Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 37 ✝ Jónas Að-alsteinsson fæddist í Hvammi í Þistilfirði 2. mars 1920. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsa- vík 19. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Aðalsteinn Jón- asson, f. 21.6. 1875, d. 4.5. 1958, og Jó- hanna Sigfúsdóttir, f. 20.5. 1881, d. 22.6. 1925. Systkini Jónasar eru í aldursröð: Har- aldur Aðalberg, f. 20.1. 1900, Sigríður, f. 22.10. 1900, Sigfús f. 6.3. 1902, Vigfús f. 30.7. 1903, Sigrún, f. 6.3. 1906, Björn Jó- hann, f. 28.7. 1908, Bergþór, f. 12.8. 1912, Lilja, f. 12.6. 1915, Hólmfríður Jónína, f. 15.7. 1916, drengur, f. 1921. Þau eru öll lát- in. Hinn 28. desember 1941 kvæntist Jónas Önnu Guðrúnu Jóhannesdóttur frá Gunn- arsstöðum í Þistilfirði, f. 2.6. 1920, d. 21.5. 1995. Foreldrar hennar voru Jóhannes Árnason, bóndi, f. 18.6. 1890, d. 25.2. 1971 og Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir, f. 24.3. 1892, d. 10.4. 1939. Börn Jónasar og Önnu Guðrúnar eru: 1)Aðalbjörg, f. 24.10. 1941, d. 16.11. 1990. Maki 1. Jón Höjga- ard Marinósson, f. 27.9. 1934, d. 18.1. 1981. Börn þeirra eru: Anna Guðrún, f. 19.7. 1959, Haf- liði, f. 23.9. 1960, Marinó, f. 6.11. 1961. Maki 2. Sigtryggur Sig- urjónsson, f. 28.2. 1943, d. 6.12. 1993. 2) Aðalsteinn, f. 2.8. 1946, d. 21.9. 1984. Maki Sólveig Þórð- ardóttir, f. 28.9. 1950. Börn þeirra eru: Jónas, f. 7.1. 1968, Þórður f. 29.3. 1969, Skarphéð- inn, f. 8.12. 1976, og Hólmfríður Anna f. 27.4. 1983. 3) Arnþrúður Margrét, f. 27.1. 1948. Maki 1. Sævar Guðmundur Kristjánsson, f. 2.3. 1946, d. 12.6. 1983. Börn þeirra eru: Kristjana Sólveig, f. 17.1. 1965, Jónas Aðalsteinn, f. 19.08. 1967, og Sylvía Kristín, f. 10.12. 1981. Maki 2. Sigurvin Hannibalsson, f. 17.2. 1937. 4) Eðvarð, f. 15.5. 1953. Maki Krist- jana Benediktsdóttir, f. 29.9. 1951. Synir þeirra eru: Jóhann Benedikt, f. 22.11. 1976, Eðvarð, f. 24.2. 1981, og Sævar, f. 28.4. 1983. 5) Jóhannes, f. 23.1. 1955. Maki Svanhvít Kristjáns- dóttir, f. 18.9. 1957. Dætur þeirra eru: Anna Guðrún, f. 16.11. 1979, Ólína Ingibjörg, f. 22.12. 1980, Sveinbjörg Eva, f. 25.7. 1985, og Aðalbjörg Stein- unn, f. 11.5. 1990. 6) Sigrún Lilja, f. 28.2. 1959. Maki Rúnar Guðmundsson, f. 17.7. 1951. Börn þeirra eru: Svanhvít Helga, f. 16.5. 1982, Rebekka Hlín, f. 31.10. 1991, og Jónas Þór, f. 24.11. 1996. Barna- barnabörn Jónasar eru 27 og barnabarnabarnabörnin eru 4. Jónas ólst upp í Hvammi og var uppeldið aðallega í höndum föður þar sem hann missti móður sína ungur að árum. Hann var ætíð umvafinn stórum hópi systk- ina og frændsystkina. Hann fór snemma að stunda ýmsa vinnu, bæði heima í Hvammi og við önn- ur störf sem til féllu. Á fyrstu sambúðarárum þeirra Önnu Guð- rúnar bjuggu þau á Gunn- arsstöðum þar sem Anna Guðrún aðstoðaði föður sinn við heim- ilishald. Á þessum árum stundaði Jónas sjómennsku. Árið 1945 byggðu þau sér nýbýlið Brú- arland í landi Gunnarsstaða og hófu þar búskap. Jónas vann allt- af eitthvað með búskapnum. T.d. vann hann á sláturhúsinu í meira en fimmtíu ár og lengi í vega- gerð. Hann vann líka mikið við smíðar og að mála. Á heimilinu var ætíð margt um manninn. Mörg börn í sveit yfir sumarið og sum allt fram á unglingsár. Jón- as var mikil félagsvera og hafði gaman af að spila og spjalla við félagana. Við eldhúsborðið á Brúarlandi var því oft margt um manninn og hlegið dátt. Það kom aldrei annað til greina en að gestum væru bornar veitingar og síðustu árin bakaði Jónas vöfflur og pönnukökur í mannskapinn. Anna Guðrún og Jónas bjuggu bæði á Brúarlandi til