Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 29 lífið hefði ndsmenn ndi gengi di gengis- komist ætti að fast gengi marka kurra u, dollars fáum ár- áðum yfir ekið upp í eldinn. upp heimtar upbæti. ar skauta gismálinu ndingar rútvegs- m á und- arðandi á vestur- kki nokk- Vissulega gur sem aðildarríki hafa fengið frá megin- reglum ESB. En æðstu ráðamenn ESB hafa margsagt í viðræðum við íslensk stjórnvöld að Íslendingar geti aldrei undanþegið 200 mílna landhelgi sína; það myndi skapa fordæmi fyrir aðrar þjóðir, t.d. Breta sem haft hafa uppi sömu kröfu. Margir hallast að inngöngu í ESB vegna þess hve mörg Evr- ópuríki hafa gengið þá götu; eðli- legast sé að fylgja straumnum. En menn verða að átta sig á að inn- ganga í ESB er langtum óhagstæð- ari fyrir Íslendinga en aðrar þjóðir. Í engu Evrópuríki vegur útflutn- ingur sjávarafurða eins þungt og hér á landi eða um 38% (2007) en um leið er fiskurinn eina auðlindin sem ESB hefur beinlínis lagt undir sína stjórn. Á árlegum ráðherra- fundi ESB eru ákvarðanir teknar um nýtingu sameiginlegra fiski- miða og er sá fundur oft nefndur „nótt hinna löngu hnífa“. Þar hefðu okkar menn 3 atkvæði af um 350. Vel má vera að ráðherrar ann- arra ríkja sýni Íslendingum sann- girni og taki tillit til þess að við höf- um setið einir að fiskimiðum okkar undanfarna áratugi. En eftir að við hefðum framselt þeim réttinn til að ráða yfir fiskimiðunum hefðum við enga tryggingu fyrir því að við yrð- um ekki órétti beittir. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á stjórnarskrársáttmála ESB og þar er endanlega geirneglt að ESB hafi úrslitavald (exclusive compe- tence) á sviði nýtingar sjáv- arauðlinda. Ljóst er að þessari meginreglu yrði ekki haggað í að- ildarviðræðum. rður menn í er- avald ands- í eðli - fir sjö n land- Höfundur er fyrrv. ráðherra og formaður Heimssýnar. Í umræðum um aðild Íslands aðEvrópusambandinu og upp-töku evru hafa ýmsir and-stæðingar aðildar haldið því fram að með brotthvarfi sjálf- stæðrar peninga- málastefnu myndum við Íslendingar missa tökin á efnahagsstjórninni – með alvarlegum afleið- ingum. Til rökstuðnings er vísað til Írlands, Spánar og Ítalíu. Löndin glími við samdrátt í efnahags- lífi sínu á meðan Seðla- banki Evrópu þráist við að lækka vexti vegna of hárrar verðbólgu innan Evrópusambandsins. Vert er að staldra við þessa röksemdafærslu af nokkrum ástæðum. Í fyrsta lagi má spyrja hvernig ríkjum með mikinn hagvöxt hafi vegnað innan mynt- bandalagsins á und- anförnum árum. Í öðru lagi má spyrja hvort vaxtalækkun þar sé tímabær og þá því tengt hvort sjálfstæði okkar í peningamálastjórn hafi komið okkur í betri stöðu. Í þessu samhengi er áhugavert að bera þessi lönd, og þá sér í lagi Spán og Írland, saman við árangur okk- ar Íslendinga. Eins mætti einnig líta til landa á borð við Lúx- emborg í þeim sam- anburði. Írland og Spánn hafa búið við svipað hag- vaxtarskeið og íslenska hagkerfið á undanförnum árum. Vöxtur hefur verið meiri en að með- altali innan evrusvæðisins, fast- eignaverð hefur hækkað mikið og um leið hefur byggingariðnaður vax- ið. Margt er því líkt með þessum þremur ríkjum. Þar með er for- vitnilegt að velta því fyrir sér hvort núverandi vanda