Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 25 Á SUMARDAGINN fyrsta birt- ist grein eftir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúa og stjórnarformann REI. Þar heldur hann því fram að í greinum undirritaðrar; Svan- dísar Svavarsdóttur og Óskars Bergssonar um málefni Reykjavík Energy Invest, sé að finna margar rang- færslur og er yfirlýst markmið hans með grein sinni að leið- rétta nokkrar þeirra. Raunar tiltekur Kjart- an í grein sinni aðeins tvær meintar rang- færslur þar sem meintar leiðréttingar Kjartans eru í báðum tilvikum áframhaldandi útúrsnúningar af hans hálfu. Eþíópíumálið Kjartan byrjar á því að fullyrða að ég og Óskar Bergsson höfum ítrekað haldið því fram að hann „hafi skrifað undir viljayfirlýsingu um verkefni í Eþíópíu“ þetta segir Kjartan „rangt“. Hið rétta er að forstjóri REI, Guðmundur Þóroddsson, skrifaði undir viljayfirlýsingu við Eþíóp- íumenn í janúar með fyrirvara um samþykki stjórnar. Á þessum tíma var í gildi samþykkt þess efnis að stjórn REI gæti ekki tekið neinar skuldbindandi ákvarðanir varðandi ný verkefni REI. Því var sam- þykkt á viljayfirlýsingunni vísað til stjórnar OR til endanlegrar af- greiðslu. Þar var málið aldrei tek- ið fyrir, nýr meirihluti hrifsaði til sín völdin í borginni og í fram- haldinu fékk REI nýja stjórn og fullt umboð. Viljayfirlýsingin við Eþíóp- íumenn var því lögð fram að nýju í stjórn REI hinn 12. mars og samþykkt á síðasta fundi stjórnar REI hinn 4. apríl; báðir fundir eftir að Kjartan tók þar við stjórnarformennsku. Það er því óumdeil- anlegt að viljayfirlýs- ingin við Eþíópíu tók ekki gildi fyrr en Kjartan Magnússon samþykkti hana í stjórn REI. Kjartani Magn- ússyni finnst hann kannski ekki vera að samþykkja neitt nema hann sé lík- amlega fluttur til framandi landa og látin skrifa undir skjöl undir dynjandi lófataki og leiftrandi ljós- myndaflössum. Staðreyndin er þó sú að slíkar undirskriftir hafa ná- kvæmlega sama vægi og samþykki stjórnar vegna viljayfirlýsinga sem skrifað hefur verið undir með fyrirvara um samþykki stjórnar. Filippseyjar Eins og ég rakti í grein í Morg- unblaðinu, miðvikudaginn 23. apr- íl, voru uppkaup á Filippseyjum í fullum gangi í tíð fyrsta meirihluta sjálfstæðismanna, samstarfssamn- ingur hafði verið undirritaður við GGE um að standa sameiginlega að kaupum í filippseyska fyrirtæk- inu EDC. Fimm hundruð millj- ónum, var í tíð fyrsta meirihlut- ans, varið til kaupa á 0,4% hlut í filippseyska fyrirtækinu. Tilboðs- gerð í ráðandi hlut í fyrirtækinu var í vinnslu þegar hundrað daga meirihlutinn tók við. Vissulega er rétt hjá Kjartani að sjálfstæð- ismenn hringluðust eitthvað til í skoðunum á þessu verkefni eins og öðrum. En verkefnið var unnið áfram með ábyrgum hætti í tíð hundrað daga meirihlutans, af- rakstur þeirrar vinnu varð að lok- um að draga REI út úr verkefninu án frekari fjárhagslegra skuld- bindinga. Ábyrgðarleysi? Kjartan kallar það ábyrgð- arleysi Samfylkingar að hafa ekki skipað pólitískan fulltrúa í stjórn- ina fyrr en nú. Það er skoðun okk- ar í Samfylkingunni að ekki eigi að skipa stjórn REI pólitískt, enda sýnir reynslan að slík stjórn er nær óstarfhæf. Mér finnst með ólíkindum að Kjartan gangi svo langt að kalla það ábyrgðarleysi Samfylking- arinnar að í tæpa tvo mánuði hafi Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, setið í stjórn REI í sæti minni- hlutans. Ég veit ekki hvort Kjart- an hefur eitthvað undan hans störfum að kvarta í stjórn REI en við í minnihlutanum höfum það ekki. Hins vegar er stefnuleysið og ruglið á pólitískum vettvangi, hvað varðar málefni REI, komið á það stig að pólitískt aðhald minni- hlutans í stjórn REI