Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
VEGAGERÐIN mun ganga til samninga við Ístak
um frekari vinnu við tvöföldun Reykjanesbraut-
arinnar frá Strandarheiði að Njarðvík.
Haldið var endurútboð á verkinu þar sem fyrri
verktaki hafði sagt sig frá verkinu, og voru tilboð
opnuð 8. apríl síðastliðinn. Lægstbjóðandi var
Adakris uab./Toppverktakar ehf, sem buðu um
tæpar 699 milljónir í verkið.
Lægstbjóðandi uppfyllti ekki kröfur
Hóf Vegagerðin gerð samninga við lægstbjóð-
anda, en við nánari skoðun kom í ljós að Adakris
uab./Toppverktakar uppfyllti ekki þær kröfur sem
gerðar voru til verktaka í útboðslýsingu.
Vegagerðinni er ekki heimilt að skrifa undir
samning við Ístak fyrr en liðnir eru 10 dagar frá
höfnun samninga við þann verktaka sem fyrr var
valinn. Gerir Vegagerðin ráð fyrir að framkvæmd-
ir geti hafist seinni hluta maímánaðar.
Tilboð Adakris uab./Toppverktaka var um
90,1% af áætluðum kostnaði, sem var 770 milljónir.
Tilboð Ístaks er tæp 105% af áætlun, eða 807 millj-
ónir króna og munar því um 109 milljónum á til-
boði þeirra og tilboði Adakris uab./Toppverktaka.
Alls bárust sjö tilboð í verkið og var tilboð
Adakris uab./Toppverktaka það eina sem var und-
ir kostnaðaráætlun.
Áður höfðu Jarðvélar ehf. unnið verkið, og stóð
til að því lyki í ágúst á síðasta ári. Rekstur verk-
takans fór í þrot og sagði hann sig frá verkinu
skömmu fyrir árslok. Hafa engar framkvæmdir
verið á svæðinu síðan.
Mikil slysahætta hefur skapast á köflum
Reykjanesbrautar vegna lélegra merkinga og frá-
gangs. Voru þær merkingar sem komið var fyrir
þannig m.a. úr garði gerðar að þær þóttu koma að
litlu gagni í vetrarveðrum.
Samið við Ístak um tvö-
földun Reykjanesbrautar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hálfklárað Hættulegar aðstæður hafa myndast
á Reykjanesbrautinni og slys hlotist af.
Vegagerðin gerir ráð fyrir að framkvæmdir muni hefjast í lok maímánaðar
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
ÓFORMLEGAR viðræður hafa átt
sér stað milli BSRB, BHM og Kenn-
arasambandsins annars vegar og
ríkisins hins vegar um gerð skamm-
tímasamnings. Ákveðið hefur verið
að boða til formlegs fundar 2. maí
nk. og segir Ögmundur Jónasson,
formaður BSRB, að hann vonist til
að á fundinum komi í ljós hvort
grundvöllur er fyrir gerð slíks samn-
ings.
„Við höfum sagt að við núverandi
aðstæður teljum við hyggilegast að
gera skammtímasamning, en einnig
er að sjálfsögðu sá valkostur uppi að
semja til lengri tíma, en þá yrði inni-
hald samningsins væntanlega annað.
Það er samhugur innan BSRB um að
ræða þessa hugsun við ríkið.
Ég tel mjög mikilvægt að reyna
þessa leið til
þrautar. Ég held
að það væri okkar
félagsmönnum og
samfélaginu öllu
til góðs að loka
samningum hið
allra fyrsta.
Verkefnið fram-
undan er að koma
hér á jafnvægi í
efnahagsmálum
og keyra niður verðbólguna sem ét-
ur upp kjörin með ógnarhraða og
hækkar lánin,“ sagði Ögmundur.
Vandamál við mönnun
Ögmundur sagði að markmiðið
með svona skammtímasamningi
væri að reyna að tryggja eins traust-
ar ráðstöfunartekjur og kostur er.
Það væri síðan mat manna hvernig
það yrði best gert. Það væri ekki víst
að við þessar aðstæður væri sam-
ræmi í aukningu kaupmáttar og
hækkunar launa ef það gengi yfir
alla línuna. Þá væri bara verið að
þenja upp verðlagið með samræmd-
um hætti sem allir hlytu skaða af.
„Verkefnið til lengri tíma litið er
að draga úr þeirri gliðnun sem hefur
orðið á launamarkaði, almannaþjón-
ustunni tvímælalaust í óhag. Síðan
eru mikil vandkvæði við mönnun
innan velferðarþjónustunnar. Það
þekkja allir dæmin af hjúkrunar-
heimilum, dvalarheimilum fyrir aldr-
aða, í löggæslunni og víðar. Það þarf
auðvitað að bjóða upp á laun sem
duga til að manna þessa þjónustu.“
Ögmundur sagðist ekki treysta
sér til að svara því hvort BHM og
kennarar styddu hugmyndir um
skammtímasamning, en samtökin
hefðu tekið þátt í þessum óformlegu
samtölum við ríkið.
Óformlegar viðræður
um skammtímasamning
Ögmundur
Jónasson
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
„ÞAÐ fylgja þessu verki nokkrir
sprungnir fingur. Það er alltaf
blóð en sjaldan gröftur,“ segir
hleðslumeistarinn Guðjón Krist-
insson frá Dröngum á Ströndum
og hlær upp í vindinn sem blæs
hressilega af hafi þar sem hann er
staddur á Korpúlfsstaðagolfvell-
inum. Þar er hann ásamt þeim
Gunnari syni sínum og Guðlaugi
Skúlasyni að leggja lokahönd á
bogadregna steinbrú að hætti
Rómverja, sem brúar læk sem
rennur í gegnum fimmtu braut
golfvallarins. Vinnubrögðin krefj-
ast krafta, steinarnir eru blýþungir
og höggnir til með hamri og meitli
og þá vilja fingur stundum laskast.
