Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 33 ✝ Emil S. Magn-ússon var fædd- ur 23. september 1923 að Sjónarhóli í Vestmannaeyjum. Hann lést miðviku- daginn 16. apríl sl. Foreldrar Emils voru Jónína Kristín Sveinsdóttir, f. 27.12. 1899 á Eyr- arbakka, d. 9.7. 1973 og Magnús Gunnarsson sjómað- ur f. 17.3. 1896 í Vík, d. 10.7. 1987. Systkini Emils voru: Jóhanna Sigrún, f. 23.5. 1920, d. 17.4. 1981. Adolf Hafsteinn, f. 12.2. 1922, d. 29.11. 2005. Magnús f. 24.3. 1927, d. 22.4. 2001. Emil kvæntist Kristínu Helgu Hjálmarsdóttur á sjómannadag árið 1948. Kristín var fædd 11.3. 1925 í Vestmannaeyjum, d. 21.8. 1995. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Helgadóttir húsfreyja, f. 16.10. 1898, d. 23.6. 1958 og Hjálmar Jónsson rafveitustarfs- maður, f. 3.6. 1899, d. 25.7. 1987. Barn þeirra Emils og Kristínar var Magnús Svavar Emilsson, f. í Reykjavík 23.8. 1953. Magnús var lengstum sjómaður og áhuga- kokkur, lést 25.11. 2006. Kona Magnúsar var Ingveldur Lára Karlsdóttir, þau giftust árið 2004. Börn Magnúsar með fyrstu eig- inkonu sinni, Höllu Sverrisdóttur, eru: Emil Sigurður sjómaður, f. á Dalvík 19.4. 1973. Eiginkona hans er Rósa Viggósdóttir, en börn Rósu og fósturbörn Emils eru: Eðvarð Leó og Líney Lea Geirs- börn. Guðný Helga sjúkraliði, f. í Vestmannaeyjum 10.6. 1975. Eig- inmaður hennar er Ólafur Á. Sigvalda- son, barn þeirra er Stefán Marteinn Ólafsson. Börn Magnúsar með annarri eig- inkonu sinni, Krist- ínu Guðmunds- dóttur, eru: Guðmundur Freyr, f. í Vestmanna- eyjum 4.1. 1980. Kærasta hans er Salome. Barn Guð- mundar er Kristján Freyr Guðmundsson. Þorvaldur, f. í Vestmanna- eyjum 13.5. 1981, barn Þorvaldar er Engill Þór Þorvaldsson. Harpa Særós nemi, fædd í Vestmannaeyjum 21.5. 1985. Kærasti hennar er Ólafur Jóns- son. Emil bjó allt sitt líf í Vest- mannaeyjum þar sem hann stund- aði sjómennsku, m.a. sem vél- stjóri á Gullborginni með Binna í Gröf, þeim merka aflamanni. Hann starfaði einnig sem vélstjóri á öðrum bátum í Vestmanna- eyjum uns hann hóf nám í Stýri- mannaskólanum. Eftir að hann lauk þar námi hætti hann að stunda sjóinn og gerðist verk- stjóri í fiskverkun og síðar verk- stjóri í afgreiðslu Herjólfs. Eftir nokkur ár hjá Herjólfi þurfti hann að hætta störfum sökum vinnuslyss. Er hann hafði náð góðum bata hóf hann störf hjá Vestmannaeyjabæ í Áhaldahús- inu. Þar starfaði hann á sópara og á öskubíl uns hann hætti vinnu sökum aldurs, sjötugur að aldri. Emil verður jarðsunginn frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin kl. 14. Mér þykir sárt að þurfa að kveðja þig elsku afi minn, og enn sárara þykir mér að hafa ekki feng- ið að kveðja þig sómasamlega þar sem ég var langt úti á hafi að stunda sjóinn. En ég veit að þú skilur það að ég komst ekki til þín í tæka tíð. En gott er að þú þarft ekki að kveljast lengur og ert kom- inn til ömmu Stínu og pabba. Guði má ég þakka fyrir að hafa fengið að alast upp hjá ykkur ömmu í Hátúni, þar sem ég var dekraður í þaula og lífið var í föstum skorðum. Þig þekkti ég sem pabba minn og þú ólst mig upp sem ég væri sonur þinn en ekki barnabarn. Það vil ég þakka þér, þú áttir stóran þátt í að gera mig að þeim manni sem ég er í dag. Ég geymi með mér margar skemmtilegar og hjartnæmar minningar um þig elsku afi, minn- ingar sem ég mun aldrei gleyma. Ein af þeim er sú minning af þér sem áhorfanda ÍBV á vellinum, þar sem þú stóðst án undantekningar á sama stað á öllum leikjum, þú misstir ekki af leik nema þú værir veikur heima, þá hlustaðir þú á lýs- inguna í útvarpinu á eldhúsborðinu. Minning þín er ljós í lífi mínu. Ég veit að þú átt eftir að fylgjast með mér í gegnum lífið, ásamt ömmu. Þinn nafni, Emil Sigurður.Minning mín um hann langafa er sú að hann var allt- af brosandi og vildi öllum vel og var bara indælis maður. Hann var einn af þessum fáu mönnum sem hægt er að segja að séu alltaf góðir. Alla- vega hef ég ekki séð hann í fýlu eða neitt. Ég hef reyndar einu sinni séð hann dapran en það var þegar Magnús Svavar afi minn lést 2006 en ég tel það ekki með þar sem það er