Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 35 ✝ Ingibjörg Páls-dóttir fæddist á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 3 maí 1919. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands aðfara- nótt 18. apríl síð- astliðins. Foreldrar hennar voru Páll Jónsson, bóndi á Syðri-Steinsmýri, f. 7. júní 1874, d. 12. júní 1963 og Ragn- hildur Ásmunds- dóttir, f. 1. júlí 1888, d. 23. janúar 1954. Systkini Ingibjargar eru: Halldór, f. 1912, d. 2001, Jónína, f. 1913, d. 2004, Ásmundur, f. 1915, d. 1996, Elín, f. 1916, d. 1956, Magnús, f. 1921, d. 2005, Þorsteinn, f. 1926, Sig- rún, f. 1930, Jóhanna, f. 1932 og Haraldur, f. 1934. Hálfsystkinin samfeðra voru Jón Bjarnmund- ur, f. 1909, d. 2002 og Halldór, f. 1910, d. 1911. Ingibjörg ólst upp í foreldra- húsum á Syðri-Steinsmýri ásamt stórum systkinahópi og hlaut hefðbundna barnakennslu eins og þá tíðkaðist. Hún var ráðs- kona að Hólmi í Landbroti og þar kynntist hún eiginmanni sín- um Tryggva Tómassyni frá Syðri-Neslöndum í Mývatnssveit, f. 14. apríl 1928, d. 5. nóv. 1999. Foreldrar hans voru hjónin Guð- rún Sigtryggsdóttir frá Syðri- Neslöndum og Tómas Sig- urtryggvason frá Litlu-Völlum í Bárðardal. Ingi- björg og Tryggvi giftu sig 6. janúar 1951 og hófu þá um vorið búskap á jörðinni Björk í Grímsnesi. Þar bjuggu þau óslitið uns þau fluttu á Selfoss haustið 1998. Ingibjörg bjó síðustu árin í íbúð- um aldraðra að Grænumörk 5 á Selfossi. Börn Ingibjargar og Tryggva eru: 1) Guðrún, f. 18. des. 1951, maki Hörður Smári Þorsteinsson. Börn þeirra eru: a) Ingibjörg, maki Björn Snorra- son, b) Helga, sambýlismaður Þórarinn Halldórsson, dóttir þeirra er Erna, og c) Þóra Stein- unn. 2) Tómas, f. 11. apríl 1954, maki Þórdís Pálmadóttir. Börn þeirra eru a) Heiða Björg, maki Michele Rebora, börn þeirra Al- dís Leoní og Elio Mar, b) Dagný, sambýlismaður Þórður Ármanns- son, sonur þeirra Tómas Berg, og c) Sigurveig Mjöll. 3) Páll Ragnar, f. 12. okt. 1959, maki Sigríður Björnsdóttir. Börn þeirra eru: a) Inga Birna, sam- býlismaður Viðar Arason, b) Tryggvi, og c) Guðbjörg. Útför Ingibjargar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15.30. Það var í ágústmánuði árið 1970, að ég kom fyrst inn á heimili tengda- foreldra minna, Ingibjargar og Tryggva, að Björk í Grímsnesi. Það er stund sem seint gleymist. Þegar við höfðum heilsast var boð- ið til stofu. Þar var spjallað um heima og geima á meðan unglingur- inn frá Vestmannaeyjum var mæld- ur og veginn með augunum. Satt að segja leið mér eins og ég væri geim- fari af annarri plánetu. Ingibjörg húsfreyja hafði engin vettlingatök, snaraði fram blönduð- um ávöxtum í stórri skál og þeyttur rjómi fylgdi með. Mér er enn í fersku minni hvað hún snögg að bera sig að og ekki síður hversu litskrúðugar skálarnar voru sem borðað var úr. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ingibjörg var mikill dugnaðar- forkur sem féll aldrei verk úr hendi og ekki var úrræðaleysinu fyrir að fara. Það gilti hana einu hvort einn eða tíu gestir komu. Hvort sem var matur eða kaffi, það breytti heldur engu. Hins vegar voru þeir sem ekki mættu á réttum tíma í mat eða kaffi, bæði óalandi og óferjandi. Ingibjörg ólst upp í stórri fjöl- skyldu á Syðri-Steinsmýri í Meðal- landi. Á nærliggjandi bæjum voru einnig stórir barnahópar, margir leikfélagar og