Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Arnbjörg Her-mannsdóttir
fæddist á Hellis-
sandi 22. september
1919. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Jaðri í Ólafsvík 16.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Hermann Her-
mannsson sjómaður
og verkamaður á
Hellissandi, f. í
Skáleyjum, Flateyj-
arhreppi, 29. júlí
1893, d. 7. nóv-
ember 1979, og Ágústína Ingi-
björg Kristjánsdóttir húsfreyja, f.
í Bjarneyjum, Flateyjarhreppi, 5.
ágúst 1892, d. 17. febrúar 1979.
Arnbjörg var önnur í röð sjö systk-
ina, elst var Veronika, f. 23. júní
1918, d. 5. febrúar 2005, Krist-
björg, f. 22. janúar 1922, Her-
mann, f. 2. október 1926, d. 22.
febrúar 1997, Kristín, f. 11. ágúst
1930, Helga, f. 16. mars 1937, og
samfeðra Kristinn Friðberg, f. 23.
nóvember 1928, d. 30. júlí 1995.
Hinn 26. desember 1946 giftist
Arnbjörg Magnúsi Kristjánssyni
útgerðarmanni, f. 16. júlí 1918 í
Ólafsvík, d. 22. mars 1978, for-
eldrar hans voru Kristján Krist-
jánsson, bátasmiður og sjómaður,
Ólafsvík, f. 20. ágúst 1872 í Ytra-
Skógarnesi, Miklaholtshr., d. 22.
janúar 1944 í Ólafsvík, og Anna
Elísabet Brandsdóttir, húsfreyja í
Ólafsvík, f. 26. mars 1876 í Snoppu
í Ólafsvík, d. 1. apríl 1937 í Ólafs-
vík.
Eignuðust Arnbjörg og Magnús
9 börn, þau eru 1) Gylfi Kristján, f.
ar í Miðhúsum. Arnbjörg fékk
hefðbundna barnaskólagöngu, fór
snemma að gæta barna á Hellis-
sandi og sótti framhaldsskóla einn
vetur. Þegar hún var 17 ára gömul
lá leið hennar í vist að Snældu-
beinsstöðum í Borgarfirði þar sem
hún var í þrjú ár. Úr Borgarfirð-
inum átti hún góðar minningar.
Frá Borgarfirði fór hún í vist í
Ólafsvík og í vistinni þar kynntist
hún verðandi eiginmanni sínum
þegar hún var á tuttugasta og
öðru ári. Hófu þau búskap í litla
bænum Brekku sem byggður var
af Kristjáni föður Magnúsar.
Fluttust þau 1946 á Ólafsbraut 30
sem var heimili Arnbjargar þang-
að til hún fluttist á Hrafnistu í
Reykjavík árið 2000. Í ágúst síð-
astliðnum fluttist hún aftur til
Ólafsvíkur á Dvalarheimilið Jaðar
þar sem hún lést. Arnbjörg var
húsmóðir alla tíð en vann jafn-
framt um tíma á Bakka sf. fisk-
vinnslufyrirtæki sem þau hjónin
stofnuðu árið 1965 í félagi við Oli-
ver bróður Magnúsar og Guðmund
Jensson mág Magnúsar. Magnús
lést langt um aldur fram 1978 að-
eins 59 ára að aldri eftir langvar-
andi veikindi. Arnbjörg tók þátt í
störfum Kvenfélags Ólafsvíkur,
Slysavarnadeildinni Sumargjöf og
svo seinna í starfi eldri borgara í
Ólafsvík.
Arnbjörg var mikil fjöl-
skyldukona, vildi hafa mikið af
fólki í kringum sig og hafði yndi af
því að taka á móti ættingjum og
vinum. Arnbjörg var lífsglöð og
jafnan með bros á vör, hún unni
fjölskyldu sinni og öllum sínum af-
komendum og var stoð og stytta
fjölskyldunnar. Hennar verður
sárt saknað af ættingjum og vin-
um.
Arnbjörg verður jarðsungin frá
Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 14.
1942, kvæntur Guð-
rúnu Blöndal og eiga
þau fimm börn; Mál-
fríði, Magnús, Arn-
björgu, Guðbjörgu
og Iðunni Hörpu.
Einnig á Gylfi tvo
syni, Arnar og Árna
Friðrik. 2) Elísabet, f.
