Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA kauphallarinnar á Íslandi hækkaði um 1,22% í gær og er lokagildi hennar 5.266,38 stig. Gengi bréf Össurar hækkaði um 4,92%, SPRON 4,73% og Straums um 3,83%. Century Aluminum lækk- aði um 9,53%. Krónan styrktist um 1,37% í gær. Við upphaf viðskipta í gærmorgun var gengisvísitalan 149,70 stig, en við lokun markaða var hún 147, 85 stig. Velta á millibankamarkaði nam 48 milljörðum króna. Gengi Banda- ríkjadals er nú 73,55 krónur, gengi punds er 145,89 krónur og gengi evru 114,99 krónur. Skuldatryggingarálag á skuldabréf bankanna hélt áfram að lækka á eft- irmarkaði í gær og er álagið á bréf Glitnis nú um 412,5 punktar, álag á bréf Kaupþings um 400 punktar og álag á bréf Landsbankans um 287,5 punktar. Hlutabréf og króna á uppleið ● SAUTJÁN ár eru síðan sala á ný- byggðu íbúðar- húsnæði var eins dræm vestanhafs og nú. Í mars var salan á íbúðarhúsnæði 526.000 á árs- grundvelli, sem er 36,6% minna en á sama tíma í fyrra, en spár hagfræð- inga hljóðuðu upp á 580.000. Með- alverð á nýju íbúðarhúsnæði er tæp- ar 17 milljónir króna og hefur lækkað um 13,3% milli ára, sem er mesta lækkun síðan 1970. Niðursveiflan í húsnæðiseft- irspurn endurspeglar hærri lána- kostnað, væntingar um fallandi fast- eignaverð og svartsýni neytenda, að sögn hagfræðings hjá Lehman Brot- hers. Financial Times segir hagfræð- ingum vestra vera brugðið, þeir hafi vænst hægari samdráttar. Sala á nýjum íbúðum ekki minni í 17 ár ● TAP varð á rekstri Mosaic Fas- hions á síðasta ári og nam það 16,3 milljónum punda, um 2,4 milljörðum íslenskra króna. Árið 2006 var 10,7 milljón punda hagnaður á rekstri Mosaic. Tekjur fyrirtækisins jukust um 49% frá fyrra ári og námu um 870 millj- ónum punda. Hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA) nam tæpum 72 milljónum punda, sem er um það bil það sama og árið 2006. Í frétta- tilkynningu segir að tap á rekstri fyr- irtækisins megi m.a. rekja til upp- greiðslu lána fyrr en gert var ráð fyrir og afskrifta á vörumerkjum fyrirtæk- isins. Eigið fé félagsins jókst um 48 milljónir punda og skuldir lækkuðu um 31,4 milljónir. Stefnt er að því að fyrirtækið verði rekið með hagnaði á þessu ári. Tap Mosaic Fashions 2,4 milljarðar Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÚTFÆRA þarf hugmyndir um svo- kallaðan þjóðarsjóð áður en hægt er að taka afdráttarlausa afstöðu um ágæti hugmyndarinnar, að mati hagfræðinga sem Morgunblaðið hefur talað við. Björgólfur Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, lagði til á aðalfundi bankans á miðvikudag að Íslend- ingar kæmu sér upp öflugum vara- sjóði, einskonar þjóðarsjóði, til að verja efnahagslífið og hagstjórnina fyrir svipuðum áföllum og þeim, sem dunið hafa yfir síðustu mánuði. Styrkja frekar FME „Fljótt á litið verður að útfæra hug- myndina betur áður en hægt er að segja til eða frá um ágæti hennar,“ segir Gunnar Haraldsson, forstjóri Hagfræðistofnunar Háskóla Ís- lands. „Lífeyrissjóðirnir gegna slíku hlutverki nú og ég get ekki séð að sérstakur sjóður í eigu rík- isins myndi gera það eitthvað bet- ur.“ Segir Gunnar að takast ætti á við þær aðstæður sem væru uppi nú í efnahagsmálum þjóðarinnar með öðrum aðferðum, t.d. með því að styrkja enn frekar Fjármálaeft- irlitið, en með sjóði, sem fjármagn- aður yrði með skattlagningu. Friðrik Már Baldursson, prófess- or við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segist velta því fyrir sér hver tilgangurinn sé með stofnun þjóðarsjóðs. „Er þetta sjóður til að byggja upp fyrir framtíðina, ein- hvers konar lífeyrissjóður, eða á að grípa til hans á erfiðleikatímum eins og gjaldeyrisvarasjóðsins?