Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 39 ✝ Agnes Árna-dóttir fæddist í Sauðhaga í Valla- hreppi í Suður- Múlasýslu 3. sept- ember 1919. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 9. apríl síðastliðinn eftir stutta sjúkra- húslegu. Foreldrar hennar voru Árni Jónsson, f. 24. apríl 1888, d. 1932 og Jónína Björnsdóttir, f. 13. júlí 1885, d. 25. október 1968. Þau slitu sam- vistir. Agnes ólst upp í Geitdal í Skriðdal hjá fósturforeldrum sín- um, þeim Einari Jónssyni bónda, f. 5. desember 1891, d. 12. mars 1975 og eiginkonu hans, Amalíu Björnsdóttur, f. 21. desember 1891, d. 3. maí 1984. Einar var föðurbróðir Angesar og Amalía móðursystir hennar. Fóstursystir hennar er Ingibjörg Einarsdóttir, búsett á Mýrum í Skriðdal, f. 27.okt 1913. Agnes giftist Þórhalli Ein- arssyni bónda þann 24. október 1941. Þórhallur fæddist að Hvannstóði í Borgarfirði eystri 12. desember 1906, d. 19. júlí 1984. Hann fluttist á þriðja ári með móður sinni að Mýrum í Skriðdal og ólst þar upp hjá hjón- 4.desember 1974. 7) Herdís, sjúkraliði, f. 7. maí 1954. Maki Þorsteinn N. Ingvarsson, f. 4. febrúar 1953. Þau eiga 3 börn. 8) Þórarinn, mjólkurfræðingur, f. 21. október 1956. Maki María R. Ólafsdóttir, f. 9. júní 1958. Þau eiga eina dóttur. 9) Lárus, kjöt- iðnaðarmaður, f. 28. júní 1959. Maki Hildur E. J. Kolbeins, f. 20. febrúar 1962. Þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. 10) Þór- hildur, starfar á ferðaskrifstofu, f. 25. mars 1965. Maki Reynir Sturluson, f. 23.júní 1962. Þau eiga þrjár dætur. Agnes og Þórhallur hófu bú- skap á Hreiðarsstöðum í Fellum árið 1943 og bjuggu þar í fjögur ár. Þaðan fluttu þau að Þingmúla í Skriðdal og bjuggu þar í 13 ár. Árið 1960 fluttust þau að Kirkju- bóli í Norðfirði og stunduðu bú- skap þar allt til ársins 1974. Þau voru alla tíð dugmikið bændafólk og framsýn á margan hátt. Árið 1974 brugðu þau búi og fluttust suður í Kópavog þar sem þau bjuggu í tvö ár. Eftir það lá leiðin aftur austur á land á gamlar heimaslóðir og settust þau að á Egilsstöðum. Þar áttu þau mörg góð ár saman. Agnes starfaði í nokkur ár á Prjónastofunni Dyngju. Árið 1990 flutti hún suð- ur, bjó í Hafnarfirði í eitt ár og eftir það í Sunnuhlíð í Kópavogi. Útför Agnesar verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin kl. 14. unum Stefáni Þór- arinssyni og Jónínu Einarsdóttur. Agnes og Þórhallur eign- uðust 10 börn: 1) Árni, verkamaður, f. 5. mars 1942. Hann var giftur Svanfríði Hagvaag. Þau slitu samvistir. Þau eiga eina dóttur og þrjú barnabörn. 2) Amalía, hjúkr- unarfræðingur, f. 4. apríl 1943. Maki Jó- hann Kárason, f. 18. maí 1944, d. 11. ágúst 1990. Dæt- ur þeirra eru fjórar, barnabörnin átta og eitt barnabarnabarn. 3) Stefán, vélstjóri, f. 28. júlí 1944, d. 19. mars 1995. Maki Svanhildur Jónasdóttir, f. 4. júní 1947, d. 20. september 1993. Þeirra synir eru þrír og barnabörnin þrjú. 4) Ingi- björg, vinnur við heimaþjónustu, f. 2. ágúst 1945. Maki Gunnlaugur Þorgilsson, f. 25. september 1946, d. 12. mars 1988. Börn þeirra voru fjögur. Elsti sonur þeirra var Árni, f. 24. október 1967, d. 12. mars 1988. Barnabörnin eru fimm. 5) Kristín, félagsliði, f. 24. september 1946. Maki Helgi Jó- hannsson, f. 6. júní 1948, d. 25. desember 2007. Börn þeirra eru fjögur og barnabörnin níu. 6) Sveinn, kennari, f. 31. júlí 1950, d. Elsku mamma mín. Ekki gat mig órað fyrir því þegar ég kvaddi þig með kossi í litlu nota- legu íbúðinni þinni í Sunnuhlíð, dag- inn fyrir páskafrí, að það yrði í síð- asta sinn sem ég hitti þig þar. Daginn eftir skruppum við fjölskyldan til út- landa svo vika