ýmislegt að sýsla. Á þeim tíma voru margir munnar sem þurfti að metta, allir þurftu að hjálp- ast að til að hafa í sig og á. Vitanlega hefur æska Ingibjargar mótað lífs- viðhorf hennar, enda fór hún snemma að vinna fyrir sér utan heimilis og sjá sér farborða. Hún var mikil félagsvera og hafði gaman af að ferðast um á meðan heilsan leyfði. Níska og eigingirni voru ekki til í hennar huga og hafði hún óbeit á því óréttlæti sem víða tíðkast í samfélag- inu. Einkenni Ingibjargar alla tíð var vinnusemi og dugnaður, aldrei var setið auðum höndum. Ef ekki voru húsverkin, þá var gripið í prjóna eða hannyrðir og svo áttu blómin hug hennar allan. Nú hin síðari ár voru allskonar hlutir framleiddir, líkt og verksmiðja væri starfrækt í Grænu- mörkinni og svo var gripið í spil þess á milli. Það var með hreinum ólík- indum hver afköstin voru. Ingibjörg tengdamóðir mín er nú horfin sjónum af leiksviði lífsins. Hún hefur hafið ferð sína til annarr- ar tilveru, til fundar við eiginmann sinn Tryggva, sem lést fyrir níu ár- um. Ég efast ekki um að með þeim verði fagnaðarfundur, veikindi og vanlíðan að baki og nýtt fagurt líf blasir við. Ég þakka Ingibjörgu góða sam- fylgd til margra ára og óska henni góðrar ferðar og góðrar heimkomu í ríki ljóssins. Smári. Elsku amma, við munum vel eftir því hvað okkur fannst alltaf gaman að koma til þín og afa í sveitina þar sem var svo rólegt og gott að vera. Alltaf varstu að elda og þvílíkar kræsingar hafa sjaldan sést. Aldrei mátti neinn fara svangur út. Og allt- af var ís á eftir þar sem að frystirinn var alltaf fullur af ís sem endilega varð að klára, og ekki fannst okkur það nú leiðinlegt. Þú varst svo flink í höndunum og handverk þín prýða veggi allrar fjöl- skyldunnar. Þú varst svo fjölhæf og fljót að tileinka þér nýja tækni í alls konar föndri. Gróðurhúsið á Björk og garðurinn bera þess líka merki, ávallt stórar, bleikar, ilmandi rósir, vel hirt beð og álfar í hverju horni. Hvergi mátti sjá feilspor á verkum þínum, hvort sem það var á klippi- myndum eða lopapeysum og ullar- sokkum. Þegar afi var ennþá frískur man ég eftir því þegar þið fóruð sunnu- dagsrúntinn á fína bílnum og komuð við hjá okkur. Þá, eins og alltaf, var maður glaður að sjá ykkur og nánast undantekningarlaust hafðir þú glaðning handa okkur í veskinu þínu. Einnig munum við eftir búinu sem við bjuggum til við lækinn rétt fyrir neðan Björkina, þú varst alltaf tilbú- in til að gefa okkur krökkunum ílát og fleira til þess að nota. Þú varst alltaf tilbúin til að gera hvað sem er fyrir okkur og því munum við aldrei gleyma, þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar. Hvíl, þín braut er búin. Burt með hryggð og tár! Launað traust og trúin, talið sérhvert ár. Fögnum vinafundi. Friðarsunna skín; hlý að hinzta blundi helgast minning þín. (Magnús Markússon.) Þótt erfitt það sé fyrir okkur, vit- um við að þú varst orðin sátt enda varstu alltaf svo hress og þér líkaði ekki við það þegar eitthvað hamlaði gjörðum þínum eins og veikindi þín höfðu gert undanfarið. Við söknum þín en vitum að þú ert á betri stað. Hvíldu í friði. Þín barnabörn, Inga Birna, Tryggvi og Guðbjörg. Nú ert þú farin elsku amma mín, þó veit ég það svo vel að þú lifir alltaf hjá okkur í minningunni. Hvert ein- asta skipti sem ég hugsa um þig, þá brosi ég. Ég á svo margar