Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 18
Gaman Hildur Lúðvíksdóttir horfði
á keppnina með afa sínum í gærdag.
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
VEÐRIÐ lék við keppendur og aðra
í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær, á
öðrum keppnisdegi 33. Andrésar
Andar leikanna á skíðum. Hið sama
var upp á teningnum í fyrradag.
Þjálfurum sem voru fyrstir á fæt-
ur eldsnemma í gærmorgun leist
reyndar ekkert á blikuna, því í
bænum var niðdimm þoka og sömu
sögu var að segja af neðsta hluta
skíðasvæðsins. En þegar farið var
upp með stólalyftunni Fjarkanum
opnaðist skjótt sá fallegi sólarsalur
sem skíðasvæðið í Hlíðarfjalli getur
verið; strax við fjórða staur var
komið upp úr þokunni og sælan
blasti við. Keppendur skemmtu sér
greinilega hið besta og ekki kvört-
uðu foreldrar, þjálfarar eða aðrir
viðstaddir. Bros var á hverju andliti
og þau voru mörg kunnugleg við
Strýtu. Sumir starfsmenn hafa
komið að mótshaldinu frá upphafi,
keppendur fyrri ára gjarnan í hlut-
verki foreldra, þjálfara eða far-
arstjóra í dag og foreldrar þeirra,
afar og ömmur á leikunum nú.
Sumir sem hafa komið oft sögðu að
líklega væru þetta bestu leikarnir
sem þeir hefðu tekið þátt í.
Keppendur að þessu sinni eru alls
765, víðs vegar að af landinu.
Góð stemning á
Andrésarleikum
Á heimavelli Jón Stefán Laxdal frá Akureyri nálgast markið í stórsvigi 9 ára í gær. Að vestan Regína Sif Rúnarsdóttir frá Ísafirði á fullri ferð í fyrri ferð stórsvigs 12 ára.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Að sunnan Þórir Guðmundur Þorbjarnarson KR-ingur í stórsvigi 9 ára.
18 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Hveragerði | Forseti Íslands, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson, afhenti um-
hverfisverðlaun Hveragerðisbæjar
fyrir árið 2008 á opnu húsi á Reykj-
um í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. Í
þetta sinn ákvað umhverfisnefnd
Hveragerðisbæjar að veita Heilsu-
stofnun Náttúrulækningafélags Ís-
lands umhverfisverðlaunin fyrir
framlag sitt til lífrænnar ræktunar,
almennrar heilsueflingar og fyrir að
umhverfi stofnunarinnar er jafn-
snyrtilegt og fallegt og raun ber
vitni.
Heilsustofnun NLFÍ tók til starfa
í júlí árið 1955. Frá upphafi hefur
stefna stofnunarinnar byggst á
heildrænum lækningum þar sem lit-
ið er á andlegt, líkamlegt og félags-
legt ástand hvers einstaklings í
samhengi. Heilsustofnun hefur
ávallt rekið myndarlega garðyrkju-
stöð þar sem stofnuninni er séð fyr-
ir lífrænt ræktuðum afurðum. Hef-
ur garðyrkjustöðin verið í farar-
broddi á þessu sviði auk þess sem
ötulir starfsmenn hafa ávallt séð til
þess að umhverfi HNLFÍ hefur
verið til mikillar fyrirmyndar bæði
hvað varðar umhirðu og umgengni
á lóð.
Starfsemi Heilsustofnunar NLFÍ
hefur eflst mjög að undanförnu og
það hefur verið gaman að fylgjast
með þeirri miklu þróun sem orðið
hefur á rekstrinum. Starfsemin er
samofin sögu Hveragerðisbæjar og
kom fram við athöfnina að Hver-
gerðingar vonast til að á þeirri sögu
verði enginn endir.
Heilsustofnun fékk
umhverfisverðlaun
Umhverfisverðlaun Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Heilsustofn-
unar NLFÍ, tekur á móti umhverfisverðlaununum úr hendi forseta Íslands,
ásamt Jónasi Vigni Grétarssyni, garðyrkjustjóra stofnunarinnar.
Reykir í Ölfusi | Björgvin G. Sig-
urðsson viðskiptaráðherra afhenti
Garðyrkjuverðlaunin 2008 á opnu
húsi á sumardaginn fyrsta á Reykj-
um í Ölfusi þar sem Landbún-
aðarháskóli Íslands er með garð-
yrkjunám sitt. Verðlaunað var í
þremur flokkum.
Pétur N. Ólason, áður í Mörk í
Reykjavík og nú í Hnaus í Flóa-
hreppi, hlaut heiðursverðlaunin.
