Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FUNDUR GEIRS OG BROWN Samskiptin á milli Breta og okk-ar Íslendinga eru okkur mjögmikilvæg. Og hafa alltaf verið, þótt til mikilla átaka hafi komið á milli þjóðanna vegna fiskimiðanna við Íslandsstrendur á sínum tíma. Þess vegna var fundur þeirra Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, og Gord- ons Brown, forsætisráðherra Breta, í Downingstræti 10 í fyrradag mikil- vægur ekki sízt til þess að undir- strika tengsl þjóðanna tveggja. En þar að auki skiptir fundur þeirra máli vegna ákveðinna málefna, sem á dagskrá eru. London er og hef- ur lengi verið ein helzta miðstöð al- þjóðlegs fjármálalífs. Og athyglisvert hvað fjármálafyrirtækjum í Bret- landi hefur tekizt vel að halda þeirri stöðu þótt Bretland njóti ekki sömu pólitísku stöðu og áður í heimi stór- þjóðanna. Eitt af þeim málefnum, sem ber- sýnilega hafa komið til umræðu á milli forsætisráðherranna er einmitt ástandið á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum, sem haft hefur mikil áhrif á stöðu bankanna hér og efnahags- ástandið á Íslandi almennt. Gera má ráð fyrir, að forsætisráðherra Breta sé í hópi bezt upplýstu einstaklinga um þau málefni. Þess vegna verður að ætla, að Geir H. Haarde hafi eftir þennan fund betri upplýsingar en nokkru sinni fyrr um mat þeirra, sem bezt til þekkja, á þessari stöðu. Og ekki má gleyma því í þessu sam- bandi, að íslenzku fjármálafyrirtækin hafa flest búið vel um sig í Bretlandi og hið sama má segja um stóru fyr- irtækin, sem staðið hafa í hinni svo- nefndu útrás. Þá kemur fram í ummælum for- sætisráðherra um þennan fund, að varnarsamstarf á milli þjóðanna tveggja hefur verið til alvarlegrar umræðu. Það gefur augaleið, að nú skiptir samstarf á sviði varnarmála við Norðmenn, Breta og Þjóðverja miklu máli fyrir okkur. Loks er ánægjulegt að Geir H. Haarde hefur tekið málefni Hatton Rockall-svæðisins til umræðu við Gordon Brown. Þar er um að ræða nokkuð augljós réttindi, sem við Ís- lendingar getum gert tilkall til á ákveðnu hafsvæði vestur af Írlandi og raunar á hafsbotninum einnig. Eyjólfur Konráð Jónsson, heitinn, alþingismaður og ritstjóri Morgun- blaðsins í einn og hálfan áratug, mót- aði kröfur Íslendinga til réttinda á svæðinu og síðan hefur verið unnið að því á vegum utanríkisráðuneytisins að halda þeim kröfum til haga. Allt eru þetta mikilvæg málefni fyrir okkur Íslendinga að ræða við forsvarsmenn Breta um. Á margan hátt eru samskipti okkar við Breta meiri en nokkru sinni fyrr. London er orðin ekki síður mikil- vægur áfangastaður fyrir Íslendinga en Kaupmannahöfn. Auk pólitískra og viðskiptalegra tengsla er líka aug- ljóst að menningarleg samskipti á milli landanna eru frekar að aukast heldur en hitt. Og ástæða til að leggja frekari rækt við þau. VAKTABREYTINGAR Á LANDSPÍTALA Yfirleitt er erfitt fyrir þá sem utanvið standa, að átta sig á deilum á borð við þá sem upp er komin á Land- spítala vegna fyrirhugaðra breytinga á vaktafyrirkomulagi skurð- og hjúkrunarfræðinga á spítalanum. Í Morgunblaðinu í gær birtist hins vegar viðtal við Erlu Björk Birgis- dóttur, trúnaðarmann skurðhjúkrun- arfræðinga á Landspítala í Fossvogi. Í viðtali þessu lýsir hún deilunni frá sínu sjónarhorni og segir: „Forsaga málsins er sú, að síðast- liðin tvö ár hefur verið boðið upp á diplómanám í skurðhjúkrun og hafa fimm manneskjur af okkar deild ver- ið í þessu námi og þess vegna ekki staðið vaktir. Það hefur ekki mátt ráða neinn í staðinn fyrir þær, þann- ig að við sem gengum vaktir á deild- inni höfum þurft að taka á okkur meiri yfirvinnu, þar sem við höfum staðið þeirra vaktir að auki … Það voru allir að kikna undan álagi á þessu tveggja ára tímabili, en yfir- stjórnendur Landspítalans hvöttu okkur til að þrauka þar sem ástandið mundi stórskána þegar diplómanem- arnir útskrifuðust nú í byrjun árs. Núna þegar þessu álagstímabili er lokið þá á hins vegar að nota það gegn okkur.