Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Brynhildur Har-aldsdóttir fædd- ist í Reykjavík 11. júlí 1920. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu í Neskaup- stað 16. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Har- aldur Ólafsson, f. í Reykjavík 25.9. 1900, d. 5.11. 1963 og Árný Ingibjörg Jónsdóttir, f. í Mið- húsum í Mjóafirði 16.10. 1891, d. 6.4. 1976. Fósturforeldrar voru hjónin Lars Kristján Jónsson, f. 1862, d. 1941 og María Hjálmarsdóttir, f. 1865, d. 1961, sem bjuggu í Sand- húsi í Brekkuþorpi í Mjóafirði. Systkini Brynhildar voru, sam- mæðra: Svava Jónsdóttir, f. 1918, d. 1995, Jóhann Svavar Helgason, f. 1929 og Eiríkur Jakob Helga- son, f. 1931. Samfeðra: Óskar, f. 1920, Ingibjörg, f. 1925, Jóna Að- alheiður, f. 1928, d. 1992, Haukur, f. 1933, Hrefna, f. 1934, Sigurður Kristinn, f. 1941 og Jónas Þórir, f. 1947. Brynhildur giftist 27. maí 1942 Hjálmari Björnssyni, f. í Neskaup- stað 11.2. 1914, d. 28.10. 1981. For- eldrar hans voru hjónin Björn Jón- asson, f. 1871, d. 1945 og Ragnhildur Konráðsdóttir, f. 1869, d. 1948. Börn Brynhildar og Hjálmars eru: 1) María, f. 1942, gift Ingva Rafni Albertssyni, f. 1939, d. 1994. Börn þeirra eru Hjálmar, Sigurveig María, Einar Björgvin og Brynjar Rafn. 2) Kon- ráð Jónas, f. 1943, kona hans Arn- dís Kristinsdóttir, f. 1947. Börn þeirra Brynhildur, Kristín og Snæbjörn. 3) Ragnhildur, f. 1949, gift Benedikt Sig- urðssyni, f. 1944. Börn þeirra Bryn- hildur, Birkir og Hlynur. 4) Anna, f. 1951 d. 1992, sam- býlismaður Guð- mundur Finnsson, f. 1950. Börn hennar Hjálmar, Elín María og Friðberg Helgi. Barnabarnabörn Brynhildar eru 23. Brynhildur ólst upp í Mjóafirði hjá fósturforeldrum sínum og bar alltaf hlýjan hug til þeirra og fóst- ursystkina sinna. Hjálmar faðir Maríu var bróðir Jóns langafa Brynhildar og voru þeir synir Hermanns Jónssonar í Firði. Um tvítugt fluttist Brynhildur til Nes- kaupstaðar og átti þar heimili síð- an. Hún réð sig sem vinnukonu til Gísla Kristjánssonar fósturbróður síns á Bjargi í Norðfirði. Það varð mikil vinátta á milli hans fjöl- skyldu og Brynhildar. Þar kynnt- ist hún eiginmanni sínum Hjálm- ari Björnssyni og þar var hennar starfsvettvangur fyrst í fisk- vinnslu staðarins og síðar hjá Fjórðungssjúkrahúsinu í Nes- kaupstað. Eftir andlát Hjálmars vann hún eitt ár á Hrafnistu í Reykjavík. Brynhildur hætti störf- um utan heimilis 70 ára gömul. Útför Brynhildar verður gerð frá Norðfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma mín og nafna er nú látin. Frá því ég man fyrst eftir mér kom amma til Reykjavíkur í heim- sókn í vetrarfríunum sínum. Það var alltaf gaman þegar amma kom og hún sló jafnan upp sælgætisveislu sem okkur systkinunum þótti mjög gam- an. Hún nýtti tækifærið til að heim- sækja vini og ættingja þegar hún dvaldi hjá okkur og missti aldrei af veislum innan fjölskyldunnar. Amma var dugleg að fljúga innanlands en fór tvisvar sinnum til útlanda. Fyrri ferð- ina til Ibisa en þá ferð vann hún í bingói, ekki kom hún tómhent til baka heldur gaf hún okkur systkinunum stórt, gult Packmann-tölvuspil sem vakti mikla lukku. Fátt þótti ömmu skemmtilegra en að klæða sig í fín föt og gleðja fólk með gjöfum. Jóla- og afmæliskortin voru valin af kostgæfni og með sérstaklega skemmtilegum myndum. Enda varð mér tíðrætt um það við foreldra mína að ég ætlaði að verða gjafmild eins og amma þegar ég yrði stór. Amma var mjög innileg og faðmaði mig alltaf þétt að sér og kallaði mig gæskuna sína að austfirskum sið. Eitt árið bjó hún á Leifsgötunni í Reykja- vík þá kynnist ég henni betur og mynduðust góð tengsl á milli okkar. Þegar við Hafþór eiginmaður minn heimsóttum ömmu til Norðfjarðar tók hún ekki annað í mál en að við gistum í rúminu hennar og áttum við góðar stundir með henni.Við vorum hjá