„Ég veit ekki betur en þetta sé
fyrsta steinbrúin með rómversku
sniði í Reykjavíkurborg, en ég
gerði tvær steinbrýr í Hafnarfirði
sem eru rækilega faldar á fáförnu
svæði.“
Steinbrú
að hætti
Rómverja
Ekkert slor fyrir íslenska golfara á Korpúlfsstaðavelli
Morgunblaðið/Frikki
Hreystimenni Þremenningarnir taka duglega á við grjótvinnsluna og brúargerðina á Korpúlfsstaðavellinum.
Þegar brúin verður fullgerð mun völlurinn líkjast heimsfrægum völlum sem státa af slíkum brúm.
ÍSLENDINGURINN sem dæmdur
var til sjö ára fangelsisvistar í Fær-
eyjum fyrir þátt sinn í fíkniefnamáli
sem kennt hefur verið við skútuna
Pólstjörnuna hefur í samráði við lög-
mann sinn ákveðið að áfrýja ekki
dómnum.
Ola Jákup Kristóffersen lögmaður
mannsins sagði í samtali við Frétta-
vef Morgunblaðsins að maðurinn
vildi ekki taka þá áhættu að dóm-
urinn yrði þyngdur upp í þau 10 ár
sem ákæruvaldið fór fram á og
sömuleiðis vildi hann ekki hætta á að
verða vistaður áfram í Færeyjum
eða jafnvel Danmörku meðan áfrýj-
unin yrði tekin fyrir.
Ætlar ekki
að áfrýja
BORGARRÁÐ samþykkti í gær til-
lögu borgarstjóra, um að fela um-
hverfis- og samgönguráði að gera til-
lögur að fjölgun svokallaðra 30 km
svæða í íbúðahverfum. Tillagan gerir
jafnframt ráð fyrir gerð áætlunar
um fjölgun mislægra göngutengsla
yfir umferðaræðar.
Í greinargerð með samþykkt
Borgarráðs segir að komið hafi í ljós
í átaksverkefninu 1, 2 og Reykjavík
að umferðaröryggi gangandi vegfar-
enda brenni heitast á borgarbúum,
og þarfnist skjótra viðbragða borg-
aryfirvalda.
Hefur umhverfis- og samgöngu-
ráð frest til 1. ágúst nk. til að skila
tillögum sínum.
Fjölga 30 km
svæðum
♦♦♦
HJALTI Þórarinsson,
fyrrverandi yfirlæknir
á Landspítalanum og
prófessor við Háskóla
Íslands, lést 23. apríl
s.l., 88 ára gamall.
Hjalti var fæddur 23.
mars 1920, sonur Þór-
arins Jónssonar, al-
þingismanns, hrepp-
stjóra og bónda á
Hjaltabakka í Torfa-
lækjarhreppi, Austur-
Húnavatnssýslu, og
Sigríðar Þorvaldsdótt-
ur húsfreyju þar. Hjalti
var yngstur af ellefu
systkinum en eitt þeirra dó í æsku.
Hjalti lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri 1941.
Hann las læknisfræði við Háskóla
Íslands og lauk kandidatsárinu sínu
1950. Almennu læknanámi lauk
Hjalti í Wisconsin í Bandaríkjunum
1952. Hann lauk sérfræðinámi í
brjóstholsskurðlækningum við Uni-
versal Hospital, Madison, Wisconsin
í Bandaríkjunum 1954.
Hjalti sneri heim og
varð sérfræðingur og
yfirlæknir handlækn-
ingadeildar Landspít-
alans. Þá sinnti hann
kennslu við Hjúkrun-
arskóla Íslands og
læknadeild HÍ.
Hjalti gaf út tvær
bækur „Hraðskeytlur
og fréttaljóð“ (1997) og
„Glefsur – Minninga-
brot úr ævi og starfi
læknis“ (2006) auk
fjölda fræðigreina.
Hjalti kvæntist
Ölmu Önnu Þórarinsson árið 1946.
Hún starfaði sem svæfingarlæknir á
Landakoti, síðan yfirlæknir Krabba-
meinsleitarstöðvarinnar og síðast
sérfræðingur í geðlækningum. Alma
lifir mann sinn. Þau eignuðust fimm
börn: Þórarin, Odd Carl, Sigríði,
Hrólf og Gunnlaugu. Barnabörnin
eru níu talsins og barnabarnabörnin
eru orðin fjórtán.
Andlát
Hjalti Þórarinsson
♦♦♦
VEÐURSTOFAN
spáir norðanátt
um allt land næstu
daga og víða hita-
stigi um eða undir
frostmarki. Har-
aldur Eiríksson,
veðurfræðingur,
segir að um sé að
ræða árvisst vor-
hret og þess vegna megi búast við
norðanhreti hvenær sem er í apríl og
maí.
Undanfarna daga hefur verið frek-
ar hlýtt og hiti vel yfir meðallagi. Har-
aldur segir að áfram megi búast við
góðu veðri á Suðurlandi í dag en síðan
kólni með kvöldinu. Svalt var fyrir
norðan í gær og segir Haraldur að
kaldara verði í dag. Sunnan til verði
hitinn yfirleitt yfir frostmarki að degi
til en um eða undir því fyrir norðan.
Vorhret
framundan