Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 16

Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 16
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „ÉG HELD að þorri fólks í Evrópu viti ekki mikið um hvað er að gerast í menningarlífinu á Íslandi,“ segir Juergen Boos, framkvæmdastjóri bókastefn- unnar í Frankfurt, þar sem íslenskar bókmenntir verða í heiðurssæti árið 2011. „Allir þekkja Björk og margir kannast við Halldór Laxness en ekki mikið meira.“ Juergen var staddur hér á landi í vikunni og undirritaði ásamt menntamálaráðherra formlegt samkomulag um þátttöku Íslands í bókamessunni sem er sú stærsta sem haldin er í heiminum í dag. Til hvers er ætlast? Blaðamaður settist niður með Juergen og ræddi um þær væntingar sem hann gerði til Íslands. „Við viljum að þið takið með ykkur til Frankfurtar allt það sem er að gerast núna á Íslandi, hvort heldur í tónlist, leiklist eða á öðrum listasviðum en viljum fyrst og fremst að þið færið okkur allt sem er að gerast í bókmenntunum.“ Hann leggur á það sérstaka áherslu að nálgast núið í íslenskri menningu: „Þær þjóðir sem við bjóðum til samstarfs við okkur eiga það allar sam- eiginlegt að vera mjög stoltar af menningu sinni og sögu. Það sem við viljum hins vegar mest sjá er það sem er að gerast núna og jafnvel líka það sem er að gerast undir yfirborðinu, þar sem við notum bókmenntirnar sem stökkpall.“ Gæði umfram magn En hvað þýðir það í rithöfundum, þýðendum og öðrum listamönnum talið? Tyrkir eru heiðursþjóð bókastefnunnar í ár og von á um 200 tyrkneskum rithöfundum og þýðendum á hátíðina af því tilefni. Nú þegar eru viðburðir tengdir tyrkneskum bók- menntum og menningu hafnir þó að kaupstefnan hefjist ekki fyrr en um miðjan október. Juergen, sem eflaust gerir sér grein fyrir að fleiri heimsækja kaupstefnuna en búa á öllu Ís- landi, reynir að hughreysta blaðamann og segir að það sé ekki magn skálda og listamanna sem skipti mestu máli: „Það skiptir kannski meira máli, upp á árangur að gera, með hversu markvissum hætti Ísland kynnir sig. Með því að beita kröftunum rétt má hafa mikil áhrif.“ Hann segir líka að vinnan muni langt í frá hvíla öll á Íslendingum: „Þýskar og evrópskar lista- stofnanir leggja sig fram við að nýta þá möguleika sem bókamessan gefur og halda sýningar í tengslum og í samvinnu við heiðursþjóð hvers árs,“ segir hann. „Mikil vinna fellur því í okkar hlut. Hitt er samt ljóst að mikið verk er fram- undan hjá Íslendingum.“ Getum náð miklum árangri Með því að halda rétt á spilunum á bókamess- unni í Frankfurt segir Juergen að ná megi fram breytingum til frambúðar á stöðu Íslands á al- þjóðabókamarkaði: „Áhrifin eiga að endast lengur en bara þá fimm daga sem sýningin stendur yfir. Þau 2-3 ár sem hátíðin er í undirbúningi skapast mikil tengsl milli íslenskra útgefenda og þýskra og eins við útgefendur frá öðrum löndum. Svo þegar það gerist að íslenskir rithöfundar og útgefendur hafa eitthvað sem þá langar að selja til útlanda, þá vita þeir upp á hár hvern á að tala við,“ segir Juer- gen og bætir við að hann sjái glögg merki um vöxt og útrás í bókmenntum þeirra þjóða sem settar eru í heiðurssess í Frankfurt. Juergen Boos veit hvað hann vill að Ísland færi bókamessunni í Frankfurt 2011 „Allt sem er að gerast núna“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Vongóður Juergen Boos segir þátttöku Íslands í bókamessunni geta haft áhrif til langframa. Morgunblaðið/Frikki Samstarf Juergen og Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir undirrituðu í gær samkomulag um þátttöku Íslands í bókamessunni 2011. Mikið starf framundan, og til mikils að vinna Í HNOTSKURN »Bókamessan í Frankfurt er sú stærstasinnar tegundar og talin mikilvægasta kaupstefna bókaiðnaðarins. »Árlega koma nærri 300.000 gestir til bóka-messunnar og um 7.000 sýnendur frá yfir 100 löndum. » Ísland er heiðursgestur hátíðarinnar 2011og felast í því miklir möguleikar fyrir út- gáfu á íslenskum verkum um allan heim. » Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til aðveita a.m.k. 300 milljónum króna til að undirbúa þátttöku landsins í bókamessunni » Fjármunirnir munu að stærstum hlutafara í að styrkja þýðingar á íslenskum verkum yfir á þýsku og önnur tungumál sem og kynningarstörf. 