Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MESSUR Á MORGUN
AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Svavar A. Jónsson, félagar úr
Kór Akureyrarkirkju syngja, organisti er
Eyþór Ingi Jónsson. Æðruleysismessa kl.
20. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Arna
Valsdóttir, Eiríkur Bóasson og Stefán Ing-
ólfsson leiða söng og annast undirleik.
Kaffi í Safnaðarheimilinu að messu lok-
inni.
AKUREYRARKIRKJA | Fermingarmessa
26. apríl kl. 10.30. Sr. Óskar Hafsteinn
Óskarsson, sr. Svavar Alfreð Jónsson og
sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir. Félagar
úr kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er
Eyþór Ingi Jónsson.
ÁRBÆJARKIRKJA | Sumri fagnað með
hátíð sem hefst kl. 11, með fjölskyldu-
guðsþjónustu. Ungir iðkendur Fylkis
heiðra okkur með nærveru sinni eins og
alltaf á degi sem þessum, foreldrar,
systkini, afar og ömmur mæta líka. Eftir
guðsþjónustuna verður boðið upp á grill-
aðar pylsur og farið í leiki – heyrst hefur
að hlaupinn verði stífluhringur, o.fl. verð-
ur sér til gamans gert.
ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta á Skjóli kl. 13.
Félagar úr Kór Áskirkju syngja, organisti
Magnús Ragnarsson. Messa í Áskirkju kl.
14 með þátttöku Barðstrendingafélags-
ins. Séra Gísli Kolbeins, fyrrverandi sókn-
arprestur, prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sóknarpresti. Kór Áskirkju syngur,
organisti Magnús Ragnarsson. Að messu
lokinni býður Kvennadeild Barðstrend-
ingafélagsins til kaffidrykkju í Breiðfirð-
ingabúð, Faxafeni 14.
ÁSTJARNARKIRKJA | Gospelmessa kl.
20. Ath. breyttan tíma. Einungis sunnu-
dagaskóli kl. 11. Um kvöldið verður létt-
sveifla með gospelsöng kórsins. Hjörtur
Howser og félagar ásamt Helgu Þórdísi
tónlistarstjóra kirkjunnar sjá um tónlist.
Prestur sr. Kjartan Jónsson. Kaffisopi og
rabb á eftir í safnaðarheimili.
BESSASTAÐASÓKN | Kvöldvaka kl. 20 í
sal Álftanesskóla. Strákarnir í unglinga-
hljómsveitinni Acid leika stuðlög eins og
þeim er einum lagið. Álftaneskórinn syng-
ur negrasálma við undirleik Acid. Stefán
Arinbjarnarson flytur hugleiðingu. Umsjón
hafa sr. Friðrik J. Hjartar, sr. Hans Guð-
berg Alfreðsson, Gréta Konráðsdóttir
djákni og Bjartur Logi Guðnason organ-
isti. Boðið upp á kaffi/djús og kex. Allir
velkomnir. Þetta er síðasta kvöldvakan í
bili en kvöldvökurnar hefjast aftur með
haustinu.
BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr. Gísli Jón-
asson. Kór Breiðholtskirkja syngur. Org-
anisti Julian Isaacs. Hressing í
safnaðarheimilinu á eftir. Tómasarmessa
kl. 20. Orð Guðs, fyrirbæn, máltíð Drott-
ins, fjölbreytt tónlist. Kaffisopi eftir
messu.
BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11.
Samvera fyrir alla fjölskylduna með söng
og fræðslu. Ungmennahljómsveit spilar
undir stjórn Renötu Ivan. Guðsþjónusta
kl. 14. Kirkjuleg sveifla, tríó BT spilar en
það skipa: Ástvaldur Traustason: píanó,
Jón Rafnsson: bassagítar, Björn Thorodd-
sen: gítar. Kirkjukór Bústaðasóknar syng-
ur undir stjórn organista, Renötu Ivan. Sr.
Pálmi Matthíasson messar. Molasopi eft-
ir messu.
Dalaprestakall | Fermingarmessa í
Kvennabrekkukirkju kl. 14. Sr. Óskar Ingi
Ingason þjónar fyrir altari og prédikar.
DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prest-
ur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti
Bjarni Þór Jónatansson, kór Digranes-
kirkju, A-hópur. Sunnudagaskóli á sama
tíma í kapellu á neðri hæð. Léttar veit-
ingar í safnaðarsal eftir messu.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Þor-
valdur Víðisson prédikar, organisti er
Kjartan Sigurðsson. Barnastarf á kirkju-
loftinu meðan á messu stendur.
EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11.
Vígslubiskup, herra Jón Aðalsteinn Bald-
vinsson, heimsækir söfnuðinn og prédik-
ar. Kyrrðarstund er 28. apríl kl. 18.
Elliheimilið Grund | Messa kl. 14. Prest-
ur er sr. Sveinbjörn Bjarnason, organisti
Kjartan Ólafsson.
EYRARBAKKAKIRKJA | Messa kl. 14.
Ferming.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Litrófs-hátíð kl.
11. Haustið 2007 hófst barnastarf í kirkj-
unni sem nefnt hefur verið listasmiðjan
Litróf og er um að ræða starf fyrir börn á
aldrinum 9–13 ára. Áhersla er lögð á list-
greinar svo sem á leikræna tjáningu, tón-
list og dans. 25 telpur hafa tekið þátt í
starfinu sem er skapandi og skemmtilegt
og munu þær koma fram og sýna afrakst-
ur af starfi vetrarins. Á efnisskránni verð-
ur fjölbreytt dagskrá. Eftir guðsþjón-
ustuna verður boðið upp á pylsur og
pylsubrauð.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudaga-
skóli kl. 11. Umsjón hafa Edda, Erna og
Örn. Stund fyrir alla fjölskylduna. Æðru-
leysismessa kl. 20. Fluttur verður vitn-
isburður og Fríkirkjubandið leiðir sönginn.
Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Prestur
er Einar Eyjólfsson.
FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl.
11. Kennsla, söngur og fleira. Almenn
samkoma kl. 14 þar sem Helga R. Ár-
mannsdóttir prédikar. Á samkomunni
verður lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir.
Að samkomu lokinni verður kaffi og sam-
félag. Einnig verður verslun kirkjunnar op-
in. Allir velkomnir.
FRÍKIRKJAN Reykjavík | Sumarguðsþjón-
usta kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson
predikar og þjónar fyrir altari. Anna Sigríð-
ur Helgadóttir tónlistarstjóri og Helgi
Reynir Jónsson leiða tónlist. Allir vel-
komnir.
FÆREYSKA sjómannaheimilið | Sam-
koma kl. 17, ræðumaður Karl Högnesen
frá Klaksvik í Færeyjum. Kaffi og spjall
eftir samkomu.
GRAFARHOLTSSÓKN | Messa í Þórðar-
sveig 3 kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni
Eyjólfsson, tónlistarflutningur Þorvaldur
Halldórsson.
GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Lena Rós Matthíasdóttir prédikar
og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur, organisti Ester Ólafsdóttir. Barna-
starfshátíð í Grafarvogskirkju. Byrjað á
sunnudagaskóla kl. 11 bæði í kirkjunni
og í Borgarholtsskóla. Kl. 12 verða grill-
aðar pylsur, hoppukastalar, leikir o.fl.
skemmtilegt við Grafarvogskirkju. Rúta
fer frá Borgarholtsskóla kl. 11.45 eftir
sunnudagaskólann þar.
GRAFARVOGSKIRKJA - Borgarholtsskóli
| Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðrún
Karlsdóttir, umsjón Gunnar og Dagný.
Undirleikari Guðlaugur Viktorsson.
GRENSÁSKIRKJA | Morgunmatur kl. 10,
bænastund 10.15. Barnastarf kl. 11 í
umsjá Lellu, Lilju o. fl. Messa kl. 11. Alt-
arisganga, samskot til UNICEF. Messu-
hópur, félagar úr kirkjukór leiða söng,
organisti Árni Arinbjarnarson, prestur sr.
Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir
messu.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili |
Guðþjónusta kl. 14. Sr. Sveinbjörn
Bjarnason messar, organisti Kjartan
Ólafsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa kl.
11, altarisganga. 50, 60 og 70 ára ferm-
ingarbörn heimsækja kirkjuna. Prestur:
Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Kantor: Guð-
mundur Sigurðsson. Kór: Barbörukórinn í
Hafnarfirði. Eftir messu: Veisla ferming-
arbarnanna í Hásölum.