góðar minningar frá okkur saman og þær munu lifa með mér alla mína ævi. Það var alltaf svo gaman þegar ég var lítil, kom í heimsókn til ykkar elsku afa á Björk, þegar við fórum saman í fjárhúsið, út á tún í leit að litlum lömbum á gömlu Lödu Sport, fórum á hestbak og komum svo inn aftur í þvílíka kaffiveislu til þín. Ég hef og mun alla tíð þakka fyrir það hvað við vorum góðar vinkonur, mér finnst við hafa verið svo nánar. Við þekktum hvor aðra svo vel og það var svo gott að koma til þín ein í heimsókn í Grænumörkina, taka eitt spil við þig og létt spjall um daginn og veginn. Þú varst svo góð við allt og alla og það sem þú gast gert til að dekra við alla í kringum þig var alveg ótrúlegt. Það er sárt að missa þig, en þú lifðir hamingjusömu lífi og það er það sem skiptir máli. Ég veit að þú hefur það gott og ert sátt með afa núna. Þú átt og munt alltaf eiga þinn stað í hjarta mínu. Mig langar að enda þetta á litlu ljóði sem ég fann og mér finnst vel við hæfi að kveðja þig með því: Margur er harmur kveðinn að heimi huggun er litla að finna. Minninguna um gæði þín geymi og gagnsemi okkar kynna. Nú ertu farin í hinstu för, ferlegt er því að una. Blaðskellandi með bros á vör tel ég þig best að muna. (Höf: ókunnur.) Guð geymi þig og varðveiti elsku besta amma Imba mín. Kveðja. Þín Sigurveig Mjöll (Veiga). Langri og farsælli ævi Ingibjargar Pálsdóttur er lokið. Á svona stundu er margs að minnast og það besta er að minningarnar eru góðar. Ég er elsta barnabarn afa og ömmu og hef notið þeirra forréttinda að vera mik- ið hjá þeim alla mína tíð. Það er eitt það besta sem ég hef fengið í lífinu að njóta samvista þeirra þetta mikið og þetta lengi. Það var alltaf jafn gott að vera hjá þeim í sveitinni og vera úti með afa á daginn og koma svo inn og borða góða matinn hennar ömmu. Ömmu þótti ákaflega vænt um fjölskyldu sína og var henni alltaf annt um það sem ég tók mér fyrir hendur og hún fylgdist vel með því öllu allt fram á síðasta dag. Hún spurði reglulega hvernig gengi og það var sama hvernig gekk hún var alltaf ánægð með það og ef hún gat ekki með nokkru móti sagt að það væri ásættanlegt þá sagði hún bara að það gengi betur næst. Duglegri og ósérhlífnari mann- eskja var varla til og þó amma væri með eindæmum iðjusöm hafði hún alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin hvort sem það var að spila, tefla, segja okkur sögur eða bara gera það sem við vildum. Ekki þótti henni það verra ef hún gat snúist eitthvað í kringum okkur í eldhúsinu og setn- ingin „amma ég er svöng“ heyrðist ekki oft því hún mátti ekki til þess vita að einhver gæti verið svangur á hennar heimili enda ávallt tilbúin með kræsingar þegar þannig bar undir. Þau voru mörg handverkin sem hún tók sér fyrir hendur. Sumt þá aðeins sem skrautmunir hjá henni sjálfri eða afkomendum hennar en annað hafði mikið og gott notagildi eins og t.d. lopapeysurnar. Fallegri og betri peysur hef ég ekki komist í og er ég nokkuð viss um að ég er ekki ein þeirrar skoðunar. Hún hafði líka alla tíð mikið dálæti á blómum og garðrækt almennt. Hún kom sér upp litlu fallegu gróðurhúsi í garð- inum á Björk þar sem hún ræktaði rósir í öllum mögulegum litum og úti í garði voru svo allskyns jurtir sem hægt var að setja með í vönd. Þeir voru því margir vendirnir sem voru búnir til úr ræktun hennar. Ég