Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 8

Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 8
8 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR UPPSTIGNINGARDAGUR er dag- ur aldraða í kirkjum landsins. Þessi dagur er sérstaklega tileinkaður öldruðum og fjölskyldum þeirra. Á degi aldraða taka margir eldri borgarar virkan þátt í messunni, m.a. með því að lesa ritningarlestra og flytja prédikun. Fjölskyldum gefst tækifæri til að eiga hátíð- arstund í kirkjunni sinni og að lok- inni guðsþjónustu er boðið upp á veitingar. Herra Pétur Pétursson lagði til á kirkjuþingi árið 1982 að dagur aldraða yrði árlegur á uppstign- ingadag í kirkjum landsins. Útvarpað verður messunni í Grafarholtssókn. Dagur aldraðra í kirkjunni Í DAG, laugardag, verða Ný-ung og Ungblind með bækistöðvar í Hinu húsinu, Pósthústræti 3-5 milli kl. 13-16. Þar verður boðið upp á lif- andi bókasafn og ljósmyndasýningu eftir Höskuld Þór Höskuldsson. Ungblind er hópur blindra og sjónskertra á aldrinum 15-35 ára. Í dag standa þau fyrir lifandi bóka- safni þar sem almenningi gefst kostur á því að fletta upp í lifandi bókum um ýmsa minnihlutahópa. Ný-ung er ungliðahreyfing Sjálfsbjargar slf. Þau verða á ferð í miðbæ Reykjavíkur og bjóðast til að „af-ófatla“ fólk, sem sem er þreytt á að vera í minnihluta. Með þessari aðgerð vilja Ný-ung mót- mæla fordómum gegn öryrkjum og öðrum minnihlutahópum. Lifandi bókasafn VINIR Tíbets ætla í dag, laugar- daginn 26. apríl klukkan 13:00, að efna til fundar fyrir utan kínverska sendiráðið að Víðmel 29, að því er fram kemur í tilkynningu. Fundur- inn er til að minna kínversk yfir- völd á að heimurinn fylgist grannt með ástandinu í Tíbet sem og til að heiðra Panchen Lama, en hann varð 19 ára 25. apríl sl. Hann er næstæðsti lama Tíbeta og var rænt af kínverskum yfirvöldum aðeins 6 ára gömlum ásamt allri fjölskyldu hans. Enginn veit hvar hann er nið- urkominn. Vinir Tíbets áttu fund með Björg- vini G. Sigurðssyni viðskiptaráð- herra í vikunni. Rætt var um nýaf- staðna ferð hans til Kína og hvers hann varð vísari þar varðandi mál- efni Tíbets. Þá var rætt um hvað væri líklegast til að bera árangur varðandi ástandið í Tíbet. Morgunblaðið/G.Rúnar Tíbet-mótmæli ÁRSFUNDUR Landspítalans verður í Salnum í Kópavogi þriðju- daginn 29. apríl nk. kl. 14.00– 16.30. Heilbrigð- isráðherra flytur ávarp og Frank B. Cerra, forseti heilbrigðisskól- ans í Minnesota, flytur erindi. Veitt- ir verða styrkir úr styrktarsjóði Bents Scheving Thorsteinsson. Vís- indi á vordögum hefjast daginn eft- ir með opnun veggspjaldasýningar í K-byggingu við Hringbraut kl. 11.30 og vísindadagskrá í Hringsal hjá Barnaspítala Hringsins kl. 13. Gestur vísindadaga verður Robert Murrey, prófessor við Lundúnahá- skóla. Vísindi á vordögum Robin Murray STUTT Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FJÁRMÁL Bolungarvíkurbæjar verða meginverkefni nýs meirihluta A- og D-lista sem myndaður hefur verið í Bolungurvík. Þetta segir Elí- as Jónatansson, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í sveitarstjórn, en hann mun taka við sem bæjarstjóri á bæj- arstjórnarfundi nk. miðvikudag. Meirihlutinn var myndaður eftir að slitnaði upp úr samstarfi A- og