Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 31
vinnuþjarkur heldur var hann frá-
bær verkmaður. Hann var einstak-
lega skemmtilegur maður og setti
svip sinn á samstarfshópinn hvort
sem var á vinnutíma eða utan hans.
Bjössi var hnyttinn og mikill húm-
oristi og víst er að ekki verða um-
ræðurnar á kaffistofunni eins lífleg-
ar og áður. Hann var hafsjór af
fróðleik, vel lesinn, enda sagðist
hann aldrei gefa bók nema vera bú-
inn að lesa hana sjálfur, hann hafði
einstakt geðslag, hafði þann eftir-
sóknarverða hæfileika að sjá já-
kvæðu hliðarnar á málunum.
Bjössi var töffari í eðli sínu og
gekk lengi vel einungis í Levi’s galla-
buxum, það var honum mikið áfall
þegar þær hættu að fást um tíma.
Lengi vel fór Bjössi flestra sinna
ferða fótgangandi en fyrir nokkrum
árum fékk hann sér bíl og eins og
margir yfirmenn gera fékk hann sér
jeppa, eftir það fór hann allra sinna
ferða á forstjórajeppanum sínum,
Suzuki Jimmy. Bjössi var hraust-
menni að upplagi, vildi vera í góðu
formi og spilaði árum saman fótbolta
með „old boys“ hér á Blönduósi og
eins og í öðru sem hann tók sér fyrir
hendur var ekkert gefið eftir.
Missir okkar vinnufélaganna og
samfélagsins hér á Blönduósi er
mikill en missir fjölskyldu hans og
vina er mestur og viljum við votta
þeim samúð okkar. Ásgeir, Eyþór,
Erla, systkini, fjölskylda og vinir,
hugur okkar er hjá ykkur.
Guð blessi minninguna um góðan
dreng.
Það var fengur fyrst að kynnast
fögrum streng í sálu manns.
Ljúfum dreng sem margir minnast
og munu lengi sakna hans.
ÓS.
Samstarfsfólk
Skömmu fyrir hádegi sunnudag-
inn 13. apríl sl. barst mér sú harma-
fregn að skólabróðir minn og félagi
Björn Kristjánsson hefði látist í
eldsvoða á heimili sínu á Blönduósi
um nóttina.
Bjössi var nemandi við Héraðs-
skólann á Skógum undir Eyjafjöllum
veturinn 1976-1977. Strax á fyrstu
dögum skólans kom í ljós að Bjössi
bar höfuð og herðar yfir aðra nem-
endur skólans í körfu- og fótbolta.
Það var því gaman að vera í liði með
þessum glæsilega íþróttamanni og á
ég margar ljúfar minningar um
ýmsa kappleiki sem fóru fram á
Skógum þennan vetur. Ég er alveg
viss um að ef Bjössi hefði haft metn-
að og aga þá hefði hann getað náð
mjög langt sem íþróttamaður. Þessi
vetur var viðburðaríkur og þrosk-
andi fyrir okkur. Við vorum þrír vin-
ir sem áttum afmæli með nokkurra
vikna millibili og lærðum því á bíl hjá
Þórhalli ökukennara í Skógum á
sama tíma og það var mikil tilhlökk-
un að fá bílprófið.
Á þessum viðburðaríka vetri á
Skógum eignaðist Bjössi kærustu,
hana Unni Ásu, dóttur Jóns heitins
skólastjóra og voru þau afar fallegt
par. Þau eignuðust svo soninn Ás-
geir Má fjórum árum seinna eða
1981. En eins og svo oft vill verða
með fólk sem fellir hugi saman á
unglingsárum þá slitnaði upp úr
þeirra sambandi fljótlega eftir að Ási
fæddist. En Bjössi og Unnur voru þó
ávallt góðir vinir.
Eftir að ég flutti til útlanda árið
1983 minnkuðu samskipti okkar
Bjössa og þegar ég snéri heim á
miðju ári 1990 sagði hann mér að
hann hefði eignast soninn Eyþór ár-
ið 1988 með Herdísi Herbertsdóttur.
