Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 35

Morgunblaðið - 02.12.2007, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 35 Reykjavík til að ná góðri mynd af Fokker-vél. „Ég reikna með að farþegarnir hafi verið orðnir óþreyjufullir að komast út á land,“ segir hann og hlær að minning- unni. Það eru ekki alltaf farþegar um borð og hefur Baldur farið í mý- mörg ljósmyndaflug gegnum tíð- ina. Þá segir hann Landhelg- isgæsluna hafa verið sérstaklega liðlega. Oft tekið sig með í þyrlu- flug og „hent mér út á fjöllum“. Svo myndar hann æfingar Gæsl- unnar úr hlíðunum. Baldur hefur ekki tölu á flug- vélamyndunum sem hann hefur tekið um dagana en segir þær skipta tugum þúsunda. „Ég fór í gegnum mestan hluta af safninu mínu fyrir bókina og það voru hátt í þrjú þúsund myndir í fyrsta úr- takinu. Það segir sína sögu.“ Hann hefur lengi gengið með þá hugmynd í maganum að gefa út bók og færði það fyrst í tal við út- gefendur fyrir um áratug. Því var fálega tekið á þeim tíma. Komdu með fleiri myndir! „Það var svo í byrjun þessa árs að ég átti leið framhjá húsakynn- um Eddu útgáfu og ákvað sísona að skella mér inn. Mér var vísað inn á skrifstofu hjá Árna Ein- arssyni forstjóra. Ég sýndi honum nafnspjaldið mitt með mynd af flugvél og spurði hvort hann hefði áhuga á að gefa út bók með svona myndum. Hann horfði á spjaldið og sagði: „Þetta er athyglisvert. Komdu með fleiri myndir!“ Ég gerði það og nokkru síðar lá fyrir ákvörðun um útgáfu.“ Þegar Baldur er spurður um markhópinn gefur hann hið óræða svar „fólkið í hlíðinni“. Beðinn að útskýra það nánar segir hann: „Ég gef mér að flug- menn og flugáhugamenn hafi áhuga á bókinni. Það segir sig sjálft. Það er aftur á móti ekki sér- lega stór markhópur, þannig að hugsa þarf lengra. Í mínum huga er markhópurinn fólkið í hlíðinni,“ endurtekur hann og flettir upp á mynd í bókinni frá flugsýningu. Þar er sannarlega fólk upp um all- ar hlíðar að fylgjast með. „Ég er að tala um fólk sem kemur á flug- sýningar. Fólk sem dáist að formi og eiginleikum flugvélarinnar. Síð- an vona ég auðvitað að bókin höfði öðrum þræði til fólks sem hefur áhuga á ljósmyndum úr íslensku umhverfi.“ Enda þótt bókin sé komin út er Baldur Sveinsson hvergi nærri hættur að mynda. „Sumir safna bókum, aðrir frímerkjum og enn aðrir málverkum. Ég safna mynd- um af flugvélum. Þessi söfnunar- árátta er ástríða. Eini munurinn á mér og hinum söfnurunum er sá að ég verð seint ríkur á þessu…“ McDonnell Douglas Vél bandaríska hersins í maí 1979. Myndin er tekin meðan vél Baldurs var í svokallaðri tunnuveltu. Mustang Breska vélin Miss Velma sem hafði hér viðkomu sl. sumar. Þessi söfnunarárátta er ástríða. Eini munurinn á mér og hinum söfn- urunum er sá að ég verð seint ríkur á þessu…“ orri@mbl.is TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is TM Ánægja ÍS L E N S K A S IA .I S / T M I 40 16 3 11 /0 7 Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir TM þeir ánægðustu af viðskiptavinum tryggingafélaga, þriðja árið í röð. Ánægjuvog tryggingafélaga 2007 TM SJÓVÁ VÍS „Ekkert röfl og ekkert vesen. Ef svo illa vildi til að ég yrði fyrir tjóni aftur þá þyrfti ég greinilega engu að kvíða með það. Takk fyrir mjög góða þjónustu.“ Bestu kveðjur, Guðrún Jónsdóttir og Ludwig H. Gunnarsson „…sem sagt fljót og góð þjónusta!“ Ummæli fólks sem lent hefur í tjóni segja mest um þjónustu tryggingafélaga. Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugard. 10-18 · sunnud. 11-17Opið Tekynning! Hvaða te hentar þér best? Svarið fæst með Kínverskri púlsmælingu. Tilboð á kínverskum listmunum til jóla 2 fyrir 1 Einnig fullt af nýjum vörum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.