“ Þessi orð verða ekki skilin á annan veg en þann að fyrst hafi hjúkrunar- fræðingarnir verið beðnir um að bæta við sig vinnu vegna fjarveru umræddra nema á vöktum og síðan sé aukinn kostnaður við þá vinnu lagður út á þann veg að breyta verði vaktakerfum! Svona er auðvitað ekki hægt að koma fram við starfsfólk. Enn einu sinni er að verða uppnám á Landspítala. Nú er ekki hægt að kenna stífni fyrrverandi forstjóra um eins og stundum áður vegna þess að hann hefur horfið frá því starfi. Hvað veldur þá? Það er mjög óþægilegt fyrir þá sem þurfa á þjónustu Landspítalans að halda að fylgjast með þeim ágrein- ingsefnum sem þar koma upp aftur og aftur. Það er vel skiljanlegt að það hafi tekið nokkur ár að sameina rekstur spítalanna tveggja, sem nú eru starf- ræktir undir nafni Landspítala. En það hlýtur að koma að einhverjum endapunkti í því starfi. Forráðamenn Landspítala þurfa að leggja áherzlu á, að sæmilegur friður ríki innan spítalans. Það er þreytandi fyrir samfélagið að fylgj- ast með stöðugum deilum innan ein- stakra stofnana og dregur úr tiltrú til þeirra. Skýrasta dæmið nú um stundir er ástandið í borgarstjórn Reykjavíkur, sem er ekki lengur áhyggjuefni held- ur aðhlátursefni. Vonandi tekst forráðamönnum Landspítala að koma í veg fyrir að hið sama gerist á þeirra vettvangi, sem væri óskemmtilegt. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Margir trúa því að við Ís-lendingar komumstekki undan ESB-aðildvegna þess hve fljót- andi gengi krónunnar sveiflast mik- ið á ólgusjó erlendra markaða. En vilja menn fórna 200 mílna landhelgi og margs konar fullveldisrétt- indum til að fá stöð- ugra gengi? Ég er sannfærður um að landsmenn samþykkja aldrei í þjóðaratkvæði að erlend ríki fái úr- slitavald yfir fiski- miðum landsmanna, vald sem í eðli sínu er ígildi eignarréttar og nær yfir hafsvæði sem er sjö sinnum stærra en landið sjálft. Mikið var gert úr nýlegri skoð- anakönnun Fréttablaðsins og hún túlkuð sem stuðningur landsmanna við ESB-aðild þótt spurningin væri bæði loðin og leiðandi. Í september sl. var niðurstaðan hjá sama blaði hins vegar þveröfug: 56% voru and- víg því að skipta út krónu fyrir evru og 51 % andvíg aðild. Skoðanakann- anir um ESB-aðild sveiflast upp og niður og í þetta sinn hafði gengisfall krónunnar mikil áhrif. Alþjóðlegir markaðir verðfelldu krónuna vegna vandræða stóru íslensku bankanna sem erlendir keppinautar gerðu að skotmarki og stimpluðu sem risa á brauðfótum vegna þess hve mjög þeir hafa þanist út á fáum árum. En bankarnir rétta brátt úr kútnum og gengi krónunnar nær aftur jafnvægi. Þótt of lágt gengi valdi erfiðleikum er alltof hátt gengi hálfu verra; það veldur stöðn- un og atvinnuleysi þegar til lengri tíma er litið. Við getum hrósað happi meðan efnahagslífið er ekki gikkfast í ofurháu gengi evrunnar sem einmitt nú er stóra vandamálið á evrusvæðinu. Hátt vaxtastig á Íslandi er önnur helsta röksemdin fyrir ESB-aðild. Háu vextirnir eru helsta tæki kerfisins í bar- áttu við ofþenslu og verðbólguháska. Sumir ESB-sinnar snúa reyndar vax- taumræðunni á hvolf og fullyrða að sjálf- stæð peningastefna sé einskis virði því að háir stýrivextir hafi engin áhrif. Það eru miklar ýkjur enda væri þá ekki kvartað svo mjög yfir háu vaxta- stigi. Og sannarlega væri gott að vera laus við háu vextina. En þá þarf að finna önnur úrræði í stað stýrivaxta Seðlabankans og skapa stöðugleika með því að hafa hemil á stórframkvæmdum sem setja allt á annan endann. Hitt er aftur á móti hlægileg ögrun við heilbrigða