Sunnudagaskólar í Strandbergi og Hval-
eyrarskóla kl. 11.
HALLGRÍMSKIRKJA | Vorhátíð Hallgríms-
kirkju. Messa og barnastarf kl. 11. Sr.
Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir
altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni
og messuþjónum. Drengjakór Reykjavíkur
í Hallgrímskirkju syngur ásamt barnakór
Austurbæjarskóla og Hallgrímskirkju og
unglingakór Hallgrímskirkju, stjórnandi
Friðrik S. Kristinsson, organisti Hörður
Áskelsson. Brúðuleikhús fyrir börnin í
safnaðarsal. Ensk messa kl. 14 í umsjá
sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar, organisti
Hörður Áskelsson.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa og barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Prestur Guðbjörg Jó-
hannesdóttir, organisti Douglas A. Brotc-
hie, kór kirkjunnar leiðir söng, umsjón
barnastarfs Erla Guðrún og Páll Ágúst.
Léttur hádegisverður að lokinni messu.
HJALLAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Sigfús
Kristjánsson og sr. Magnús Magnússon
þjóna. Kór kirkjunnar syngur og leiðir
safnaðarsöng ásamt félögum úr kór
Ólafsvíkurkirkju. Stjórnandi Veronica Os-
terhammer. Organisti Jón Ólafur Sigurðs-
son. Veitingar að messu lokinni í safn-
aðarsal. Ferðalag sunnudagaskólans kl.
13. Farið verður út fyrir borgarmörkin,
leikið og grillaðar pylsur. Allir velkomnir.
Sjá nánar á www.hjallakirkja.is.
HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Fjöl-
skyldusamkoma kl. 11.
HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sam-
koma kl. 20. Umsjón: Elsabet Daníels-
dóttir. Heimilasamband fyrir konur mánu-
dag kl. 15. Bænastund þriðjudag kl. 20.
Samkoma uppstigningardag 1. maí kl. 20
í umsjá Fanneyjar Sigurðardóttur og Guð-
mundar Guðjónssonar. Opið hús kl. 16-
17.30 þriðjudaga til laugardaga.
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Int-
ernational church in the cafeteria – ser-
vice kl. 12.30. Almenn samkoma kl.
16.30. Ræðumaður Hrefna Brynja Gísla-
dóttir, Gospelkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð.
Aldursskipt barnakirkja, öll börn 1-13 ára
velkomin.
ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Íslenska
kirkjan í Svíþjóð. Malmö. Lundur. Guðs-
þjónusta verður í Arlövkirkju kl. 14. Ferm-
ing, fermd verður: Sigrún Rut Rúnars-
dóttir. Íslenski kórinn í Lundi syngur undir
stjórn Huldu Birnu Guðmundsdóttur. Eva
Bornemark leikur á orgel. Bryndís Braga-
dóttir og Rein Adler leika á víólur. Örn
Arason leikur einleik á gítar. Altaris-
ganga. Kirkjukaffi í umsjá Íslendinga-
félagsins í Malmö. Prestur er sr. Ágúst
Einarsson
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Fjölbreytt
barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna.
Biblían og það sem er að gerast í þjóð-
félaginu. Friðrik Schram kennir. Sam-
koma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum.
Örn Leó Guðmundsson predikar. Heim-
sókn frá Oslo Kristne Center. www.krist-
ur.is
KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjónusta kl.
11. Gospel- og gleðikór barnanna í
Reykjanesbæ syngur undir stjórn Esterar
Daníelsdóttur, prestur er Skúli S. Ólafs-
son.
KFUM og KFUK | Lofgjörðarvaka á Holta-
vegi 28 kl. 20. Halla Jónsdóttir flytur hug-
leiðingu.
KÓPAVOGSKIRKJA | Messa kl. 11 með
altarisgöngu. Kór Kópavogskirkju syngur
undir stjórn organista, Lenku Mátéovu,
prestur sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Síð-
asta stund sunnudagaskóla er kl. 12.30
í Kópavogskirkju sem er undir stjórn Sig-
ríðar Stefánsdóttur. Tónlistarflutningur:
Þorkell Helgi Sigfússon og Örn Ýmir Ara-
son.
LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Hring-
brautinni kl. 10.30 á 3ju hæð. Prestur
Gunnar Rúnar Matthíasson og organisti
Helgi Bragason.
LANGHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta og
barnastarf kl. 11. Graduale futuri syngur
vor- og sumarsálma undir stjórn Hörpu
Harðardóttur. Barnastarfið hefst í kirkj-
unni. Í síðari hluta guðsþjónustunnar
verður flutt tónverkið ’Kvartett um enda-
lok tímans’ eftir Olivier Messiaen af nem-
endum í Listaháskóla Íslands. Biblíutext-
um er tilheyra köflum verksins verður
varpað á tjald. Prestur sr. Jón Helgi Þór-
arinsson. Organisti Jón Stefánsson.
Kaffisopi eftir guðsþjónustuna.
LAUGARNESKIRKJA | Messa og sunnu-
dagaskóli kl. 11. Lögreglukórinn syngur
undir stjórn Guðlaugs Viktorssonar. Org-
anisti, sóknarprestur, meðhjálpari safn-
aðarins og fulltrúar lesarahóps þjóna.
Messukaffi.
Guðsþjónusta kl. 13 í Rauða salnum í
Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12. Guð-
rún K. Þórsdóttir djákni þjónar ásamt
sóknarpresti, organista og hópi sjálf-
boðaliða.
LINDASÓKN í Kópavogi | Guðsþjónusta
og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11.
Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsönginn.
Guðbjörg Sigurjónsdóttir annast undir-
leik. Prestur: Guðmundur Karl Brynjars-
son.
MOSFELLSKIRKJA | Lágafellssókn.
Guðsþjónusta kl. 11. Kór Lágafellskirkju
leiðir söng, orgnaisti Jónas Þórir, prestur
Ragnheiður Jónsdóttir.
NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl.
11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn-
aðarsöng, organisti Steingrímur Þórhalls-
son, sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar
og þjónar fyrir altari. Unglingar úr starfi
kirkjunnar þjóna við messuna. Börnin
byrja í messunni en fara síðan til sinna
starfa. Umsjón með barnastarfinu hafa
þau Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og
Ari Agnarsson. Súpa, brauð og kaffi á
Torginu eftir messu.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Léttmessa kl.
14 Meðlimir hljómsveitarinnar Hrauns
flytja tónlist sína í bland við andlega tóna
frá kór safnaðarins undir stjórn Kára All-
anssonar. Barnastarf á sama tíma og
maul eftir messu. Aðalfundur safnaðar-
ins verður að því loknu og eru allir vel-
komnir.
SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 11,
í Hlíðardalsskóla í Ölfusi. „Í samstarfi við
Guð“. Ræðumaður Jonathan Gough, lof-
gjörð og fyrirbæn. Barnapössun. Engin
samkoma í Reykjavík þennan dag. ATH.
breytingu á stað og stund.
SELFOSSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu-
messa kl. 11. Barnakórar Selfosskirkju
syngja undir stjórn Edit Molnár. Unglinga-
kór Selfosskirkju syngur undir stjórn
Jörgs E. Sondermanns, elstu félagar í
Unglingakór Selfosskirkju fá viðurkenn-
ingu. Léttur hádegisverður í safnaðar-
heimilinu eftir athöfnina. Foreldramorg-
unn 30. apríl kl. 10.30. Sigríður
Sverrisdóttir tannlæknir ræðir um tann-
hirðu barna.
SELFOSSKIRKJA | Lokahátíð vetrarstarfs
barnanna. Barna- og fjölskylduguðsþjón-
usta kl. 11. Kirkjuskóli, sunnudagaskóli,
tíu-til-tólfa ára börn og Æskulýðsfélag
kirkjunnar standa að guðsþjónustunni.
Barnakórar og unglingakór syngja. Elstu
félagar í unglingakór fá viðurkenningu. Á
eftir verða bornar fram veitingar.
SELJAKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta á
sumardaginn fyrsta kl. 13.30. Guðsþjón-
usta 27. apríl kl. 14. Sr. Bolli Pétur Bolla-
son prédikar, kirkjukórinn leiðir söng, org-
anisti Jón Bjarnason. Guðsþjónusta í
Skógarbæ kl. 16. Sr. Bolli Pétur Bollason
prédikar.
SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta
kl. 11. Hugleiðingu flytur Björn J. Jóns-
son, fyrrverandi skólastjóri í Hagaskóla.
Félagar úr Rótaryklúbbi Seltjarnarness
fjölmenna og úr þeirra röðum munu Guð-
rún Brynja Vilhjálmsdóttir og Þórdís Sig-
urðardóttir lesa ritningartexta. Eftir at-
höfn í kirkjunni er kirkjugestum boðið að
þiggja léttar kaffiveitingar í safnaðar-
heimili kirkjunnar í boði Rotaryfélaga. Fé-
lagar úr kammerkór kirkjunnar leiða tón-
listarflutning undir stjórn Friðriks Vignis
organista.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Egill Hallgrímsson. Organisti
Glúmur Gylfason.
SKEIÐFLATARKIRKJA í Mýrdal | Ferming-
arguðsþjónusta kl. 13.30. Altarisganga.
Samkór Mýrdælinga syngur, organisti er
Kitty Kovács.
TORFASTAÐAKIRKJA | Fermingarmessa
kl. 14. Fermdur verður Bjarni Sævarsson,
Arnarholti, Biskupstungum. Prestur sr.
Egill Hallgrímsson. Organisti Glúmur
Gylfason. Félagar úr Skálholtskórnum
syngja.
VEGURINN kirkja fyrir þig | Samkoma kl.
11. Ásta Knútsdóttir kennir. Aldursskipt
barnakirkja. Létt máltíð að samkomu lok-
inni. Allir velkomnir. Bænastund kl. 18.
Samkoma kl. 19. Högni Valsson predikar.
Lofgjörð, fyrirbæn og samfélag í kaffisal
á eftir. Allir velkomnir. www.vegurinn.is
VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudaga-
skóli kl. 11. Drengur frá Kaupmannahöfn
og stúlka frá Namibíu verða fermd. Sig-
urður Flosason leikur á saxófón. Kór Ví-
dalínskirkju syngur. Organisti Jóhann
Baldvinsson. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar.
Molasopi eftir messu.
VÍDALÍNSKIRKJA | Kvöldvaka kl. 20. Sr.
Jóna Hrönn Bolladóttir leiðir stundina og
Inga Lind Karlsdóttir sjónvarpskona flytur
hugleiðingu um ögurstund í lífi sínu. Kór
Vídalínskirkju undir stjórn Jóhanns Bald-
vinssonar organista og gospelkór Jóns Ví-
dalíns undir stjórn Þóru Gísladóttir leiða
tónlistina. Tríó Vídalíns tekur lagið undir
stjórn Andra Bjarnasonar. Allir velkomnir.
Sjá www.gardasokn.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Langholtskirkja
ÞRÍR skákmenn hafa unnið allar
fjórar skákir sínar á Evrópumeistara-
mótinu í skák sem stendur yfir í Plov-
div í Búlgaríu. Fulltrúar Íslands,
Héðinn Steingrímsson og Hannes
Hlífar Stefánsson, eiga við ramman
reip að draga á þessu geysilega
sterka móti þar sem 185 stórmeist-
arar tefla af alls 337 keppendum.
Hannes er nr. 92 á styrkleikalistanum
og Héðinn nr. 130.
Í 4. umferð tapaði Hannes fyrir
Grikkjanum Ioannis Papadopoulus
og er með 1 ½ vinning en Héðinn
gerði jafntefli við Stefan Macak frá
Sloveníu og um miðjan hóp keppenda
með 2 vinninga.
Staða efstu manna eftir fyrstu fjór-
ar umferðirnar er þessi:
1.–3. Levan Pojantsulaia (Georg-
ía), Emil Sutovsky (Ísrael) og Sergei
Grigorants (Rússland) 4 v.
4.–16. Rauf Mamedov (Azerbad-
sjan), Sergei Volkov (Rússland),
Hrvoje Stevic (Króatía), Alexander
Kovacevic (Serbía), Sergei Tiviakov
(Holland), Dusko Pavasovic (Slóven-
ía), Jan Werle (Holland), Zafir Ef-
inenko (Úkraína), Igor Kurnosov
(Rússland), Sergei Movsesian (Sló-
vakía), Yuri Kryvorucko (Úkraína),
Dimitry Kokarev (Rússland), Bartlo-
mije Macieja (Pólland) 3 ½ v.
