Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 27

Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 27
rnin MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 27 Kristján á Kumbaravogi var iðinn við bréfaskriftir til að afla fjár til heim- ilisins. Áður en starfsemin byrjaði á Kumbaravogi 1965 varð hann sér úti um styrk frá „háttvirtri fjárveiting- arnefnd Alþingis til að standa straum af stofnkostnaði við heimili á Kumb- aravogi í Árnessýslu fyrir umkomu- laus börn“. Kristján hafði hvorki menntun né mannúð til að veita upp- eldisheimili forstöðu til að sinna fjölda niðurbrotinna barna. En hann var búinn að kaupa Kumbaravog og með fimm meðmælabréf upp á vas- ann, sjálfum sér til framdráttar, sem hann sendir Símoni Jóh. Ágústssyni, sálfræðingi hjá Barnaverndarráði Ís- lands. Barnaverndarráð Íslands lagði blessun sína yfir reksturinn og menntamálaráðuneytið gaf út starfs- leyfi árið 1965 fyrir barnaupptöku- heimili á Kumbaravogi. Kumb- aravogshjónin höfðu enga menntun hlotið, hvorki til kennslu né uppeldis- starfa. Hvernig gátu alls ómenntaðir einstaklingar fengið leyfi barna- verndarnefndar til að taka að sér 14 börn? Börnin 14, sem vistuð voru á Kumbaravogi á þessum árum, voru öll á svipuðum aldri og komu flest af brotnum heimilum. Á Kumbaravogi bjuggu einnig tveir synir hjónanna svo alls voru börnin 16 talsins. Tveimur árum eftir að starfsemin hófst var ráðist í viðbótarbyggingu við gamla húsið. Sumarið 1967 skrifar Símon Jóh. Ágústsson hjá Barna- verndarráði: „Viðbótarbygging er langt komin og verður tekin í notkun með haustinu. Fást þar leikstofur og húsnæði fyrir starfsfólk.“ Sú varð ekki raunin. Viðbótarbyggingin var tekin undir sérherbergi fyrir syni eins og hann t.d. í Texas? Samkvæmt máttvana lagabókstaf íslenskum er Karl Vignir laus allra mála. Málin fyrnd! Í skjóli laganna getur trú- rækni barnaníðingurinn Karl Vignir raulað fyrir munni sér: „Ó Jesús kastar öllum mínum syndum á bakvið sig/og ég sé þær aldrei meir.“ Háttvirt Alþingi Talsvert af bréfum og skjölum hef- ur komið í ljós á Borgarskjalasafninu sem varðar persónulegar upplýs- ingar fyrrverandi vistbarna og hina ýmsu styrki til Kristjáns á Kumb- aravogi. Í mars 1962 skrifar Kristján bréf til Símonar Jóh. Ágústssonar hjá Barnaverndarráði Íslands og leitar ráða hjá sálfræðingnum. Kristján vill fara í skóla og „læra það sem krafist er af forstöðumönnum uppeldisheim- ila í Danmörku sem er tveggja til þriggja ára nám“. Í sama bréfi segir Kristján: „En þar sem ég hef fyrir heimili að sjá [konu og tveim drengj- um 6 og 8 ára] en er ekki efnaður maður, gæti ég þá fengið lán eða styrk til slíks náms hjá öðrum að- iljum en Menntamálaráði?“ Svo virð- ist sem hvorki lán né styrkur hafi gef- ist og ekkert varð úr tveggja til þriggja ára uppeldislegu sérnámi Kristjáns, sem starfaði um tíma hjá Æskulýðsráði Reykjavíkur og árið 1963 félagasamtökunum Vernd. Árið 1964 festir hann kaup á Kumbaravogi og skv. bréfum er hann farinn að leita leiða til að fá peningastyrki og sam- þykki Barnaverndarráðs til að stofna og reka upptökuheimili fyrir börn. Kristján er mikill „peningamaður“ þótt engir séu peningarnir, en það er enginn bóndi nema hann barmi sér. forstöðuhjónanna og sparistofu. Sumarið 1970 var búið að byggja annað upptökuheimili á jörðinni. Í október 1970 biður Kristján um aukna fjárveitingu fyrir nýja húsið: „… Fjárveitingarnefnd Alþingis hefur áður veitt mér styrk á fjár- lögum, sem skylt er að þakka. Á þessu ári var mér veittur styrkur að fjárhæð kr. 75.000.00, en vegna mik- illa útgjalda við að opna síðara heim- ilið er mér mjög mikil nauðsyn á að fá styrkinn hækkaðan í umbeðna fjár- hæð … fer þess hér með á leit við fjárveitingarnefnd hæstvirts Alþingis að mér verði veittur styrkur á fjár- lögum ársins 1971 að upphæð kr. 200.000.00 vegna stofnkostnaðar og reksturs barnaheimilisins í Kumb- aravogi.“ Í dag er verðgildi 75 þúsund króna u.þ.b. 4,5 milljónir og verðgildi 200 þúsund króna er í kringum 12 millj- ónir. Allverulegar peningaupphæðir virðast hafa gengið til Kumbaravogs- heimilisins í nafni meðlaga, hjálp- arkennslu- og húsbyggingastyrkja, fata- og peningagjafa. 26 fósturbörn Nýbyggingin var ætluð 12 vist- börnum því fjöldinn var kominn í 26 börn. Umsjón með þeim rekstri höfðu hjón úr aðventistasöfnuðinum, maðurinn kennari, sem átti m.a. að sjá um hjálparkennslu beggja upp- tökuheimilanna. Hugsjónin um vernduð upptökuheimili með um- hyggjusömum fósturforeldrum var ákaflega falleg en fjarlæg mynd. Upptökuheimili með fagmenntuðum stjórnendum hefði eflaust nýst fáein- um börnum, en ekki 14 eða 26 Harmleikur Einar Þór Agnarsson 23 ára, um ári áður en hann fannst látinn ásamt öðrum ungum manni í bíl í Daníelsslipp í Reykjavík. Systkini hans berjast nú fyrir að fá niðurstöðu rannsóknar á þessum harmleik í hendur. » Hámark refsingarinnar var þegar Einar Þór var sendur 14 ára gamall í nokkurra mánaða „hegningarvist“ í Breiðavík.  (í sama húsi og Bílaapótek og NC Næs Connection) Hæðasmára 4 · Kópavogur · 555 7355 Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Ný ver slun Nægbílastæði Gleðileg jól Glæsilegar jólagjafir M b l 9 25 33 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.