Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 02.12.2007, Qupperneq 52
52 SUNNUDAGUR 2. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FORSTJÓRI Landsvirkjunar talar fyrir einkavæðingu ís- lenskra orkuauðlinda og um leið einkavæðingu Landsvirkjunar. Sala auðlinda til út- lendinga, ekkert mál. Landsvirkjun – Báknið burt, eða þannig. Styrkir víst sjálfstæði landsins. Kostnaður vegna Kárahnjúkavirkjunar stefnir nú í að verða 50-60% hærri en áætlað var. Orsakir þeirrar miklu hækk- unar virðast helst vera ófullnægjandi undirbúningsrann- sóknir og útboðslýs- ingar minna á Grímseyjarferjuna. „Kárahnjúkakafbáturinn“ á þó betur við ástandið. Úrskurður Skipulagsstofnunar um virkj- unina var ógiltur af umhverf- isráðherra framsóknar. Rökin, um væri að ræða best rannsak- aða virkjunarsvæði landsins! Annað hefur komið í ljós og eitt- hvað sem kallað var viðbótargögn frá Landsvirkjun og enn er leyndarmál. Tekjutap Fjarðaáls frá 1. apríl til 1. nóv. vegna van- efnda Landsvirkjunar sýnist geta orðið 16-20 milljarðar m.v. ál- verð. Vel hugsanlegt að Fjarðaál geri ekki ýtrustu bótakröfur. Forstjórar Alcoa eru kurteisir menn og velviljaðir. Vonandi tekst betur til hjá Landsvirkjun við Þeystareykja- virkjun. Það vekur athygli að enn er framsóknarmaður stjórnarformaður Landsvirkjunar, póli- tískur fulltrúi fram- sóknar. Gamla helm- ingaskiptareglan ennþá virk? Stjórn Landsvirkj- unar ætti ekki að freistast til þess að leyna landsmenn sannleikanum um allan kostnað v/Kára- hnjúkavirkjunar, t.d. umfram- greiðslur til Impregilo (10-12 milljarðar) ekki óeðlileg upphæð m.v. erfiðleika í framkvæmd verksins og tafir vegna ónógra upplýsinga. Bætur vegna vatns- réttinda gætu 2-3 faldast jafnvel meir í meðförum dómstóla. Kostnaðarupplýsingar geta auð- vitað komið frá öðrum, ef stjórn Landsvirkjunar fer í feluleik, (t.d. reynir að búa til Lands- virkjun ohf.) fer í einhvers konar ,,cosa nostra“ í máli sem er mál allrar þjóðarinnar líkt og málefni OR. Tekjutap Landsvirkjunar vegna orkusölu sem ekki varð af, að líkindum 4-6 milljarðar m.v. það verð sem forkólfarnir segjast fá fyrir orkuna. Það vekur upp spurningar um þá borgarfulltrúa, sem sam- þykktu sölu á hlut Reykjavík- urborgar í Landsvirkjun, að borgarsjóður er enn ábyrgur fyr- ir skuldum Landsvirkjunar skv. eignarhlutfalli en borgin á engan fulltrúa í stjórn Landsvirkjunar og hefur því ekkert um rekstr- arákvarðanir að segja m.a. lán- tökur og verð á orku til stóriðju. Skv. skuldum Landsvirkjunar gætu greiðslur Reykjavík- urborgar orðið um 110 milljarðar, ef á reyndi, enn á mikið eftir að bætast við v/Kárahnjúkavirkj- unar. En lýsa sig andvíga 2–3 milljarða hlut OR Í REI sem þeir kalla áhætturekstur. Fjármálaráðherra á að krefja Landsvirkjunar-forkólfana um allar upplýsingar vegna þeirrar fyrirspurnar sem beint var til hans af þingmanni VG. Það yrði ráðherranum til sóma og aukins trausts að svara undanbragðs- laust. Þarf Sjálfstæðisflokkurinn ekki fyrst og fremst á auknu trausti að halda um þessar mund- ir? Ef flokkurinn ætlar að vera það trausta bjarg sem öldur spill- ingar brotna á? Enronskar brell- ur verða Sjálfstæðisflokknum ekki til gæfu eða fylgisaukningar meðal kjósenda. Landsvirkjunar-skuldaskjóðan verður ekki falin, þegar fjöldi milljarðanna er að lokum talinn. Virkjunarkostnaður Hafsteinn Hjaltason skrifar um virkjanakostnað »Kostnaður vegnaKárahnjúkavirkj- unar stefnir nú í að verða 50-60% hærri en áætlað var. Hafsteinn Hjaltason Höfundur er vélfræðingur og félagi í Sjálfstæðisflokknum. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Víkurbraut 15 - Keflavík Sölusýning sunnudaginn 2. des. frá kl. 14.00 - 17.00 á glæsilegum íbúðum við höfnina með bílageymslum. Byggingaraðili Húsagerðin. Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Sími 530 6500 Sérlega glæsileg og stílhrein 2ja herb. íbúð á efstu hæð með stórfenglegu útsýni yfir tjörnina og víðar í reisulegu og fallegu húsi í Þingholtunum. Íbúðin er að miklu leyti endurnýjuð á smekklegan hátt. Verð 28,5 millj Illugi tekur á móti fólki í dag milli kl. 15 og 16. Verið velkomin. Grundarstígur 24 - Opið hús í dag www.heimili.is MIKLABORG KYNNIR FAXAFEN - LAGERHÚSNÆÐI Gott, tæplega 500 fm lager- húsnæði í kjallara undir verslun Leikbæjar til leigu. Rampur liggur niður að eigninni og lofthæðin er um 3,2 metrar. Húsnæðið er laust til afhendingar og leiguverðið sanngjarnt. F A S T E I G N A S A L A N MIKLABORG M E Ð Þ É R A L L A L E I Ð S . 5 6 9 7 0 0 0 w w w . m i k l a b o r g . i s Nánari upplýsingar gefur Kjartan í síma 820 2205. OPIÐ HÚS Í DAG MARKLAND 12 - 4RA HERB. Til sýnis og sölu sérlega fallegt og mikið endurnýjað 95,3 fm íbúð á annari hæð í fjölbýlishúsi sem búið er að klæða að utan á vandaðan hátt. Verð 27,5 m. Ákveðin sala. Íbúðin er laus til afhendingar í febrúar. Helga og Gunnar taka vel á móti gestum í dag milli kl. 13-15. www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477 Laxalind 3 – Kópavogi Opið hús í dag kl. 14-16. Til sýnis í dag stórglæsilegt ca. 200 fm parhús á frábærum út- sýnisstað. Glæsilegar innrétt- ingar og gólfefni. Frágenginn glæsilegur garður með timbur- verönd. Eign í sérflokki. Óskað er eftir tilboði í húsið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.