Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 45 UMRÆÐAN ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) hef- ur nýlega boðið almenningi upp á rannsókn á erfðaefni sínu og upplýs- ingar um erfðafræðilega áhættu á 17 sjúkdómum. Rannsóknin kostar um 60 þúsund krónur. Af þessu tilefni hafa vaknað umræður um ýmis sið- fræðileg álitamál einkum um kosti og galla slíkra rannsókna. Það er skoð- un okkar að erfðarannsóknir fyrir al- menning af því tagi sem ÍE býður nú upp á, geti auðveldlega valdið meiri skaða en gagni. Við munum hér á eft- ir færa nokkur rök fyrir þessu áliti okkar. Miklar framfarir hafa orðið á sviði erfðagreininga. Í mörgum tilvikum hefur verið sýnt fram á afgerandi ávinning á þessu sviði í klínískri læknisfræði, einkum er varðar sjald- gæfa arfgenga sjúkdóma. Árang- urinn er þó enn sem komið er minni en vonir stóðu til í upphafi, þar eð sjúkdómur eða sjúkdómsástand ræðst sjaldnast af einu erfðaefni (single gene disorder) heldur flóknu samspili margra erfðaefna sem eru afar hæf til að lesa úr umhverfis- áhrifum. Það ferli byrjar þegar í móðurkviði. Þetta þýðir að félagsleg umgjörð skiptir enn mestu máli fyrir heilsu og vellíðan einstaklinga. Erfðaupplýsingar í forvarnaskyni um áhættu á algengum sjúkdóma- flokkum svo sem hjarta- og æða- sjúkdómum, sykursýki og offitu verða því enn sem komið er oftast í véfréttastíl. Á fagmáli er talað um forspárgildi prófa, en það segir til um það hversu margir eru í raun með sjúkdóminn eða áhættuna af öllum þeim sem fá jákvætt svar. Í flestum þeim 17 sjúk- dómaflokkum sem ÍE býður upp á er forspárgildi prófa óljóst eða mjög lágt. Þetta þýðir að það er lítið gagn í svörunum. Úrlausnirnar verða eftir sem áður mjög almenns eðlis og einkum í þá veru að hreyfa sig, reykja ekki, borða hollan mat, efla mannleg samskipti og hafa sem mesta stjórn á eigin lífi sé þess nokk- ur kostur. Það er því erfitt að sjá að þessi rannsókn bæti nokkru við þá almennu þekkingu sem til er nú þeg- ar. Vænlegra er að efla meðvitund fólks um eigið heilbrigði og holl- ustuhætti, heldur en að halda að fólki tækni sem getur mögulega alið á óör- yggi og ótta. Á síðustu árum hafa heilbrigðisyfirvöld lagt mikla áherslu á upp- lýst val fólks varðandi þá þjónustu sem er í boði. Upplýst val fjallar einkum um kosti og galla, þar eð ávallt er sú hætta til staðar að heilbrigður einstaklingur gangist undir rannsókn eða inngrip sem getur haft aukaverkanir í för með sér og þannig leitt til neikvæðra áhrifa á annars heilbrigða manneskju. Á heimasíðu ÍE er mjög erfitt að fá nokkrar upplýsingar fyr- irfram um kosti og galla prófanna, einkum hvað varðar forspárgildi þeirra. Úr þessu þarf að bæta að okkar mati. Sem heimilislæknar höfum við mörg dæmi um það að óljósar upp- lýsingar til fólks um hugsanlega áhættu á sjúkdómum síðar meir leiði til óöryggis og jafnvel kvíða og. Þetta leiðir oft til tíðari viðtala hjá læknum og endurteknum rannsóknum, sem að jafnaði eru tengdar því óöryggi sem skapast hefur og leiða sjaldnast til ýtarlegri svara en fyrir erfða- greininguna. Í skýrslu frá Skrifstofu vísinda og tækni breska þingsins hef- ur einmitt verið bent á að