Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
NÚGILDANDI skipulags- og
byggingarlög voru samþykkt á Al-
þingi árið 1997 og tóku gildi 1. janúar
1998. Grundvallarbreyting var þá
gerð á verkaskiptingu
ríkis og sveitarfélaga í
skipulagsmálum með
þeim hætti að ábyrgð
og völd færðust frá ríki
til sveitarfélaga. Nú er
það sveitarstjórn sem
annast gerð skipulags-
áætlana. Hlutverk
Skipulagsstofnunar er
að hafa eftirlit með
framkvæmd laganna,
veita ráðgjöf, aðstoða
sveitarfélögin og leið-
beina þeim við gerð
skipulagsáætlana.
Skipulagsstofnun ber samkvæmt
lögunum að fara yfir form og efni
skipulagsáætlana sem sveitarfélögin
hafa samþykkt. Í reynd snýst yf-
irferð Skipulagsstofnunar fyrst og
fremst um formið, þ.e.a.s. framsetn-
ingu og málsmeðferð. Það þarf að
kanna hvort tillögur hafi verið aug-
lýstar með réttum hætti þannig að
þeir sem hagsmuna hafa að gæta geti
skoðað þær og eftir atvikum gert at-
hugasemdir. Það þarf að kanna hvort
sveitarstjórn hefur svarað at-
hugasemdum og hvort rétt hafi verið
staðið að endanlegri afgreiðslu. Það
verður að segjast eins og er að í allt
of mörgum tilvikum er málsmeðferð
sem snýr að sveitarstjórn ekki í lagi.
Ef um breytingar á skipulagsáætl-
unum er að ræða þarf að taka afstöðu
til þess hvort breytingarnar eru
verulegar eða óverulegar. Máls-
meðferð verulegra breytinga er viða-
meiri, tekur lengri tíma og almenn-
ingur hefur tækifæri til þess að koma
að athugasemdum sem sveitarstjórn
þarf að svara. Það gerist stöku sinn-
um að Skipulagsstofnun fær til af-
greiðslu breytingu á skipulagsáætlun
sem sveitarstjórn telur óverulega en
Skipulagsstofnun lítur á sem veru-
lega. Í slíkum tilvikum gerir stofn-
unin athugasemd við málsmeðferð-
ina. Nýlegt dæmi um breytingu á
skipulagsáætlun sem ágreiningur
var um hvort væri veruleg eða óveru-
leg er breyting á 50 ha svæði úr opnu
óbyggðu svæði með vatnsvernd í
íbúðasvæði fyrir 700 íbúðir. Ólíkt
sveitarstjórn taldi
Skipulagsstofnun
breytinguna ekki geta
talist óverulega. Með
því var stofnunin ekki á
nokkurn hátt að tjá sig
um efni breyting-
arinnar heldur einungis
um formið. Með því að
auglýsa breytinguna
væri tryggð vandaðri
umfjöllun þar sem leit-
að væri eftir sjón-
armiðum almennings
án þess að sjálfsákvörð-
unarréttur sveit-
arstjórnar væri á nokkurn hátt
skertur.
Umhverfisráðherra mælti í febr-
úar 2008 fyrir frumvarpi til skipu-
lagslaga þar sem m.a. er gert ráð fyr-
ir landsskipulagsáætlun líkt og
nágrannaþjóðir okkar hafa gert með
góðum árangri. Að því hefur verið
látið að liggja að við gerð lands-
skipulagsáætlunar verði ekkert sam-
ráð haft við sveitarfélögin og að
frumvarpið stríði gegn sjálfsákvörð-
unarrétti sveitarfélaga.
Í frumvarpinu kemur hins vegar
skýrt fram að ráðherra ákveður
áherslur landsskipulagsáætlunar
hverju sinni í samráði við Samband
íslenskra sveitarfélaga og felur
Skipulagsstofnun að vinna drög að
landsskipulagsáætlun í samráði við
hlutaðeigandi stofnanir og Samband
íslenskra sveitarfélaga. Umhverf-
isráðherra gengur frá tillögu að
landsskipulagsáætlun að höfðu sam-
ráði við Samband íslenskra sveitarfé-
laga og hlutaðeigandi ráðuneyti.
Jafnframt skal leita umsagnar hlut-
aðeigandi sveitarfélaga ef lands-
skipulagsáætlun varðar þau sér-
staklega. Tillaga að
landsskipulagsáætlun er auglýst í
dagblaði sem gefið er út á landsvísu
og Lögbirtingablaðinu og jafnframt
kynnt á heimasíðu umhverfisráðu-
neytisins og er öllum gefinn kostur á
að gera athugasemdir við hana. Til-
lagan er jafnframt send sveit-
arfélögum, hlutaðeigandi opinberum
aðilum og hagsmunasamtökum til
umsagnar. Þegar frestur til at-
hugasemda er liðinn tekur umhverf-
isráðherra tillöguna til skoðunar á ný
og leggur fram á Alþingi tillögu til
þingsályktunar um landsskipulag-
sáætlun.
