Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ hefur vart farið framhjá neinum að mikil umræða hefur verið um leikskóla- mál á þessu hausti. Staðreynd málsins er sú að allir for- eldrar ætla að eign- ast börn, allir for- eldrar vilja að barn þeirra komist í leik- skóla, helst allan daginn, en það er ekki til nógu margt fólk sem vill vinna það uppeldis- og menntunarstarf sem þarf að vinna í leik- skólum. Umræða um þessi mál er ekki ný af nálinni, en hefur þó verið óvenju mikil á þessu hausti, enda ástandið líklega aldrei verið verra hvað varðar mönnun í leikskólum. Undantekningar eru þó frá manneklunni, því mörg bæj- arfélög þekkja ekki þetta vanda- mál og má þar nefna Akureyri, Akranes og Grindavík. Höfuðborgarsvæðið stendur verst að vígi í þessum málum, en þó er staðan í Garðabæ góð. Mik- ilvægt er að ráðamenn ríkis og sveitarfélaga takist á við þetta mál og horfi nokkur ár fram í tímann. Fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar töluðu flestir flokkar um að hafa leikskólann gjaldfrjálsan. Ég spyr, er það lausnin til þess að fá fleira fólk til starfa við kennslu og uppeldi í leikskóla? Nám í leikskólafræðum Eitt af því sem hægt væri að gera er að auka nem- endafjölda í leik- skólafræðum við há- skólana og spurning er hvort ekki þarf að taka upp millinám, svipað og Reykjavík og sveitarfélögin í Suðvesturkjördæmi hafa gert, svokölluð leikskólabrú. Það er mjög gott að fólk fari í þriggja til fimm ára háskólanám, en það er líka gott að þeir sem af einhverjum ástæðum geta ekki tekið svo langt nám, hafi tækifæri til að mennta sig í þessum fræð- um á styttri tíma, öðlist ákveðin réttindi og stöðu með hærri laun- um. Ný leið sem gæti nýst vel Aðra leið mætti einnig skoða til þess að leikskólarnir fengju fólk til starfa, hún er sú að það verði hluti af kennaranámi að vinna eitt ár í leikskóla áður en bóklega kennslan hefst að nokkru marki. Undirrituð gekk í gegnum slíka skólun fyrir rúmum 30 árum. Námið var á þeim tíma þrír vetur og eitt sumar. Fyrsti veturinn var vinna í leikskóla og fór ég í leik- skólann Hamraborg við Grænu- hlið í Reykjavík og vann þar á eldri deild í 9 mánuði með kenn- ara. Þarna kynntist ég því starfi sem fram fer í leikskóla og varð heldur betur reynslunni ríkari. Ég verð að viðurkenna að oft var ég mjög hugsi yfir þessu starfi sem ég var að velja mér, en það var líka óskaplega gaman og börnin eru einstök og enn þann dag í dag man ég eftir þeim mörgum. Mín ákvörðun var sú að fara í bóknámið og var það sér- lega áhugavert og var ég stolt og ánægð við útskrift og hef starfað nær öll árin síðan við leikskóla- mál. Þess má geta að við vorum 45 nemendur sem útskrifuðumst það árið og yfir 90% eru enn að vinna í faginu. Ef þessi leið yrði farin kæmi á hverju hausti inn ákveðinn hópur fólks sem væri tryggur í stafi heilan vetur og það væri jafn- framt undirbúningur fyrir hann að bóknáminu. Laun og viðvera Það er pólitísk spurning í dag hvort greiða eigi hærri laun til kennara og annarra sem vinna að uppeldi barna í leikskóla. Kennari sem hefur þrjú til fimm ár að baki úr háskóla og vinnur 36 klukkustundir á dag með barna- hóp, þarf að vera með góð laun. Úthaldið þarf að vera mjög gott og reyndar eru fáir kennarar sem eru komnir yfir 50 árin enn í kennarastöðum í 100% starfi. Deildarstjóri sem er búinn að vinna í faginu í 20 ár í 100% starfi með 35 klukkustunda viðveru með börnunum, er með 292.188 þúsund krónur í laun á mánuði. Hvernig væri nú að hækka þessi laun verulega svo allir geti verið stoltir af? Hvað segja foreldrar Flestir foreldrar velja það að hafa börn sín í leikskóla átta til átta og hálfan tíma á dag. Mik- ilvægt er að börnum þeirra líði vel og að sem flest fagfólk skipu- leggi og annist það uppeldi og kennslu sem barn þeirra fær. Í dag borgar sveitarfélagið um 75% kostnað af hverju plássi