fann fyrir því í haust að nú væri sennilega farið að styttast í samfylgd okkar. Hvernig hún var farin að tala sagði mér það að þetta styttist, hún hefur greinilega vitað það og fundið. Það er auðvitað alltaf sorg og söknuður þegar dauðinn ber að dyrum. Það á líka við núna en við megum ekki gleyma því að amma var orðin gömul kona og búin að gera sitt. Okkur ber því að vera þakklát og ánægð með að hafa fengið að vera henni samferða í lífinu. Hún sjálf er hvíldinni feginn. Það sem hressir mig við í sorginni er að nú eru hún og afi saman á ný og ef ég þekki þau rétt hljómar hlátur og gleði um allt og ekki ósennilegt að búið sé að grípa í nokkur spil. Við hin sem eftir stöndum finnum auðvitað til tómleika og erum fátæk- ari eftir. Skarð hefur myndast sem aldrei verður fyllt en minning henn- ar á eftir að lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð. Það verður skrýtið að koma ekki við hjá henni og að fá hana ekki til sín í sveitina. En eins og hún sagði svo oft sjálf: „Svona er líf- ið.“ Ingibjörg Harðardóttir. Það er skrítið að hugsa til þess, elsku amma, að á næstu ferð okkar yfir heiðina getum við ekki komið við hjá þér. Það var alltaf svo gott að koma til þín og hún Aldís okkar var alltaf sérstaklega spennt, því þegar hún kom til langömmu var þar alltaf eitthvað nýtt að skoða. Langamma var svo tekin hershöndum inn í her- bergi, hurðinni lokað og þegar við kíktum inn sátu þær, unglömbin, á gólfinu að lita eða púsla. Langamma gaf sér alltaf tíma til að leika og svo lumaði hún ansi oft á heitum pönns- um sem var nú ekki til að spilla fyrir. Þú dásamaðir líka Elio í hvert sinn er þú sást hann og nú veit ég að börnin mín eiga sinn verndarengil sem vakir yfir þeim. Minningar mínar úr sveitinni eru líka óteljandi en skemmtilegasti tím- inn var auðvitað sauðburðurinn því þá gisti ég oft í nokkrar nætur og var þá dekrað við mann í bak og fyrir. Jólasveinarnir í sveitinni voru líka alltaf einstaklega rausnarlegir... Ég varð þeirrar gæfu njótandi að eiga ykkur, amma og afi, þið kennd- uð mér svo margt. Það sem yljar mér um hjartarætur á þessum erfiðu tím- um er að vita til þess að þið séuð saman á ný. Þið voruð einstök blóm í mínum garði. Ég kynntist ömmu er hún var orð- in gömul, að aldri þ.e.a.s,. því að ef áhugasemi og léttleiki eru merki um ungdóm þá held ég að amma hafi aldrei orðið gömul. Hún hefur alltaf tekið mér, útlendingnum í fjölskyld- unni, opnum örmum og sýnt landinu mínu og fólkinu mínu mikinn áhuga. Enda var amma líka orðin amma allra þeirra Ítala sem henni kynntust og fengu að njóta hennar og hennar listrænu gjafa. Ekki má nú gleyma hversu fljót hún var að svara játandi þegar við buðum henni svo með okk- ur til Ítalíu, fyrir aðeins þremur ár- um, hún þá orðin 86 ára gömul. Sú ferð var ógleymanlegt ævintýri fyrir okkur öll. Svona mun ég ávallt muna eftir ömmu, glaðlegri og tilbúinni fyrir næstu ferð, með sína litlu grænu tösku. Góða ferð, elsku amma. Heiða, Titti, Aldís Leoní og Elio Mar. Elsku amma mín, ég vildi oft að ég gæti hoppað aftur í tímann og upp- lifað aftur allar stundirnar sem ég átti með þér. Það var alltaf svo spennandi að koma til ykkar afa á Björk, margt að gera og skoða. Sauðburðurinn, hey- skapurinn og fleira lifir sterkt í minningunni. Laufabrauðið og klein- urnar þínar sem voru þær allra