Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN JÓN Rögnvaldsson vega- málastjóri, Sturla Böðvarsson, fyrr- verandi samgönguráðherra, og Páll Sigurjónsson verk- fræðingur reyna að hvítþvo ummæli sem ég viðhafði í Morg- unblaðinu um miðjan apríl í sambandi við fyrirhugaða Land- eyjahöfn, á þá leið að bæði samgöngu- ráðherra fyrrverandi og aðstoðarvega- málastjóri, Gunnar Gunnarsson, hefðu unnið mjög slælega að úttekt á eðlilegum valkostum við næsta skref í samgöngum milli lands og Eyja, það er jarðgöngum, nýjum Herjólfi til Þorlákshafnar og ferjuhöfn á Bakka- fjöru. Það er bláköld staðreynd að fyrrver- andi samgöngu- ráðherra lá ekkert á því í upphafi úttektar á þessum möguleikum að hann vildi höfn á Bakkafjöru og ná- kvæmlega út frá því sjónarmiði var unnið. Aðaltengiliður fyrrverandi samgönguráðherra af hálfu Vegagerðarinnar var Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur og að- stoðarvegamálstjóri, sem Sturla hafði skipað í embætti svo furðu sætti, enda stílbrot. Hann reyndist þægur. Úttektarnefndin kom ekki með eina einustu tillögu um úttekt vegna verkefnisins en studdist við það sem Vegagerðin rétti henni og upplýsingar um rannsóknir sem Ægisdyr í Vestmannaeyjum, bæj- arstjórn Vestmannaeyja, þingmenn og fleiri lömdu í gegn að unnið yrði að. Þar á ég við rannsóknir ISOR á jarðgangaleiðinni frá Klifi á Heima- ey í Kross á fastalandinu, en þeim var aldrei lokið og ekki var snert við þeim kafla sem mestu skipti máli, fyrstu km frá Heimaey. Þessu stjórnaði Vegagerðin og vann bein- línis skemmdarverk með verklagi sínu. Spár og skýrslur sem Vega- gerðin safnaði saman voru út og suður og eina skýrslan sem var marktæk var skýrsla Mott Mc Do- nald í Bretlandi þótt hún hefði allt annan útgangspunkt en íslenskar og norrænar reglur ganga út frá. Kostnaðarfylliríið var áætlað allt frá 30 milljörðum upp í 90 millj- arða, en úttektarnefndin gat ekki einu sinni kostnaðaráætlana frá NCC-verktakafyrirtækinu og Multiconsult í Noregi upp á 16 milljarða króna á verðlagi þess tíma fyrir tveimur árum. Ef nefnd- armenn í úttektarnefndinni komu með tillögur um að skoða ýmsa þætti betur, þá var það slegið út að borðinu með orðum aðstoðarvega- málastjóra, lögfræðingnum í nefnd- inni. Hann stjórnaði sem sagt gangi mála og þess vegna varð vinna nefndarinnar varðandi jarð- gangamöguleika eða nýs Herjólfs til Þorlákshafnar fúsk eitt. Það má vel vera að samgönguráðherra fyrrverandi hafi verið hafður að fífli af tengi- lið sínum í Vegagerð- inni, þeim hlýðna, en lygilegt er að lögfræð- ingur skyldi sitja í þessari nefnd af hálfu Vegagerðarinnar en ekki Hreinn Haralds- son, forstöðumaður þeirrar deildar sem sér um jarðgangamál, sér- fræðingur í jarðfræði. Það verður þó að virða snilld aðstoðarvega- málastjóra, til að mynda í ferli Grímseyj- arferjunnar sem hann hafði allan veg og vanda af, en dýr var virðingin. Það spruttu ótrúleg- ar setningar á fundi fyrir liðlega einu ári í Vegagerðinni þegar einn af sérfræðingum landsins spurði Hrein hvort Vegagerðin stæði að 70-90 milljarða kostnaðaráætl- uninni sem kom fram í einni „pönt- uðu skýrslunni“. „Nei“, svaraði Hreinn, „það er tóm vitleysa.“ „Hvað teljið þið þá að það kosti að gera Eyjagöng?“ spurði háskóla- sérfræðingurinn. „Það gæti kostað 30 milljarða, ja, 30-40 milljarða,“ svaraði Hreinn. Þá kallaði vega- málastjóri þá fram í, „það kostar ábyggilega 50 milljarða eða meira.