Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Ás-geirsson fæddist að Ytri-Sólheimum í Mýrdal 19. desem- ber 1930. Hann lést á Lundi, hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Hellu 17. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Kristín H. Tóm- asdóttir húsfreyja frá Skammadal í Mýrdal, f. 10. mars 1893, d. 15. apríl 1975 og Ásgeir Pálsson bóndi frá Brekkubæ í Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu, f. 2. júlí 1895, d. 28. júlí 1973. Þau byggðu nýbýlið Framnes í Mýr- dal árið 1936. Systkini Sigurðar voru sjö, Ása Pálína, Stefán, Mar- grét, Guðgeir og Unnur Aðal- björg sem öll eru látin, en tvö lifa bróður sinn, þau Siggeir og Ingi- björg. Sigurður kvæntist árið 1956 Lilju Sigurðardóttur frá Stein- móðarbæ Vestur-Eyjafjöllum. Þau slitu sam- vistum. Sigurður ólst upp í Framnesi og stundaði öll almenn sveitastörf, reri til fiskjar, sótti vertíð- ir í Vestmanna- eyjum og sinnti far- andvinnu við skurðgröft og hey- bindingu. Hann hóf störf hjá Land- græðslunni í Gunn- arsholti á sjöunda áratugnum og starfaði þar til sjötugs, var lengstum ráðsmaður. Hann var sjálfmenntaður þúsundþjala- smiður og hannaði og smíðaði fjölda véla og tækja fyrir Land- græðsluna. Hann unni náttúru landsins, var afar fróður um fugla og landsþekkt refaskytta. Útför Sigurðar verður gerð frá Oddakirkju á Rangárvöllum í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður að Sólheimum í Mýrdal. Þegar ég hugsa um Sigga þá sé ég hann fyrir mér glaðan í bragði með derhúfu á höfðinu á leið í veiðiferð – í augunum er hlýja og kímni. Þannig var Siggi. Hann var kraftmikill, kvikur og lífsglaður maður sem féll sjaldan verk úr hendi. Þegar ég lít til baka og rifja upp allar þær góðu og skemmtilegu stundir sem ég hef átt með Sigga þá er svo ótalmargt sem kemur upp í hugann. Siggi var veiðimaður af guðs náð. Hann þekkti alla fugla og fiska, vissi hvernig minkar og refir hugsuðu og hegðuðu sér, hann kunni að fara yfir straumharðar ár og klífa brött fjöll, og alltaf vissi hann hvar best væri að fara í berjamó. Þegar ég var lítil fannst mér ekk- ert skemmtilegra en að fá að fara með Sigga í leiðangra og saman lentum við í ótal ævintýrum. Og ég var ekki há í loftinu þegar hann fór að kenna mér að keyra bíl. Fyrst sat ég í fanginu á honum og stýrði en fljótlega var ég farin að keyra sjálf og sat þá ofaná tveimur eða þremur símaskrám svo ég sæi nú örugglega út um framrúðuna. Í einum leiðangrinum fundum við Siggi uglu sem hafði lent í ógöngum. Við tókum hana með heim og Siggi tók að sér að hjúkra henni þar til hún gat flogið á ný. Og þegar Siggi eignaðist hana Buslu sína þá var ég boðin og búin að aðstoða hann við uppeldið á henni. Eitt sinn böðuðum við hana í baðkarinu heima hjá ömmu og afa og á eftir burstaði ég feldinn hennar með burstanum hennar ömmu. Það fannst nú ekki öllum jafn fyndið og okkur Sigga. Ég á svo margar góðar minningar frá því að við Siggi keyrðum saman um sveitina. Þá sagði hann mér sög- ur úr veiðiferðum og öðrum svað- ilförum sem hann hafði komist í. Og það var sama hvað kom upp, Siggi gat leyst úr öllu og hafði ráð undir rifi hverju. Hann tók öllum hlutum af þolinmæði og með stóískri ró og það var andstætt eðli hans að mikla hlutina fyrir sér. Það sem var svo einstakt við Sigga var að hann kom alltaf fram við aðra sem jafningja og þá gilti einu hvort um börn eða fullorðna var að ræða. Það gerði það að verkum að börn áttu auðvelt með