æviloka. Jónas verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Á svona stundu vill hugurinn reika fram og til baka. Við systk- inin vorum svo lánsöm að fá að alast upp á Brúarlandi. Hér byggðu foreldrar okkar sé nýbýli. Á Gunnarsstöðum bjó Jóhannes afi og hinum megin bjó Aðalsteinn afi í Hvammi. Húsið okkar stendur á brekkubrún og er víðsýnt út um gluggana. Sést vel til næstu bæja og yfir Hafralónsána. Þjóðleiðin yfir ána er rétt fyrir neðan húsið og þaðan er nafnið á býlinu komið. Pabbi og mamma voru þetta dug- lega alþýðufólk sem kom sér og sínum áfram á eigin dugnaði. Ekki var nú lífið alltaf dans á rósum. Þau urðu fyrir miklu áfalli þegar Steini bróðir okkar slasaðist á öðru ári. Ekki reyndist unnt að bjarga lífi hans nema með því að senda hann til Bandaríkjanna. Þetta er árið 1948 og á þeim tíma hefur þetta verið mikið mál. En Steini kom heill til landsins eftir meira en árs fjarveru altalandi á ensku. Mikill gestagangur hefur alltaf einkennt heimilið. Voru þau for- eldrar okkar mjög samtaka um að taka vel á móti fólki og voru allir jafn velkomnir. Eftir að mamma okkar lést árið 1995 hefur pabbi búið einn í hús- inu. Þetta var ríkið hans. Hingað komu fjölskyldumeðlimir mikið og dvöldu hjá honum í gegnum árin. Nágrannar á næstu bæjum komu líka oft til hans í kaffi. Þetta stytti honum stundir og viljum við þakka þessum góðu félögum fyrir. Einnig viljum við þakka heilbrigðisstarfs- fólki fyrir frábæra umönnun og henni Þóreyju fyrir alla hjálpina og vinsemdina. Allt þetta indæla fólk gerði pabba okkar kleift að vera heima til æviloka. Við þökkum fyrir að hafa átt þennan yndislega pabba. Hans verður sárt saknað þó svo að við vitum að margir taka vel á móti honum hinum megin. Arnþrúður Margrét, Eðvarð, Jó- hannes og Sigrún Lilja. Þeim fækkar óðum sem muna fyrstu áratugina eftir 1920. Á þessum árum urðu gífurlegar breytingar á þjóðfélagsháttum sem náðu langt fram yfir seinna stríð. T.d. úr torfbæjum í steinhús sem var einn anginn af þessari byltingu. Einn þessara manna sem mundu þessa tíma var Jónas Að- alsteinsson frá Brúarlandi sem lést síðastliðinn laugardag 88 ára að aldri. Einn af stólpum sinnar sveitar sem byggði upp frá grunni sína jörð ásamt konu sinni Önnu Guðrúnu Jóhannesdóttur en hún lést 1995. Þar með er lokið kafla í sögu Þistilfjarðar en aðrir taka við. Jónas var vinmargur, traustur eljumaður sem hafði sínar fastmót- uðu skoðanir af gamla skólanum um þjóðfélagsmál, sem ekki varð svo auðveldlega haggað. Það er styrkur slíkra manna. Jónas var fastur punktur í tilveru þeirra ótalmörgu er gistu Brúarland. Gæskufullur og einstaklega barn- góður með sérstaka og skemmti- lega kímnigáfu. Jónas var þrek- vaxinn, meðalmaður á hæð og hefur trúlega verið heljarmenni að burðum á sínum yngri árum, enda þörf á við mikla vinnu við búrekst- ur og utan hans. Féllu honum sjaldan verk úr hendi enda bú- skapur allur með besta brag. Brúarlandsheimilið einstaklega snyrtilegt að utan sem innan, þar sem bæjarhús blasa við af þjóð- veginum. Vonandi verður svo áfram þó svo búskaparhættir breytist. Þistilfjörðurinn var Jón- asi allt, hann fór sjaldan af bæ til lengri ferða en því traustari heima fyrir. En nú er hann farinn í ferð- ina löngu sáttur við sitt lífsstarf. Hann kvaddi með reisn eins og hans var von og vísa. Rúnar Guðmundsson. Til afa Leikur í laufi runna og trjáa, lækur hríslast yfir sand, heyrst það hefur til allra sjáva hve fagurt er við Brúarland. Grætur lyng við gömlu brú, gamalt sæti bíður autt, særinn sýnist hryggur nú, sólarlagið fagurrautt. Þá býrðu loks við eilíft vor, við vitum það með sönnu, endurheimtir styrk og þor og hittir hana ömmu. Að kveðja þig er sárum bundið, hver ættingi það sér, gangi þér vel á ferð um sundið, við aldrei munum gleyma þér. Rebekka Hlín Rúnarsdóttir. Elsku Jónas afi. Við eigum eftir að sakna þín og heimsóknanna til þín í sveitina. Núna sefur þú í rúminu þínu. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, – Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sigurður Kristófer Pétursson.) Svanhvít Helga og Jónas Þór. Það er sárt til þess að hugsa að afi á Brúarlandi sé ekki enn til staðar. Þín verður sárt saknað. Við fráfall þitt komu upp í huga okkar systkinanna margar góðar minn- ingar frá veru okkar hjá þér og ömmu í sveitinni. Öll jólin sem við áttum saman frá því við vorum börn til unglingsára, og sumar- dvölin hjá ykkur er tími sem við hefðum ekki viljað missa af. Alltaf var gaman að vera hjá þér afi, þú varst glettinn og sást svo oft spaugilegu hliðarnar á hlutunum. Einhvern veginn hafðirðu alltaf tíma fyrir okkur þó næg væru störfin við búskapinn. Þakklæti er okkur efst í huga fyrir þann tíma og alla þá hlýju sem þú gafst okk- ur, þú varst okkur góður afi. Minning þín lifir. Kristjana, Jónas og Sylvía. Elsku Jónas afi okkar er fallinn frá. Á þessari stundu fyllast hjörtu okkar söknuði og sorg en einnig koma margar ljúfar og skemmti- legar minningar fram í hugann. Við systurnar nutum þeirra for- réttinda að alast upp í næsta húsi við afa og ömmu og áttum þar okkar annað heimili. Það var okk- ur ómetanlegt að geta hlaupið nið- ureftir til þeirra á hverjum degi og alltaf tóku þau jafn vel á móti okk- ur. Við erum þakklátar fyrir það. Það var alltaf gott og gaman að vera hjá afa og ömmu. Elsku afi, takk fyrir: Að vera svona stór hluti af lífi okkar. Að hafa sýnt okkur innilegan kærleika, umhyggju og þolinmæði. Að hafa alltaf verið til staðar fyrir okkur þegar við þurftum á þér að halda. Að leyfa okkur að taka þátt í öll- um sveitastörfunum þó að „hjálp- in“ hafi kannski ekki alltaf verið mikil þegar við vorum yngri. Að segja okkur allar sögurnar, ævintýrin og frá barnæsku þinni. Öll spilakvöldin með ykkur ömmu. Öll yndislegu jólin sem við héld- um með ykkur og fyrir að leyfa okkur að skreyta gamla fallega jólatréð á hverju ári. Öll vorin sem við nánast bjugg- um hjá ykkur yfir sauðburðinn. Að vera besti afi í heimi Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við þökkum þér, elsku afi okkar, fyrir allar stundirnar sem við átt- um saman og munum við syst- urnar búa að þessum yndislegu minningum um þig alla tíð. Anna og Lína. Jónas Aðalsteinsson-7 Í gegnum móðu og mistur ég mikil undur sé. Ég sé þig koma, Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir drjúpa, og dýrð úr augum skín. Á klettinn vil ég krjúpa og kyssa sporin þín. (D. Stefánsson.) Það er með þessum orðum skáldsins sem við viljum kveðja afa okkar. Afi var í minningunni einstakt ljúfmenni sem aldrei skipti skapi, allavega fengum við aldrei að upplifa nein svoleiðis tímabil hjá honum. Fyrir okkur var hann alltaf sami öðlingurinn sem undi sér best sitjandi á eld- hússtólnum. Engu að síður eigum við mjög skemmtilegar minningar um hann vinnandi sín verk og þá var okkur vissulega leyft að taka þátt í amstri dagsins. Afi keyrði okkur um á vagni hangandi aftan í dráttarvél og vinna eins og hey- skapur og girðingarvinna voru hlutir daglegs lífs í sveitinni þar sem við af veikum mætti reyndum að aðstoða í þeirri barnslegu trú að við værum að gera gagn. Þegar afi er burt kallaður verða þessar minningar