Árið 1991 flutti Bjössi til Blöndu-
óss og gerðist forstöðumaður kjöt-
vinnslu SAH Afurða ehf. en því
starfi gegndi hann allt til dauðadags.
Það starf leiddi hann af einstakri
trúmennsku og áhuga enda var
Bjössi mikill fagmaður.
Þó að samskiptin væru ekki mikil
hin síðari ár vissum við ávallt hvor af
öðrum og mér er sérlega minnistæð
ferð sem við fórum saman í lok maí
2007 austur að Skógum til að fagna
30 ára útskriftarafmæli okkar, en
Bjössi var samferða í mínum bíl
ásamt fleiri félögum. Áttum við frá-
bæran dag þarna á Skógum í fyrra,
sem varð lengri en áætlað var, því
hópurinn endaði á því að fara á Kaffi
Langbrók í Fljótshlíðinni. Í þessari
ferð skynjaði ég enn betur hve ljúfan
dreng Bjössi hafði að geyma.
Ég votta móður og sonum Bjössa
og öðrum aðstandendum mína
dýpstu samúð.
Guðbjörn Árnason.
Björn Kristjánsson var alltaf kall-
aður „Bjössi vinur“ heima hjá mér.
Það var réttnefni því hann var sann-
ur vinur. Einlægur, raungóður,
skemmtilegur og traustur, stundum
svolítið latur og værukær, en alltaf
kærleiksríkur.
Við kynntumst fyrir rúmum ald-
arfjórðungi í gegnum sameiginlega
vini. Þetta var fjölmennur hópur
sem átti margar ánægjustundir sam-
an. Risíbúðin á Lokastíg, sem Bjössi
og Simmi deildu, var eins konar fé-
lagsmiðstöð okkar. Þangað var hald-
ið á hvaða tíma sólarhrings sem var
og alltaf var tekið vel á móti. Mikið
var spjallað, spilað, teflt, rökrætt,
hlustað á tónlist og hlegið. Bjössi
hellti upp á og fólk var eins og heima
hjá sér.
Hann var ekki mikið fyrir að
flækja hlutina, vildi lifa í sátt við
menn og laða það góða fram í hverj-
um og einum. Umræður gátu orðið
tilfinningaþrungnar og jafnvel að
þrætum, helst þegar rætt var um
stjórnmál. Þá hallaði Bjössi undir
flatt, blik kom í augun og hann
spurði „En, segið mér, til hvers er
þetta þá allt?“ Og svo skellihló hann.
Þar með var hoggið á hnútinn og
skipt um umræðuefni.
Leikhúsið var sameiginlegt
áhugamál og nokkur okkar fóru í
eins vetrar nám í Leiklistarskóla
Helga Skúlasonar. Þar sýndi Bjössi
mikla hæfileika og kom mörgum á
óvart. Hvort sem hann lék heiðurs-
mann eða róna, ungling eða gamal-
menni og jafnvel í hlutverki kattar,
sló hann í gegn. Hann ákvað um vor-
ið að reyna við inntökupróf í Leik-
listarskóla Íslands og ekki munaði
miklu að hann næði þar inn. Hann
lærði mörg kvæði úr Þorpinu, ljóða-
safni Jóns úr Vör, utanað og flutti á
tilfinningaríkan hátt og okkur varð
ljóst að þeim báðum var Patreks-
fjörður mjög kær og báðum var þeim
annt um velferð sambræðra sinna.
Ógleymanlegir eru sumardagarn-
ir sem við áttum saman á grískri
eyju 1986. Við vinkonurnar, Anna
María, höfðum ákveðið að eiga þar
sumardvöl, sem mest fjarri skarkala
heimsins. En mikil var undrun okkar
þegar við eitt kvöldið sáum ferjubát
leggja að og út stigu Bjössi og
Simmi. Þeir voru í sumarfríi sem
ekki hafði heppnast eins vel og
skyldi og ákváðu því að leita vinkon-
ur sínar uppi. Það má vel vera að það
sé vonlaust að finna nál í heystakki.