1943, var hún gift
Finnboga Guðmunds-
syni, þau skildu. Eiga
þau þrjú börn;
Ágústu, Guðmund og
Arnbjörgu. 3) Björg,
f. 1944, gift Einar H.
Kristjánssyni og eiga þau þrjú
börn; Theodóru Sigrúnu, Magnús
Arnar og Rut. Fyrir átti Einar
dótturina Hallfríði. 4) Hermann, f.
1946, kvæntur Svanhildi Páls-
dóttur og eiga þau fjögur börn;
Hermann, Pál Hrannar, Jóhönnu
Snædísi og Hákon Þorra. 5)
Trausti, f. 1947, kvæntur Jóhönnu
Kristínu Gunnarsdóttur og eiga
þau þrjá syni; Gunnar Bergmann,
Kristin Stein og Viðar Örn. 6)
Steinþór, f. 1949, kvæntur Sig-
rúnu Harðardóttur. 7) Ágústa, f.
1951, gift Jóni Guðmundssyni.
Eiga þau tvö börn; Vigni Örvar og
Arnbjörgu Magneu, fyrir átti
Ágústa soninn Sumarliða Örn
Rúnarsson. 8) Svanur, f. 1953,
kvæntur Maríu Pétursdóttur og
eiga þau þrjú börn; Hrönn, Hörð
og Pétur Örn. 9) Kristín, f. 1959,
gift Jóni Axelssyni. Kristín á dótt-
urina Steinunni Dúu Jónsdóttur.
Afkomendur Arnbjargar eru
orðnir 92 talsins.
Arnbjörg fæddist og ólst upp á
Hellissandi og bjó fjölskylda henn-
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Eins láttu ljósið þitt
lýsa í hjarta mitt,
skína í sál og sinni,
sjálfur vaktu þar inni.
Lát húmið milt og hljótt
hlúa að mér í nótt
og mig að nýju minna
á mildi arma þinna.
Ég fel minn allan hag
einum þér nótt sem dag,
ljósið af ljósi þínu
lifi í hjarta mínu.
(Sigurbjörn Einarsson.)
Þín dóttir
Elísabet og fjölskylda.
Mamma okkar var af þeirri kyn-
slóð að muna tímana tvenna.
Rúmlega tvítug kom hún til vinnu
í Ólafsvík, þar kynntist hún föður
okkar sem varð til þess að hún fór
ekki aftur út fyrir Enni eins og hún
kallaði það. En ávallt fengum við
systkinin að heyra frá móður okkar,
sérstaklega minnist ég þess á vor og
sumarkvöldum er við horfðum út
um eldhúsgluggann, að það væri
alltaf sól fyrir utan Enni. Ekki
skildi ég það þá en í dag held ég að
hún hafi verið að segja mér og okk-
ur að sólar nyti lengur frá Hellis-
sandi en í Ólafsvík og hvað hún
saknaði þess að vera ekki nær for-
eldrum sínum því ekki var auðvelt
fyrir hana að heimsækja þau. Það
var oft erfitt að fara fyrir Ólafsvík-
urenni í þá daga.
Það var gaman að fá að alast upp
í svona stórum systkinahópi. Auk
þess var ég svo heppin að Arnar
bróðursonur minn, sem er á svip-
uðum aldri og ég, kom til okkar á
sumrin og fannst okkur yndislegt að
hafa hann hjá okkur. Samband
mömmu og Arnars var sérstaklega
gott alla tíð.
Eftir að ég varð sjálf móðir tók
dóttir mín Steinunn Dúa miklu ást-
fóstri við ömmu sína og var Adda
amma alltaf til staðar fyrir hana.
Henni auðnaðist að fá að kynnast
litlu ömmustelpunni minni Kristínu
Sól. Mamma var löngu hætt að
spyrja hvernig ég hefði það heldur
var bara spurt um Sólina. Hún var
ánægð að vita til þess að ég væri bú-
in að eignast lítinn sólargeisla enda
þótt máttur hennar og mál væri að
þrotum komið síðustu daga lífs
hennar sýndi hún mér bros þegar
ég nefndi Kristínu Sól.
Móðir mín var bæði fínleg og fal-
leg kona sem hafði létta lund og gott
skap.
Ég vil fá að þakka öllu stafsfólki
dvalarheimilisins Jaðars í Ólafsvík
sem gerði allt sem hægt var til að
móður minni liði sem allra best.
