Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 55 Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýja höllin Húsið er um sjö þúsund fermetrar og mun án efa verða mikið notað undir tónleikahald í framtíðinni. VIÐBURÐAFYRIRTÆKIÐ Concert hefur ákveðið að færa stórtónleikana með Bob Dylan þann 26. maí úr Egils- höll í nýju Laugardalshöllina. Sam- kvæmt fréttatilkynningu frá fyrirtæk- inu var Egilshöll fyrsti kostur Concert fyrir tónleikana þó að ljóst væri að að- eins brot af húsnæðinu yrði notað enda hægt að koma þar fyrir 15-18.000 manns. Nýja Laugardalshöllin hefur nú nýverið fengið öll tilskilin leyfi fyrir allt að 8.000 manna tónleika og er því ekkert til fyrirstöðu að færa tónleikana þangað og ná þannig fram talsverðri hagræðingu. Tapaður peningur Ísleifur Þórhallsson hjá Concert segir að aðstæður á markaði hafi ekki auðveldað tónleikahöldurum lífið að undanförnu og nefnir til dæmis lækkandi gengi krónunnar sem hafi valdið 20-40% hækkun á stærstu kostnaðarliðum. Þá hafi nýr 15-27% skattur verið lagður á laun erlendra listamanna sem innlendum aðilum sé nú gert að greiða. „Þessi nýi skattur er mikil blóðtaka fyrir alla þá sem standa að innflutningi á erlendum listamönnum. Maður hefði haldið að tvísköttunarsamningar Íslands í þessu til- viki við Bandaríkin afgreiddu slíka gjaldtöku en svo virðist ekki vera samkvæmt Tollstjóraembættinu. Okkur er gert skylt að halda eftir því sem nemur 15% af launakostnaði Dylans og sá kostnaður leggst á okkur þar sem samningur við Dylan var undirritaður áður en til þessarar nýju skatt- heimtu kom. Okkur sýnist núna að þetta sé tapaður pen- ingur. Þetta er þungur baggi sem leggst ofan á allt annað sem vinnur á móti okkur þessa dagana og maður sér ekki beint Dylan úr Egilshöll í nýja Laugardalshöll Dylan Fyrstu tónleikarnir sem falla undir ákvæðið. fram á bjarta tíma í þessum bransa ef þetta verður nið- urstaðan.“ Sama heildarmagn miða Vill Ísleifur ítreka að heildarmagn miða í boði á Bob Dyl- an-tónleikana haldist óbreytt og skipting milli A- og B- svæða sömuleiðis þannig að með þessari breytingu sé ekki verið að minnka umfang tónleikanna eða breyta fyr- irkomulagi þeirra. Tæplega 6.000 miðar hafi selst nú þegar og segist Ísleifur vongóður um að það seljist upp á tón- leikana. Nýr skattur á laun erlendra listamanna setur strik í reikninginn Ísleifur Þórhallsson - kemur þér við Kaupir hús handa fjölskyldunni í Perú Hrefna Hallgríms- dóttir opnar mynda- albúmið Illugi Jökulsson gagnrýnir lögregluna Egill Bjarnason heimsækir ólöglega vopnaverksmiðju Bergur Ebbi skrifar um gildishlaðin slagsmál Haukur Holm og kótilettubartarnir Hvað ætlar þú að lesa í dag?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.