Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 27 þátt í samfélaginu. Þörf fyrir búsetu- úrræði með öflugum félagslegum stuðningi er brýn fyrir fólk sem á að baki margar áfengis- og vímuefna- meðferðir en er ekki í stakk búið til að búa í sjálfstæðri búsetu. Vonir standa til þess að þetta heimili geti verið opnað á næstu mánuðum. Smáhýsi Unnið er að því að auka enn fjölbreytni í úrræðum til handa heimilislausum með svonefndum smáhýsum fyrir einstaklinga og/ eða pör í þessari stöðu. Verið er að leita að heppilegri lóð fyrir smáhýsin, en þegar fyr- ir liggur staðsetning mun taka 2-3 mánuði að koma smáhýsunum í notkun. Fjölgun plássa í Gistiskýlinu Gistiskýlið tekur á móti heim- ilislausum Reykvíkingum eins lengi og pláss er fyrir hendi en þar eru 16 pláss. Vegna þess hve oft skýlið hef- ur verið fullt undanfarið, var ákveðið á fundi velferðarráðs síðastliðinn miðvikudag að fjölga plássum þar um fjögur svo hægt verði að taka þar á móti 20 einstaklingum. Til að tryggja svefnfrið og ró fyrir þá sem þangað leita eru ákveðnar umgengn- isreglur sem m.a. kveða á um að bannað sé að vera með ónæði að nóttu til. Ef reglurnar eru ítrekað brotnar getur það orðið til þess að hlutaðeigandi einstaklingi er vísað út úr Gistiskýlinu í skamman tíma. Ekki er um það að ræða að viðkom- andi sé „í banni“ um lengri tíma. Til að bæta þjónustuna sem veitt er í Gistiskýlinu var ákveðið í byrjun árs 2007 að 2 ráðgjafar frá Þjónustu- miðstöð Miðborgar-Hlíða myndu koma reglulega í Gistiskýlið og veita þeim sérfræðistuðning sem í Gist- iskýlið leita. Markmið þessa er að tryggja þeim einstaklingum sem eru á götunni og leita í Gistiskýlið mark- vissan stuðning, upplýsingar og að- UNDANFARIN ár hefur Reykja- víkurborg unnið markvisst að því að bæta aðbúnað Reykvík- inga sem teljast heim- ilislausir. Almennt er talið að 40-60 ein- staklingar séu heim- ilislausir í Reykjavík á hverjum tíma. Und- anfarin ár hafa þrjú heimili verið sett á lagg- irnar í Reykjavík sem nýtast þeim. Alls er þar um að ræða þjónustu við 24 einstaklinga á hverjum tíma. Eitt af þessum heimilum er ætlað einstaklingum sem vilja hætta í áfengis- og/eða vímuefnaneyslu og eiga að baki margar tilraunir í þá veru. Um er að ræða áfangaheimili þar sem einstaklingurinn fær stuðning við að ná betri tökum á lífi sínu. Hægt er að dvelja á þessu heimili í allt að 2 ár. Hin tvö heimilin eru ætluð fyrir ein- staklinga sem dvalið hafa langdvölum í Gistiskýlinu án þess að hafa gefist færi á að nýta aðra þjónustu sem í boði er. Ekki er gert að skilyrði að viðkomandi hætti neyslu og um er að ræða heimili þar sem hlutaðeigandi einstaklingur getur dvalið langdvölum. Nýtt áfangaheimili fyrir 20 einstaklinga Ákveðið hefur verið að opna nýtt áfangaheimili fyrir 20 manns í sam- starfi við félags- og trygginga- málaráðuneytið. Gengið verður til samninga við Heilsuverndarstöðina ehf. um rekstur á þessa nýja búsetu- úrræði. Um er að ræða búsetuúrræði fyrir einstaklinga sem hætt hafa neyslu áfengis- og/eða vímuefna en þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda til að ná tökum á lífi sínu. Heimilinu er ætlað að veita ein- staklingum húsaskjól, félagslegan stuðning og endurhæfingu þannig að hlutaðeigandi einstaklingar geti búið sjálfstætt án vímugjafa og tekið virkan stoð frá ráðgjafa við að nýta þau úr- ræði sem við eiga til að ná betri tökum á lífi sínu. Konukot er sam- bærilegt úrræði Gistiskýlinu, ein- ungis fyrir konur, þar geta 8 konur gist á hverjum tíma. Á áætlun er að setja á stofn heimili með stuðningi fyrir 3-4 konur á þessu ári þar sem ekki er gerð krafa um að hætta neyslu. Stefnumótun til framtíðar Á síðasta ári var ákveðið að mótuð skyldi ákveðin stefna í málefnum ut- angarðsfólks af báðum kynjum og skipaður sérstakur starfshópur sem koma á með tillögur að slíkri stefnu. Til að geta unnið áfram að markviss- um úrbótum þessara mála með heild- arsýn að leiðarljósi er nauðsynlegt að setja sér markmið til lengri tíma. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu hefur heilmikið verið gert í mál- efnum heimilislausra Reykvíkinga undanfarin ár þó að ekki hafi allur þeirra vandi verið leystur. Upptaln- ingin sýnir þó að mikið hefur áunnist. En betur má ef duga skal og því er lögð áhersla á að móta stefnu til langs tíma eins og ég hef gert grein fyrir. Heimilislausa einstaklinga í Reykja- vík má ekki setja undir sama hatt. Þeir búa við mismunandi heilsufar, félagslegar aðstæður og eiga á allan hátt eins misjafnan bakgrunn og þeir eru margir. Okkur ber skylda til að sjá þessum einstaklingum fyrir fjöl- breyttum úrræðakostum og marg- víslegum, markvissum stuðningi. Að- eins þannig gefst hverjum og einum færi á að leita sér þeirrar hjálpar sem honum hæfir og hans velferð krefst. Aðgerðir til handa heimilis- lausum í Reykjavík Jórunn Frímannsdóttir Jensen skrifar um úrbætur borgar- innar til handa heimilislausum Jórunn Frímannsdóttir »Ákveðið hefur verið að opna nýtt áfanga- heimili fyrir 20 manns … Sjá má af þessari upp- talningu að heilmikið hefur verið gert í mál- efnum heimilislausra. Höfundur er borgarfulltrúi. ÞANN 16. apríl síðastliðin birt- ist „af listum“ pistill í Morg- unblaðinu eftir Önnu Jóa. Pistill- inn var að hluta svar við „af listum“ pistli sem ég skrifaði í Morg- unblaðið 4. apríl, þar sem ég rökstuddi af- stöðu mína með því að myndlistargagnrýn- endur Morgunblaðs- ins dæmdu sýningar með stjörnum. Anna kom með rök sín á móti stjörnugjöf og á ég því til með að halda aðeins áfram með umræðuna hér í aðsendum greinum. Í pistli sínum segir Anna gagnrýni vera mikilvægan part af gagnvirkri menningarumræðu. Ég er henni hjart- anlega sammála, nema hvað hér á landi er þessi gagn- virkni takmörkuð við einn fjölmiðil, þ.e. Morgunblaðið. Og það dugar einfaldlega ekki til ef það á að viðhalda einhverri opinberri myndlist- arumræðu á Íslandi. Þess vegna þótti mér pistill Önnu Jóa heilmikil upplyfting því þar mátti lesa málefnaleg rök á móti mínum skoðunum og hress- andi að fá á tilfinninguna að það sé einhver opinber umræða, jafnvel þótt hún sé bara á milli okkar koll- ega á Mogganum. Anna segir einnig að flestir stjörnudómar myndlistargagnrýn- enda frá áramótum sýni þrjár stjörnur. Hún segir: „Stjörnugjöfin virðist því alls ekki tryggja það sem eftir var sóst – semsagt hina afdráttarlausu skoðun, andhverfu skoðanaleysis.“ Ég er ósammála þessu. Afdrátt- arlaus skoðun fellst ekki í því að flakka bara á milli þess sem vont er eða gott. Og ef það er nið- urstaða stjörnugefandi gagnrýn- enda að yfirgnæfandi meirihluti sýninga eigi þetta tvær eða þrjár stjörnur skilið þá erum við máski knúin til að horfast í augu við að þorri sýninga sem gagnrýndar eru í Morgunblaðinu, og teljast þær yfirgnæf- andi meirihluti mynd- listarsýninga á Ís- landi, er, eftir allt saman, bara miðlungs sýningar. Og að stjörnurnar sýni hið rétta ástand í sýning- arsölum landsins, svart á hvítu. Anna segir annars margt og mikið. Og ég er sammála henni í mörgu og ósammála í öðru. En ég ætla ekki að fara frekar út í þá sálma, því fyrir mitt leyti snýst þessi umræða um mik- ið meira en