Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 25

Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 25
viku verður lengi í minnum hafður en þar var Benítez eins og véfréttin í Delfí. Talaði vægast sagt órætt við fjölmiðla. „Eins og endranær ein- beiti ég mér að þjálfun liðsins og hvers vegna ætti ég að hafa áhuga á því að tala um aðra hluti?“ var svar hans við fyrstu spurningunni og það svar endurtók hann svo í sífellu, stundum í styttri útgáfu. Frekur til buddunnar Í landsleikjahrinunni á dögunum lagði Benítez upp á sitt eindæmi drög að samkomulagi við eigendur Argentínumannsins Javiers Masc- heranos upp á 17 milljónir sterlings- punda og leitaði hófanna um kaup á landa hans, Ezequiel Garay, frá Racing Santander á allt að 10 millj- ónir punda. Þegar þessi tíðindi bár- ust mönnum til eyrna í Texas þótti Hicks nóg um og sló símleiðis á putta knattspyrnustjórans sem móðgaðist heiftarlega. „Það má vel vera að Benítez hafi mislíkað inn- grip okkar en það er tími til kominn að hann einbeiti sér að því að vinna mikilvæga leiki,“ sagði Hicks. Hlýj- an drýpur ekki beinlínis af þessum ummælum kaupahéðinsins sem er frægur fyrir að vera harður í horn að taka. Rick Parry, framkvæmdastjóri Liverpool, hefur reynt að bera klæði á vopnin en samkipti þeirra Benítez hafa verið spennu þrungin síðustu daga eftir að eigendurnir skipuðu þeim fyrrnefnda að hrifsa budduna af knattspyrnustjóranum áður en frekara kaupæði rynni á hann. Stuðningur aðdáenda Aðdáendur Liverpool hafa upp til hópa verið ánægðir með störf Bení- tez og það kom glögglega í ljós í vikunni að hann er ennþá „hinn út- valdi“ í huga þeirra. Leikurinn gegn Porto var öðrum þræði stuðnings- fundur. Benítez var bersýnilega hrærður og eftir leikinn var annað hljóð komið í strokkinn. „Samband mitt við þá [eigendurna] hefur hing- að til verið gott. Nú verðum við að setjast niður og ræða vandamálið svo við getum haldið áfram. Kannski er enskukunnátta mín ekki nægilega góð? Hugsanlega er það rót vandans? Það er alltént betra að ræðast við augliti til auglitis í stað þess að nota síma og tölvupóst. Það liggur fyrir að við verðum að fara yfir málið og átta okkur á því hvað er best fyrir félagið. Ég er sann- færður um að við munum reyna það. Ég var bara að reyna að sinna mínu starfi,“ sagði Benítez á mið- vikudaginn en síðar kom í ljós að þeir Parry áttu gagnlegan fund fyrr um daginn. Benítez er því hugs- anlega orðinn öruggari um eigið skinn en áður. Þar með er ekki öll sagan sögð því á síðustu dögum hefur verið á kreiki orðrómur þess efnis að Hicks og Gillett séu komnir í hár saman og sá fyrrnefndi vilji selja hlut sinn í Liverpool. Hvorki Hicks né félagið hafa tjáð sig opinberlega um þetta mál en enskir vefmiðlar segjast hafa heimildir fyrir því að Hicks hafi brugðist ókvæða við þessum orðrómi og tilkynnt mönnum á An- field að hann sé síður en svo í sölu- hugleiðingum. Ljóst er að Benítez, Hicks og Gil- lett verða að brjóta odd af oflæti sínu um miðjan þennan mánuð, fara gaumgæfilega yfir málið og setja ágreining sinn til hliðar. Uppákom- ur af þessu tagi eru vondar fyrir góða ímynd eins merkasta knatt- spyrnufélags í heimi. Leikurinn gegn Marseille verður þá um garð genginn og ljóst hvort Liverpool er inni eða úti úr meistaradeildinni þetta árið. Brottfall þaðan hefði verulegt fjárhagstjón í för með sér. Portúgalski skugginn Ekki myndi tekjutap gleðja hina bandarísku eigendur sem berjast nú á hæl og hnakka fyrir því að tryggja fjármögnun nýs leikvangs í Stanley Park sem lengi hefur verið á döf- inni. Áætlaður kostnaður við það verkefni er hvorki meira né minna en 400 milljónir sterlingspunda og hefur tvöfaldast frá því Hicks og Gillett tóku við stjórnvelinum. Frá faglegu sjónarmiði ætti Bení- tez að þola eina sneypuför