leið á milli þess sem við hittumst næst. Þá varstu komin á Landspítalann í Fossvogi þar sem þú háðir stutta en erfiða baráttu við veikindi sem höfðu yfirhöndina að lokum. Ég sakna þín sárt og minningar og myndir, svo ótal margar, koma upp í hugann. Ég minnist æskuáranna á Kirkjubóli í Norðfirði þar sem þið pabbi stýrðuð fallegu og stóru búi með miklum myndarskap. Dugnaður þinn, umhyggja og hlýja fyrir mönn- um og málleysingum var einkenn- andi í fari þínu alla tíð. Ég man eftir litlu veikburða lömbunum sem eygðu lífsvon í ofninum í eldhúsinu. Ég man eftir gullabúinu mínu í lægðinni fyrir ofan fjósið þar sem ég hélt ófá kaffi- boðin og bauð þér upp á moldarkök- ur, fagurlega skreyttar fíflum og sól- eyjum. Ég man eftir þér úti á túni í heyskap, inni í fjósi að mjólka kýrn- ar, inni í húsi að elda og baka og svo mætti lengi telja. Gestrisni þín var einnig óendanleg og þér ávallt um- hugað að gera vel við alla sem komu í heimsókn, hvort sem var í sveitinni, á Egilsstöðum eða seinna meir í Sunnuhlíð. Þú hafðir svo stórt hjarta og hlýjan faðm elsku mamma. Þú áttir líka sér- staklega auðvelt með að umgangast fólk og alltaf tilbúin að leggja öðrum lið. Ekki fórum við Reynir varhluta af hjálpsemi þinni enda varstu alltaf boðin og búin að koma og passa stelp- urnar okkar þegar þær voru litlar og barst sérstaka umhyggju fyrir þeim. Við fjölskyldan eigum svo margar minningar um notalegar samveru- stundir með þér og kemur aðfanga- dagur sérstaklega upp í hugann en hann áttum við Reynir og stelpurnar óskiptan með þér alla tíð síðustu 17 árin. Rjúpur voru alltaf á borðum eins og í sveitinni forðum. Þetta var þinn siður sem mér fannst sjálfri ómissandi að halda í. Það verður óraunverulegt og tómlegt að hafa þig ekki til að stússast í eldhúsinu með mér næstu jól og sjá þig hverfa í pakkaflóðið. Þú varst mikil félagsvera og þér leið best í návistum við ættingja og vini. Ómetanlegar eru stundirnar sem við áttum saman í hádeginu í Sunnuhlíð oft í viku og iðulega kíkti einhver annar úr stórfjölskyldunni við hjá þér daglega eða sótti þig um helgar í mat eða kaffi. Þú átt stóran afkomendahóp sem þú varst stolt af og erum við öll glöð yfir því að síðasta sumar áttir þú yndislegar stundir á stóru ættarmóti systkina pabba á Borgarfirði eystri. Þar varst þú heið- ursgestur sem eini eftirlifandi mak- inn. Þú naust þín í hvívetna meðal fólksins í fallegu veðri og umhverfi og heimsóttir gamlar æskuslóðir í Skriðdal sem þú minntist ævinlega með gleði og hlýju og glampa í aug- um. Elsku mamma, þú gafst svo mikið af þér og alúð þín og hlýja fyrir öðr- um var eftirtekarverð. Þú lést alla aðra en þig hafa forgang en varst þó jafnframt mjög sjálfstæð og föst á þínu alla tíð og allt fram undir það síðasta. Mikil var reisn þín. Þú ert hetjan mín. Þín, Þórhildur Fyrstu minningarnar um ömmu eru þegar við erum litlar stúlkur að koma í sveitina á Kirkjuból í Norð- fjarðarsveit. Þetta voru dagar sak- leysisins í endalausu sólskini. Við systur og Þórhildur frænka, yngsta systir mömmu, lékum í gullabúinu hennar Þórhildar og sóttum bökun- arefni og ýmsar nauðsynjar inn til ömmu, því nauðsynlegt var að krydda vel og skreyta afraksturinn. Því næst var kallað í hundinn Kát og honum boðið upp á herlegheitin. Minningarnar úr sveitinni eru dýr- mætar og að sumu leyti óljósar. Amma stjórnaði ásamt afa með myndarbrag og við nutum góðs af því. Afi og amma fluttu í Kópavoginn. Við vorum tíðir gestir á heimilinu enda stutt að fara. Höfuðborgar- svæðið átti þó ekki við hana ömmu og fluttu þau aftur austur og nú til Eg- ilsstaða. Afi dó sumarið 1984 