“ „Ja, það gæti verið nær 40 milljörð- unum,“ sagði Hreinn þá. Þessir ágætu menn voru að prútta um kostnað við gerð Eyjaganga upp í opið geðið á okkur. Ótrúlegt. Og á fundi í Vegagerðinni skömmu síðar, þegar Björn Harðarson, jarðvegs- verkfræðingur og sérlegur verktaki Vegagerðarinnar í eftirliti við gerð jarðganga, var búinn að mála marga skratta á vegginn varðandi jarðgöng til Eyja án raka spurði ég hann hvort hann hefði ekki gengið fulllangt.“ Ég var eins svartsýnn og hugsast gat,“ svarði hann. Verkefni vinnast ekki á geðhvörfum spákerl- inga, heldur rannsóknum og rökum. Á lokakafla úttektarnefndarinnar voru Ingi Sigurðsson og Páll Zóp- haníasson með ýmsar ábendingar og fyrirvara, sérstaklega um vænt- anlegar og nauðsynlegar upplýs- ingar varðandi jarðgöng. Þeir kom- ust ekki fetið og skrifuðu undir nefndarálitið í þeirri trú að fyr- irvarar þeirra yrðu virtir. Það var blásið út af borðinu eins og biðu- kollufjaðrir. Siglingastofnun vann mjög fag- lega og markvisst að sínu verkefni á Bakkafjöru, en það var ekki vegna beiðni úttektarnefndarinnar. Allt er þetta hið sorglegasta mál og sérstaklega að snillingur og afburða drengur eins og Páll Sigurjónsson, Ofanbyggjari í Vestmannaeyjum, skyldi leiðast inn í þessa rúllettu. Ummæli mín um þátt fyrrverandi samgönguráðherra í þessu máli og núverandi aðstoðarvegamálastjóra voru hvorki tilefnislaus né ómakleg. Þau voru mjög varlega orðuð miðað við staðreyndir sem má tína til hverja af annarri. Klúður fv. sam- gönguráðherra og aðstoðarvega- málastjóra Árni Johnsen skrifar um samgöngur til og frá Eyjum Árni Johnsen » Það er blá- köld stað- reynd að úttekt- arnefndin kom ekki með eina einustu tillögu um sjálfstæða úttekt á sam- göngumögu- leikunum. Höfundur er alþingismaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi. NÚ ÞEGAR umræðan um hugs- anlega ESB-aðild okkar hér á Fróni er ofarlega á baugi er áhugavert að skyggnast inn í þær breytingar sem eru að verða á sambandinu. Með Lissabon-sáttmálanum sem leiðtog- ar ESB-ríkja undirrituðu þann 13. desember 2007 og ætti að taka gildi um mitt ár 2009 er lögð ríkari áhersla á menningu en eldri sáttmálar sambands- ins hafa gert. Þar seg- ir meðal annars í inn- gangi sáttmálans að grunnur hans liggi í menningarlegri, trúar- legri og húmanískri arfleifð Evrópu. Um markmið sem snerta menningu segir einnig í þriðju grein sáttmál- ans að ESB vilji virða það ríkidæmi sem fjöl- breytnin í menningu og tungumálum í Evrópu felur í sér og tryggja varðveislu evrópska menningararfsins. Og ESB setur sér það markmið að styðja við, sam- hæfa og ,,fylla í eyðurnar“ hvað menningarstarf innan ESB varðar. Hér er um stefnumarkandi fram- för að ræða því að í Rómarsáttmál- anum (1958) sem lagði grunninn að núverandi sambandi var hvergi minnst á menningarstefnu. Menn- ingarstefna innan sambandsins fékk fyrst lagastoð í Maastricht- sáttmálanum (1989) en það var ekki fyrr en með Nice-sáttmálanum (2000) sem ESB studdar aðgerðir sem stefndu að því að hvetja til, styðja við og skapa nýjan vettvang menningarlegrar uppbyggingar fengu lagastoð. Þá þegar var lögð áhersla á að virða svæðisbundna sérstöðu og stefna að því að gera sameiginlegan menningararf sýni- legri. Allar samþykktir varðandi menningarstefnu eru enn í dag byggðar á Nice-sáttmálanum sem hefur meðal annars þá þýðingu að ekkert gerist nema að aðildarríkin gefi einróma samþykki sitt. 151, grein, 5, töluliður hins nýja Lissa- bon-sáttmála gerir hins vegar ráð fyrir að samþykki aukins meirihluta (e. qualified