í Evrópu, ekkert bendir til þess að hann sé á rangri leið með Liverpool. Þá gæti liðið líka einbeitt sér að deildinni heimafyrir sem það hefur ekki unn- ið síðan 1990. Mörgum þykir tíma- bært að það markmið verði sett á oddinn. Hitt er annað mál að fáir knattspyrnustjórar geta andað ró- lega meðan José Mourinho er ennþá á atvinnuleysisbótum. Skuggi hans hvílir á þeim eins og mara. Í HNOTSKURN »Liverpool var stofnað árið1892 og er sigursælasta fé- lagið í sögu ensku knattspyrn- unnar, hefur m.a. unnið átján meistaratitla, þann síðasta ár- ið 1990. »Rafa Benítez tók við starfiknattspyrnustjóra sumarið 2004 og gerði liðið strax fyrsta árið að Evrópumeistara. »Bandarísku auðkýfing-arnir Tom Hicks og George Gillett festu kaup á fé- laginu í febrúar á þessu ári. Fastur fyrir Tom Hicks, annar eigenda Liverpool. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 25 þar endurbirti til dæmis dagblaðið El Mundo teikninguna til að sýna sam- stöðu. Á Spáni muna menn þá tíma þegar Franco var við völd, ritskoðun var við lýði og málfrelsið takmarkað. Þrengt að fjölmiðlum? Þetta mál þykir bera því vitni að þrengt sé að fjölmiðlum um alla Evr- ópu um þessar mundir. William Horsley, blaðamaður hjá BBC, skrif- aði fyrir skömmu grein á fréttavef BBC um vaxandi fjölda dæma um rit- skoðun eða sjálfsritskoðun og rakti til heftandi laga eða mynsturs einok- unar á eignarhaldi fjölmiðla. „Sum tilfellin eru eins og á Spáni þar sem reynt er að sækja blaðamenn til saka fyrir að brjóta lög, sem veita vernd þeim sem eru valdamestir og njóta mestra forréttinda í opinberu lífi,“ skrifaði hann. „Í Rúmeníu er nýbúið að setja lög um að blaðamenn eigi yfir höfði sér sjö ára fangelsi ef þeir birta myndefni, sem tekið hefur verið á laun af stjórnmálamönnum að taka við mútum. Þau fylgja í kjölfar máls þar sem mynd af ráðherra að þiggja greiðslu á laun var birt í sjón- varpi og leiddi til afsagnar hans. Í Frakklandi var blaðagrein, sem skrifuð var meðan á baráttunni fyrir forsetakosningarnar stóð um að Ce- cilia Sarkozy, þá eiginkona Nicolasar Sarkozys, frambjóðandans sem sigr- aði, hefði ekki greitt atkvæði, kippt út samkvæmt skipun frá eiganda blaðs- ins, nánum samverkamanni nýja for- setans.“Horsley vísar einnig til Tyrk- lands þar sem mörg hundruð blaðamenn hafa verið sóttir til saka fyrir brot á lögum, sem gera refsivert að móðga herinn eða háttsetta valda- menn. Hinn vaxandi vandi kemur fram í úttekt á fjölmiðlafrelsi í 20 löndum, sem nefnist Frelsið kvatt? og kom út hjá hinum óháðu Samtökum evrópskra blaðamanna. Þar segir að í 18 af Evrópulöndunum 20 hafi blaða- menn átt yfir höfði sér málsókn eða verið fangelsaðir fyrir að brjóta lög, sem komi í veg fyrir að þeir fjalli um mál, sem varði almannahag. „Með því að sækja til saka og dæma seka teiknarana, sem birtu fyndna teikningu af spænskum prinsi til að fá lesendur sína til að hlæja, hef- ur aðeins meira flísast úr brothættri súlu fjölmiðlafrelsis í Evrópu,“ skrif- ar William Horsley. Reuters Aðgát skal höfð Filippus krónprins og Letizia óritskoðuð í Cordoba. » „Gerir þú þér grein fyrir því að ef þú verð- ur ólétt er það það næsta, sem ég hef komist því að vinna allt mitt líf?“ * Ef keypt er fyrir 3.000 kr. eða meira á meðan birgðir endast. Framtíðarreikningur Glitnis – fyrir káta krakka með stóra drauma • Bestu vextir sparireikninga bankans • Verðtryggður reikningur • Auðvelt og þægilegt að spara reglulega • Bundinn þar til barnið verður 18 ára Gefðu inneign á Framtíðarreikning Glitnis og fáðu fallega Latabæjarderhúfu í Latabæjaröskju í kaupbæti.* Framtíðarreikning færðu í næsta útibúi Glitnis. Það er líka sáraeinfalt að ganga frá málinu á www.glitnir.is og fá glaðninginn sendan beint heim.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.