Morgunblaðið - 26.04.2008, Síða 51

Morgunblaðið - 26.04.2008, Síða 51
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „VIÐ lítum þetta mál mjög alvar- legum augum og höfum gert það frá upphafi,“ segir Steingrímur Sævar Ólafsson, fréttastjóri Stöðvar 2, um ástæðu uppsagnar Láru Ómars- dóttur, fréttamanns á stöðinni í gær. Uppsögnin kom í kjölfar ummæla hennar á vettvangi mótmælanna við Suðurlandsveg á miðvikudaginn. „Lára er maður að meiri að hafa axlað ábyrgð í þessu máli og með uppsögn sinni sýnir hún að hún áttar sig á því að orðum fylgir ábyrgð, jafnvel þótt þau séu sögð í hálfkær- ingi,“ segir Steingrímur, en orð Láru mátti skilja sem svo að hún væri reiðubúin til að sviðsetja atburði fyr- ir myndavélar Stöðvar 2. Lára áttaði sig ekki á því að hún var í beinni út- sendingu á Vísi.is, en í fyrradag sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði meðal annars að hún hefði látið ummælin falla í „fullkomnum hálfkæringi“. „Það er rétt að undirstrika að fréttastofan hefur ekki, og mun ekki, taka þátt í sviðsetningu eða neinu slíku. Við lítum svo á að með þessari uppsögn, sem ég hef tekið við, sé málinu lokið,“ segir Steingrímur og telur að Lára hafi tekið rétta ákvörð- un. „Ég hefði ekki tekið við uppsögn- inni ef ég hefði verið á annarri skoð- un. Þegar ég hlustaði á hennar útskýringar á uppsögninni var ég sammála henni. Hún metur það sem svo að annars gæti bæði hún sem fréttamaður, og ekki síður fréttastof- an, skaðast.“ Aðspurður segist Steingrímur hins vegar ekki hafa hvatt Láru til þess að segja starfi sínu lausu. Þá segir hann að mikil eftirsjá sé að Láru. „Hún var góður samstarfs- félagi, yndisleg persóna og ég er sannfærður um að hún verður komin á góðan stað áður en langt um líður, enda góður starfskraftur,“ segir fréttastjórinn, en Lára hefur nú þeg- ar hætt störfum. Steingrímur segir ljóst að nýr fréttamaður verði ráðinn í stað Láru. Virðir siðareglur Í kjölfar uppsagnar Láru í gær sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars: „Ég gerði mér ekki grein fyrir að símtal mitt við samstarfsmann heyrðist á Vísi.is en í því sagði ég í hálfkæringi að ég gæti fengið einhvern til að kasta eggi með- an við værum í beinni útsendingu. Enginn sem þekkir mig lætur sér detta í hug að mér hafi verið alvara. Ég virði siðareglur blaða- og fréttamanna og tek starf mitt alvar- lega. Þess vegna fellur mér þungt að hafa orðið þetta á og þar með orðið völd að því að trúverðugleiki minn og fréttastofunnar sem ég vinn hjá hafi að ósekju verið dreginn í efa í þjóð- málaumræðunni. Fréttaflutningur verður að vera hafinn yfir allan vafa. Sé ekki svo, getur orðspor fréttastof- unnar og starfsmanna hennar beðið hnekki. Þar sem ummæli mín geta valdið og hafa valdið misskilningi um starfs- aðferðir mínar og fréttastofu Stöðvar 2 tel ég réttast að segja starfi mínu lausu.“ Líta málið alvar- legum augum Morgunblaðið/Júlíus Eggjakast Fjölmiðlamenn mynda mótmælanda við Suðurlandsveg. Fréttastjóri Stöðvar 2 segir uppsögn Láru Ómarsdóttur réttmæta Lára Ómarsdóttir Steingrímur Sævarr MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 51 BANDARÍSKI leikarinn Wesley Snipes hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að sýna bandarískum skattalögum vanvirð- ingu. Snipes mun hafa skuldað um 2,8 milljónir dala í skatt auk þess sem hann taldi ekki fram tekjur sínar á árunum 1999-2001. Lög- fræðingur Snipes fór fram á að leikarinn yrði dæmdur í stofufangelsi fyrir brot sitt en dómari í Flórída varð ekki við þeirri ósk. Áður en dómarinn kvað upp dóminn las lögfræðing- urinn upp úr bréfum fjölskyldu- meðlima Snipes og leikaranna Den- zels Washington og Woodys Harrelson þar sem manngæsku Sni- pes og heiðarleika var lýst. Snipes fékk tækifæri til að ávarpa dómara og sagði að hann væri einfaldur maður sem ekki væri skólaður í lög- um og fjármálum og bauðst svo til að greiða 5 milljónir í skaðabætur. Dómarinn tók því hins vegar fálega og kvað upp þriggja ára fangels- isdóm. Wesley Snipes í steininn Wesley Snipes

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.