gríðarlega erfitt að missa einka- barn. Hann afi minn hafði brenn- andi áhuga á fótbolta og hans uppá- haldslið var Manchester United. Ég man um sumarið 2004 þegar við mamma og pabbi fórum til Eyja að hitta afa og langafa. Um leið og við komum þá fengum við alltaf hlýjar mótökur og var hann yfirleitt með eitthvað tilbúið þegar við komum. Fiskur var í uppáhaldi hjá afa man ég og borðaði hann fiskinn með bestu lyst. Það var svo alltaf á kvöldin sem við afi settumst niður og horfðum á fótbolta. Það var allt- af alveg sama hvaða leikur var við horfðum á hann. Ég hafði þó lítinn áhuga á að horfa á hin liðin sem ég hélt ekkert með, en afi horfði á alla leiki sem voru í boði. Í byrjun árs 2007 flutti móðir mín til Eyja til að annast hann og þá fór ég að koma þarna oftar og alltaf var stillt á Sýn eða Skjásport eða bara eitthvað sem tengdist fótbolta. Um páskana 2007 fékk ég að vera í Eyjum með afa og mömmu. Afi var þá voðalega lítið þarna vegna þess að hann eyddi mestum tíma á spítalanum. Hann fékk samt alltaf frí um há- degisbil til u.þ.b. fjögur á daginn til að koma heim og horfa á fótbolta. Ég mun líka alltaf minnast þess að þegar við fórum frá Eyjum stóð afi út á tröppum og fylgdist með okkur þangað til Herjólfur var farinn á bak við klettana. Svo alltaf þegar heim var komið þá hringdum við í hann og létum vita. Ég mun sakna hans gríðarlega og ég vona bara að hann fái að hvíla í friði. Stefán Marteinn Ólafsson. Elsku frændi minn, það fækkar hratt í frændgarði mínum og er það víst gangur lífsins en satt að segja áttaði maður sig ekki á hvað þú varst orðinn veikur því þú varst ekki að kvarta, vildir bara lifa leng- ur, en sem betur fer er stundum tekið fram fyrir hendurnar á okk- ur, þú varst orðinn þreyttur og uppgefinn undir það síðasta, en alltaf sami gamli Emil með þetta jákvæða hugafar og alltaf að segja mér frá að nafni þinn væri á stórum togara og væri að fiska vel. Ég verð að segja að ég mun aldr- ei gleyma dánardeginum þínum og verð guði ævinlega þakklát að ég skyldi koma til að kveðja þig og þegar ég kyssti þig á ennið þá opn- aðir þú augun og ég sagði: ég kem á eftir, elsku karlinn. En margt fer öðruvísi en við ætlum, ég fótbrotn- aði og þú dáinn, en ég fann kannski í hjarta mínu eftir á að við myndum ekki hittast aftur hérna. Elsku Emil. Þakka þér fyrir allar heimsóknirnar til hans pabba þeg- ar hann var á lífi, verð að segja að þið voruð mjög ólíkir, hann svo dul- ur en þú þessi gleðigjafi alltaf í stuði og stundum hugsaði ég að ég skyldi ekki úr hverju þú værir gerður, þú sæir alltaf björtu hlið- arnar. Að lokum kæri frændi minn ætla ég að þakka öllu því frábæra fólki sem hefur annast þig undanfarna mánuði. Hann Emil var mjög þakk- látur fyrir alla aðstoðina sem þið veittuð honum síðustu árin. Að lok- um elsku frændi minn ætla ég að senda þér smá erindi sem kemur mér í hug þegar ég hugsa um þig. Hún rís úr sumarsænum í silkimjúkum blænum, með fjöll í feldi grænum, mín fagra Heimaey. Við lífsins fögnuð fundum, á fyrstu benskustundum, er sólin hló á sundum og sigldu him- infley. (Ási í Bæ.) Kæri frændi minn, kysstu alla frá mér sem þú hittir hinum megin því það voru margir að bíða eftir þér, gleðigjafinn minn. Þín frænka, Kristín Margrét Adolfsdóttir. Elsku hjartans afi minn. Þá er kallið komið. Ég var búin að undirbúa mig en samt var áfall að þú skyldir virkilega fara. Það er svo margt sem mig lang- aði að segja við þig og ég var farin að hlakka til að sýna þér litla barn- ið sem á að koma í júlí, ég veit að þú varst ánægður að heyra að það væri lítil dama að koma, þú sem varst svo barngóður og laðaðir að þér öll börn. Dýrmætasti tími sem ég hef átt er árið í fyrra þegar ég dvaldi hjá þér í nokkra mánuði. Þá kynntist ég þér betur og tók eftir því að þú ert þrjóskur en á góðan máta og virkilega góð persóna og máttir ekkert illt sjá hvort sem það voru aðrar persónur eða dýr. Alltaf mun ég eiga minninguna um það þegar ég kom á sumrin til þín og ömmu að ég fékk að koma með þér áður en þú fórst í hádeg- ismat að losa ruslabílinn, það fannst mér svo