henni yfir verslunarmannahelgi og einn morguninn var hún komin eldsnemma á fætur og var að baka pönnukökur með tveimur pönnum, svo mikill var krafturinn í henni. Amma var mikil handavinnukona og sérlega flink að hekla flókin munstur. Hún prjónaði margar fínar lopapeysur, meðal annars á mig, sem ég var mjög ánægð með, ekki síst vegna þess að hún var blá en ekki í sauðalitunum og falleg voru teppin og sokkanir sem hún töfraði fram af sinni alkunnu snilld. Amma var glæsileg, virðuleg, hörkudugleg og stolt kona og mættu margir taka hana sér til fyrirmyndar. Blessuð sé minning hennar. Brynhildur Konráðsdóttir. Hún elskuleg amma mín og nafna kvaddi okkur í síðustu viku. Hún var stórkostleg kona og gædd einstökum eiginleikum. Ég sakna hennar meira en orð fá lýst og hef reyndar gert í nokkur ár þar sem Alzheimer-sjúk- dómurinn rændi hana og okkur síð- ustu árunum hennar. Söknuður vegna þess að amma er farin og kem- ur aldrei aftur en einnig vegna þess að ákveðnu tímabili í lífi mínu er lokið. Ég var svo heppin að vera í daglegum samskiptum við ömmu og afa þegar ég var lítil stelpa. Amma í eldhúsinu og afi inni í stofu með pípuna sína. Það eru forréttindi að fá að vera í svo nánu sambandi við ömmu sína og afa. Í minningunni var amma alltaf róleg, ég man ekki eftir að hún hafi skipt skapi, hún var mesti friðarsinni sem ég hef kynnst. Amma missti afa alltof snemma. En fram á síðasta dag fékk hún blik í augun þegar hún talaði um hann. Ég var tíu ára og upp frá því svaf ég margar nætur næstu árin á eftir hjá ömmu. Það var frábært að fá að kynnast ömmu svona vel, við sát- um á kvöldin og spjölluðum saman. Svo þegar ég vaknaði á morgnana var hún búin að hita kakó og baka vöfflur, þó svo að hún ætti að mæta í vinnu. Þetta lýsir henni einmitt svo vel, hún var alltaf að hugsa um aðra. Leti og níska voru ekki til í hennar orðabók. Henni féll aldrei verk úr hendi og hún var eins og aðrar konur af þessari kynslóð alltaf með eitthvað á prjón- unum. Þegar fjölskyldan mín í dag horfir á sjónvarpið þá er rifist um hver fái að vera með teppið sem langa heklaði. Á langri ævi varð hún fyrir áföllum eins og aðrir en hún tók þeim af einskæru æðruleysi. Ég veit hún þjáðist eins og aðrir en hún horfði allt- af fram á veginn. En amma átti erfitt með að vera ein og þegar maður kom til hennar þá var sjónvarpið á fullu í stofunni, útvarpið á í eldhúsinu og svo stóð hún og talaði á fullu við sjálfa sig. Þetta var oft ótrúlega spaugilegt. Þegar ég bjó í Reykjavík með Benna kom hún reglulega og hugsaði um hann þegar hann var veikur svo ég kæmist í próf. Hún passaði að við fengjum alltaf nóg að borða. Amma bjó til bestu fiskibollur í heimi. Hún var 75 ára þegar hún fór með Benna um alla Reykjavík í strætó, lands- byggðarkonan sjálf. Þau komu alltaf skælbrosandi heim og vel södd úr þessum ferðum, yfirleitt með smá- ræði handa mér. Börnin mín voru svo heppin að kynnast langömmu sinni vel. Þegar við fluttum til Ólafsfjarðar þá kom hún reglulega til okkar. Hún spilaði mikið við krakkana og reyndi að kenna þeim að prjóna með misgóð- um árangri. Ég bar mikla virðingu fyrir ömmu minni og einkenndust okkar samskipti af mikilli virðingu. Amma var ekki mikið fyrir að nota stór orð en hún var traust eins og klettur, hún var alltaf til staðar. Faðmurinn hennar var svo mjúkur og hlýr og þar var svo notalegt að kúra. Þangað leitaði ég oft og svo börnin mín seinna. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Þú varst einstök kona og það var gæfa mín í lífinu að eiga þig fyrir ömmu. Þú kenndir mér svo mikið um mannvirðingu og að taka sjálfa mig ekki of hátíðlega. Ég geymi alltaf minninguna um fallega brosið þitt, hlýjan faðminn og gjafmildi þína. Brynhildur Benediktsdóttir. Elsku amma mín. Takk fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Frá því að ég man eftir mér höfum við verið bestu vinir. Það var alltaf svo gaman hjá okkur á Þiljuvöllunum þar sem ég gisti ófáar næturnar. Ég man hvað mér leið alltaf vel þegar þú brostir til mín. Þetta var hlýjasta bros í heimi og það skipti ekki máli hvað var í gangi hverju sinni, þú hafðir allt- af lag á að gera allt betra og láta mér líða vel. Þú varst alltaf til í að gera hvað sem er til að hjálpa öðrum og láta öllum líða vel og baðst ekki um neitt í stað- inn. Þú varst alveg hrikalega góð við mig og ásamt því að dekra mig svolít- ið... mikið... þá kenndir þú mér að bera virðingu fyrir öllum, jafnt stórum sem smáum, og fyrst og fremst að vera heiðarlegur. Frá því að mamma hringdi í mig og sagði mér að þú værir farin hef ég hugsað mikið um þig og þrátt fyrir að gráta þig og sakna þín gífurlega þá sækir alltaf að mér smá bros því hlát- ur þinn er mér efst í huga. Ég heyri hann fyrir mér aftur og aftur. Því þrátt fyrir að það væri heil mannsævi á milli okkar í aldri þá náðum við svo vel saman og hlógum, að mér fannst, öllum stundum. Við strákarnir höfum alltaf sagt að við ætlum að finna okkur konu eins og ömmu því hún væri besta kona í heimi. Svarið var alltaf það sama: „Þið finnið aldrei aðra konu eins og hana Brynhildi Haraldsdóttir.“ Það eru orð að sönnu því þú ert ein- stök. Síðast þegar við hittumst þá reistir þú þig upp og brostir til mín þessu hlýja og fallega brosi og augun þín ljómuðu. Ég er svo þakklátur fyrir þetta bros og mun geyma þig og allt það sem þú kenndir mér, í hjarta mínu alla mína ævi. Elsku amma mín, ég elska þig. Hlynur Benediktsson. Brynhildur Haraldsdóttir Það birtir í sinni og hlýnar mitt hjarta, er heiðra ég minningu þína svo bjarta, með þakklæti hugsa til þín. Í æsku af kærleika umvafðir snáða um æviveg hvattir og studdir til dáða Ég minnast mun þín, – amma mín (ebþ) Með söknuði kveð ég þig, elsku amma mín, og þakka þér fyrir allar góðu samverustund- irnar sem ég átti hjá ykkur afa á Norðfirði. Guð blessi góða og yndislega konu sem amma mín var. Far þú í friði. Kveðja Hjálmar Ingvason. Elsku besta langamma, takk fyrir allar góðu stundirnar. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þín langömmubörn Benedikt, Skarphéðinn og Þuríður Ósk HINSTA KVEÐJA Mig langar að minnast tengdamóð- ur minnar hennar Guðrúnar Jónsdóttur sem hefði orðið 85 ára í dag en hún lést í janúar síðastliðnum. Ég kynntist Guðrúnu og Ingva (Júl- íussyni, f. 6. okt. 1923, d. 9. júlí 1995) þegar ég kynntist Ingva syni þeirra fyrir 27 árum. Alveg frá fyrstu stundu var innileg hlýja og væntumþykja frá þeim hjónum. Ófáar voru stundirnar í eldhús- króknum borðandi nýbakaðar kleinur eða það sem mér fannst alltaf best nýbakaðir ástarpungar. Þá var spjallað um allt milli himins og jarðar, s.s. ferðalög, laufa- brauðsbakstur, berjamó, sauma- skap eða bara um okkur unga fólk- ið. Ef ég þurfti aðstoð við eitthvað var alltaf auðsótt að leita til Guð- rúnar, t.d. þegar ég var að sauma útskriftarkjólinn, ballkjólinn og svo seinna að „lagfæra“ brúðar- kjólinn. Ekki sagði hún neitt þegar ég mætti með kjól og nokkra metra af gardínuefni og sagði að ég þyrfti að klippa út efnið og bæta því neðan á kjólinn og búa svo til slör úr afganginum. Jú jú, það var klippt, nælt og saumað ég upp á stól í miðju holinu og Guð- rún á hnjánum pillandi gardínuefni neðan á kjólinn. Mikið var spjallað og hlegið því útkoman varð ansi góð að okkur fannst. Mér er þetta Guðrún Jónsdóttir ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í Brekku í Aðaldal 26. apríl 1923. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Ak- ureyri 16. janúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju 25. janúar. í fersku minni þó að nú í júlí séu liðin 20 ár frá brúðkaupi okk- ar Ingva. Þau hjónin ljóm- uðu alltaf þegar við komum með barna- börnin í heimsókn. Amma stökk til og bar á borð bakkelsi og afi lagðist á gólfið í holinu og gerði að gamni sínu við börn- in. Laugardagsgraut- urinn í Ránargötunni var skemmtileg venja. Þá komu allir sem voru í bænum í grjónagraut með rúsínum og ekki má gleyma slátrinu. Ungir sem aldnir skemmtu sér konung- lega við sögur og glens og oft var tvísetið við eldhúsborðið Það er synd að ekki sé haldið við svona venjum þar sem fullorðnir, börn og barnabörn hittast og spjalla saman. Skötuveislan hjá Mæju er kannski angi af þessari venju en þá hittist hluti úr stórfjölskyldunni og sýnir sig og börnin. Kæra Guðrún, nú ertu komin til hans Ingva þíns og veit ég að nú er brosið þitt og glettnin farin að skína aftur. Það er gott að eiga ljúfar minningar að segja börn- unum um samverustundir okkar í Ránargötunni. Guð blessi minn- ingu ykkar hjóna. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Kveðja Unnur Björnsdóttir. ✝ Einar AdolfEvensen fædd- ist á Blönduósi 13. desember 1926. Hann andaðist á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 18. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Gústaf Adolf Evensen, f. í Noregi 1896, d. þar 1984 og Ingibjörg Jó- hanna Einarsdóttir frá Þverá í Norður- árdal, f. 1899, d. 1993. Bróðir Einars er Erling Evensen, f. 1936, maki Lillan W. Evensen, þau búa í Þrándheimi. Einar giftist 24. apríl 1952 Anne Helene Jóhannsdóttur, f. 10. des. 1933. Þau eiga þrjú börn, þau eru: 1) Erla Björg Evensen, f. 1952, maki Guð- mundur, f. Haraldsson. Þau eiga þrjú börn og 5 barnabörn. 2) Þorvaldur Ingi Evensen, f. 1954, maki Charlotta Evensen. Þau eiga fimm börn. 3) Jóhann Kári Evensen, f. 1957, maki Elísabet Jónsdóttir. Þau eiga þrjú börn og 5 barnabörn. Einar ólst upp á Akureyri til 10 ára aldurs hjá móðursystur sinni Þorvildi Ein- arsdóttur og ömmu sinn Björgu Jó- hannsdóttur. Síðan fluttu þau til Blönduóss og bjuggu þar síðan. Einar lærði tré- smíði árin 1946 - 1950 og starfaði við húsasmíðar og mál- efni því tengd mest allan sinn starfs- aldur. Einar gegndi einnig trúnaðarstörfum fyrir sitt sveitarfélag og sat meðal annars í hreppsnefnd Blönduóss, bygg- ingarnefnd og var bygginga- fulltrúi til margra ára. Hann stofnaði ásamt félögum sínum trésmiðjuna Fróða Hf árið 1956 og var framkvæmdastjóri þess fyrirtækis meðan það starfaði. Einar unni ferðalögum og ferð- aðist mikið innanlands sem utan og var einkar fróður um flesta staði og staðhætti. Ættfræðin var og Einari mjög hugleikin. Útför Einars verður gerð frá Blönduóskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Það er eins og allt taki enda, þó að ekki segi hin trúarlega von okkur það. Okkur sem vorum borin og barn- fædd í Húnaþingi fannst dauðinn vera fjarri okkur, þó að hann minnti reglulega á sig. Fjöllin fjarlæg, landið stórt og rúmgott en hafið og kuldinn voru okkur ögrun. Við Einar vorum vel kunnugir á unglingsárum.Vorum félagar í skátahreyfingunni og leystum sam- an verkefni á vegum hennar. Eins vorum við samtímis á Reykjaskóla í Hrútafirði, herbergis- félagar þar. Síðan skildi leiðir. Hann gerðist smiður og vann heimabyggð sinni drjúgt starf. Hann var einstaklega glaðsinna og bjartsýnn maður, víllaus en vandað- ur. Vináttu hans og hlýhug man ég vel. Hann hringi í mig fyrir nokkru síðan og sagði mér frá því að faðir minn hefði alltaf kallað hann frænda. Við vorum skyldir í föðurætt og und- um því vel. Það er til frásagnar að hann og fjölskylda eignuðust æskuheimili mitt, sem þá var kallað Svalbarð og endurnýjuðu þau húsið og lituðu blátt. Það ber nú nafnið Við brúna. Þessar fáu línur eru kveðja til Ein- ars. Ég sendi Anne Jóhannsdóttur og fjölskyldu henn- ar samúðarkveðju. Brynleifur H. Steingrímsson. Einar Adolf Evensen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.