bestu, hlaðborðið sem beið í hverri máltíð, fallegi garðurinn, rósirnar í gróðurhúsinu og svo mætti lengi telja. Þið afi skemmtuð okkur barna- börnunum eins og ykkur einum var lagið og dekruðu okkur í alla staði. Nú í seinni tíð höfðum við svo gaman af því að heimsækja þig á Sel- foss og nýttum hvert tækifæri sem gafst til þess. Tómas Berg beið spenntur eftir að hitta „ömmu lang- ömmu“ eins og hann kallaði þig nú alltaf. Hann hafði svo gaman af því að skoða fuglana þína í garðinum, allt fallega dótið og föndrið þitt. Ekkert var svo dýrmætt eða brot- hætt að hann mætti ekki leika sér með það. Það var gaman að sjá prakkarahlið þína koma í ljós þegar þið lékuð ykkur saman og oft á tíðum hefði mátt halda að þið væruð jafn- aldrar. Maður fékk svo helst ekki að fara heim án þess að vera búin að tæma eina eða helst tvær ísdollur úr frystinum og þú varst alltaf jafn ánægð með hvað Doddi minn stóð sig vel í þeim efnum. Það yljar mér að sjá allt fallega föndrið sem þú gafst okkur í kring- um okkur hérna heima, þú varst al- veg einstök í þeim efnum eins og svo mörgu öðru. Minningin um þig lifir hér, elsku amma, á meðan þú sameinast nú afa og fleirum, sem voru þér kærir, á ný. Saknaðarkveðja, Dagný. Í dag kveðju við Imbu frænku. Hún var okkur systrum mjög góð og hringdi oft til okkur og gaf okkur marga mjög fallega hluti sem við munum alltaf geyma til minningar um góða frænku. Hún heimsótti okk- ur oft og við heimsóttum hana á Sel- foss. Okkur langar til að kveðja hana með þessum versum: Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum.) Láttu nú ljósið þitt lýsa upp rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti signaður Jesús mæti. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Gunna, Tommi, Palli og fjöl- skyldur Guð styrki ykkur öll. Ykkar, Alda og Bára. Mig langar að minnast systur minnar með örfáum orðum. Það koma margar minningar upp í hug- ann. Imba var afskaplega jákvæð og skemmtileg og gaman að hafa hana með sér. Þær eru orðnar býsna margar ferðirnar sem við Tommi höfum farið með henni, utanlands sem innan. Ég minnist þess hvað hún naut sín vel á sólarströnd, þar busl- aði hún í sjónum á vindsæng eins og ung manneskja þótt fullorðin væri. Hún var afskaplega vinamörg, þegar við fórum í okkar heimasveit þurft- um við oft að keyra hana á marga bæi í heimsókn, því alls staðar var Imba aufúsugestur. Kæra systir, ég og fjölskylda mín þökkum öll árin sem við áttum sam- an, ekki síst árin sem þið Tryggvi bjugguð á Björk. Börnum þínum og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir allt. Sigrún. Ingibjörg Pálsdóttir andaðist þeg- ar vinir hennar byrjuðu að skjóta upp kollinum. Blómin voru vinir hennar, rétt eins og allir aðrir sem kynntust henni í leik og starfi. Því kveðjum við Ingibjörgu með miklum söknuði og finnst stórt skarð höggvið í okkar samfélag hér í Mörkinni. Vin- um hennar og afkomendum öllum sendum við hugheilar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning þessar- ar mætu konu. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir. Aldrei framar mun þessi rós, blikna að hausti. (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Spilafélagar í Mörkinni á Selfossi. Ingibjörg Pálsdóttir  Fleiri minningargreinar um Ingi- björgu Pálsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.