“ Hann segir einnig að betur verði að útfæra hugmyndina áður en hægt sé að taka afstöðu með eða á móti henni. „Svara verður því hvernig fjármagna á sjóðinn, hver tilgangur hans sé og hvaða reglur muni gilda um notkun hans.“ Freisting fyrir stjórnmálamenn „Það er auðvelt að vera vitur eftir á, en hugsanlega hefði mátt leggja rekstrarafgang ríkissjóðs í slíkan sjóð, eða nota söluandvirði einka- væddra ríkisstofnana til þess, en ég sé ekki að mikið lag sé til stofnunar slíks sjóðs í augnablikinu.“ Segir Friðrik að verði farið í einkavæðingu í orkugeiranum gæti hins vegar orðið færi á að leggja andvirðið í eins konar þjóðarsjóð. „Það þarf hins vegar að myndast þjóðarsátt um notkun slíks sjóðs, og jafnvel þurfa stjórnmálamenn að binda hendur sínar á einhvern hátt. Slíkur sjóður gæti orðið mikil freisting fyrir stjórnmálamenn, en óvarleg nýting stórs varasjóðs gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagkerfið.“ Fjallað er um hugmynd Björgólfs á vef Financial Times og þar sagt að sjóðinn væri hugsanlega hægt að fjármagna með skattlagningu sjáv- arútvegs- og orkufyrirtækja. Útfæra þarf hugmyndina Morgunblaðið/Golli Þjóðarsjóður Björgólfur Guðmundsson greindi frá hugmyndum sínum um þjóðarsjóð á aðalfundi Landsbankans síðastliðinn miðvikudag. Enn minni kaupmáttur? Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is GREINING Glitnis spáir 2% hækk- un á vísitölu neysluverðs nú í apríl. Hagstofan birtir nýjar mælingar á vísitölunni nú á mánudaginn. Hækk- un í mars mældist 1,5%, en 2% hækk- un milli mánaða yrði sú mesta frá árinu 1989, og gangi spáin eftir mun ársverðbólga mælast 10,2%, en hún er nú 8,7%. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að áður hafi verið gert ráð fyrir 1,8% hækkun, en nú bendi margt til að hækkunin verði meiri. Þyngst vegur gengislækkun krónunnar. Greiningardeild Landsbankans spáði áður 1,9% verðlagshækkun í apríl, fyrir tveimur vikum síðan. Síð- asta verðbólguspá greiningardeildar Kaupþings gerði ráð fyrir 1,7% hækk- un milli mánaða og þar með 10% verð- bólgu. Laun hækkuðu minna en verð Launavísitala í mars er 1,2% hærri en í febrúar skv. mælingum Hagstof- unnar sem birtar voru í vikunni. Þar gætir áhrifa nýgerðra kjarasamninga landssambanda og stærstu aðildar- félaga Alþýðusambands Íslands og meðallaun í hverjum mánuði, hefur hækkað um 7,8% sl. tólf mánuði. Eins og fram kom að ofan hefur vísitala neysluverðs hins vegar hækk- að um 8,7% og því hefur kaupmáttur rýrnað frá því í mars á síðasta ári. Til samanburðar hækkaði launavísitalan um 9,7% og verðvísitalan um 5,9% ár- ið áður, þ.e. milli mars 2006 og mars 2007. Í þessum skilningi er kaupmátt- urinn enn sem komið er meiri nú heldur en fyrir tveimur árum. Samtaka atvinnulífsins, sem fela í sér 5,5% lágmarkshækkun launa. Samn- ingarnir koma líklega ekki að fullu til framkvæmda fyrr en í apríl. Endurskoðunarákvæði samninga Kennarasambands Íslands og launa- nefndar sveitarfélaganna frá 8. mars 2007 hefur einnig áhrif, þar sem m.a. kvað á um að allir starfsmenn hækk- uðu um einn launaflokk þann 1. mars sl. Launavísitalan, sem miðast við                                                   ! "#  "  ! $% &'( ) *+ ,- #                       !   "# $%& ' ()* '    + , %    '! & '   *  -.   # / 0 121 !  3*4#  5         678  *)    ) 94   )-* * #-:   %   ; 4  ()* ')   < * 2     3 4%% %#0 0   =   0     ! "  # $ >* 4 # #>  "  '  "# 02   % &' )                                                                             =0  '%  3! 