skyn- semi að nefna evruna sem bjarg- vætt í glímunni við verðbólgu. Aug- ljóst er að á undanförnu þensluskeiði hefðu evruvextir verk- að hér á landi sem olía á verðbólgu- eldinn. Engir hefðu komið jafn-illa út úr því og launafólk. Sambland af alltof háu gengi evrunnar og lágum vöxtum kann að virðast girnilegur réttur við fyrstu sýn, en er í eðli sínu skaðlegasta mixtúra sem unnt væri að gefa efnahagslífi okkar eins og sakir standa og hefði valdið óða- verðbólgu en síðar stórfelldu at- vinnuleysi þegar efnahagsl fest sig í sjálfheldunni. Spurningin er þá: eru lan orðnir svo þreyttir á fljótan krónunnar og meðfylgjand flökti að ekki verði hjá því að breyta til? Ef svo er mæ sjálfsögðu taka aftur upp f sem sveiflast innan vissra m miðað við meðalgengi nokk helstu mynta, svo sem evru og punds eins og var fyrir f um. En hitt að fórna yfirrá fiskimiðunum til að geta te evru er að fara úr öskunni Þá væri þó skárra að taka u gjaldmiðil ríkis sem ekki h 200 mílna landhelgina í kau En talsmenn ESB-aðilda alltaf létt framhjá landhelg og fullyrða blákalt að Íslen fengju undanþágur í sjávar málum. Þeir benda einkum anþágu sem Danir fengu v sumarbústaði útlendinga á strönd Jótlands! Er þar ek uð ólíku saman að jafna? V finnast dæmi um undanþág Evra í skiptum fyrir 200 mílna auðlind? Eftir Ragnar Arnalds »Ég er sannfær um að landsm samþykkja aldrei þjóðaratkvæði að lend ríki fái úrslita yfir fiskimiðum la manna, vald sem í sínu er ígildi eign- arréttar og nær y hafsvæði sem er s sinnum stærra en ið sjálft. Ragnar Arnalds Íbúasamtök miðborgarReykjavíkur voru stofnuð áfjölmennum fundi í Iðnó 11.mars sl. Eva María Jóns- dóttir er formaður samtakanna, og segir löngu tímabært að félagsskap af þessu tagi yrði komið á lagg- irnar. „Skipulag stjórnsýslunnar í Reykjavík fer að miklu leyti fram í gegnum þjónustumiðstöðvar í hverju hverfi, sem svo eiga í sam- skiptum m.a. við íbúasamtök í hverfunum. Slík íbúasamtök hefur vantað í miðborgina og þess vegna hefur rödd íbúanna ekki heyrst sem skyldi,“ segir Eva María. Hverfisvernd að leiðarljósi Að sögn Evu Maríu ætla samtökin bæði að vekja íbúa miðbæjarins til umhugsunar um þróun hverfisins og auðvelda þeim að vera þátttak- endur í ákvörðunum sem snerta þeirra nærumhverfi. „Íbúa- samtökin munu mest leggja áherslu á hverfisvernd, að miðborgin haldi sérstöðu sinni, breytist ekki úr þessu skrítna hverfi sem hún er í dag,“ segir Eva María, en hverf- isvernd er lagalegt hugtak skil- greint í skipulagslögum. „Allskyns teikn eru á lofti um að miðborgin muni taka breytingum, miðað við kröfur nútímans um hagkvæmni og nýtingu, en miðborgin hefur aðra kosti, sem ekki verða til nema með 200 ára uppbyggingu. Það þarf að koma borgaryfirvöldum í skilning um að ekki dugar að vera með kurt- eisisleg tilmæli til þeirra sem eru að athafna sig í miðborginni, það verður að vera hrein og klár krafa yfirvalda að allt sem gert er í mið- borginni sýni þessu sögule hverfi virðingu.“ Taka virkan þátt í skipu Eva María vonast einnig ti krafti samtakanna geti íbú meira að segja um deiliskip breytingar. „Allar tillögur Vilja vernda miðbæ skrítið og sérstakt h Nýstofnuð Íbúasamtök miðborgar Reykjavík- ur vilja gefa íbúunum rödd í skipulagsmálum. Ásgeir Ingvarsson ræddi við Evu Maríu Jónsdóttur um framtíð miðborgarinnar og hvernig falleg hús geta smitað út frá sér. Morgunblaðið/Va Áhugasöm „Það verður að vera hrein og klár krafa yfirvalda að gert er í miðborginni sýni þessu sögulega umhverfi virðingu.“ Stjórn Íbúasamtaka m borgar Reykjavíkur sk Eva María Jónsdóttir Fríða Björk Ingvarsd Sigtryggur Magnaso Magnús Skúlason Kristinn Jóhannsson Hlín Pétursdóttir Ólafur Egill Egilsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.