spennandi að fara í þennan stóra bíl og keyra með þér upp í fjall, svo þegar ég varð eldri þá fékk ég að hanga aftan á bílnum og hjálpa til með hinum köllunum að taka ruslið og fékk meira að segja borgað fyrir 100 kr. á dag sem fór auðvitað í nammi og sund. Svo þegar ég kom á milli jóla og ný- árs og var hjá ykkur um áramót fram á þrettánda, það var ævin- týralegur tími fyrir barn að fylgj- ast með þrettándanum í Vest- mannaeyjum, tími sem ég gleymi aldrei. Þú varst svo ánægður þegar ég kom með Stefán með mér til að leyfa honum að sjá hvernig alvöru þrettándi var. Þá var hann 5 ára gamall gutti. Honum fannst svo rosalega gaman að þegar hann kom á leikskólann þá sagði hann öllum krökkunum að hann hefði séð Grýlu og ætti mynd sem hann sýndi svo öllum ferlega stoltur. Svo kom ein setning frá honum um að það sé töluð íslenska í Vestmanna- eyjum, en honum þótti ferðalagið langt. Það er ekkert sem mig langar meira að heyra en röddina þína að segja mér að flytja frá Keflavík til Vestmannaeyja sem kom upp í ég held hverju samtali, því þér fannst Keflavík vera rokrassgat en í Vest- mannaeyjum væri alltaf Mallorca- veður, alltaf sól. Þannig leist þú á lífið, sama hvað þú fékkst á þig þá var alltaf sól hjá þér og alltaf gastu séð góðu hlutina þú einbeittir þér aldrei að því vonda sem er einn besti eiginleiki sem þú hafðir. En núna ertu kom- inn á góðan stað, búinn að samein- ast ömmu og pabba. Skilaðu góðri kveðju til þeirra frá mér elsku afi minn. Ég mun sakna þín mikið eins og ég hef saknað ömmu og pabba. Við sjáumst vonandi aftur, mér þykir alveg rosalega vænt um þig. Þú hefur skilið eftir stórt skarð sem erfitt verður að fylla upp í. Kveðja frá Guðnýju, Óla og Stefáni. Emil S. Magnússon ✝ Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýju vegna andláts elskulegs eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR STEFÁNS REYKDAL MARKÚSSONAR, Ægisvöllum 10, Keflavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki D-deildar og heimahjúkrunar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Elín Óla Einarsdóttir og fjölskylda. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar móður okkar og ömmu, GUÐBJARGAR MARÍU MAGNÚSDÓTTUR, Eyrarvegi 8, Flateyri. Valgeir Jóhannes Ólafsson, Gunnar Magnús Ólafsson, Vigfús Birgir Valgeirsson, Ásgeir Örn Valgeirsson, Guðbjörn Már Valgeirsson, Jóhann Haukur Gunnarsson, Sandra Halldórsdóttir. ✝ Útför elskulegrar móður okkar, SIGRÍÐAR G. SCHIÖTH, fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.30. Reynir Helgi Schiöth, Margrét Anna Schiöth, Valgerður Guðrún Schiöth og fjölskyldur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJARNI HLÍÐKVIST JÓHANNSSON, Blásölum 24, Kópavogi, sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra Borgar- nesi sunnudaginn 20. apríl, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju mánudaginn 28. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Auðuns Hlíðkvist Kristmarssonar hjá Sparisjóði Mýrasýslu Borgarnesi. Reikningsnúmer 1103-18-640081, kennit. 241159-5749. Guðný Þorgeirsdóttir, Íris Hlíðkvist Bjarnadóttir, Kristmar Jóhann Ólafsson, Jóhann Hlíðkvist Bjarnason, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Björgvin Hlíðkvist Bjarnason, Guðbjörg Elín Þrastardóttir, Skúli Eyjólfur Hlíðkvist Bjarnason, Guðný Hlíðkvist Bjarnadóttir, Sveinbjörn Ágúst Sigurðsson, Guðrún Hlíðkvist Bjarnadóttir, Þorgeir M. Reynisson, Hjördís Hlíðkvist Bjarnadóttir, Ingi Þór Guðmundsson, afa- og langafabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- konu, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, ELÍNAR RÓSU FINNBOGADÓTTUR, Rauðagerði 39. Sérstakar þakkir til heimahlynningar LSH og lækna er önnuðust hana í veikindum hennar. Kristján Sigurgeir Guðmundsson, Finnbogi G. Kristjánsson, Gunnhild Ólafsdóttir, Guðrún Þ. Kristjánsdóttir, Birgir Óskarsson, Elín Rósa Finnbogadóttir, Steingrímur Waltersson, Kristján Guðmundur Birgisson, Kristbjörg Steingrímsdóttir, Finnbogi Steingrímsson, Ólafur Jón Einarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.