majority) dugi, sem gera mun sambandið sveigjanlegra í þessari sem og öðrum ákvörð- unum sem hingað til þurftu ein- róma samþykki. Í þessu samhengi er mikilvægt að skoða stefnumarkandi áætlun framkvæmdastjórnar ESB frá því í maí 2007 (COM(2007)0242) en hún snýr að menningu á tímum hnatt- væðingar og gjarnan nefnd menn- ingarstefna ESB á íslensku. Þar er í yfir 50 ára sögu ESB og fyrirrennara sam- bandsins í fyrsta sinn sett fram menning- arstefna. Í inngangi stefnunnar er hún sett í samhengi við samn- ing UNESCO um fjöl- breytileg menning- arleg tjáningarform, sem samþykktur var á aðalráðstefnu stofn- unarinnar í október 2005 og tók gildi 18. mars 2007. En því er heldur ekki leynt að ástæða þess að lögð er ríkari áherslu á menningarþáttinn innan ESB eru hagræn áhrif menn- ingar. Þetta kom skýrt fram á vor- fundi leiðtogaráðs ESB 2007 þar sem Lissabon-áætlunin var til um- ræðu og því beint til framkvæmda- stjórnarinnar að hún líti sér- staklega til menningarstarfsemi og skapandi atvinnugreina við endur- skoðun áætlunarinnar. Á þeim byggi framfarir, atvinnusköpun og nýsköpun. Hin nýja menningarstefna ESB hefur þrjú meginmarkmið:  Eflingu menningarlegrar fjöl- breytni og þvermenningarlegs samtals.  Eflingu menningar sem hvetj- andi rýmis fyrir sköpun innan Lissabon-áætlunarinnar.  Eflingu menningar sem einnar af lífæðum erlendra samskipta ESB. Til þess að ná þessum mark- miðum vill ESB byggja upp kerfi sem gefur aðildarlöndum og frjáls- um félagasamtökum sem starfa í Evrópu aukna þátttökumöguleika í allri ákvarðanatöku og efla þannig lýðræðislegt ferli að baki uppbygg- ingar á menningarstefnu sambands- ins. Þess vegna hefur sambandið nú komið af stað ferli þar sem leitað var eftir þátttakendum úr menning- argeiranum til virkrar þátttöku og áttu öll samtök sem starfa að menn- ingarmálum í tveimur eða fleiri löndum innan ESB kost á þátttöku en áhugayfirlýsingum þurfti að skila fyrir 15. apríl síðastliðinn og hafa örugglega einhver íslensk samtök nýtt sér þennan þátttök- umöguleika í samstarfi við önnur evrópsk samtök. En með þessu skrefi vill ESB ná fram auknum samskiptum um hvað það er sem gengur og reynist vel í menningar- málum. Minnt skal á að allt frá Maast- richt-sáttmálanum hefur ESB varið fjármunum í ýmsar styrktaráætl- anir sem allar eiga það sameig- inlegt að vera verkfæri í viðleitni sambandsins við að ná fram þeim markmiðum sem nú hafa fengið skýrari lagabakgrunn og verið fest í stefnumótun eins og fram kemur hér að fram. Helsta áætlun á því sviði er menningaráætlun ESB (2007-2013) sem íslensk félög og stofnanir hafa tekið þátt í, oftar en ekki með góðum árangri. Það er ljóst að nýir tímar eru framundan fyrir þá sem sinna menningarmálum í Evrópu, en hversu stórvægilegar breytingarnar verða mun tíminn leiða í ljós. Tvennt er þó á hreinu, menningar- málin hafa fengið nýtt og aukið vægi í starfi ESB og ESB verður hreyfanlegra með þeim mögu- leikum sem Lissabon-sáttmálinn færir sambandinu. Menningarstefna ESB Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar um Evrópumál »Hinn nýi Lissabon- sáttmáli og nýmörk- uð menningarstefna ESB eru tveir mik- ilvægir hlutir sem vert er að skoða fyrir áhuga- fólk um menningu í Evr- ópu. Pétur Björgvin Þorsteinsson Höfundur er meistaranemi í Evr- ópufræðum á Bifröst TENGLAR .............................................. http://europa.eu/lisbon_treaty/ index_en.htm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.