að tengjast honum og heilluðust af honum. Ég hef alltaf litið á hann sem afa minn og mér finnst ég hafa verið forrétt- indamanneskja að hafa átt þrjá góða afa. Þegar ég var lítil var ég ákveðin í að verða alveg eins og Siggi þegar ég yrði stór og þannig er það enn á margan hátt. Siggi er ein af mínum helstu fyrirmyndum í lífinu og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast honum og fyrir allt það sem hann kenndi mér, bæði meðvitað og ómeð- vitað og mér finnst ég einstaklega lánsöm að hafa átt hann fyrir afa og vin. Sigurveig Þórhallsdóttir. Vorið er komið sem aldrei fyrr, öllum ber saman um að farfuglarnir hafi sjaldan komið í svo stórum hóp- um. Loftið er fullt af söng um vor og frelsi, með von um langt sumar fullt af björtum nóttum, blómum og sól- skini. Þrettánda apríl síðastliðinn lagði ég leið mína til mágs míns Sigurðar Ásgeirssonar, þá á dvalarheimilinu Lundi á Hellu. Það hafði snjóað um nóttina svo að hvergi sá á dökkan díl, og þar sem ég sat við rúmið hjá honum og horfði út um gluggann sá ég hvar gæsirnar stóðu, ráðvilltar á snjóbreiðunni, teygðu upp hálsana, eins og til að gá að einhverri leið inn í vorið. Eins var með vin min Sigurð. Ill- vígur sjúkdómur sem hann hafði háð harðvítuga glímu við var sjáanlega að sigra. Í augunum var spurningin: Hvernig kemst ég út í vorið og frels- ið? Sá sem öllu ræður hefur nú kom- ið honum út úr þjáningunum. Vorið, birtan og frelsið hefur tekið við. Kæri vinur, hjartans þakkir fyrir allt á liðnum árum. Takk fyrir bjartan og áhyggju- lausan hláturinn. Takk fyrir tryggð við börnin okk- ar Stefáns bróður þíns. Farðu í Guðs friði inn í víðáttu vorsins. Kveðja frá Áslaugu Kjart- ansdóttur og Ástu Ósk, Kjartani og Kristni Stefánsbörnum. Elsku Siggi okkar. Mikið erum við systur lánsamar að hafa átt þig að og getað notið þess tíma sem við höfðum þó að það væru ekki nema nokkur ár. Þú sýndir okkur alveg einstaka þolinmæði, ást og um- hyggju frá fyrsta degi og það var sko gagnkvæmt. Það var ekkert of lítið eða of mikið sem þú lést þig ekki varða þegar við vorum annars vegar. Haustferðirnar upp í Kot í berjamó, þær voru skemmtilegar. Þú dröslaðist með okkur á eftir þér upp og niður móann og eins og flest- ir geta ímyndað sér voru berja- heimtur svona frekar litlar og bág- bornar en það gerði ekkert til, samverustundirnar voru aðalatriðið. Svo voru göngutúrarnir, spjallið, kubbarnir, púslin og svo margt ann- að sem þú gerðir með okkur, alls þessa eigum við eftir að sakna. Nú eru englarnir á himnum búnir að taka þig að sér og ætla að passa þig. Okkur finnst gott að vita af því. En við vitum líka að þú verður alltaf hjá okkur í huga og hjarta og örugg- lega verndarengillinn okkar. Sendum þér stórt knús og kossa og takk fyrir okkur. Jóna Kristín, Svandís Ósk og Anna Lísa. Nú er skarð fyrir skildi í Gunn- arsholti, við fráfall náttúrubarnsins Sigurðar frá Framnesi. Hann setti svip á staðinn og er sárt saknað af öllum hér. Kær vinur og félagi er látinn en bjartar minningar um ynd- islegan mann munu lifa áfram í hug- um okkar. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg liðlega fjörutíu ára samskipta við Sigga. Okkur er sér- staklega minnisstætt hvernig Sig- urður ræktaði samband við syni okkar strax frá unga aldri. Síðar meir tókst með þeim órofa vinskap- ur þegar Sigurður leiðbeindi þeim við veiðar og að virða náttúruna. Margar ógleymanlegar ánægju- stundir áttum við feðgarnir með honum, við veiðar eða að ræða um veiðar eða bara um lífið og tilveruna. Starfsfólk Landgræðslunnar þakkar fjölmargar samverustundir við vinnu, kannski sérstaklega smala- mennsku um fjöll og firnindi þar sem þekking hans á örnöfnum og náttúrunni naut sín best. Sigurður ólst upp í foreldrahúsum í Framnesi í Mýrdal og vann við öll almenn bústörf og reri til fiskjar með föður sínum á bát hans Lukku- sæl frá Maríuhliði við Jökulsárósa. Sigurður var einstakur hagleiks- maður á tré og járn. Ungur nam hann frumatriði tréskurðar en auðn- aðist ekki að sækja framhaldsnám á því sviði. Hann var annálaður véla- viðgerðarmaður og í þeim erindum kom hann fyrst í Gunnarsholt á sjö- unda áratugnum. Í mörg ár var hann ráðsmaður á stórbúinu í Gunn- arsholti og hafði frábært lag á ungu fólki sem allt laðaðist að honum. Hann var snillingur í frumsmíði véla og verkfæra og mörg eru þau tækin í Gunnarsholti er bera handbragði hans fagurt vitni. Ævi Sigurðar var þó fyrst og fremst helguð veiðiskap á refnum og þar átti hann einstakan feril. Sig- urður gerði sér manna best grein fyrir þeim skaðvaldi sem refurinn er í íslensku vistkerfi. Honum var ljóst að umsvif mannanna hafa raskað jafnvægi náttúrunnar og skapað refnum svigrúm til offjölgunar með hörmulegum afleiðingum fyrir fuglalíf landsins. Sigurði var tamt að fylgjast grannt með öllum tilbrigð- um náttúrunnar, sérstaklega fugla- lífi. Hann virtist þekkja alla fugla á augabragði. Hann gafst aldrei upp og hélt refaveiðum áfram, löngu eft- ir að baráttan hófst við illvígan sjúk- dóm. Að leiðarlokum er okkur efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu, drengskap og sam- skipti sem aldrei bar skugga á. Það var okkur mikill heiður að fá að njóta samvista við hann. Öll voru þau samskipti á einn veg, hann var traustur félagi, hreinn og beinn og frá honum stafaði mikil innri hlýja. Það voru forréttindi að kynnast hon- um og minningin lifir um góðan dreng. Systkini, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Við biðjum þeim Guðs blessunar og vott- um þeim okkar dýpstu samúð. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í kyrrð íslenskra öræfa um ókomin ár, kæri vinur. Oddný og Sveinn, Gunnarsholti. Yndislegur vinur er nú fallinn frá. Betri maður og skemmtilegri félagi er vart til. Viðhorfið hans Sigga til lífsins var einstakt, bjartsýni og gleði einkenndi allt lífið hans og ég heyrði hann aldrei segja slæmt orð um nokkur mann né heldur segja stakt orð í reiði eða pirringi. Við bræðurnir vorum ekki háir í loftinu þegar við byrjuðum að flakka um hálendið með Sigga. Það var al- gild regla að þegar við fórum með honum þá gerðist alltaf eitthvað. Það skipti engu hvort eitthvað veiddist, allar ferðir voru ævintýri. Broncoinn hans virtist rata sjálf- krafa um hraunin og það var ein af hans náðargjöfum að hann villtist aldrei. Það var alveg eins og hann hefði ratsjá í höfðinu. Þær eru óteljandi, veiðisögurnar um Sigga. Sérstaklega í kringum refaveiðarnar. Margir sögðu að hann hefði sjötta skilningarvitið þegar kom að rebba, aðrir vildu meina að hann hugsaði eins og tófa. Siggi sjálfur gaf nú lítið út á þetta og hló bara. Það var ekki hans vani að segja grobbsögur af sjálfum sér. Ein sagan sem við heyrðum var af Sigga þegar hann var lítill og var spurður um einhvern, þá vissi drengurinn alltaf nákvæmlega hvar viðkomandi var og í hvaða ævintýr- um hann var að lenda í. Sögurnar hans voru lifandi og glaðar, en kannski ekki alltaf alveg