Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UPPSTIGNINGARDAGUR er dag- ur aldraða í kirkjum landsins. Þessi dagur er sérstaklega tileinkaður öldruðum og fjölskyldum þeirra. Á degi aldraða taka margir eldri borgarar virkan þátt í messunni, m.a. með því að lesa ritningarlestra og flytja prédikun. Fjölskyldum gefst tækifæri til að eiga hátíð- arstund í kirkjunni sinni og að lok- inni guðsþjónustu er boðið upp á veitingar. Herra Pétur Pétursson lagði til á kirkjuþingi árið 1982 að dagur aldraða yrði árlegur á uppstign- ingadag í kirkjum landsins. Útvarpað verður messunni í Grafarholtssókn. Dagur aldraðra í kirkjunni Í DAG, laugardag, verða Ný-ung og Ungblind með bækistöðvar í Hinu húsinu, Pósthústræti 3-5 milli kl. 13-16. Þar verður boðið upp á lif- andi bókasafn og ljósmyndasýningu eftir Höskuld Þór Höskuldsson. Ungblind er hópur blindra og sjónskertra á aldrinum 15-35 ára. Í dag standa þau fyrir lifandi bóka- safni þar sem almenningi gefst kostur á því að fletta upp í lifandi bókum um ýmsa minnihlutahópa. Ný-ung er ungliðahreyfing Sjálfsbjargar slf. Þau verða á ferð í miðbæ Reykjavíkur og bjóðast til að „af-ófatla“ fólk, sem sem er þreytt á að vera í minnihluta. Með þessari aðgerð vilja Ný-ung mót- mæla fordómum gegn öryrkjum og öðrum minnihlutahópum. Lifandi bókasafn VINIR Tíbets ætla í dag, laugar- daginn 26. apríl klukkan 13:00, að efna til fundar fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðmel 29, að því er fram kemur í tilkynningu. Fundur- inn er til að minna kínversk yfir- völd á að heimurinn fylgist grannt með ástandinu í Tíbet sem og til að heiðra Panchen Lama, en hann varð 19 ára 25. apríl sl. Hann er næstæðsti lama Tíbeta og var rænt af kínverskum yfirvöldum aðeins 6 ára gömlum ásamt allri fjölskyldu hans. Enginn veit hvar hann er nið- urkominn. Vinir Tíbets áttu fund með Björg- vini G. Sigurðssyni viðskiptaráð- herra í vikunni. Rætt var um nýaf- staðna ferð hans til Kína og hvers hann varð vísari þar varðandi mál- efni Tíbets. Þá var rætt um hvað væri líklegast til að bera árangur varðandi ástandið í Tíbet. Morgunblaðið/G.Rúnar Tíbet-mótmæli ÁRSFUNDUR Landspítalans verður í Salnum í Kópavogi þriðju- daginn 29. apríl nk. kl. 14.00– 16.30. Heilbrigð- isráðherra flytur ávarp og Frank B. Cerra, forseti heilbrigðisskól- ans í Minnesota, flytur erindi. Veitt- ir verða styrkir úr styrktarsjóði Bents Scheving Thorsteinsson. Vís- indi á vordögum hefjast daginn eft- ir með opnun veggspjaldasýningar í K-byggingu við Hringbraut kl. 11.30 og vísindadagskrá í Hringsal hjá Barnaspítala Hringsins kl. 13. Gestur vísindadaga verður Robert Murrey, prófessor við Lundúnahá- skóla. Vísindi á vordögum Robin Murray STUTT Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FJÁRMÁL Bolungarvíkurbæjar verða meginverkefni nýs meirihluta A- og D-lista sem myndaður hefur verið í Bolungurvík. Þetta segir Elí- as Jónatansson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórn, en hann mun taka við sem bæjarstjóri á bæj- arstjórnarfundi nk. miðvikudag. Meirihlutinn var myndaður eftir að slitnaði upp úr samstarfi A- og K- lista. Formaður bæjarráðs nýs meirihluta verður Anna