bara stjörnugjöf. Hún snýst um hlutverk myndlist- argagnrýni þegar einn fjölmiðill er á eintali, hún snýst um ábyrgð- arleysi allra fjölmiðla (og reyndar myndlist- armanna) að leyfa slíku ástandi að við- gangast óáreittu, hún snýst um ábyrgð- arleysi stofnana sem ættu að halda utan um skrásetningu mynd- listar, sem vekur þá upp spurn- ingu; – hvaða stofnanir eiga að sjá um slíkt? Allavega ekki Morg- unblaðið, en í pistli mínum benti ég á að myndlistargagnrýni í Morgunblaðinu væri oft eina heim- ildin sem til er um myndlistarsýn- ingu. Síðast en ekki síst er stjörnugjöfin að valda gárum í annars lygnu hafi íslenskrar myndlistarumræðu. En slíkt er nauðsynlegt svo eitthvað spenn- andi geti rekið að landi. Meira af stjörnum Jón B. K. Ransu skrifar um gagnrýni » ...þá er stjörnugjöfin að valda gárum í annars lygnu hafi íslenskrar myndlistarum- ræðu. En slíkt er nauðsynlegt svo eitthvað spennandi geti rekið að landi. Jón B. K. Ransu Höfundur er myndlistarmaður og myndlistargagnrýnandi hjá Morg- unblaðinu. Í FRÉTT á baksíðu Morg- unblaðsins þann 22. apríl er frá því greint að fulltrú- ar íþróttafélagsins Víkings hafi heimsótt nemendur Fossvogs- skóla í tilefni af ald- arafmæli félagsins. Var nemendum færð- ur fáni félagsins að gjöf, auk þess sem þeir „...sungu afmæl- issönginn af miklum krafti eins og búast má við af sönnum Víkingum,“ eins og segir í frétt á vefsetri skólans. Hér er rétt er að staldra við. Á síðustu árum hefur áherslum í starfi margra grunnskóla verið breytt á þann veg að sjálfsagt þykir að út- hýsa kirkjulegu starfi. Vinaleiðin hef- ur verið gagnrýnd, tekið hefur verið fyr- ir heimsóknir fulltrúa Gídeonfélagsins sem hafa fært nemendum Nýja testa- mentið að gjöf og heimsóknir í kirkjur þykja orka tvímælis. Þessi bannfæring er meðal annars að undirlagi þeirra sem hugnast ekki kristin viðhorf, enda þótt þar sé um fámennan minnihlutahóp að ræða að best verður séð. Kristindómurinn er gildishlað- inn. Enginn skal þó halda öðru fram en að hið sama eigi við um íþrótta- félög. Þau hafa hvert um sig hafa sérstaka menningu, viðhorf og gildi. Sömuleiðis kljúfa þau samfélagið upp í fylkingar og óvíst að allir í viðkom- andi skóla haldi með sama liði. Með því er gengið á rétt hinna, svo notuð sé rök- semdafærsla þeirra sem tala gegn Þjóð- kirkjunni sem meg- inþorri landsmanna þó tilheyrir. Í þessu ljósi er um- hugsunarvert – al- mennt talað – hvort rétt sé að leyfa fulltrúum íþrótta- félaga að heimsækja grunnskóla. Sjálfur tel ég slíkt vera í góðu lagi. En gildir þá ekki sama um kirkjuna, þar sem allir eiga frjálst val um hvort þeir vilja Orð- ið heyra? Eiga íþróttafélög erindi í skólana? Sigurður Bogi Sævarsson skrifar um heimsóknir fulltrúa ýmissa félaga í skóla Sigurður Bogi Sævarsson »Kristindóm- urinn er gildishlaðinn. Enginn skal þó halda öðru fram en að hið sama eigi við um íþróttafélög. Höfundur er blaðamaður. Örfáar aukasýningar Fjórða leikárið í röð bjóðum við uppá sýningar á þessu vinsælasta leikriti áratugarins! Rúmlega 30.000 áhorfendur komu á 160 sýningar í Borgarleikhúsinu og um allt land. EKKI MISSA AF ÞESSARI BRILLJANT LEIKSÝNINGU!!!! Sími 568 8000 midsala@borgarleikhus.is Sími 460 0200 midasala@leikfelag.is BORGAR- LEIKHÚSIÐ Lau. 3. maí Fim. 8. maí Lau. 17. maí Sun. 18. maí Fim. 22. maí Fös. 23. maí LEIKFÉLAG AKUREYRAR Fim. 29. maí kl. 20 Fös. 30. maí kl. 19 (ath. breyttan sýningatíma) Lau. 31. maí kl. 19 (ath. breyttan sýningatíma) Sun. 1. júní kl. 20 ÞETTA ERU LOKASÝNINGAR VERKSINS!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.