16 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í MESSU í Langholtskirkju á morgun verður flutt verkið „Um endalok tímans“ eftir Olivier Messiaen. Messiaen samdi þennan kvartett í fanga- búðum Þjóðverja í Görlitz í seinni heimsstyrjöldinni. Flytjendur eru nemendur við Listaháskólann í Reykja- vík, þau Hulda Jónsdóttir fiðluleikari, Arngunnur Árna- dóttir klarinettuleikari, Karl Jóhann Bjarnason sellóleikari og Hákon Bjarna- son píanóleikari. Við æfingar naut kvartettinn leiðsagnar Nínu Margrétar Grímsdóttur. Messan hefst klukkan ellefu. Tónlist Messiaen í Langholtskirkju Olivier Messiaen NÝ-UNG og UngBlind verða með ýmsar uppákomur í mið- borg Reykjavíkur í dag. Ný-ung er ungliðahreyfing Sjálfsbjargar. Þau bjóðast til að af-ófatla fólk í dag og einn úr hópnum, Höskuldur Þór Höskuldsson, verður með ljósmyndasýningu í Hinu Húsinu. UngBlind er hópur blindra og sjónskertra ungmenna. Í dag standa þau fyr- ir lifandi bókasafni en þar gefst almenningi kostur á því að fletta upp í lifandi bókum um ýmsa minnihlutahópa. Opið verður í Hinu Húsinu á milli kl. 13 og 16. Listir Lifandi bókasafn og ljósmyndir Hitt húsið SÓLHEIMASAFN Borg- arbókasafns býður til bók- menntagöngu í Vogahverfinu í dag. Í göngunni verður hverfið kynnt sem heimaslóðir skálda, en fjölmörg þeirra hafa búið og búa enn í hverfinu. Bankað verður upp á hjá þremur þeirra, þeim Árna Bergmann, Andra Snæ Magnasyni og Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Safnast verður saman í Sól- heimasafni að Sólheimum 27 klukkan tvö. Ekkert þátttökugjald er í gönguna og eru allir velkomnir. Áætlað er að dagskráin taki um tvær klukku- stundir. Bókmenntir Bókmenntaslóðir í Vogahverfi Andri Snær Magnason EFTIRSÓTTUSTU verðlaun sem veitt eru fyrir pólitísk skrif á Bret- landi, Orwell-verðlaunin, voru í gær afhent Raja Shehadeh fyrir bókina Gönguferðir í Palestínu. Sam- keppnin var harðari en nokkurn tíma fyrr og þótti ástæða til þess að tilnefna talsvert fleiri bækur en áður hefur verið gert. Bók Shehadehs fjallar um hvernig heimahagar hans á Vesturbakk- anum hafa smátt og smátt lent undir stjórn Ísraela á síðustu 40 árum og hvernig landslagið hefur verið eyði- lagt á sama tíma og sjálfsmynd pal- estínsku þjóðarinnar. Dómnefnd lof- aði sérstaklega ljóðrænar náttúrulýsingar í bókinni sem tvinn- ast saman við pólitíska sannfæringu. Raja Shehadeh býr í Ramallah og starfar sem lögfræðingur. Hann er einn af stofnendum mannréttinda- samtakanna Al-Haq og Gönguferðir í Palestínu er hans þriðja bók. Orwell-verðlaun í flokki blaða- manna hlutu þeir Johan Hari, pistla- höfundur fyrir The Independent, og sjónvarpsmaðurinn Clive James. Verðlaunaður Raja Shehadeh skrifaði um heimahaga sína. Shehadeh fékk verð- laun Orwells Gönguferðir í Palest- ínu sköruðu fram úr MÁLVERK af Tony Blair eftir Phil Hale sem hanga mun uppi í breska þinginu var afhjúpað í vikunni. Hefð er fyrir því að láta gera port- rett af forsætisráðherrum, en myndin af Blair þykir víkja talsvert frá venjunni, því þar sést hann mjög greinilega þreyttur og í þung- um þönkum. Myndin var gerð stuttu áður en Blair steig úr ráð- herrastóli í fyrra. Hale segir að Blair hafi ekki skipt sér af gerð málverksins. „Ég var heppinn að því leyti að hann hafði um margt annað að hugsa á þessum tíma en að líta sem best út á myndinni,“ sagði hann í samtali við breska blaðið Guardian. Bæði Hugo Swire samflokks- maður Blairs og Cherie Blair eig- inkona hans segja myndina lýsa hugarástandi forsætisráðherrans fyrrverandi vel síðustu vikur hans embætti, en segja að hann sé allt annar og kátari maður nú þegar hann hafi látið af störfum. Blair í þung- um þönkum Blair Tíu ár í embætti að baki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.