er öðrum sjónarmiðum yfirsterkara. Því hef- ur minnihlutinn ákveðið að ég taki nú sæti í stjórn REI til að veita meirihlutanum slíkt aðhald. Selja REI Hin fullyrðingin sem Kjartan segir ranga, er hin hárrétta full- yrðing Óskars Bergssonar að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borginni hafi lýst þeim skoðunum, að þeir vilji selja REI. Þetta hefur ítrekað komið fram undanfarið í ummælum einstakra borgarfull- trúa í fjölmiðlum. Einnig hefur komið fram að fimmtudagskvöldið 17. apríl hafi tillaga um slíkt verið samþykkt á fundi meirihlutans, reyndar að Ólafi F. Magnússyni borgarstjóranum fjarstöddum. En sama kvöld horfðu landsmenn á Ólaf heita því í Kastljósviðtali að REI yrði ekki selt og staðið yrði við niðurstöðu stýrihóps. Þetta uppþot í borgarfull- trúahópi sjálfstæðismanna varð eftir undirritanir Kjartans á samningum í Djíbúti. Í því verk- efni er gert er ráð fyrir að REI fjármagni allt að 30% af til- raunaborunum, fjárfestingar REI geta því numið allt að 450 millj- ónum króna. Allir sáttir? Ef borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins eru í dag horfnir frá þeirri skoðun sinni að selja eigi REI og eru orðnir sáttir við að „REI skuli áfram rekið með það hlutverk að sinna þróunar og fjár- festingaverkefnum á erlendri grundu“ eins og Kjartan boðar í grein sinni, er uppþotið í borg- arfulltrúahópnum runnið út í sandinn og ástæðulaust að karpa meira um málið. En ef málið er óútkljáð innan hópsins er það skammgóður vermir fyrir útrás- arsinnann Kjartan Magnússon að gera lítið úr eigin afrekum í útrás- armálum og afneita sumum alfar- ið. Kjartan Magnússon ætti frekar að standa í lappirnar og tala fyrir þeirri stefnu sem hann hefur fylgt sem stjórnarformaður REI. Ég hélt að sjálfstæðismenn hefðu lært að það kemur mönnum í koll að halda eðli samninga leyndu fyrir samstarfsmönnum sínum. Kjartan í kröppum dansi Sigrún Elsa Smáradóttir svarar grein Kjartans Magnússonar »Ef málið er óútkljáð innan hópsins er það skammgóður vermir fyrir útrásarsinnann Kjartan Magnússon að gera lítið úr eigin afrek- um í útrásarmálum og afneita sumum alfarið. Sigrún Elsa Smáradóttir Höfundur er borgarfulltrúi Samfylk- ingar. ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 www.alcoa.is Við ætlum að fjölga fólki ÍS L E N S K A S IA .I S A L C 4 21 54 0 4. 20 08 Ef þú hefur áhuga á starfi hjá Fjarðaáli hafðu þá samband við Sigurlaugu Þorsteinsdóttur eða Tómas Odd Hrafnsson hjá Capacent, í síma 540 1000 eða á netföngin sigurlaug.thorsteinsdottir@capacent.is / tomas.hrafnsson@capacent.is eða skráðu umsókn þína á www.capacent.is og haft verður samband við þig.Kynntu þér kosti þess að búa og starfa á Austurlandi: www.austurat.is Framtíðarstörf í framleiðslu Við ætlum að ráða fleiri starfsmenn á vaktir í framleiðslu. Fjarðaál framleiðir verðmætar afurðir úr áli og álblöndum, þar á meðal álvíra í háspennustrengi. Ekki er gerð krafa um ákveðna menntun eða reynslu umsækjenda. Í fjölbreyttum hópi framleiðslustarfs- manna eru konur og karlar á öllum aldri. Verkefnin eru margs konar og mikið er lagt upp úr þjálfun og starfsþróun. Launin eru góð og Fjarðaál veitir starfsmönnum margvíslega þjónustu, svo sem heilsuvernd, frítt fæði og akstur til og frá vinnu. Í fjölbreyttum hópi starfsmanna eru konur og karlar á öllum aldri sem njóta góðra launa, starfsþjálfunar og ýmissa fríðinda. Núna viljum við bæta í þennan blómlega hóp og ætlum að fjölga starfsmönnum á næstunni. Kynntu þér traust og spennandi atvinnutækifæri. Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði er einn öflugasti vinnustaður heims á sínu sviði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.