Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Bíddu bara, Solla mín, hann verður ekki lengi að verða olíulaus þegar við stöndum svona föst fyrir. VEÐUR Það hefur lengi verið erfitt aðátta sig á hvers konar flokkur Samfylkingin er. Það hefur verið ljóst, að Samfylkingin er mjög langt frá því að vera Alþýðuflokkurinn undir nýju nafni. Samfylkingin er heldur ekki sósíaldemókratískur flokkur í hefðbundnum skilningi þess orðs.     Það er ekki hægt að kalla Sam-fylkinguna jafnaðarmanna- flokk. Til þess vantar ákveðna þjóð- félagshópa inn í starf hennar.     En smátt og smátt og eftir því,sem Samfylkingin verður eldri er að koma í ljós hvers konar flokk- ur þetta er og um leið og menn hafa áttað sig á því verður auðveldara að skilja margt í fari þessa flokks.     Samfylkingin er flokkur hinnarvinstri sinnuðu menntaelítu þessa lands. Hún er eins konar yf- irstéttarflokkur.     Samfylkingin er ekki flokkurverkalýðshreyfingarinnar og hefur engan áhuga á málefnum vinnandi fólks eða þeirra, sem minna mega sín (þetta á þó ekki við um Jóhönnu Sigurðardóttur). Þann part vantar alveg í Samfylkinguna til þess að hægt sé að skilgreina flokkinn sem sósíaldemókratískan flokk.     Þetta er flokkur mennta-mannaelítunnar, sem var að mestu í Kvennalistanum og Alþýðu- bandalaginu. Flokkur sem leitar frekar stuðnings hjá stórkapítalist- um en verkalýðshreyfingu.     Að þessu leyti er samhljómur ámilli stefnu Samfylkingarinnar og þess farvegar, sem núverandi forseti Íslands hefur markað for- setaembættinu í sinni tíð. STAKSTEINAR Flokkur elítunnar SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )               *(!  + ,- .  & / 0    + -                   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        !""#      !""!     $%& :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? '  ' '    '   '  '  '   ' '    '  ' ' ' '   '                          *$BC                    ! "            #    $ ! *! $$ B *! ( ) *   )   &  % +% <2 <! <2 <! <2 ( &* "!  , "#- .!%"/  CD $                   6 2  E    8           !    % $ B    & #       ' (  $ "  )          *   ' )  (    !    * )  +   )    #  ! 01!!  %22 "!%  3 % % , "# Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Heimir L. Fjeldsted | 25. apríl Starfsfólk Strætó bs. á betra skilið Á mínum fyrrverandi vinnustað til tæplega fjögurra ára ríkir óöld enn einu sinni. Fámenn klíka gerir allt hvað hún getur til að spilla sam- bandi starfsmanna við yfirboðara sína. Afleiðingarnar eru fyrst og fremst þær að kjarasamningur eru í hættu eftir að núverandi samningur rennur sitt skeið í haust. Þessi fá- menna klíka er að reyna að hlutast til um stjórnun fyrirtækisins með ... Meira: hlf.blog.is Jóna Benediktsdóttir | 25. apríl Frábær ræða og … Að vanda fór ég í messu í gær, á sumardaginn fyrsta. Veðrið var hreint frábært og skátarnir syfjaðir eins og vana- lega. Það sem stendur samt upp úr er hann séra Magnús sem fór alveg á kostum í prédikuninni. Ég vildi að ég hefði ver- ið með myndavél til að mynda leik- ræna tilburði hans við tölvuleik eða samverustund fjölskyldunnar. Annars sá ég að fræðslunefnd var að sam- þykkja aukið stjórnunarhlutfall … Meira: jonaben.blog.is Birkir Jón Jónsson | 25. apríl Grímur stóð sig vel sem bæjarstjóri Stórundarleg atburða- rás hefur átt sér stað í pólitíkinni í Bolungarvík. Meint umsvif Soffíu Vagnsdóttur í atvinnulíf- inu urðu til þess að A- listinn gat ekki hugsað sér áframhaldandi samstarf við K- lista. Ef slík hugmyndafræði ætti al- mennt við þyrftu margir kjörnir fulltrú- ar að hugsa sinn gang og þá vænt- anlega að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir sín … Meira: birkir.blog.is Arnar Pálsson | 25. apríl Langa leiðin frá Neanderthal Nýliðinn miðvikudags- morgun fluttu Svante Pääbo og