sannleik- anum sannkvæmar. Siggi var dverghagur, bæði á tré og stál. Hann var einstaklega hug- myndaríkur og eftir hann liggja margar uppfinningar sem enn eru í notkun. Það var gaman að fylgjast með honum smíða, hann var skjálf- hentur og hélt á örlitlu stykki t. d. gikk á byssu. Svo allt í einu urðu hendurnar hans stöðugar og hárná- kvæmar og allt small saman. Hann var innan um vélarnar, smurolíurnar og suðuvinnuna í fínu peysunni sinni og dönsku blanks- kónum og einhvern veginn varð hann ekki skítugur. Og hann stopp- aði ekki, ekki einu sinni til að slá öskuna af Bagatello vindlinum sem hann var oftast með í munninum. Siggi var hjá okkur öll jól sem við munum eftir og okkur er svo eft- irminnilegt hvað hann lagði mikla vinnu í allar jólagjafir. Hann er ein af þeim manneskjum sem alltaf hafa verið hluti af lífi okkar bræðra, og það er skrítin tilfinning þegar höfð- ingi eins og hann kveður þennan heim. Hvíldu í friði, kæri vinur. Runólfur, Páll og Sæmundur. Ég man fyrst eftir Sigga þegar ég var 12-13 ára, þegar mamma og Þór- hallur stjúppabbi minn byrjuðu að vera saman. Þá varð mikill sam- gangur á milli okkar og heimilis for- eldra Þórhalls, þeirra Svavars sem lést árið 2000 og Jónu sem lifir mann sinn. Á þeirra heimili var Siggi mik- ill fjölskylduvinur. Ég man einmitt á þessum árum hvað Sigurveig, stjúp- systir mín var hænd að Sigga, þau voru miklir mátar allt til hinstu stundar. Mína tengingu eignaðist ég svo nokkrum árum seinna í gegnum litlu systur mínar, þær Jónu Krist- ínu, Svandísi Ósk og Önnu Lísu. Eitt af þeim fyrstu nöfnum sem þær lærðu var einmitt „Didgi“ (sem þýddi auðvitað Siggi) og fljótlega eftir það stóðu dömurnar allar og hrópuðu „Siggi minn“ þegar rauði jeppinn hans stoppaði fyrir utan húsið. Það þótti engum skrítið hversu hændar þær voru að honum því hann sat tímunum saman og lék við þær á gólfinu, labbaði með þær um húsið þegar þær voru lasnar og leyfði þeim að róta í vösunum og veskinu sínu eins og þær vildu, hjá Sigga mátti næstum allt. Hann átti endalausan tíma fyrir þær og var alla tíð mikil barnagæla. Ég var svo lánsöm að í árslok 2003 eignaðist ég kærasta sem ég elska af öllu hjarta, hann Sæma okkar úr holtinu en við ætlum að láta gefa okkur saman í Odda núna í ágúst. Þar fundum við aðra tengingu því Siggi hafði alla tíð borið mikla umhyggju fyrir þeim bræðrum úr Gunnarsholti og var mikill fjölskylduvinur tengdafor- eldra minna. Siggi hafði eins og allir sem vita sem þekktu alveg ofboðs- lega gaman af öllum veiðiskap og þótti ótrúlega seigur í öllu sem tengdist því. Þá iðju stundaði hann eftir bestu getu þegar hann var orð- inn veikur. Ég á aldrei eftir að gleyma því þegar ég fékk að fara með honum og fleirum í Affallið í fyrsta skipti. Þá fékk ég að fylgja honum við hvert fótmál og hann kenndi mér lífsins lystisemdir í stangveiði. Hann sýndi mér hvar fiskurinn lægi, hverju ég ætti að beita og hvernig ég ætti að halda á stönginni. Ég man líka hvað ég var montin í mígandi rigningu og roki þegar hann hrósaði mér fyrir að gef- ast ekki upp og reyna samt að fá fisk, þá varð ég sko montin. Siggi var mikill viskubrunnur á þessum sviðum og strákarnir úr holtinu elskuðu þær stundir sem þeir áttu með honum við þessa iðju. Ég er heppin að hafa fengið að kynnast þér. Við krakkarnir getum verið svo þakklát fyrir að hafa eign- ast einn svona bónus-afa-kall sem vildi allt fyrir okkur gera. Takk fyrir allt og allt. Við Sæmi, mamma, Þórhallur, Jóna