0? '%@ +  A7ABCDD 8EFF8DDD 6G6DDEDD8 ADD6ABF7A G8BD8G7G8D 87F8DDD B7CEDDDD FAE7AGEFD 6CEEG7BE6 EAC8DBA A8DAGA6CF FC6F7668A 7DA8DD ECF8FA6B / GE8E6DD D D / / 6C7A7E / / 8CEC86A / / A6BAEDDDD / / FHGC BAH88 AGH6D 7H8D A7HFD GGH7D G6HDD CB8HDD 6DHC8 EDH8D 8HDE AGHFD 6HEF EFHED AH68 7H78 GBDHDD A6CDHDD 67DHDD DHCB AB6HDD / / FHDD / / BCGDHDD AAHDD / FH6B BAHED AGH6B 7H86 A7HF8 GGHF8 G6HA8 C8GHDD 6AHDD EDHCD 8HAA AGHF6 BHDA ECHFD AH6F 7HFD GB6HDD ABADHDD 6FDHDD DHC8 ABFHDD AHCD GGHDD CHBD / / BCEDHDD AGHDD 8HED 2' 0  A AD BF 66 8C G 7 FD BG 6 6F F8 A A8 / 8 / / / / B / / A / / E / / %*  % 0* 0 G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC G8BGDDC GABGDDC G8BGDDC G6BGDDC GABGDDC G6BGDDC G6BGDDC G8BGDDC AD6GDDC AFBGDDC GGBGDDC 7AGGDDF GGCGDDF G8BGDDC GBGDDC F6GDDC I* I+     J J I, -I     J J 9 * 'K      J J     J J I.A8 I BD    J J FARSÍMAÁSKRIFTUM hjá finnska fjarskiptafyrirtækinu Elisa fjölgaði um 33.000 á fjórðungnum, mest vegna nýrra notenda þriðju kyn- slóðar síma, eða 3G. „3G markaðurinn heldur áfram að vaxa og Elisa ræður yfir helm- ingnum af honum.[...] Yfir 1,1 millj- ón finnskra 3G viðskiptavina getur notað netið í gegnum farsímann eins og með breiðbandi. Við teljum að í lok árs verði notendur um 1,4 milljónir,“ segir Veli-Matti Mattila, forstjóri Elisa, í tilkynningu með nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri. Spá- in svarar til þess að rúmur fjórð- ungur Finna noti sér 3G síma. Hagnaður Elisu nam 40 millj- ónum evra, um 4,7 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi. Það er 18% samdráttur frá 49 milljónum evra fyrir sama tímabil í fyrra. Eig- infjárhlutfall var 37,7%. Lægri farsímagjöld hafa áhrif Mattila segir hagnaðinn hafa verið lægri en vænst var vegna tíma- bundins aðlögunarkostnaðar við nýtt reikningakerfi, sem hafi minnkað tekjurnar um sjö milljónir evra. Lægri farsímagjöld hafi einn- ig haft neikvæð áhrif á hagnað um 14 milljónir evra miðað við fyrra ár. Tekjur af hverri áskrift lækkuðu því úr 29,9 evrum í 25,9 evrur. Novator, eignarhaldsfélag Björg- ólfs Thors Björgólfssonar er stærsti hluthafi Elisu. Elisa spáir 1,4 milljónum 3G notenda fyrir árslok ● SAGT var frá því í Morgunblaðinu á fimmtudag að Actavis og Róbert Wessman hefðu verið viðfangsefni svonefnds greiningardæmis (e. Case Study) við Harvard Business School. Róbert er þó ekki fyrstur íslenskra stjórnenda til að verða slíkt viðfangs- efni, eins og þar kom fram. Fram- ganga Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, var áður notuð sem dæmi um viðskiptalíkön byggð á notkun sjúkragagna og hvern- ig skyldi takast á við þær pólitísku og siðferðilegu spurningar sem þau kynnu að vekja. Titill dæmisins var de- Code Genetics: Hunting for Genes to Develop Drugs og var kennsluefni um DeCode gefið út af Harvard snemma á árinu 2006. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Kári og Decode áður dæmi hjá Harvard BAUGUR er enn að vinna að 40 milljóna punda yfirtöku sinni á karlafatakeðjunni Moss Bros. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times. Auknar vangaveltur hafa verið uppi um að Baugur muni falla frá kaupunum en samkomulag milli fyrirtækjanna, þess efnis að Baugur leggi fram formlegt tilboð, rann út í gær. Talsmaður Baugs sagði hins vegar að verið væri að vinna að mál- inu og ákvörðunin yrði tekin á „við- eigandi stundu.“ Í síðasta mánuði voru lögð drög að tilboði, 42 pens á hlut, en Baugur á nú tæp 29% í Moss Bros. Vill enn fá Moss Bros FJALLAÐ er um ástand efnahags- mála hér á landi í nýjasta tölublaði tímaritsins Economist. Segir þar að tilraunir Seðlabankans til að hemja verðbólgu hafi lítinn árangur borið, heldur hafi mikill vaxtamunur við út- lönd, sterk króna og ódýrt erlent fjármagn myndað vítahring hárrar verðbólgu, viðskiptahalla og hárra vaxta. Nú súpi Íslendingar seyðið af þessari hegðun. Súpa seyðið ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.