Góðkunningi Íslendinga, stór-
meistarinn Emil Sutovsky frá Ísrael,
hefur fengið frábæra byrjun en hann
teflir af miklum krafti. Í 2. umferð
lagði hann að velli Tékkann Vavrak á
glæsilegan hátt:
EM Plovidiv 2008
Emil Sutovsky (Ísrael) – Emil
Vavrak (Tékkland)
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 Be7 4. Rgf3
Rgf6 5. e5 Rfd7 6. Bd3 c5 7. c3 Rc6 8.
O–O a5 9. He1 cxd4 10. cxd4 Db6 11.
Rb1 Rxd4 12. Rxd4 Dxd4 13. Rc3 Bc5
14. Rb5 Dxf2+ 15. Kh1 O–O 16. Bg5
Hvítur hefur fórnað peði fyrir
þokkalegar bætur. Hótun hvíts er 16.
He2 og drottningin fellur. Engu að
síður kemur 16. .. f6 til greina því eftir
17. He2 fxg5 18. Hxf2 Hxf2 stendur
svartur allvel að vígi með hrók og einn
léttan fyrir drottninguna.
16. … Bb4 17. Hf1 Dxb2 18. a3 Bc5
19. Bf4 Rxe5?
Tapleikurinn. Það merkilega er
hversu erfitt er að finna góðan leik á
svart. Kannski var best að reyna 19…
b6.
20. Bxh7+ Kxh7 21. Dh5+ Kg8 22.
Bxe5 Dxb5
23. Bxg7!
Þessi þrumufleygur gerir út um
taflið. Eftir 23. … Kxg7 24. Dg5+
Kh7 25. Hf3 verður svartur mát.
23. … f5 24. Be5 Hd8 25. Hf3 Kf8
26. Hg3
– og svartur gafst upp.
Patrekur og Friðrik Þjálfi efstir
á Íslandsmótinu í skólaskák
Patrekur Magnússon hefur unnið
allar þrjár skákir sínar á Íslands-
mótinu í skólaskák sem nú stendur yf-
ir í Bolungarvík. Teflt er í tveim ald-
ursflokkkum, yngri og eldri, og koma
keppendur úr grunnskólum hvaðan-
æva að af landinu. Í yngri flokki er
Friðrik Þjálfi Stefánsson efstur og
hefur einnig unnið allar þrjár skákir
sínar. Búast má við harðri keppni á
mótinu en Patrekur vann Hallgerði
Helgu Þorsteinsdóttur í 3. umferð en
Svanberg Már Pálsson sem hóf
keppni síðar en aðrir keppendur og
hefur unnið þetta mót áður gæti kom-
ist upp við hliðina á Patreki en hann
lagði Jóhönnu Björgu Jóhannsdóttur
að velli í frestaðri skák í 2. umferð
Grischuk efstur á heimsbik-
armóti FIDE
Alþjóðaskáksambandið FIDE hef-
ur nú hrundið af stað nýrri hrinu
heimsbikarmóta og stendur eitt slíkt
yfir þessa dagana. Þetta mót er at-
hyglisvert því Gata Kamsky er meðal
þátttakenda en hann undirbýr sig af
kappi fyrir einvígi sitt við Topalov í
haust. Bandaríkjamenn binda nokkr-
ar vonir við Kamsky og að honum tak-
ist að hrifsa til sín heimsmeistaratit-
ilinn en árangur hans í einvígjum er
alveg framúrskarandi þó flestir búist
við sigri Topalovs.
Eftir fjórar umferðir er Alexander
Grischuk efstur með 3 vinninga en í
2.–5. sæti af 14 keppendum koma
Kamsky, Adams, Gashimov, Radjabov
og Wang Yue allir með 2 ½ vinning.
Sá ágæti skákmaður Cheparinov er
neðstur og hefur tapað öllum skákum
sínum. Hann komst í heimsfréttirnar
í vetur þegar hann neitaði að taka í
höndina á Nigel Short fyrir skák
þeirra í Wijk aan Zee.
Héðinn og Hannes byrja rólega á EM
SKÁK
Plovdiv, Búlgaríu
Evrópumeistaramót einstaklinga
20. apríl – 4. maí 2008
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is