En sannir vinir gátu fyrir daga far-
síma fundið hverjir aðra í miðju
Eyjahafi og átt gleðiríka daga sam-
an.
Árin liðu og sókn okkar í leikhús, á
vísnakvöld, í óperu, á tangókvöld og
aðra menningaviðburði varð minni.
Bjössi flutti norður í land og við
Oddur fluttum á Selfoss. En vina-
bandið slitnaði ekki. Þó að samveru-
stundum hafi fækkað hringdumst
við oft á og spjölluðum eins og við
hefðum hist í gær. Síðast heyrðumst
við á afmælisdag Bjössa. Það var
gott í honum hljóðið. Hann ræddi
meðal annars um syni sína Ása og
Eyþór, sem voru honum mjög kærir
og ljóst að hann vakti yfir velferð
þeirra. Samtölin verða ekki fleiri.
Eftir situr spurningin sem við skul-
um reyna að minnast með brosi:
„En, segið mér, til hvers er þetta þá
allt?“
Aðstandendum öllum votta ég
dýpstu samúð.
Þóra Þórarinsdóttir.
Bjössi, kæri vinur okkar og skóla-
félagi. Við viljum með þessum fátæk-
legu línum votta þér virðingu okkar.
Engan gat grunað að við ættum eftir
að missa þig svona fljótt, þú sem
varst allra manna hraustastur.
Fregnin um þetta hörmulega slys sló
okkur öll og fyllti okkur djúpri sorg
og söknuði.
Við minnumst öll samverustundar
okkar fyrir fjórum árum þegar við
fermingarsystkinin héldum upp á 30
ára fermingarafmælið okkar. Það
var sól og blíða á Patreksfirði og við
urðum eins og ungir skólakrakkar á
ný nema hvað sum okkar kannski
ekki alveg í sama forminu og áður
fyrr. Þú hinsvegar fit og flottur al-
veg eins og þú værir tvítugur.
Þegar við hugsum til baka þá
munum við eftir þér á stutt-
ermabolnum sama hvernig viðraði.
Þegar við mættum í hríðarbyl í skól-
ann í úlpum og treflum þá mættir þú
á bolnum. Við minnumst þess þegar
flest okkar, 15 eða 16 ára, fórum á
útihátíðir þá tókst þú þig til og hjól-
aðir einn á milli Reykjavíkur og Pat-
reksfjarðar um 600 km langa leið,
aðallega malarvegi og yfir marga
erfiða fjallvegi að fara. Engum öðr-
um en þér hefði dottið í hug að gera
þetta, hvað þá framkvæma. Þetta
sýndi okkur svart á hvítu hve mikið
var í þig spunnið og að þú varst tilbú-
inn að takast á við hverja þraut og
fara þínir eigin leiðir í lífinu.
Það þarf kannski ekki að taka það
fram en þú varst alltaf mikill keppn-
ismaður og skaraðir yfirleitt framúr
í hverju sem þú tókst þér fyrir hend-
ur. Enginn var betri í fótbolta og þú
bakaðir okkur líka alla í borðtennis.
Það virtist allt einhvern veginn leika
í höndunum á þér. Þú hafðir líka un-
un af skák og þar lá ein af þínum
mörgu sterku hliðum.
Þú átt þér stað í hjarta okkar allra
og hvert okkar á sínar eigin sérstöku
minningar um þig. Jafnvel þótt allt
Morgunblaðið yrði lagt undir þær
minningar þá myndi það ekki duga
til. Nú eru þær minningar verðmæt-
ari en gull. Það sem einkennir þær
er hversu mikil hlýja, gleði, grín og
gaman var alltaf í kringum þig. Þú
varst mikill heimspekingur og hafðir
einstakt lag á því að koma fram með
óvænt og djúphugsuð sjónarhorn í
hverju máli og þá gjarnan þannig að
öll alvara hvarf út í veður og vind.
Einhvern veginn náðir þú oftast að
sjá það spaugilega í öllum aðstæðum
og hrífa okkur með.
