar til Evrópu 14. desember Jólakort til Evrópu 18. desember TNT-hraðsendingar utan Evrópu 19. desember TNT-hraðsendingar til Evrópu 19. desember Jólapakkar innanlands 20. desember Jólakort innanlands Nú er Gunna á nýju skónum Sumir klára jólaverkin tímanlega til að njóta aðventunnar betur. Komdu jólasendingunum tímanlega í póst. Síðustu öruggu skiladagar í desember: www.postur.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 7 - 1 5 3 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.