Elsku besta mamma mín, þakka
þér fyrir allar stundirnar sem ég hef
fengið að njóta með þér. Á sum-
ardaginn fyrsta fyrir 49 árum, þann
fallega sólskinsdag, leit ég dagsins
ljós í Ólafsvík. Hef ég ávallt verið
þakklát fyrir að vera sumargjöfin
ykkar sem þú minntir mig svo oft á.
Þín dóttir
Kristín.
Adda mín! Mig langar að leið-
arlokum að þakka þér fyrir áralöng
og góð kynni, þakka þér fyrir að
vera góð tengdamamma, dásamleg
móðir og elskuleg amma sem ávallt
og til hins síðasta fylgdist afar vel
með öllu sem ömmubörnin tóku sér
fyrir hendur, og hvattir þau ávallt
áfram til góðra verka. Það skipti
ekki máli þótt hópurinn væri á
þriðja tuginn og flest komin sjálf
með börn, þú vissir ávallt hvar þau
stóðu í lífinu og hvað þau voru að
fást við. Þessa munu þau ætíð minn-
ast og vonandi gefa áfram til sinna.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð
hjartans þakkir fyrir liðna tíð
lifðu sæl á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Þín tengdadóttir
Guðrún.
Elsku amma mín
Nú ertu komin yfir móðuna miklu
á fund Magga afa.
Efst í huga mér eru öll sumrin
sem ég dvaldi hjá þér og afa í Ólafs-
vík.
Þar var ég umvafinn ást og um-
hyggju og sem barn fannst mér þú
ávallt ljósið í lífi mínu. Samveru-
stundirnar með þér gáfu mér gott
veganesti út í lífið og alla tíð síðan
hef ég sótt styrk til þín eins og ég
fékk hjá þér sem lítill strákur.
Mér er minnisstætt eitt smáatvik,
þegar ég stakk mig á nagla og kom
grátandi til þín og þú vafðir þínum
hlýju örmum um þennan litla strák
og settir svo bara fimmeyring á sár-
ið.
Einnig man ég vel að ef einhver
kunnugur gekk Ólafsbrautina
varstu komin út á tröppur til að
bjóða inn í kaffisopa.
Enda var oft fjölmennt á Ólafs-
brautinni og varst þú alltaf hrókur
alls fagnaðar.
Með þessum fáu orðum kveð ég
þig, elsku amma.
Friður sé með þér.
Þinn ömmustrákur,
Arnar Gylfason.
Elsku Adda amma.
Mig langar að kveðja þig með
nokkrum orðum. Þú varst einstök
kona. Hefðir þú verið ung kona í
dag værir þú án efa ein af fremstu
íþróttakonum landsins. Þú hafðir
allt til að bera. Þú varst ótrúlega lið-
ug og lipur, þú fórst létt með að fara
í splitt fram á síðasta dag og svo
dansaðir þú um öll gólf. Einnig var
styrkur þinn og keppniskap gríð-
arlegt. Þú komst til manns níu
kraftmiklum börnum á erfiðum tím-
um þegar ekki var allt til alls, til
þess hefur þurft bæði kraft og út-
hald. Margs er að minnast. Þú varst
aldrei sátt nema það væru margir í
kringum þig. Alltaf var skemmtilegt
að koma til þín í kjötsúpu sem jafn-
an var elduð fyrir heilt ættarmót.
En þar var oft margt um manninn.
Ekki voru jólin komin fyrr en allir í
fjölskyldunni höfðu komið til þín á
aðfangadagskvöld og fengið ís og
ávexti.
Ég vil þakka þér fyrir það hvað
þú varst dugleg að segja mér frá
Magga afa sem lést langt fyrir aldur
fram. Því ég var mjög ungur þegar
hann dó og man því ekki vel eftir
honum nema í þeirri fallegu minn-
ingu sem þú gafst mér um hann. Ég
á alltaf eftir að minnast þín fyrir
þau fjölmörgu en þó alltof fáu sam-
töl sem við áttum saman. Þú gast
alltaf lesið í hlutina, þú þekktir þitt
fólk og vissir alltaf hvað klukkan
sló. Þú hringdir í mig fyrir nokkrum
vikum, þá ræddum við um lífið og
framtíðina. Mér finnst núna eins og
þú hafir verið að hringja og kveðja
mig. Því nokkrum dögum síðar
veiktist þú. Ég mun aldrei gleyma
því. Blessuð sé minning þín.
