Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 19 LANDIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Borgarfjörður | „Vissulega er þetta heiður, það vilja allir standa sig sem best,“ segir Ragnhildur Anna Ragn- arsdóttir, nemi í búfræði við Land- búnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, en hún fékk afhenta Morgunblaðs- skeifuna á Skeifudaginn sem haldinn var í reiðhöllinni á Mið-Fossum á sumardaginn fyrsta. Rasmus Bergs- ten Christensen, tamningamaður í Eskiholti, sigraði í keppninni um Gunnarsbikarinn og vann til fleiri verðlauna. Á Skeifudegi Hvaneyringa kynntu nemendur í hrossarækt árangur vetr- arstarfsins í frumtamninga- og reið- mennskunáminu. Í vetur voru nem- endur með tvo hross, eitt frum- tamningatrippi og svo taminn hest sem þeir notuðu við reiðmennsk- unámið. Reynir Aðalsteinsson tamn- ingameistari annaðist kennsluna. Nemendur þreyttu próf í báðum greinunum fyrr í vikunni og sá nem- andi sem stóð sig best í þeim hlaut Morgunblaðsskeifuna. Það reyndist vera Ragnhildur Anna Ragn- arsdóttir. Morgunblaðsskeifan er eins og heitið bendir til gefin af Morg- unblaðinu en hún var fyrst veitt árið 1957. Margir landsþekktir hesta- og tamningamenn hafa fengið þessa við- urkenningu á þessum liðlega fimmtíu árum. Ragnhildur er úr Kópavogi en seg- ist alla tíð hafa haft áhuga á landbún- aðarnámi. Að loknu stúdentsprófi í Menntaskólanum í Kópavogi fór hún í búfræðinám á Hvanneyri og lýkur því í vor. „Það er annað hvort að sækja um á hrossabrautina á Hólum eða að drífa sig til Danmerkur í dýralækn- anám,“ segir Ragnhildur Anna þegar hún er spurð að því hvað nú taki við. Hún hefur lengi haft áhuga á hestum. Magnús Ásgeir Elíasson varð í öðru sæti í keppninni, Hildur Björk Skúladóttir í þriðja sæti, Sæunn Kol- brún Þórólfsdóttir í fjórða og Sara Björk Sigurðardóttir í því fimmta. Ekkert á förum Nemendur sýndu frumtamn- ingatrippin á Skeifudaginn og kynntu ýmsar aðferðir við tamningar. Einnig kepptu þau á þjálfunarhestunum í fjórgangi. Sigurvegarinn, Rasmus Bergsten Christensen, fékk Gunn- arsbikarinn en hann er veittur í minningu Gunnars Bjarnasonar sem var hrossaræktarráðunautur og kennari á Hvanneyri. Rasmun hlaut einnig ásetuverðlaun Félags tamn- ingamanna. Sæunn Kolbrún Þórólfs- dóttir frá Hjaltastöðum hlaut Eiðfax- abikarinn sem veittur er þeim nemanda sem talinn er hirða best um hestana. Rasmun Bergsten hafði gaman af því að ríða út úr höllinni með tvo góða bikara, sagði að það væri ótrúlegt. Rasmus er frá Árósum í Danmörku og fékk ungur áhuga á hestum. Hann kynntist íslenska hestinum og ákvað að koma hingað einn vetur til að temja og læra meira í faginu. Fjögur ár eru liðin og Rasmus ekkert á för- um, segist ætla að vera hér áfram. Hann vinnur við tamningar á hesta- búinu í Eskiholti í Borgarfirði. Segir að það sé áhugavert starf, aðstaðan góð og hann sé að vinna með skemmtilegu fólki. Magnús Ásgeir Elíasson varð í öðru sæti í Gunnarsbikarnum, eins og í keppninni um Morgunblaðsskeif- una, Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir í þriðja sæti, Hildur Björk Skúladóttir í fjórða sæti og jöfn í fimmta sæti urðu Jón Örn Angantýsson og Ásta Márusdóttir. Auk hefðbundinnar keppni voru ýmsar sýningar í reiðhöllinni á Mið- Fossum. Meðal atriða var frumsýn- ing hóps borgfirskra kvenna sem kalla sig Borgfirsku breddurnar. Allir vilja standa sig sem best Sigurvegarar Ragnhildur Anna Ragnarsdóttir vann Morgunblaðsskeifuna og Rasmus Bergsten Christensen Gunnarsbikarinn. Magnús Ásgeir Elíasson varð í öðru sæti í báðum keppnum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.