K- lista. Formaður bæjarráðs nýs meirihluta verður Anna G. Edvards- dóttir, oddviti A-lista. Gerður hefur verið málefnasamningur milli fram- boðanna, en Elías vildi ekki ræða efni hans í smáatriðum fyrr en búið væri að kynna hann flokksmönnum. Elías sagði að meginverkefni nýs meirihluta væri að taka á fjármálum sveitarfélagsins. „Það erum með mörg verkefni í gangi á vegum bæj- arfélagsins, en það er ekki búið að ljúka fjármögnun þeirra allra. Við munum fara í gegnum fjárhagsáætl- unina og taka hana upp til endur- skoðunar með það að markmiði að fresta hugsanlega einhverjum fram- kvæmdum. Síðan þarf að klára lánsfjármögnun á þeim verkefnum sem búið er að taka ákvörðun um og búið er að setja af stað,“ sagði Elías í samtali við Morgunblaðið. Elías sagði að ársreikningur Bol- ungarvíkur fyrir síðasta ár væri ekki tilbúinn og því lægju ekki fyrir allar upplýsingar um raunverulega fjár- hagsstöðu sveitarfélagsins. Eins myndi hann óska eftir að fá ítarlegar upplýsingar um allar skuldbindingar sem sveitarfélagið hefði tekið á sig. Grímur Atlason, fyrrverandi bæj- arstjóri, sagði að sér litist illa á nýja meirihlutann. Það hefðu verið átök milli A-lista og sjálfstæðismanna í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili. Samskiptin einkenndust af gömlum væringum. „Það var beinlínis stofn- að til A-listans til að koma í veg fyrir að Elías Jónatansson yrði bæjar- stjóri í Bolungarvík. Anna G. Edv- ardsdóttir varð undir í prófkjöri sjálfstæðismanna og gekk síðan úr flokknum. Úr varð persónuleg óvild sem m.a. kom fram í bæjarráði. Fulltrúi minnihlutans sat stöðugt undir árásum frá Önnu um að flokk- ur hans væri ómögulegur og hefði klúðrað öllu á síðasta kjörtímabili.“ Grímur sagði óljóst hvað tæki við hjá sér. Hann keypti hús í Bolung- arvík þegar hann var ráðinn bæjar- stjóri og gerði það upp. Hann sagði gott að vera í Bolungarvík og hann hefði ekki verið að tjalda til einnar nætur. Síðasta vika hefði hins vegar valdið sér miklum vonbrigðum. Efnt var til mótmæla fyrir utan Ráðhús Bolungarvíkur í gær. Á þriðja tug þátttakenda vildi láta í ljósi óánægju sína með myndun nýs meirihluta og bæjarstjóraskiptin. Gæti þurft að fresta einhverjum verkefnum Nýr meirihluti í Bolungarvík tekur við á miðvikudag Meirihluti Samkomulag um nýjan meirihluta var undirritað af Elíasi Jón- atanssyni oddvita D-lista, og Önnu Guðrúnu Edvardsdóttur oddvita A-lista. UNGIR jafnaðarmenn og Græna netið plöntuðu í gær tveimur trjáplöntum á fyrirhugaðri bygg- ingarlóð álvers í Helguvík. Að sögn Önnu Pálu Sverrisdóttur, formanns Ungra jafnaðarmanna, eiga plönturnar að vera táknrænir vaxt- arsprotar fyrir fjölbreytt atvinnulíf á Suð- urnesjum. Vildi hópurinn minna á að fram kom í ársskýrslu Hitaveitu Suðurnesja að mörgum smærri fyrirtækjum var neitað um frekari raf- orkukaup þar sem væntanlegu álveri hefði þeg- ar verið lofað fáanlegri raforku. Einnig bárust af því fréttir í vikunni að álver Norðuráls á Grundartanga mengaði mun meira en áður var talið, og vildi hópurinn vekja til umhugsunar um hvaða mengunar mætti þá vænta í Helguvík. Fengu plönturnar nöfnin Þórunn og Össur. Plöntuðu vaxtar- sprotum í Helguvík Ljósmynd/Víkurfréttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.