og Sigur- veig verðum dugleg að tala um þig við stelpurnar litlu svo þær muni vel eftir þér þegar þær verða stærri. Við skulum segja þeim að núna eigi þær 2 engla á himnum, afa Svavar og þig, sem passa þær alltaf. Okkur Sæma finnst sárt að þú getir ekki verið með okkur í ágúst en núna ertu kominn á betri stað. Þar sem þú ert frjáls og óháður fjötrum líkam- ans sem var orðinn þreyttur í lokin þó hugurinn vildi áfram og lífsviljinn væri endalaus. Elsku vinur, þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Kær kveðja, Vigdís. Nú þegar Sigurður hefur hafið þá ferð sem einhvern tíma bíður okkar allra, rifjast upp ótal minningar um „Sigga tófu“ eins og margir vinir og kunningjar kölluðu hann, vegna margra áratuga veiðimennsku hans. Ég kynntist Sigurði fyrst í Gunn- arsholti á Rangárvöllum sumarið 1965. Það var mikil upplifun fyrir ungan kaupamann að fá að kynnast þessu stórbýli og því fólki sem þar starfaði undir dyggri forystu fyrrv. landgræðslustjóra, Páls Sveinsson- ar, og daglegri verkstjórn bróður- sonar hans, Sveins Runólfssonar, núverandi landgræðslustjóra. Okk- ur sumarfólkinu varð jafnframt fljótlega ljóst að Sigurður, þessi keiki en jafnframt hógværi maður, var í framvarðarsveit Páls. Síðar, í nær tvo áratugi, hittumst við oft í tengslum við áburðarflug Landgræðslunnar og alltaf var jafn- þægilegt og gott að spjalla við Sig- urð með sitt prúða og rólega yfir- bragð. Það var því sérlega ánægju- legt þegar ég frétti síðsumars 2006 að við Sigurður, sem þá um tíma hafði betur í baráttunni við sinn erf- iða sjúkdóm, mundum lenda saman í hópi hreindýra- og silungsveiði- manna í veiðiferð til Grænlands. Sú ferð er ógleymanleg. Sigurður, sem var aldursforseti og heiðurs- félagi hópsins, miðlaði þeim sem vildu af reynslu sinni á sinn hægláta og yfirvegaða hátt. Það var lán okk- ar hinna að hann samþykkti að veiða fyrsta dýrið seinni veiðidaginn, því þegar það fannst, var það aðeins á valdi albestu skotveiðimanna að reyna við slíkt færi. Eftir að skotið reið af gekk hann orðalaust að föllnu dýrinu, meðan við hinir héldum enn niðri í okkur andanum. Ekki var síðra að fylgjast með þeim félögum Sigurði og Guðmari Jóni gera að dýrum sínum og hjálpa okkur hin- um, sem styttra vorum komnir í list- inni. Þá var ætíð stutt í glettnina og húmorinn hjá Sigurði. Sigurður ávann sér virðingu og aðdáun sonar míns er hann sl. haust bauð okkur á sitt eigið skotæfinga- svæði við Hróarslæk á Rangávöll- um. Hann leiðbeindi og kenndi unga manninum meðferð og notkun stærri veiðiriffla. Þar ríkti sama ró- semin og æðruleysið og sl. haust í heimsókn til hans á sjúkrahúsið, þar sem Sigurður vildi ekki ræða sjúk- dóma og þjáningar, en heldur fá fréttir af veiðifélögunum og spjalla um liðnar stundir. Ég er þakklátur fyrir vinskap Sig- urðar og fá að vera samferðamaður hans um stund. Ég sendi systkinum hans, vinum og vandamönnum sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan dreng lifir. Tryggvi Baldursson. Sigurður Ásgeirsson Snert hörpu mína, himinborna dís, svo hlusti englar Guðs í Paradís. Við götu mína fann ég fjalarstúf og festi á hann streng og rauðan skúf. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt. Um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar Guðs í Paradís. Vertu sæll, minn kæri vinur. Sigrún Aspelund. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Sig- urð Ásgeirsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.