Spánverja og Íra megi rekja til sameiginlegrar mynt- ar og hvort ætla megi að Íslendingar gætu lent í svipuðum vandamálum kæmi til aðildar að ESB og sameig- inlegu myndbandalagi. Efnahagsvandi Ítalíu hefur einnig verið nefndur í þessu samhengi. Rétt er þó að hafa í huga að ítalska hagkerfið hefur verið í stöðnun um langt árabil og þar hefur engu breytt hvort evran hafi verið sterk eða veik. Sennilegra er að vanda Ítala megi rekja til mikils pólitísks óstöðugleika um áratugaskeið, auk gríðarlegs umfangs svartrar efna- hagsstarfsemi og spillingar þar í landi. Evrunni verður vart kennt um þann vanda. Háir myntbandalag smærri aðildarríkjum með ólíka hags- sveiflu? Spánn og Írland eiga það sameig- inlegt að hagkerfi þeirra hafa vaxið talsvert hraðar undanfarin ár en sem nemur meðalhagvexti aðild- arríkja ESB. Meðalhagvöxtur Ír- lands s.l. 10 ár er 6,6% en Spánar um 4% sem er nokkru meiri hagvöxtur en hér á landi á sama tíma og um leið jafnari. Á þessu tímabili hefur hagsveifla ríkjanna verið talsvert ólík hagsveiflu evrusvæðisins í heild. Má sem dæmi nefna að þegar Seðla- banki Evrópu lækkaði vexti veru- lega á árunum 2000-2002 var írska hagkerfið í miklum vexti. Þrátt fyrir það virðist „of lágt“ vaxtastig ekki hafa valdið umtalsverðri verðbólgu á Írlandi. Það sama má segja um Spán. Annað dæmi sem áhugavert er að skoða er Lúxemborg. Þar er komin áratugalöng reynsla á mynt- bandalag, en landið tók upp belgíska frankann snemma á 7. áratugnum. Allt frá þeim tíma hefur hagkerfi Lúxemborgar vaxið umtalsvert hraðar en það belgíska og efnahagur landsins hefur gjör- breyst. Raunar hefur meðalhagvöxtur þar í landi undangengna tvo áratugi verið lið- lega 5% á ári. Aðeins eitt land getur státað af meiri hagvexti á þessu tímabili en það er Írland. Eins og kunnugt er studdust Írar við breska pund- ið áður en evran var tekin upp þar í landi árið 2002. Þessi mikli vöxtur virðist ekki hafa haft neikvæðar afleið- ingar fyrir þessi lönd þrátt fyrir að sjálf- stæð peninga- málastefna hafi ekki verið fyrir hendi. Þvert á móti virðist aukinn stöðugleiki og meiri hagsæld hafa fylgt vextinum. Andstæðingar evru hér á landi hafa einnig bent á Dani sem dæmi um árang- ursríka og sjálfstæða peningamálastefnu. Því er heldur ekki að neita að Danir hafa notið góðs hagvaxtar og stöðugs verðlags undanfarin ár. Stað- reyndin er hins vegar sú að Danir hafa allt frá tilurð evrunnar átt í nánu samstarfi við Seðlabanka Evr- ópu og gætt þess að láta danska vexti fylgja þeim evrópsku. Það hef- ur orðið til þess að danska krónan hefur sveiflast algerlega í takt við evruna. Ef marka má orð ráða- manna þar í landi styttist raunar í að aðild að myntbandalaginu verði bor- in undir þjóðaratkvæði á ný. Í Dan- mörku eru forvígismenn atvinnulífs- ins á einu máli um ágæti evrunnar. Er sjálfstæð peninga- málastefna betri? Verðbólga á Írlandi og Spáni er nokkuð yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Evrópu, eða 3,6% á Ír- landi og 4,4% á Spáni (stuðst er við samræmda vísitölu). Áætlaður hag- vöxtur beggja landa á þessu ári er enn nokkuð hár, eða um 3-3,5%. Vandséð er hvernig rökstyðja megi þörf á vaxtalækkun þar út frá verð- bólgusjónarmiðum á þessum tíma- punkti. Vissulega