Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 51
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ lítum þetta mál mjög alvar- legum augum og höfum gert það frá upphafi,“ segir Steingrímur Sævar Ólafsson, fréttastjóri Stöðvar 2, um ástæðu uppsagnar Láru Ómars- dóttur, fréttamanns á stöðinni í gær. Uppsögnin kom í kjölfar ummæla hennar á vettvangi mótmælanna við Suðurlandsveg á miðvikudaginn. „Lára er maður að meiri að hafa axlað ábyrgð í þessu máli og með uppsögn sinni sýnir hún að hún áttar sig á því að orðum fylgir ábyrgð, jafnvel þótt þau séu sögð í hálfkær- ingi,“ segir Steingrímur, en orð Láru mátti skilja sem svo að hún væri reiðubúin til að sviðsetja atburði fyr- ir myndavélar Stöðvar 2. Lára áttaði sig ekki á því að hún var í beinni út- sendingu á Vísi.is, en í fyrradag sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði meðal annars að hún hefði látið ummælin falla í „fullkomnum hálfkæringi“. „Það er rétt að undirstrika að fréttastofan hefur ekki, og mun ekki, taka þátt í sviðsetningu eða neinu slíku. Við lítum svo á að með þessari uppsögn, sem ég hef tekið við, sé málinu lokið,“ segir Steingrímur og telur að Lára hafi tekið rétta ákvörð- un. „Ég hefði ekki tekið við uppsögn- inni ef ég hefði verið á annarri skoð- un. Þegar ég hlustaði á hennar útskýringar á uppsögninni var ég sammála henni. Hún metur það sem svo að annars gæti bæði hún sem fréttamaður, og ekki síður fréttastof- an, skaðast.“ Aðspurður segist Steingrímur hins vegar ekki hafa hvatt Láru til þess að segja starfi sínu lausu. Þá segir hann að mikil eftirsjá sé að Láru. „Hún var góður samstarfs- félagi, yndisleg persóna og ég er sannfærður um að hún verður komin á góðan stað áður en langt um líður, enda góður starfskraftur,“ segir fréttastjórinn, en Lára hefur nú þeg- ar hætt störfum. Steingrímur segir ljóst að nýr fréttamaður verði ráðinn í stað Láru. Virðir siðareglur Í kjölfar uppsagnar Láru í gær sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars: „Ég gerði mér ekki grein fyrir að símtal mitt við samstarfsmann heyrðist á Vísi.is en í því sagði ég í hálfkæringi að ég gæti fengið einhvern til að kasta eggi með- an við værum í beinni útsendingu. Enginn sem þekkir mig lætur sér detta í hug að mér hafi verið alvara. Ég virði siðareglur blaða- og fréttamanna og tek starf mitt alvar- lega. Þess vegna fellur mér þungt að hafa orðið þetta á og þar með orðið völd að því að trúverðugleiki minn og fréttastofunnar sem ég vinn hjá hafi að ósekju verið dreginn í efa í þjóð- málaumræðunni. Fréttaflutningur verður að vera hafinn yfir allan vafa. Sé ekki svo, getur orðspor fréttastof- unnar og starfsmanna hennar beðið hnekki. Þar sem ummæli mín geta valdið og hafa valdið misskilningi um starfs- aðferðir mínar og fréttastofu Stöðvar 2 tel ég réttast að segja starfi mínu lausu.“ Líta málið alvar- legum augum Morgunblaðið/Júlíus Eggjakast Fjölmiðlamenn mynda mótmælanda við Suðurlandsveg. Fréttastjóri Stöðvar 2 segir uppsögn Láru Ómarsdóttur réttmæta Lára Ómarsdóttir Steingrímur Sævarr MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 51 BANDARÍSKI leikarinn Wesley Snipes hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að sýna bandarískum skattalögum vanvirð- ingu. Snipes mun hafa skuldað um 2,8 milljónir dala í skatt auk þess sem hann taldi ekki fram tekjur sínar á árunum 1999-2001. Lög- fræðingur Snipes fór fram á að leikarinn yrði dæmdur í stofufangelsi fyrir brot sitt en dómari í Flórída varð ekki við þeirri ósk. Áður en dómarinn kvað upp dóminn las lögfræðing- urinn upp úr bréfum fjölskyldu- meðlima Snipes og leikaranna Den- zels Washington og Woodys Harrelson þar sem manngæsku Sni- pes og heiðarleika var lýst. Snipes fékk tækifæri til að ávarpa dómara og sagði að hann væri einfaldur maður sem ekki væri skólaður í lög- um og fjármálum og bauðst svo til að greiða 5 milljónir í skaðabætur. Dómarinn tók því hins vegar fálega og kvað upp þriggja ára fangels- isdóm. Wesley Snipes í steininn Wesley Snipes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.