og amma varð ein. Stærsti hluti fjölskyldunnar var kominn suður og því lá beinast við að amma flytti aftur til að vera nær fólk- inu sínu. Amma flutti í fallega litla íbúð á Kópavogsbraut við Sunnuhlíð þar sem hún hélt heimili fram á síðasta dag. Það var alltaf notalegt að koma til hennar. Bollarnir sóttir upp í skáp fyrir kaffisopann og ef sérsaklega lá vel á henni voru fínu Cananda-boll- arnir brúkaðir. Eitthvert góðgæti var alltaf á boðstólum. Amma var gestrisin og hafði áhuga á að leggja vel og fallega á borð. Amma var góð manneskja, hún var iðin með eindæmum og kunni því illa að fólk slægi slöku við. Allir áttu að leggja hönd á plóginn enda hafði lífið verið erilsamt á stóru heimili þar sem miklu skipti að allir tækju þátt. Hún var lagin við að stjórna og gerði það leynt og ljóst fram á síðasta dag. Það var ekki laust við að við brostum stundum út í annað þegar hún tók völdin í sínar hendur. Amma lét sér mjög annt um náungann, hún var lítillát, hugsaði vel um alla í kringum sig. Hún var glaðleg og hláturmild og smitaði nærstædda með hlátri sínu. Það fer um okkur tómleikatilfinn- ing að hugsa til þess að þessar stund- ir hjá ömmu verða ekki fleiri. Eftir stendur stór og samhent fjölskylda, stolt af þessari konu sem skildi svo mikið eftir sig. Við kveðjum með söknuði og þakk- læti. Ester og Agnes. Með sorg og söknuði í hjarta kveðjum við Agnesi ömmu okkar. Margar minningar leita á hugann og þá sérstaklega minningar um þær notalegu stundir sem við áttum í eld- húskróknum heima hjá henni í Kópa- vogi. Alltaf tók hún á móti okkur með bros á vör og hlýjan faðm. Amma var glaðleg, léttlynd og hjá henni var ávallt stutt í hláturinn. Sagt er að hláturinn lengi lífið og er- um við vissar um að það sé satt því við fengum að njóta ömmu okkar fram á áttugasta og níunda aldursár og var hún nær alla sína ævi við góða heilsu. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Í sölum heimsins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. Þínar Bryndís Fjóla og Auður Sveinbjörg. Elsku amma Mikið er skrítið að hafa þig ekki hér með okkur lengur. Við bjugg- umst eiginlega við að þú yrðir alltaf til staðar, að við myndum koma með börnin okkar í heimsókn til lang- ömmu í Sunnuhlíð í framtíðinni, en þannig er lífið víst ekki. Við erum þakklátar fyrir þann tíma sem við áttum með þér og eigum fullt af ynd- islegum minningum. Öll jól síðan við munum eftir okkur hefur þú alltaf verið hjá okkur og þegar við vorum litlar vorum við alltaf svolítið öfund- sjúkar yfir því að þú áttir alltaf lang- flestu pakkana. Næstu jól eiga eftir að vera tómleg en þú verður alltaf með okkur í hjartanu. Við eigum einnig margar skemmtilegar minn- ingar úr Sunnuhlíð enda alltaf sendar til þín í öllum skólafríum. Þú áttir alltaf eitthvert gotterí í pokahorninu til að gefa dúfunum eða kúlunum þín- um eins og þú kallaðir okkur. Þegar við lítum til baka þá þykir okkur voðalega vænt um þessi gæluorð. Þú fylgdist alltaf vel með okkur og ef mamma og pabbi fóru út að kvöldlagi leið þér best ef þú vissir af okkur systrum saman heima og værum ekkert að fara neitt. ,,Þið verðið bara góðar heima er það ekki?