Elsku Bjössi okkar, við þökkum
fyrir að hafa fengið að kynnast þér
og eiga þig sem vin. Við söknum þín
mikið og biðjum Guð að taka vel á
móti þér og veita þér ævarandi
blessun á þínu nýja heimili.
Við vottum okkar dýpstu samúð til
ættingja og vina og sérstaklega biðj-
um við Guð að veita þér Erla styrk á
þessari miklu sorgarstundu. Ási og
Eyþór, missir ykkar er mikill og við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð.
Einnig systkinum Bjössa og fjöl-
skyldum þeirra ásamt öðrum ætt-
ingjum og vinum. Sérstakar samúð-
arkveðjur fær Þröstur skólabróðir
okkar.
Fermingarsystkini.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 31
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BRYNDÍSAR GRÓU JÓNSDÓTTUR,
Melteigi 22,
Keflavík,
sem lést 10. apríl á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Sérstakar þakkir
fyrir góða umönnun eru færðar starfsfólki á deild 11-G á Landspítalanum
við Hringbraut og starfsfólki líknardeildar.
Guð blessi ykkur.
Emil Ágústsson,
Ingileif Emilsdóttir, Snorri Eyjólfsson,
Anna María Emilsdóttir, Árni Hannesson,
Ægir Emilsson, Sóley Ragnarsdóttir,
Sigríður Þórunn Emilsdóttir,
Valdimar Ágúst Emilsson, Ágústa Kristín Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GISSUR JÓEL GISSURARSON,
Brávallagötu 26,
Reykjavík,
andaðist þriðjudaginn 23. apríl.
Margrét Margeirsdóttir,
Ívar Gissurarson, Stefanía Hrólfsdóttir,
Margeir Gissurarson, Hulda Biering,
Snorri Gissurarson, Bára Ægisdóttir,
Laufey Gissurardóttir, Kristinn Ólafsson,
Lilja Gissurardóttir, Árni Benediktsson,
Ingólfur Gissurarson, Valdís Arnórsdóttir,
afa- og langafabörn.
✝
Auðmjúkar þakkir til allra sem sýndu samúð og
vináttu við andlát móður okkar og tengdamóður,
JÓNÍNU SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR,
Miðleiti 5,
Reykjavík.
Einnig vilja aðstandendur þakka starfsfólki
St. Jósefsspítala fyrir góða aðhlynningu.
Sigurður Gísli Pálmason, Guðmunda Helen Þórisdóttir,
Jón Pálmason, Elísabet Björnsdóttir,
Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson,
Lilja Sigurlína Pálmadóttir, Baltasar Kormákur Baltasarsson.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR ÞYRÍ PÉTURSDÓTTIR,
Rauðhömrum 10,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sumardaginn fyrsta, 24. apríl.
Útför hennar verður gerð frá Grafarvogskirkju
mánudaginn 5. maí kl. 15.00.
Ingi Ársælsson,
Aðalbjörg Ingadóttir, Bolli Árnason,
Pétur Ingason, Magna Jónmundsdóttir,
Ársæll Ingi Ingason, Vilborg Andrésdóttir,
Soffía Ingadóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
INGA BJÖRNSDÓTTIR
læknir,
Goðabyggð 11,
Akureyri,
andaðist á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn
23. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn
2. maí kl. 13.30.
Björn Sverrisson, Aðalbjörg Sigmarsdóttir,
Ármann Sverrisson, Kristín Sigurðardóttir,
Sólveig H. Sverrisdóttir, Gunnar Eiríksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
HULDA SÆMUNDSDÓTTIR OLSEN,
lést að hjúkrunarheimilinu Holtsbúð þriðjudaginn
15. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Innilegar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Holtsbúðar.
Við þökkum auðsýnda samúð.
Reynir Olsen, Ólafía Árnadóttir,
Ingi Olsen, Þórelfur Guðrún Valgarðsdóttir,
Gunnar Olsen, Sólveig Þorsteinsdóttir,
Snorri Olsen, Hrafnhildur Haraldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.