Samkvæmt frumvarpi til skipu-
lagslaga er þannig gert ráð fyrir
miklu meira samráði við sveitarfélög
og aðra hagsmunaaðila heldur en
gert hefur verið ráð fyrir hingað til í
vinnu við áætlanir á landsvísu eins og
t.d. byggðaáætlun, samgönguáætlun
og rammaáætlun um nýtingu jarð-
varma og vatnsorku.
Alveg eins og víxlverkun er í dag á
milli skipulagsstiga er langsótt að
ímynda sér að engin tenging verði
milli þess sem fyrir er og sveit-
arfélögin hafa markað sér stefnu um
í sínum skipulagsáætlunum og
stefnumörkunar og vinnu við gerð
landsskipulagsáætlunar á vegum
umhverfisráðherra.
Land er takmörkuð auðlind og
nýting og notkun þess verður að hafa
hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.
Sveitarfélögin eru næst fólkinu og
best í stakk búin til að bera ábyrgð á
gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulag-
sáætlana. Það hefur sýnt sig í fram-
kvæmd skipulagsmála að sveit-
arfélögin þurfa stuðning til að skapa
stöðugleika og festu og til þess að
geta nýtt stjórntæki sveitarfélag-
anna á markvissari hátt er nauðsyn-
legt að fyrir hendi sé leiðarljós, sam-
nefnari og samræmingaraðili um
efnahagslegar, félagslegar og menn-
ingarlegar þarfir landsmanna og
sjálfbæra þróun. Á Íslandi er ekki til
að dreifa þriðja stjórnsýslustiginu,
þ.e.a.s. héraðsstjórnum og því liggur
beinast við að það verði hlutverk ráð-
herra umhverfismála og Alþingis að
marka almenna eða sértæka stefnu
um landnotkun í samráði við sveit-
arfélögin.
Ríkið og sveitarfélögin
Stefán Thors skrifar um
skipulagsmál » Aðkoma ríkisins
snýst fyrst og
fremst um formið,
þ.e.a.s. framsetningu og
málsmeðferð en ekki
efni skipulagsáætlana
Stefán Thors
Höfundur er skipulagsstjóri ríkisins.
ÖRYGGISVERÐIRNIR sem
fylgja mér hvert fótmál láta sér
fátt fyrir brjósti brenna. Þeir láta
sér hvergi bregða þótt við þurfum
að brjóta okkur leið í gegnum
óstýrlátan mannfjölda eða ferðast
um átakasvæði. En þegar ég var á
ferð um Austur-Afríku um daginn,
gengum við inn í
moskítóflugnager.
Þeim var svo sann-
arlega brugðið þegar
þessi óvopnuðu skor-
dýr gerðu árás.
Malaría eða mýra-
kalda er miskunn-
arlaus morðingi. Sex
börn eða fleiri í heim-
inum deyja á álíka
löngum tíma og það
tekur að lesa þessa
grein. Á hverju ári
veikist um hálfur
milljarður manna af
völdum malaríu. Meir
en ein milljón deyr.
Sérfræðingar segja
að malaría minnki
hagvöxt í Afríku um
1,3% á ári og hamli
þróun. Talið er að
kostnaður vegna
minni framleiðni
nemi tugum milljarða
dollara á ári. Það er
ekki óalgengt að allt
að 40% útgjalda heil-
brigðiskerfisins fari í
baráttuna við malaríu
í ríkjum þar sem hún er skæð.
Þetta hefur hroðalegar afleiðingar
fyrir heilbrigði, velferð og þróun.
Þetta er óásættanlegt, ekki síst
vegna þess að það er bæði hægt
að koma í veg fyrir útbreiðslu mal-
aríu og lækna hana.
Alþjóðasamfélagið hefur brotið
banvænar farsóttir á bak aftur.
Bólusótt hefur verið útrýmt. Verið
er að skrifa lokakafla í sögu bar-
áttunnar gegn mænusótt. Við get-
um að vísu ekki útrýmt malaríu í
einu vetfangi en við getum náð
tökum á útbreiðslu hennar og
fækkað fórnarlömbunum verulega
ef við leggjumst öll á eitt.
25. apríl hélt alþjóðasamfélagið í
fyrsta skipti upp á Alþjóðlegan
dag malaríu. Á þessum degi ýtir
Sameinuðu þjóða fjölskyldan og
bandamenn hennar úr vör nýju al-
þjóðlegu frumkvæði til að herða
baráttu okkar gegn malaríu.
Alþjóðasamfélagið ætlar nú í
fyrsta skipti að leggja til alls-
herjar atlögu við malaríu. Fyrri
herferðir hafa skilað talsverðum
árangri en ekki hefur verið bol-
magn til að sinna öllum sem eru í
hættu. Hingað til hefur einungis
verið hægt að sinna ungum börn-
um og barnshafandi konum – þeim
tveimur hópum sem eru í bráð-
astri hættu.
