Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 41 Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Fundarboð Húsdeildarfundur með íbúðareigendum í I og II flokki Húsfélags alþýðu, Ásvallagötu 49-65, Bræðraborgarstíg 47,49,53 og55, Hringbraut 74-90 og Hofsvallagötu 16-22, verður haldinn miðvikudaginn 30. apríl nk., kl. 19:00, í Þingholti, Hótel Holts, Bergstaðastræti 37 Dagskrá:  Tillögur um viðhaldssjóð, viðhald og endurnýjun glugga og viðhald lóðar  Önnur mál. Stjórn Húsfélags alþýðu Húsnæði í boði Einbýlishús til leigu Til leigu stórt einbýlishús í Laugaráshverfi, Reykjavík, með útsýni yfir Laugardalinn. Frekari upplýsingar í síma 861 2535. Nauðungarsala Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Miðbraut 11, Búðardal, föstudaginn 2. maí 2008, kl. 13:00, á eftir- farandi eignum: Kaldakinn, Dalabyggð, landnr. 137532, þingl. eigandi Hjörtur Egill Sig- urðsson, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf. Skarðsá, Dalabyggð, landnr. 137837, þingl. eigandi Edda Unnsteins- dóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Tryggingamiðstöðin hf. og Dalabyggð. Sýslumaðurinn í Búðardal, 24. apríl 2008, Áslaug Þórarinsdóttir. Uppboð Framhald uppboðs á eftirtalinni fasteign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Ásar, Dalabyggð, landnúmer 137891, þingl. eig. Magnús Jóhann Cor- nette, eftir kröfu Landsbanka Íslands, föstudaginn 2. maí 2008, kl. 14:00. Sýslumaðurinn í Búðardal, 24. apríl 2008, Áslaug Þórarinsdóttir. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á skrif- stofu embættisins að Bæjarhrauni 18, Hafnarfirði, sem hér segir: M.b. Guðrún Björg Hf-125, skskr.nr. 0076, Hafnarfirði, þingl. eig. Selvogur ehf., gerðarbeiðandi Hafnarfjarðarhöfn, miðvikudaginn 30. apríl 2008 kl. 14.00. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði, 22. apríl 2008. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hafnarbraut 7, verslun, Dalvíkurbyggð (222-4994), þingl. eig. Síma og tölvuþjón. Rafhóll ehf., gerðarbeiðendur Stafir lífeyrissjóður og Sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 30. apríl 2008 kl. 13:30. Hólavegur 9, íb. 01-0201, Dalvíkurbyggð (215-4947), þingl. eig. Stefán Agnarsson, gerðarbeiðandi Dalvíkurbyggð, miðvikudaginn 30. apríl 2008 kl. 14:00. Höskuldsstaðir, sumarbústaður, Eyjafjarðarsveit (215-9005), þingl. eig. Elva Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Frjálsi fjárfestingarbankinn hf., miðvikudaginn 30. apríl 2008 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 25. apríl 2008. Eyþór Þorbergsson, ftr. Tilboð/Útboð Tilkynningar Tónlistarskóli FÍH auglýsir eftir umsóknum um skólavist fyrir skólaárið 2008-2009 Innritun nýnema fyrir næsta skólaár 2008-2009 stendur yfir hjá Tónlistarskóla FÍH til 1. maí nk. Sótt er um skólavist á heimasíðu skólans www.fih.is/tonlistarskóli og á rafraen.reykja- vik.is Allir nýnemar þreyta inntökupróf í skólann. Umsækjendur fá bréf um miðjan maí með tíma fyrir inntökupróf en þau fara fram dagana 19.- 21. maí. Tónlistarskóli FÍH er framsækinn skóli með vel menntaða úrvalskennara sem eru virkir þátttakendur í íslensku tónlistarlífi. Skólinn býður nemendum sínum gott námsumhverfi og fjölbreytt námsframboð. Um leið eru gerðar kröfur til nemenda hvað varðar ástundun og námsframvindu. Ef þú vilt verða góður tónlistarmaður er Tónlistarskóli FÍH rétti skólinn fyrir þig. Lifandi tónlist – Lifandi fólk Félagslíf 27.4. Prestastígur á Þingvöllum Brottför kl. 09:30 frá BSÍ Vegalengd 12-14 km. Hækkun 200 m. Göngutími 5 klst. V. 4200/4800 kr. 1. - 4.5. Öræfajökull Brottför kl. 08:30. 