G. Edvards- dóttir, oddviti A-lista. Gerður hefur verið málefnasamningur milli fram- boðanna, en Elías vildi ekki ræða efni hans í smáatriðum fyrr en búið væri að kynna hann flokksmönnum. Elías sagði að meginverkefni nýs meirihluta væri að taka á fjármálum sveitarfélagsins. „Það erum með mörg verkefni í gangi á vegum bæj- arfélagsins, en það er ekki búið að ljúka fjármögnun þeirra allra. Við munum fara í gegnum fjárhagsáætl- unina og taka hana upp til endur- skoðunar með það að markmiði að fresta hugsanlega einhverjum fram- kvæmdum. Síðan þarf að klára lánsfjármögnun á þeim verkefnum sem búið er að taka ákvörðun um og búið er að setja af stað,“ sagði Elías í samtali við Morgunblaðið. Elías sagði að ársreikningur Bol- ungarvíkur fyrir síðasta ár væri ekki tilbúinn og því lægju ekki fyrir allar upplýsingar um raunverulega fjár- hagsstöðu sveitarfélagsins. Eins myndi hann óska eftir að fá ítarlegar upplýsingar um allar skuldbindingar sem sveitarfélagið hefði tekið á sig. Grímur Atlason, fyrrverandi bæj- arstjóri, sagði að sér litist illa á nýja meirihlutann. Það hefðu verið átök milli A-lista og sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili. Samskiptin einkenndust af gömlum væringum. „Það var beinlínis stofn- að til A-listans til að koma í veg fyrir að Elías Jónatansson yrði bæjar- stjóri í Bolungarvík. Anna G. Edv- ardsdóttir varð undir í prófkjöri sjálfstæðismanna og gekk síðan úr flokknum. Úr varð persónuleg óvild sem m.a. kom fram í bæjarráði. Fulltrúi minnihlutans sat stöðugt undir árásum frá Önnu um að flokk- ur hans væri ómögulegur og hefði klúðrað öllu á síðasta kjörtímabili.“ Grímur sagði óljóst hvað tæki við hjá sér. Hann keypti hús í Bolung- arvík þegar hann var ráðinn bæjar- stjóri og gerði það upp. Hann sagði gott að vera í Bolungarvík og hann hefði ekki verið að tjalda til einnar nætur. Síðasta vika hefði hins vegar valdið sér miklum vonbrigðum. Efnt var til mótmæla fyrir utan Ráðhús Bolungarvíkur í gær. Á þriðja tug þátttakenda vildi láta í ljósi óánægju sína með myndun nýs meirihluta og bæjarstjóraskiptin. Gæti þurft að fresta einhverjum verkefnum Nýr meirihluti í Bolungarvík tekur við á miðvikudag Meirihluti Samkomulag um nýjan meirihluta var undirritað af Elíasi Jón- atanssyni oddvita D-lista, og Önnu Guðrúnu Edvardsdóttur oddvita A-lista. UNGIR jafnaðarmenn og Græna netið plöntuðu í gær tveimur trjáplöntum á fyrirhugaðri bygg- ingarlóð álvers í Helguvík. Að sögn Önnu Pálu Sverrisdóttur, formanns Ungra jafnaðarmanna, eiga plönturnar að vera táknrænir vaxt- arsprotar fyrir fjölbreytt atvinnulíf á Suð- urnesjum. Vildi hópurinn minna á að fram kom í ársskýrslu Hitaveitu Suðurnesja að mörgum smærri fyrirtækjum var neitað um frekari raf- orkukaup þar sem væntanlegu álveri hefði þeg- ar verið lofað fáanlegri raforku. Einnig bárust af því fréttir í vikunni að álver Norðuráls á Grundartanga mengaði mun meira en áður var talið, og vildi hópurinn vekja til umhugsunar um hvaða mengunar mætti þá vænta í Helguvík. Fengu plönturnar nöfnin Þórunn og Össur. Plöntuðu vaxtar- sprotum í Helguvík Ljósmynd/Víkurfréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.