Hann kom fyrst til Íslands árið 1960
og dvaldi hér í eitt ár við störf í
gróðrarstöðinni Sólvangi hjá Jónasi
Jónssyni. Þann tíma bjó hann hjá
foreldrum Mörthu Björnsson og gift-
ist síðan Mörthu árið 1963. Hann fór
á landbúnaðarháskóla í Kaupmanna-
höfn og rak jafnframt gróðrarstöð í
Ballerup með æskuvini sínum. Þar
ræktuðu þeir aðallega pottablóm,
túlípanalauka og grænmeti. Árið
1965 fluttust þau til Íslands þar sem
Pétur hóf störf hjá Þorgrími í Garðs-
horni og vann hjá honum í 5 ár.
Árið 1967 fengu Pétur og Martha
úthlutað einum hektara lands undir
gróðrarstöð rétt hjá Blesugróf í
Reykjavík og stofnuðu þar Gróðr-
arstöðina Mörk sem þau ráku saman
fram til ársins 2000. Pétur leigði
gróðrarstöðina Alaska í Breiðholti
og rak sem útibú frá Mörk í nokkur
ár. Árið 1976 keypti hann, ásamt öðr-
um jörðina Hnaus í Flóahreppi og
stofnaði þar gróðrarstöð til að rækta
trjáplöntur fyrir Mörk. Pétur er bú-
settur á Hnaus núna og ræktar
grenitré fyrir Mörk og aðra sem vilja
kaupa.
Hveratún fær hvatningu
Hvatningarverðlaun garðyrkj-
unnar 2008 hlaut Hveratún ehf., í
Biskupstungum, hjá þeim Magnúsi
Skúlasyni og Sigurlaugu Sig-
urmundsdóttur. Hveratún var stofn-
að 1946 af foreldrum Magnúsar,
þeim Skúla Magnússyni og Guðnýju
Pálsdóttur. Í Hveratúni hefur verið
nokkuð hefðbundin ræktun í gróð-
urhúsum lengst af, tómatar, gúrkur,
steinselja og undir það síðasta papr-
ika.
Magnús er alinn upp í Hveratúni
og hefur unnið við þetta alla tíð. Árið
1983 gerðust Magnús og eiginkona
hans, Sigurlaug, meðeigendur í stöð-
inni og tóku svo alfarið við rekstr-
inum árið 2003. Rétt eftir aldamótin
hófu þau ræktun á salati í vatns-
ræktun og fljótlega eftir það ákváðu
þau að snúa sér nær alfarið að því.
Eftir að hafa fylgst með grænmet-
isdeildum matvörumarkaða hér-
lendis og erlendis þá sáu þau að svo-
kallað pokasalat fékk þar meira og
meira pláss. Þetta varð til þess að
þau ákváðu að reyna að framleiða
það líka og herja á þennan markað.
Þessi framleiðsla hefur verið í þróun
hjá þeim undanfarin ár og gengur
mjög vel, íslenskir neytendur hafa
tekið vel á móti þessari vöru.
Gróðrarstöðin Storð hlaut verð-
launin fyrir að vera verknámsstaður
ársins 2008. Vernharður Gunnarsson
er alinn upp í Gróðrarstöðinni
Grænuhlíð við Bústaðaveg en for-
eldrar hans, Gunnar Vernharðsson
og Þorbjörg Guðjónsdóttir, stofnuðu
þá stöð árið 1944. Vernharður tók við
rekstri Grænuhlíðar árið 1990 og
stofnaði svo Gróðrarstöðina Storð
við Dalveg í Kópavogi árið 1992.
Rekstur Storðar hófst árið 1997 og
rak Vernharður stöðvarnar Storð og
Grænuhlíð samhliða fram til ársins
2002 þegar ræktun var hætt í
Grænuhlíð.
Vernharður er kennari að mennt
og garðyrkjufræðingur af garð-
plöntubraut Garðyrkjuskólans og út-
skrifaðist þaðan árið 1980. Hann fór í
framhaldsnám á Söhus-garðyrkju-
skólann í Danmörku.
Í gegnum tíðina hefur fjöldinn all-
ur af nemum verið í verknámi hjá
Vernharði og hefur verknámið ein-
kennst af fjölbreytni og vandvirkni.
Garðyrkjuverðlaun Herdís Anna Magnúsdóttir, sem tók á móti verðlaun-
unum fyrir Hveratún, Pétur N. Ólason, Vernharður Gunnarsson og Björg-
vin G. Sigurðsson, sem heldur á dóttur sinni, Elísabetu.
Pétur N. Ólason heiðraður
Garðyrkjuverðlaun afhent á opnu húsi á sumardaginn fyrsta
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
Fjör á Andrésar Andar leikunum í
Hlíðarfjalli.
mbl.is | Sjónvarp