má færa gild rök fyrir því að rétt væri að grípa til vaxtalækkana vegna samdrátt- armerkja í efnahagslífi þessara landa. En það hefur ekki verið stefna Seðlabanka Evrópu að hvika frá verðbólgumarkmiðum sínum. Raunar mætti með sama hætti segja að löngu væri tímabært að lækka vexti hér á landi. Samdrátt- areinkennin eru skýr og má nefna að umsvif á fasteignamarkaði fyrstu þrjá mánuði ársins hafa dregist saman um 50-60% á milli ára. Á sama tíma er samdráttur á fast- eignamarkaði á Spáni um 27%. Hag- vöxtur er talinn verða umtalsvert minni á þessu ári hér á landi en á Ír- landi og Spáni og að auki eru stýri- vextir hér um 12 prósentustigum hærri en innan ESB. Full ástæða væri raunar til að grípa til vaxtalækkunar í öllum lönd- unum þremur, þrátt fyrir of hátt verðbólgustig, enda má rekja það að stórum hluta til alþjóðlegrar hækk- unar á hrávörum. Það hefur hins vegar verið stefna bæði Seðlabanka Íslands og Evrópu að verðbólgu verði að kveða niður með öllum til- tækum ráðum, óháð uppruna henn- ar og efnahagslegum aðstæðum hverju sinni. Vandséð er að við Íslendingar séum betur staddir en Írar, Spán- verjar eða Lúxemborgarar hvað varðar stöðu efnahagslífsins. Þvert á móti er staða okkar miklu verri. Við megum búa við hæstu stýrivexti inn- an OECD og samt virðast þeir vart duga til að koma í veg fyrir veikingu krónunnar. Mikil veiking hennar undangengna mánuði hefur stór- aukið verðbólguvandann og komið í veg fyrir að hægt sé að bregðast við samdráttarmerkjum í hagkerfinu með vaxtalækkunum. Þrátt fyrir tímabundnar þreng- ingar nú virðist sem myntbandalag hafi skilað Írum og Lúxemborg- urum miklum efnahagslegum ávinn- ingi á undanförnum áratugum. Reynsla Spánverja er mun skemmri en virðist einnig mjög jákvæð. Myntumhverfi landanna hefur verið stöðugt og verðbólga vel viðráðanleg þrátt fyrir mikinn hagvöxt. Núverandi skipan skilar ekki tilætluðum árangri Þegar núverandi skipan peninga- mála var tekin upp á Íslandi árið 2001 var ljóst að fastgengisstefnan gekk ekki lengur í umhverfi frjálsra fjármagnsflutninga. Síðan hafa sveiflur í gengi krónunnar aukist umtalsvert og verðbólga verið mun meiri að meðaltali, eða 3,6% án hús- næðis frá 2001, samanborið við 2,4% næstu fjögur ár þar á undan. Raun- ar má færa gild rök fyrir því að aukna verðbólgu megi ekki hvað síst rekja til aukinna gengissveiflna enda hafa verðbólgukúfar ávallt komið í kjölfar gengisveikingar. Það er líka ljóst að þetta hefur haft umtalsverð áhrif á uppbygg- ingu atvinnulífsins hér á landi. Út- rásarfyrirtæki á borð við Össur og Marel hafa til að mynda kosið að byggja starfsemi sína upp utan Ís- lands og m.a. vísað til þess hve mikl- ar sveiflur hafa verið í gengi ís- lensku krónunnar. Spyrja má hversu lengi Kaupþing, Landsbanki og Glitnir muni halda höfuðstöðvum sínum hér á landi. Á aðeins tveimur árum hafa bankarnir í tvígang lent í hremmingum í starfsemi sinni vegna landfræðilegrar legu og þurft að taka á sig einhvers konar „Ís- landsálag“ í fjármögnun sinni. Þá er illmögulegt að meta þann fórn- arkostnað sem við höfum fært vegna þeirrar atvinnuuppbyggingar sem ekki hefur orðið, t.d. meðal sprota- fyrirtækja, vegna óstöðugs mynt- umhverfis. Samtök iðnaðarins hafa