Við höfum bjargað mannslífum
en stórir hópar fólks hafa verið
berskjaldaðir fyrir sjúkdómnum
sem síðan hefur ýtt undir hann og
auðveldað útbreiðslu hans. Af
þessum sökum hefur malaría verið
landlæg í Afríku sunnan Sahara,
Asíu, Suður-Ameríku og Kar-
íbahafinu.
Það eina sem þarf til að ná ár-
angri er að dreifa rúmnetum í
stórum stíl og lyfjum auk innan-
húsúða. Það kostar minna en tíu
dollara (um 75 krónur) að kaupa
og dreifa skordýraeiturshúðuðum
rúmnetum sem duga í
allt að fimm ár. Þessi
ódýra fjárfesting er
fimm ára vörn gegn
malaríu. Þiggjendur
þessarar aðstoðar geta
stundað nám, unnið
sína vinnu og skilað
sínu til samfélagsins.
Það er varla hægt
að hugsa sér að hægt
sé að verja 75 krónum
betur. Sem dæmi um
árangur má nefna að á
síðustu þremur árum
hefur barnadauði í
Eþíópíu minnkað um
helming. Barnadauði í
Rúanda hefur minnk-
að um tvo þriðju. Í
báðum löndum var
milljónum skor-
dýraeitursúðuðum
rúmnetum dreift auk
malaríulyfja til þeirra
sem þurftu á að halda
Nú þurfum við að
herða róðurinn í öllum
ríkjum sem malaría
herjar á. Þess vegna
set ég nú fram djarfa
en framkvæmanlega áætlun ásamt
samtökunum Roll Back Malaria og
Ray Chambers, sérstökum fulltrúa
mínum í baráttunni við malaríu.
Markmið okkar er að stöðva
dauðsföll af völdum malaríu með
allsherjarátaki í Afríku fyrir árs-
lok 2010.
Í þessu felst að öllum sem staf-
ar hætta af malaríu í Afríku séu
útveguð rúmnet af þessu tagi og
úðar til notkunar innanhúss. Að
auki verður að sjá heilsugæslunni
fyrir úrræðum til að lækna og
greina malaríu. Og það verður að
grípa til sérstakra aðgerða fyrir
barnshafandi konur á svæðum þar
sem tíðni malaríusmits er mikil.
Dreifikerfi verður að efla og auka
og þar verður að treysta á heilsu-
gæslustarfsmenn. Og á meðan svo
margir deyja úr malaríu sem raun
ber vitni, eru rannsóknir og þróun
með langtímaaðgerðir og uppræt-
ingu malaríu í huga nauðsynlegar.
Flestir deyja úr malaríu í Afríku
en við getum ekki látið staðar
numið þar. Moskítóflugur sem
breiða út malaríu þekkja engin
landamæri; þetta líkist öðrum
vandamálum á dögum hnattvæð-
ingar.
Tryggja verður áframhaldandi
stuðning svo að ríki geti ekki að-
eins skipulagt heldur einnig staðið
undir aðgerðum gegn malaríu
fram í tímann.
Með því að binda enda á dauðs-
föll af völdum malaríu getum við
blásið nýju lífi í umfangsmeiri her-
ferð okkar til að kveða niður ör-
birgð í eitt skipti fyrir öll. Þetta er
eitt helsta markmið Þúsald-
armarkmiðanna um þróun – hug-
sjónin um betri heim sem leiðtog-
ar allra ríkisstjórna veraldar
ákváðu að hrinda í framkvæmd á
tuttugustu og fyrstu öld. Við höf-
um bolmagnið og við höfum úr-
ræðin. Það eru færri en þúsund
dagar til loka 2010. Við skulum
láta hendur standa fram úr erm-
um.
Tími til kominn
að útrýma
malaríu
Ban Ki-moon segir frá
herferð nokkurra samtaka til
að uppræta malaríu
Ban Ki-moon
»Malaría er
miskunn-
arlaus morðingi.
Sex börn eða
fleiri í heiminum
deyja á álíka
löngum tíma og
það tekur að
lesa þessa
grein.
Höfundur er framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna.
www.sjofnhar.is
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Glæsileg 130 fm íbúð í nýju 4-býli. Ein íbúð alveg fullbúin með tækjum og gólfefnum. Tvær
íbúðir tilbúnar undir tréverk. Sérinngangur. Allt sér. Verð frá 27,5 millj. 90% lán.
Verið velkomin.
Stefán Vilhjálmsson byggingarverktaki. Afending strax á öllum íbúðum.
Engjavellir 10 - Hf. 4ra herbergja
Opið hús í dag frá kl. 16.00-17.00
M
b
l 964374