0805HF01 Gengið á Öræfajökul og hæsti tindur landsins sigraður ef veður og aðstæður leyfa. Fararstjóri: Reynir Þór Sigurðs- son. V. 15400/17800 kr. 1. - 4.5. Vatnajökull - jeppa- ferð. Brottför: kl. 9:00. Þátttaka háð samþykki fararstjóra. Verð 9900/11200 kr. 9. - 12.5. Básagleði - Hvítasunnuhelgina - 0805HF03 Um hvítasunnuhelgina verður líf og fjör í Básum eins og endra nær. Gestir koma sér á eigin vegum á svæðið. Nauðsynlegt getur verið að panta gistingu á skrifstofu Útivistar. 9. - 12.5. Vestmannaeyjar um hvítasunnu. Fararstjórar verða Bergþóra Bergsdóttir og Reynir Þór Sigurðsson. Sjá nánar www.utivist.is Atvinna óskast Á að færa út kvíarnar? S-Afríka Hjón með háskólamenntun og viðskiptareynslu eru að flytja til Suður-Afríku. Vantar fyrirtæki þitt áreiðanlegt fólk sem getur verið fulltrúi þess, komið því í samband við önnur fyrirtæki eða aðstoðað á annan hátt í sunnanverðri Afríku? Vinsamlegast hafið samband. Stefanía 695 2890, Ryan 692 6229. Atvinnuauglýsingar • augl@mbl.is FRÉTTIR Síðasta Tómasarmessan að sinni í Breiðholti ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til síðustu messunnar á þessu vori í Breið- holtskirkju í Mjódd sunnudags- kvöldið 27. apríl kl. 20. Í fréttatilkynningu kemur fram að Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu tíu árin. Er þetta þannig síðasta Tómasarmessan að sinni, en þær hefjast síðan vænt- anlega að nýju í haust. Fram- kvæmdaaðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skólahreyfingin, Félag guð- fræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyr- irbænaþjónustu og sömuleiðis á virka þátttöku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leik- menn, djáknar og prestar, segir í tilkynningunni. LEIÐRÉTT Elsta kvenfélagið RANGHERMT var í frétt hér í blaðinu á dögunum að Kvenfélagið á Eyrarbakka væri elsta kvenfélag landsins, en það átti 120 ára afmæli í gær. Í ljós hefur komið að Kven- félagið í Rípurhreppi í Skagafirði var stofnað 1869, og á því 139 ára af- mæli á þessu ári. Franska fyrir fríið UM þessar mundir bryddar menn- ingarstofnunin Alliance française á Íslandi upp á nýjungum og býður nemendum sínum til Parísar með nútímalegri kennsluaðferð í frönsku. Um er að ræða kennslu- forrit sem blandar saman hóptím- um, fjarnámi og einkatímum, segir í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að kennsluað- ferðin samanstandi af kennsluforriti sem og kaflaskiptri framhaldssögu á mynddiski. Nemandinn lærir frönsk- una eins og hann væri í Parísarborg. Í hóptímum er farið yfir samtöl og áhersla lögð á skilning og uppbygg- ingu málsins. Í fjarnáminu getur nemandinn svo lært eftir sinni getu og hraða þegar honum hentar. Í lok námsins fær nemandinn einkatíma þar sem lagt er mat á árangur og farið yfir það sem laga þarf. Þetta er í fyrsta sinn sem Alliance française heldur námskeið af þessu tagi. Námskeiðin eru stutt og standa yfir í sex vikur og hefjast þann 28. apríl nk. Þess má einnig geta að Alliance française fékk á dögunum gefins 30 mynddiska með frönsku kennsluefni fyrir börn, um er að ræða vandaða kanadíska þætti, Téléfrançais, sem notið hafa vinsælda sem kennsluefni í barnaskólum víða um heim. Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar á vefsíðunni www.af.is Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.