ómetanlegar og líka rifjast upp skemmtileg atvik eins og að sjá gamla manninn klæddan í úlpu og lopapeysu um hásumar í steikjandi hita og þrátt fyrir mót- mæli ömmu lét hann sig ekki með það, í lopapeysunni skyldi hann vera hvað sem tautaði og raulaði. Minningarnar fá Brúarlandi eru óteljandi, hvort heldur sem hugsað er um fuglasönginn sem vakti fólk á morgnana á blíðviðrisdögum eða amstrið í kringum sauðburðinn. Eitt verður þó alltaf víst að Brú- arland verður í minningunni ein af okkar paradísum þar sem við feng- um að njóta alls hins besta sem líf- ið hefur upp á að bjóða. Samvistin við afa og ömmu er eitt það dýr- mætasta hlutskipti sem okkur hef- ur auðnast í lífinu og fyrir það verður aldrei fullþakkað. Það er með söknuði sem við kveðjum nú afa okkar sem gaf okkur svo mikið og krafðist aldrei neins. Afi var 20. aldar maður og ein af hetjum þessa lands þó hljótt færi því hann var með eindæmum hógvær maður og miklaðist ekki af verkum sín- um. Nú hefur hann lokið verki sínu hérna megin lífsins og hefur tekið við öðru hlutverki á öðrum stað og það má hver vita að þeim verkum mun hann skila með sóma ekki síður en hann gerði á meðan hann bjó á meðal okkar. Með þess- um fátæklegu orðum viljum við kveðja afa en sú gleði og hamingja sem hann ásamt ömmu færði inn í líf okkar verður aldrei mælt á neinum kvarða og það sem eftir stendur nú þegar hann er horfinn á braut er fyrst og fremst þakk- læti. Afi gerði ekki kröfur til okk- ar, það var ekki hans stíll, hann bara gaf. Guð blessi minningu afa á Brúarlandi. Benedikt, Eðvarð og Sævar. Afi Jónas var hraustasti maður sem ég hef nokkurn tíma kynnst. Þegar ég heyrði fyrst sagt frá því hvernig hann hefði mokað fyrir húsunum í sveitinni með handafli fannst mér hann eins og hetjurnar í Íslendingasögunum enda var hann hetja. Ein af elstu minningum mínum um afa er þegar hann sat með mig í dráttarvél og söng Blessuð sértu sveitin mín en það er eina lagið sem ég man eftir að hafa heyrt hann syngja. Þetta lag hefur alltaf verið mér kært út af þessari minn- ingu en einnig vegna þess að pabbi heitinn söng það víst gjarnan líka. Það var aldrei langt í glettnina hjá afa og rifjum við Deddi bróðir oft upp þegar við afi sátum einu sinni sem oftar við græna borðið í Brúarlandi ásamt Dedda og Línu frænku og spiluðum vist. Afi sá um að telja saman stigin og ákvað að kenna okkur hinum hvernig ætti nú að gera þetta. Eitthvað fannst honum við menntafólkið skilnings- sljótt þannig að hann hló og spurði hvort við vildum ekki bara ganga aðeins lengur í skóla. Þetta lýsir ágætlega húmornum sem hann hafði. Fjölskyldan skipti afa öllu máli og í stað þess að fá frá okkur af- mælis- eða jólagjafir bað hann okkur frekar um að koma öll sam- an á hverju ári og tjalda á túninu hjá sér. Þetta höfum við reynt að gera og gerum vonandi áfram því það hefði hann helst viljað. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við afi áttum saman og finnst erfitt að horfa á eftir honum en ég veit að hann fór sáttur frá okkur og það var vel tekið á móti honum hinum megin. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín sonardóttir, Hólmfríður Anna Aðalsteinsdóttir. Jónas Aðalsteinsson Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, viti á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn. Þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku afi, við söknum þín. Hvíl í friði. Arnar, Sævar, Gunnar, Hrannar, Ólafur og Almar. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Jónas Aðalsteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.