Kristinn Steinn Traustason
og fjölskylda.
Adda amma.
Þegar vorið er að koma, hiti í
lofti, allt er að lifna við, blómin að
skríða upp úr moldinni og lóan að
koma, finnst manni allt svo gott og
skemmtilegt og ekki margt sem
okkur finnst geta skyggt á þá gleði
en það gerðist þó, hún Adda amma
okkar er dáin.
Þegar við setjumst niður og tölum
um Öddu ömmu og hennar ævi er
hún mikil hetja í okkar huga. Hún
eignaðist níu börn og kom þeim öll-
um á legg, eftir að afi dó fyrir aldur
fram hélt hún ótrauð áfram og lét
ekki bugast.
Margar eru minningarnar sem
við eigum um Öddu ömmu, aðallega
frá því þegar við vorum litlir krakk-
ar í heimsókn á Ólafsbrautinni. Sér-
stakar eru þá minningarnar um að-
fangadagskvöldin, eftir að allir voru
búnir að opna pakka og fleira heima
hjá sér þá var alltaf safnast saman
hjá afa og ömmu niðri á Ólafsbraut,
öll níu börnin og barnabörnin komu.
Þar var svo góð lyktin af hangikjöti
og rauðkáli sem amma bjó alltaf til.
Adda amma bakaði mikið og á jólum
fengum við gyðingakökur og hálf-
mána með sultu inni í ásamt mörgu
öðru góðgæti. Þrátt fyrir mikinn
bakstur hjá henni sást aldrei í köku-
kefli heldur notaði hún forláta vín-
flösku til að fletja út deigið og er
flaskan örugglega enn inni í skáp
undir vaskinum.
Þegar fjölskyldan kom saman var
oft tekið í spil. Félagsvist og kani
voru mjög vinsæl og þar sem Adda
amma var við borð var ávallt hávaði,
hlegið og mikið fjör og þá sérstak-
lega ef hún og pabbi spiluðu saman.
Einnig var mikið spilað úti á Bakka
í kaffitímanum.
Afi og amma voru meðstofnendur
í fiskverkuninni Bakka og nutum við
systkinin góðs af því að hafa alltaf
vinnu þegar á þurfti að halda og ein-
hvern veginn fannst okkur að vísan
„Afi minn og amma mín úti á Bakka
búa“ hefði verið samin um þau.
Adda amma var mikil prjónakona
og áttum við systkinin alltaf ullar-
sokka, vettlinga og jafnvel húfur
prjónað eftir hana og eiga börnin
okkar öll ullarsokka frá henni og
var hún prjónandi fram á síðasta
dag.
Árið 2000 fluttist Adda amma til
Reykjavíkur og dvaldist á Hrafnistu
til ársins 2007 þegar hún ákvað að
snúa aftur til heimahaganna í Ólafs-
vík. Dvaldi hún þá á dvalarheimilinu
Jaðri þar sem hún endurheimti ynd-
islegt útsýni yfir höfnina, það sama
og hún hafði haft á Ólafsbrautinni
fyrr á árum. Við komu hennar á
Jaðar mátti glögglega sjá hvernig
lífsgleði hennar jókst á ný við að
hitta aftur gömlu Ólsarana og Sand-
arana og okkur þótti gott að vita af
henni á Jaðri þar sem henni leið svo
vel og viljum við þakka góðu starfs-
fólki dvalarheimilisins hversu vel
það hugsaði um hana.
Elsku amma, minning þín lifir í
hjörtum okkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Vald. Briem.)
Theodóra, Rut, Hallfríður og
Magnús Arnar.
Elsku langamma okkar.
Er við heyrðum að þú værir látin
hugsuðum við með okkur hvað við
gætum gert.Við höfum hugsað svo
mikið um þig frá því að þú lést. Eitt
af því sem við hugsuðum var að þú
hefur alltaf verið svo mjúk og góð,
sæt og fín. Það var líka alltaf svo
góð lykt inni hjá þér. Alltaf er þú
hittir okkur sagðir þú alveg ná-
kvæmlega: „Þarna ertu Máney mín,
elsku besta Máneyin mín og þarna
ertu elsku Jökullinn minn“. Við höf-
um saknað þín frá því að við fórum
frá Ólafsvík síðast.
