Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 46
Langaði þig líka ekki í bók, elskan? … 49 » reykjavíkreykjavík GRÍÐARLEGA góð stemning skapaðist á Org- an á miðvikudagskvöld þegar hljómsveitirnar Seabear, Skátar, Kimono og Swords of Chaos tróðu upp auk þess sem heiðursgestirnir Magn- ús Kjartansson og Magga Gauja fluttu 20 ára af- mælisútgáfu af laginu „Sólarsamba“ sem fyrst heyrðist í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 1988. Fyrir tónleikana heyrðist að Maggi Kjartans hefði pantað þrjár tequila-flöskur og óneit- anlega var eftirvænting að sjá hvað Maggi hygðist gera við guðaveigarnar á innan við 20 mínútum. Hugmyndin hjá Magga mun hafa ver- ið að fá gesti Organs til að dansa „konga“ en svo ætlaði hann að standa við enda raðarinnar og skenkja mönnum tequila-skotin. Hins vegar mun fjöldi gesta á Organ hafa verið slíkur að ljóst þótti að konga-dans væri ógerlegur. Tón- leikarnir tókust hins vegar með miklum ágæt- um og auk þeirra Magga og Möggu lék Gulli Briem á ásláttarhljóðfæri og Kjartan trommari Kimono sat við settið. Mun fimm mínútna samba-trommusóló þeirra Kjartans og Gulla Briem hafa verið sögu- legt. Sögulegt trommusóló Morgunblaðið/Árni Sæberg Kimono Alex mundar gítarinn á Organ. Sveitin lék eingöngu ný lög.  Breski plötu- snúðurinn Carl Cox stóð heldur betur við loforð sitt um að það yrði stuð á NASA á miðvikudags- kvöldið. Fullt var út úr dyrum á skemmtistaðnum og Cox sýndi að það er gild ástæða fyrir því að hann er talinn með allra bestu plötusnúð- um heims. Mikill hiti var í gestum NASA þetta kvöld en eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær var maður sleginn í andlitið fyrir utan skemmtistaðinn kl. 5.30. Um það bil hálftíma síðar stóð Cox enn sveittur við plötuspilarana og hefði líklega haldið áfram fram undir hádegi ef eigendur NASA hefðu ekki gripið til þess ráðs að kveikja ljósin á skemmtistaðnum og gefa þannig til kynna að ballið væri búið. Carl Cox-aði ekki frekar en fyrri daginn  Sá orðróm- ur er nú kom- inn á kreik að stefnt sé að því að end- urvekja rokk- sveitina Egó með stór- tónleikum í … ja, dugir eitthvað minna en Höllin? End- urkomu- tónleikar fornfrægra sveita hafa verið marg- ir að undanförnu og er skemmst að minnast endurkomu Þursaflokksins sem ferðast um landið um þessar mundir. Endurkoma Egósins gæti þó orðið flóknari en hjá mörgum öðrum sveitum því örar manna- breytingar voru innan hennar og heyrst hefur að enginn þeirra hljóðfæraleikara sem spiluðu inn á plötur sveitarinnar taki þátt í end- urkomunni. Sem sagt: Bubbi spilar Egó-lög – eða hvað? Endurkoma Egósins Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is LÍKAMI og þarfir konunnar, ástríður henn- ar og sterkar tilfinningar voru það sem Lára Stefánsdóttir og Ástrós Gunn- arsdóttur lögðu upp með að rannsaka í verkinu Systrum, sem frumsýnt verður í Iðnó 1. maí: „Við vildum fyrst skoða heim nunnunnar, og þær andstæður sem þar tak- ast á. Verkið þróaðist svo smám saman út í það að fjalla um samband milli tveggja kvenna: vinkvenna, systra, – hvernig konur tengjast, og hvað sameinar þær allar,“ seg- ir Lára „Ekki síst skoðum við hvernig karl- maðurinn kemur inn í líf kvenna og hvaða augum þær líta hann. Útkoman er hálfgerð rússíbanareið gegnum hugaróra og veru- leika kvenna: losti, unaður og limir en um leið trú von og kærleikur. Þetta eru allt stór orð, en ég held við höfum náð að fara í gegnum allan þennan skala.“ Konur eins og dúkkur upp á punt Aðspurð hvers vegna þetta þær tóku þetta efni til skoðunar svarar Ástrós því til að neikvæð þróun í samfélaginu kalli eftir að konur geri verk um konur. „Konum sem komnar eru á okkar aldur finnst í raun mjög dapurlegt hvernig ásýnd ungra kvenna er í dag. Það er eins og þær séu bara upp á punt: litlar dúkkur sem varla má hreyfa við, nema til eins,“ segir Ástrós. „En við höfum líka þrárnar og langanirnar sem karlmenn hafa. Það er það sem við vildum sýna: strika út þetta puntudúkku-kjaftæði, og sýna fólki að við erum líka menn.“ Það er gaman að vera kona En um leið leggja þær Ástrós og Lára á það áherslu að þó viðfangsefnið kunni að hljóma mjög þungt er það húmorinn sem verður ofaná : „Léttleikinn er ráðandi í verkinu. Þetta á að vera skemmtun. Það er hluti af ferlinu að konur hafi húmor fyrir sjálfum sér, taki sig ekki of alvarlega. Við viljum sýna að konum finnst gaman að vera til.“ Konur, limir, léttleiki Dansverkið Systur fjallar um þarfir, tilfinningar og sambönd kvenna Morgunblaðið/Golli Djarfar „Við vildum strika út þetta puntudúkku-kjaftæði,“ segir Ástrós Gunnarsdóttir. ■ Fim 8. maí kl. 19.30 PPP áttræður Íslenskt tónlistarlíf og ekki síst Sinfóníuhljómsveit Íslands stendur í þakkarskuld við Pál Pampichler Pálsson og heiðrar hann áttræðan með þessum tónleikum þar sem einn athyglisverðasti ungi sellisti heims leikur dásamlegan sellókonsert Schumanns. Þá er á efnis- skránni hin magnaða fimmta sinfónía Mahlers auk verks eftir afmælis- barnið. Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba. Einleikari: Danjulo Ishizaka Missið ekki af tónleikakynningu Vinafélags SÍ. Súpa og fyrirlestur á Hótel Sögu kl. 18. Aðeins 1.200 kr. Allir velkomnir. ■ Fim. 15. maí kl. 19.30 Swingle Singers – frá Bach til Bítlanna Hinn heimsþekkti sönghópur Swingle Singers mætir með efnisskrá sem spannar allt sviðið. Tónleikar sem söngunnendur vilja ekki missa af. ■ Lau. 17. maí kl. 14. Maxi snýr aftur! Vegna fjölda áskorana og mikilla vinsælda bókarinnar um Maxímús Músíkús verður þetta stórkostlega ævintýri endurflutt. Tryggið ykkur miða!Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.