“ var spurn- ing sem við fengum iðulega að heyra, jafnvel þótt við eltumst. Þér þótti svo vænt um okkur og vildir okkur allt það besta og fundum við allar sannarlega fyrir þeirri miklu væntumþykju. Þú varst yndisleg, góð og hlý og eigum við eftir að sakna þín mikið. Við elskum þig. Þínar kúlur, Marta, Stefanía Rut og Daníela Rún. Það urðu ákveðin kaflaskil í lífi okkar núna fyrir stuttu. Agnes amma var látin! Hvað getur maður sagt á svona stundu? Maður finnur óneit- anlega fyrir tómleika, enda er það staðreynd að þegar fólkið sem hefur fylgt manni frá fyrstu tíð fer að falla frá vantar stóran hluta í líf manns. Þessir höfðingjar eiga jú mikinn þátt í því hvernig manneskja maður er í dag. Það var alltaf gott að koma í heim- sókn til ömmu í Sunnuhlíðina. Alltaf bar hún kræsingar á borð og það þýddi sko ekkert fyrir mann að vera með einhverjar afsakanir um megr- un eða eitthvað álíka. „Láttu ekki svona og fáðu þér, elskan.“ Og maður gerði það, þó svo að maður væri full- ur upp í kok þá fékk maður sér af því að amma sagði manni að gera það. Og maður sagði sko ekki nei við ömmu! Það sem var kannski líka skemmtilegast við þetta allt var að maður fékk síðan eftirrétt, einn súkkulaðimola í eftirrétt. Eftir að amma flutti suður frá Egilsstöðum varð það að hefð hjá okkur systkin- unum að kíkja til hennar með pakka á aðfangadag. Undir það síðasta var það algjör nauðsyn að hitta ömmu á aðfangadag og kom það fyrir nokkr- um sinnum að maður leitaði hana uppi hjá Þórhildi frænku en þar var hún í mat. Þá fussaði hún oft og sveiaði þegar maður rétti henni pakkann enda var þetta nú bara al- gjör óþarfi. Við áttum margar góðar stundir með ömmu, en það sem stendur kannski upp úr er þegar hún tók þátt í sláturgerð með okkur núna í haust. Pabbi hafði boðið henni í mat og sagt henni að við ætluðum að taka slátrið sjálf og hún fór svona smátt og smátt að flýta komutímanum til okkar. Kvöldið fyrir sláturgerðina hringdi hún og spurði hvort það væri ekki hægt að sækja hana upp úr hádeg- inu, hana langaði svo að vera með, hún gæti jafnvel saumað einn kepp eða svo. Þegar við byrjuðum sat hún við borðið og sagði: „Ég get nú ekki saumað mikið“, en svo byrjaði hún að sauma. Og frúin stóð við borðið og saumaði hraðar en saumavél og hrað- ar en ungu konurnar. Og hún var líka ekkert á því að hvíla sig. Þetta er að okkar mati það sem lýsir ömmu best! Baráttukona og dugnaðarforkur fram í fingurgóma. Við eigum eftir að sakna þín elsku amma okkar. En við huggum okkur við það að núna geturðu hlaupið um engin á Kirkjubóli með karlinum honum afa. Hvíldu í friði elsku amma okkar! Ásthildur Jóna, Sveinn Ólafur, Óttar Freyr og Hugrún Ösp. Með sorg og söknuði í hjarta kveðjum við Agnesi ömmu okkar. Margar minningar leita á hugann og þá sérstaklega minningar um þær notalegu stundir sem við áttum í eld- húskróknum heima hjá henni í Kópa- vogi. Alltaf tók hún á móti okkur með bros á vör og hlýjan faðm. Amma var glaðleg, léttlynd og hjá henni var ávallt stutt í hláturinn. Sagt er að hláturinn lengi lífið og er- um við vissar um að það sé satt því við fengum að njóta ömmu okkar fram á áttugasta og níunda aldursár og var hún nær alla sína ævi við góða heilsu. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Í sölum heimsins sólin skín, við sendum kveðju upp til þín. Þínar, Bryndís Fjóla og Auður Sveinbjörg. Elsku amma. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Með hjartað fullt af virðingu kveðj- um við þig og biðjum þig að hugsa um pabba okkar sem var þér svo kær. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín, Soffía, Þórhallur, Elva Rut, Sunna Björg og fjölskyldur. Agnes Árnadóttir Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvernig fer. þótt mér hverfi heimsins gæði, – hverfi allt sem kærst mér er; Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. (M. Joch.) Elsku langamma. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar. Guð geymi þig. Kristey Lea, Símon Gabríel og Aron Breki. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.