á mánuði og foreldrar um 25%. Spyrja má hvort þessari tölu sé rétt skipt. Eru foreldrar e.t.v. til- búnir að borga hærra hlutfall og þar með kæmi inn peningur fyrir hærri launum starfsfólksins? Hvet ég foreldra hér með til að láta heyra meira í sér og hafa skoðun á því hvað þurfi að gera í þessum málum. Leikskólinn á tímamótum Unnur Stefánsdóttir skrifar um uppeldi og kennslu »Mannekla í leik-skólum, nám í leik- skólafræðum, ný leið sem gæti nýst vel, laun og viðvera, hvað vilja foreldrar. Unnur Stefánsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri hjá Skólum ehf. Auglýsing vegna aukningar stofnfjár Ákveðið hefur verið að auka stofnfé um kr. 23.726.114.700 með útboði þar sem stofnfjáreigendum verður boðið að skrá sig fyrir nýju stofnfé sbr. samþykktir sparisjóðsins þar að lútandi. Heildarnafnverð nýs stofnfjár í útboðinu er kr. 12.200.000.000 og er verð hvers stofnfjárhlutar kr. 1,94776350. Útboðið sem nú fer í hönd er til að styrkja og efla starfsemi sparisjóðsins. Í dag hafa allir stofnfjárhlutir í Byr sparisjóði verið skráðir rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Svo mun einnig verða um nýtt stofnfé sem gefið verður út í tengslum við aukningu þessa. Útboðslýsingu vegna stofnfjáraukningarinnar er að finna á heimasíðu Byrs sparisjóðs www.byr.is. Jafnframt má nálgast lýsinguna í útibúum Byrs sparisjóðs. Þjónustuver veitir upplýsingar um útboðið í síma 575 4100. Áskriftartímabil stendur yfir frá og með 3. desember, til og með 14. desember næstkomandi. Eindagi áskrifta er 21. desember 2007. Reykjavík, 2. desember 2007 D Y N A M O R E Y K JA V ÍK Árni Stefánsson, viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Glæsileg og björt 3ja herbergja íbúð á 2. hæð ásamt 3ja herb. íbúð í risi í góðu húsi í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin hefur öll verið end- urnýjuð og hefur ekkert verið til sparað. Í eldhúsi er gegnheil beyki inn- rétting og vönduð stáltæki frá AEG. Bað er flísalagt í hólf og gólf, upph. salerni, handklæðaofn, innrétting og t.f þvottavél (verið er að sérsm. innr.). Gólfefni eru: Parket og náttúruflísar. Rafmagn, ofnar og lagnir allt ný endurnýjað. Nýl, er búið að endurnýja risíbúð. Sjón er sögu ríkari. Garður í góðri rækt. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 47,5 millj. Einnig er hægt að fá keypt alla húseignina. VERIÐ VELKOMINN Í DAG MILLI KL. 14-15. SIGRÚN OG ANNÝ TAKA Á MÓTI GESTUM. Traust þjónusta í 30 ár M bl . 94 37 01 OPIÐ HÚS SELJAVEGUR 13 - GLÆSIL. ÍB. OG RIS Falleg og björt 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í góðu húsi í göngufæri við miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin hefur öll verið endurnýjuð og hefur ekkert ver- ið til sparað. Eldhúsinnrétting er hvítlökkuð með borðplötum úr gegnheilli hnotu, stáltæki. Bað er flísalagt í hólf og gólf, upph. salerni, handklæða- ofn og innrétting. Gólfefni eru: Eikarparket og nátturuflísar. Rafmagn, ofn- ar og lagnir allt ný endurnýjað. Útg. á timburverönd og þaðan í garði sem er í góðri rækt. Sjón er sögu ríkari. LAUS FLJÓTLEGA. Verð 27,5 millj. Einnig er hægt að fá keypta alla húseignina. Þetta er eign sem gefur mikla möguleika td. til útleigu. VERIÐ VELKOMINN Í DAG MILLI KL. 14-15. SIGRÚN OG ANNÝ TAKA Á MÓTI GESTUM. SELJAVEGUR 13 - GLÆSIL. ÍB. Á 1. HÆÐ Vorum að fá í einkasölu 180 fm efri sérhæð í góðu þríbýli með 30 fm bíl- skúr (íbúðin er 150 fm og bílskúr 30 fm) á þessum eftirsótta stað í aust- urbæ Reykjavíkur. Hús nýl. tekið í gegn að utan og málað. Þrjú svefnher- bergi og tvær stórar og bjartar stofur. Fallegar innréttingar. Baðherbergi nýl. standsett. Góð staðsetning við opið svæði. Verð 41,0 millj. BIRNA OG YNGVI SÝNA EIGNINA Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 14-15. SAFAMÝRI 83 - EFRI SÉRHÆÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.