aldrei haldið því fram að innganga í Evr- ópusambandið og upptaka evru væri einhvers konar patent skyndilausn sem stökkva ætti á þegar allt væri komið í óefni eða að þar með yrði hagstjórn vandalaus. Þvert á móti tekur sú leið tíma, krefst vandaðs undirbúnings og krefst aga og að- halds. Við teljum hins vegar núver- andi skipan peningamála fullreynda og tímabært að leita nýrra leiða. Þar liggur beinast við að reyna til þraut- ar hvort hægt sé að ná ásættanlegri samningsniðurstöðu um aðild að ESB og þá myntbandalagi sam- bandsins í framhaldinu. Það verður aldrei hægt að svara þeirri spurn- ingu án þess að láta á það reyna við samningaborðið. Tímabært að leita nýrra leiða Eftir Þorstein Víglundsson » Við teljum hins vegar núverandi skip- an peningamála fullreynda og tímabært að leita nýrra leiða. Þar liggur bein- ast við að reyna til þrautar hvort hægt sé að ná ásættanlegri samningsnið- urstöðu um aðild að ESB og þá myntbandalagi sambandsins í framhaldinu. Þorsteinn Víglundsson Höfundur er forstjóri B.M Vallár ehf. og varaformaður Samtaka iðn- aðarins. Hagvöxtur á Íslandi er góður að meðaltali en afar sveiflukenndur. Á Ír- landi er meðalvöxtur mun meiri og jafnari. Í hinum löndum er meðaltalið svipað en stöðugra en hér. Ísland samþykkti EES samninginn árið 1993. Þá var landsframleiðsla á mann ríflega 60% meiri hér en á Írlandi. Þó vöxtur hér hafi verið mikill hefur vöxturinn verið meiri á Írlandi og munu Írar líklega fara fram úr okkur á þessu ári. Verðbólga hefur verið mun minni á Írlandi og Spáni en á Íslandi þrátt fyrir þenslu og hraðan vöxt. Vandséð er að sameiginleg mynt og pen- ingastefna hafi verið vandamál í þessu löndum. Þvert á móti. ega um- ulaginu il að með úar haft pulags- til deili- skipulags eru jafnréttháar, en eins og gefur að skilja eru verktakar sem kaupa upp heilu reitina í betri aðstöðu en almenningur til að vinna slíkar tillögur til framlagnar,“ segir Eva María. „Íbúasamtökin þurfa að finna farveg fyrir íbúa miðbæjar til að geta beitt sér á þennan hátt, og þannig staðið jafnfætis þeim sem hyggja á framkvæmdir og breyt- ingar í borginni. Enda hefur al- menningur skv. lögum bæði tillögu- og sjónarmiðarétt en ekki einungis athugasemdarétt eins og flestir virðast halda.“ Ekki bara á ábyrgð yfirvalda Meðal verkefna á döfinni nefnir Eva María íbúaþing sem haldið verður 3. maí næstkomandi, þar sem fundað verður með borg- arstjóra. Þá mun vorhreingerning borgarinnar ná hápunkti 10. maí og halda rekstraraðilar við Laugaveg og á nærliggjandi götum hátíð af því tilefni. „Íbúar verða hvattir til að huga að eigum sínum og koma þeim í sumarbúning, og verður ým- islegt gert til að hjálpa til við hreinsunina,“ segir Eva María. „Við viljum líka hvetja íbúa til að halda eigum sínum þannig við að af þeim sé borgarprýði, því það stend- ur ekki bara upp á borgina að halda miðbænum fallegum. Það vill líka oft gerast þegar einn gerir fínt hjá sér, að þá smitast það til húsanna í kring – það eru þessi jákvæðu smit- áhrif sem við viljum virkja.“ inn sem hverfi aldís Thor ð allt sem Hafa má samband við íbúa- samtökin á tölvupóstfanginu midborg@internet.is mið- kipa: r dóttir n n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.