Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það hefur stundum verið til umræðuhvort það sé siðferðilega rétt að fjöl-miðlamenn, sem löngum titla sig sem fjórða valdið, vendi sínu kvæði í kross og ger- ist almannatenglar fyrir stjórnmálaflokka, innlend fyrirtæki og erlenda auðhringa. Sú umræða hefur því miður oftast lognast fljótt út af eins og fleira sem máli skiptir hér á landi.    Þegar Þjóðleikhúsið frumsýndi, um jólin2005, Túskildingsóperuna eftir Bertolt Brecht, römmuðu leikstjóri og leikmynda- teiknari sviðið inn með auglýsingum frá ís- lenskum stórfyrirtækjum. Þessi íróníska vísun í þróun í fjármögnun listsköpunar, var mis- skilin af sumum. Menn komust í uppnám, héldu að þessi fyrirtæki kostuðu sýninguna. Sá misskilningur má samt teljast eðlilegt við- bragð í því samfélagi sem við lifum í. Sífellt fleiri leiksýningar verða að sækja kostun til fyrirtækja og sífellt fleiri leikurum finnst það sjálfsagt og eðlilegt að auglýsa fyrir fyrirtæki. Kveður svo rammt að því orðið að mann grun- ar að börn og unglingar séu hætt að gera greinarmun á auglýsingum og þeim fáu ís- lensku viðburðum á leiklistarsviðinu sem sjón- varpið býður okkur upp á. Enda auglýsing- arnar oft listavel gerðar. Það ber hins vegar lítið á áhyggjum hjáleikhúsfólki af því hversu það umfram aðra listamenn landsins er orðið nátengt fyr- irtækjum í landinu gegnum kostun og auglýs- ingar. Sjaldgæft að spurt sé: Hvaða áhrif kann það að hafa á listsköpun manna og stöðu leik- listar í samfélaginu? Hvort hugmyndir sam- félagsins um leiklistina hafi breyst við þessi nýju tengsl; hugmyndir þess um leikarann? Hvort nauðsyn sé á kostun á móti til dæmis vali viðfangsefna? Hvort einhver innri rit- skoðun fari af stað við kostun ákveðinna að- ila? Hvað hefur breyst í umhverfi og rekstri leikhússins sem gerir kostun svona ríkjandi?    Allt eru þetta þó spurningar sem leik-húsfólk ætti að velta fyrir sér. Og helst kannski þeirri hlið málsins sem mest hefur verið rædd í sambandi við fjölmiðlamenn – sem sagt hvort leiklistin og leikhúsið gerir einhverjar samfélagslegar kröfur til þeirra sem starfa þar sem ekki samræmast því að menn taki að sér hlutverk sölumanna? Kostun og auglýsingar AF LISTUM María Kristjánsdóttir Morgunblaðið/Golli Túskildingsóperan Sviðið var innrammað með auglýsingum íslenskra fyrirtækja. majak@simnet.is »Hvað hefur breyst í umhverfi og rekstri leikhússins sem gerir kostun svona ríkjandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.