erfðagrein- ingar hafi valdið verulegu álagi á heilbrigðiskerfi þeirra (http:// www.parliament.uk/documents/ upload/POSTpn227.pdf). Það er því líklegt að tilboð um erfðarannsókn fyrir almenning hér á landi muni á sama hátt hafa í för með sér fjölgun heimsókna til lækna, auknar rann- sóknir og óþarfa kostnað í heilbrigð- isþjónustunni, kostnað sem hugs- anlega tekur fjármagn frá öðrum verkefnum sem hafa sannað gildi sitt. Nefna má nýlegt dæmi erlendis frá þar sem fæðingardeild hafði tekið upp á sitt eindæmi að bjóða for- eldrum nýfæddra barna erfðafræði- lega skimun fyrir hugsanlegri syk- ursýki (tegund I). Heimilislæknir einnar slíkrar fjölskyldu skrifaði yf- irvöldum bréf þar sem hann greindi frá margra ára sorgarferli foreldr- anna eftir að þau fengu þær upplýs- ingar skömmu eftir fæðingu barns- ins að það gæti hugsanlega fengið sykursýki á næstu árum (sem varð svo ekki). Yfirvöld stöðvuðu skim- unartilboð fæðingardeildarinnar, þar eð það uppfyllti ekki skilyrði skim- unar (þar eð úrræði skortir varðandi forvarnir á sykursýki barna). Erfða- rannsóknir af þessu tagi veita því oft- ar en ekki gagnslausar upplýsingar og valda meiri skaða en gagni. ÍE hefur nú um nokkurt skeið boðið upp á skimun fyrir sykursýki af tegund I, eins og greint er frá að erlend yf- irvöld hafi stöðvað í dæminu hér að ofan. Okkur finnst því ekki óeðlilegt að heilbrigðisyfirvöld hérlendis taki þá skimun til athugunar. Að lokum er vert að minna á um- ræðuna um óskir eða áhuga trygg- ingafélaga og atvinnurekanda á erfðaeiginleikum fólks. Athyglisvert er að í Bretlandi hafa samtök sem nefnast Gene Watch (www.gene- watch.org) fengið ýmis samtök og stofnanir til að undirrita yfirlýsingu þess efnis að þau noti ekki erfða- rannsóknir á einstaklingum við líf- tryggingar eða ráðningar. Umræðan um þessi mál er skammt á veg komin hérlendis, en er greinilega orðin mjög tímabær og þarf að fara fram. Það væri óskandi að við sem þjóð gætum komið okkur saman um eðlilega notkun erfða- upplýsinga en látum ekki möguleika tækninnar eða fjáröflunarleiðir fyr- irtækja leiða okkur áfram í hugs- unarlausu ábyrgðarleysi. Við undirrituð gerum okkur grein fyrir því að hverjum og einum er frjálst að taka tilboði ÍE eða annarra fyrirtækja um erfðarannsóknir af því tagi sem nú er boðið upp á. Dæmin hafa sýnt að Íslendingar hrífast af tækni, tækjum og tólum og eru ginn- keyptir fyrir nýjungum. Okkur finnst skorta faglegar upplýsingar til almennings um galla erfðarannsókna og það er von okkar að þessi greina- skrif og aukin umræða hvetji fólk sem áhuga hafa á erfðarannsóknum að staldra við og taka ákvörðun að mjög vel hugsuðu máli. Erfðagreining fyrir almenning getur gert meiri skaða en gagn Jóhann Ág. Sigurðsson og El- ínborg Bárðardóttir skrifa um tilboð ÍE til almennings um erfðarannsóknir » Almenningur þarfnánari upplýsingar um kosti og galla erfða- greiningar gegn áhættu á þeim 17 sjúkdóma- flokkum sem ÍE býður upp á. Jóhann Ág. Sigurðsson Jóhann er prófessor í heimilislækn- isfræði. Elínborg er heimilislæknir og formaður Félags íslenskra heim- ilislækna. Elínborg Bárðardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.