Johannes Krause frá Max Planck stofnunni í Leipzig er- indi í húsakynnum Ís- lenskrar erfðagreiningar um raðgreiningu erfðamengis Nean- derthalsmannsins. Raðgreining erfða- mengja felur í sér að ákvarða röð basa í erfðamenginu til að finna hvaða gen eru til staðar, innbyrðis afstöðu þeirra og með samanburði við erfðamengi annarra lífvera að finna breytingar sem þau hafa orðið fyrir í tímans rás. En hvers vegna ættum við að rann- saka erfðamengi útdauðra frænda okkar? Svante reyndi að svara þeirri spurningu, aðallega með skírskotun til forvitni okkar um eigin uppruna og líffræði. Í fyrsta lagi eru menn heillaðir af sérstöðu sinni sem tegund. Í stuttu máli er Homo sapiens fiskur sem gekk á land, hékk í tré og gengur nú uppréttur á afturlimunum. Bróður- partur erfðamengis okkar er eins og annarra prímata og mjög svipaður fiskum og jafnvel þráðormum. Vissu- lega hafa nokkrar breytingar orðið, sumar eru einstakar fyrir prímata sem hóp og síðan aðrar sem einkenna manninn. Áætlað er að 30 milljónir basa séu mismunandi milli erfða- mengja manns og simpansa og að 95% þessara breytinga skipti engu máli … séu hlutlausar. Paabo leitaðist við að skilgreina eiginleika sem eru manninum ein- stakir, greind, félagsatferli, næmni gagnvart ákveðnum sýklum o.s.frv. Hann lagði áherslu á að einungis væri stigsmunur á flestum þessara eigin- leika milli manns og simpansa, ekki eðlismunur. T.d. hafa simpansar sýnt mikla námshæfileika, valda 100+ orðaforða, nota verkfæri og eru með flókið félagsatferli. Oft hælir nútíma- maðurinn sér af greind og höfuð- stærð, en náfrændi okkar Homo neanderthalensis var með stærri höf- uðkúpu en við (mynd úr bók Bartons og félaga, http://www.evolution- textbook.org). Í öðru lagi getur erfðamengi Nean- derthalsmannsins svarað spurning- unni um hvort kynblöndun var milli þeirra og nútímamannsins (rætt hér áður). ... Meira: apalsson.blog.is BLOG.IS HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað Samskip af kröfu ekkju sjómanns, sem fórst með skipi félagsins, Dís- arfelli, í mars 1997. Ekkjan krafðist skaðabóta á þeirri forsendu að orsök slyssins mætti aðallega rekja til van- búnaðar eða bilunar skipsins. Hæstiréttur dæmdi lögmann kon- unnar í 100 þúsund króna sekt fyrir ummæli í garð Samskipa, sem fram komu í héraðsdómsstefnu. Ekki vanbúnaður né bilun Hæstiréttur féllst á þá niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, að ekki hefði verið sýnt fram á að slysið mætti rekja til vanbúnaðar eða bil- unar skipsins. Þá hefði ekki verið sýnt fram á, að skipstjóri Dísarfells hefði sýnt af sér gáleysi með því að kalla ekki á aðstoð fyrr en raun bar vitni. Tólf skipverjar voru um borð í Dísarfelli þegar það sökk um miðja vegu milli Hornafjarðar og Færeyja. Allir lentu mennirnir í sjónum en tíu var bjargað um borð í þyrlu Land- helgisgæslunnar. Tveir létust. Ummælin talin ósæmileg Samskip kröfust þess að Stein- grímur Þormóðsson, lögmaður ekkj- unnar, yrði dæmdur í sekt fyrir um- mæli, sem hann viðhafði í stefnu, þar á meðal að skipverjar hafi haft vantrú á skipinu og grunað útgerð- ina um græsku, að eiginmaður kon- unnar hafi verið munstraður á mann- drápsfleytu sem eigendum útgerðar- innar hafi verið ljóst að gæti sokkið hvenær sem var og að skipið hafi verið vel tryggt og útgerðin og eig- endur þess hafi hagnast á slysinu. Hæstiréttur taldi ummælin ósæmileg og sérstaklega vítaverð enda væri með þeim gefið í skyn að Samskip hefðu framið refsiverðan verknað. Var lögmaðurinn dæmdur til að greiða 100 þúsund króna sekt í rík- issjóð. Málið dæmdu Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason og Ingibjörg Bene- diktsdóttir. Lögmaður Samskipa var Lilja Jónasdóttir hrl. Hæstiréttur dæmir lögmann í sekt Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.