Bæn til þín frá okkur:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Við elskum þig langamma okkar.
Björg Máney og Jökull
Byron Magnúsbörn.
Okkur langar til þess að minnast
Öddu ömmu eða ömmu niðurfrá eins
og við kölluðum hana oftast. Það var
alltaf gott að koma á Ólafsbrautina
til ömmu og eigum við margar ljúfar
minningar frá þeim heimsóknum.
Þótt oft hafi verið þröngt á þingi í
litla eldhúsinu hennar var samt allt-
af pláss fyrir alla sem þangað komu.
Amma bjó til einstaklega góðan mat
og var sjaldan máltíð án ljúffengra
grauta í eftirrétt. Ógleymanlegt var
þegar allir í fjölskyldunni hittust
seint á aðfangadagskvöldi á Ólafs-
brautinni og fengu ís og ávexti,
skipti þá engu þótt setið væri í öll-
um krókum og kimum.
Stór hluti af uppeldi okkar syst-
kinanna fór fram úti á Bakka þar
sem við höfðum ömmu og afa til
staðar. Ömmu munum við eftir með
saumnál í hendi saumandi striga-
poka utan um saltfiskinn. Margt var
brallað þar, farið í háskalegar fjöru-
ferðir, fjölbreytta leiki með gömul
veiðarfæri og eigum við öll
skemmtilegar minningar þaðan sem
bera keim af ævintýrablæ. Amma
var alltaf með lausnir við öllu sem á
dundi hjá okkur krökkunum, hvort
sem það var þegar salt fór í augun
eða stígvél urðu blaut, hún var fljót
að redda málum og oftar en ekki
átti hún brjóstsykur í vasa til að
hughreysta lítil hjörtu. Amma hafði
sérstaklega gaman af því að spila,
spilaði hún félagsvist af miklum móð
og voru ófá jólaboð í fjölskyldu okk-
ar þar sem tekið var í spil. Eins
prjónaði amma mikið og alltaf var
ljúft að fá vettlinga eða sokka frá
ömmu.
Þrátt fyrir að stórfjölskyldan
stækkaði hratt mundi amma nöfn
allra og fylgdist vel með öllu sem
var að gerast hjá sínu fólki. Amma
lét sig ekki vanta í veislurnar hjá
fjölskyldunni, oft var þá brosað út í
annað því amma vildi alltaf fá mynd-
ir af sér með nöfnum sínum.
Það var okkur sem bjuggum fyrir
sunnan mikið ánægjuefni að hún
skyldi flytjast suður þegar hún flutti
á Hrafnistu. Enn sem fyrr vildi hún
ólm fá gesti til sín og skipti þá engu
þótt gestirnir væru ungir að árum
og gerðu smá usla, hún vildi hafa líf
í kringum sig hún Adda amma. Okk-
ur finnst ómetanlegt að börnin okk-
ar skyldu fá tækifæri til að kynnast
hennar hlýleika og elskulegheitum.
Í janúar síðastliðnum skipulagði
pabbi ógleymanlegan fjölskyldudag
þegar hann lagði til að við færðum
afmæliskaffið hans á Ólafsbrautina
fyrir vestan. Ferðin var tileinkuð
ömmu sem var nýlega flutt aftur til
Ólafsvíkur. Það var eins og svo oft
áður að pabbi rataði á hárrétt tæki-
færi til að fá alla með sér og eiga
saman svona yndislegan dag með
ömmu til að eiga í minningunni.
Uppljómað andlit ömmu gleymist
seint og var hún ótrúlega hress og
kát.
Ekki er hægt að láta hjá líða að
minnast á samheldni ömmu og
hennar stóra barnahóps þar sem
væntumþykja og vinátta hefur verið
í öndvegi. Vonumst við systkinin til
þess að hafa þessa samheldni að
leiðarljósi í okkar stóra systkinahópi
um ókomin ár.
Nú kveðjum við ömmu með sökn-
uði en jafnframt með gleði því nú
eru hún og afi Maggi sameinuð eftir
30 ár. Blessuð sé minning þín.
Málfríður, Magnús, Arn-
björg, Guðbjörg, Iðunn
Harpa og fjölskyldur.
Arnbjörg
Hermannsdóttir
Fleiri minningargreinar um Arn-
björgu Hermannsdóttur bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.