Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 11

Morgunblaðið - 26.04.2008, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 11 FRÉTTIR AFGANGUR af rekstri Kópavogsbæjar á síð- asta ári var betri en reiknað var með í fjárhags- áætlun þrátt fyrir mestu umsvif í framkvæmd- um í bænum í 50 ár. Afgangur af rekstri A-hluta ársreiknings er 3,1 milljarður kr. en 2,8 milljarðar kr. samkvæmt samanteknum ársreikningi A- og B-hluta. Rekstrarniðurstaða samantekins ársreikn- ings A- og B-hluta varð 754 milljónum kr. betri en samkvæmt endurskoðaðri fjárhagsáætlun. Hagnaður af sölu byggingarréttar varð 560 milljónum kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Sömuleiðis urðu skatttekjur 521 milljónum kr. hærri en samkvæmt áætlun. Hins vegar varð hækkun lífeyrisskuldbindinga 162 milljónum kr. meiri en áætlun gerði ráð fyrir, afskriftir voru 59 millj. kr. umfram áætlun og fjármagns- liðir fóru 90 milljónir kr. fram úr áætlun. Þá urðu ýmsir aðrir liðir 16 milljónum kr. óhag- stæðari en samkvæmt áætlun. Heildarfjárfestingar A- og B-hluta (brúttó) urðu 10,2 milljarðar kr. á árinu eða rúmlega 1,4 milljarði kr. meiri en áætlað hafði verið. Þar munar mestu um að landakaup og fram- kvæmdir við gatnagerð og skóla- og íþrótta- mannvirki urðu meiri en gert var ráð fyrir. Heildarskuldir samantekins ársreiknings A- og B-hluta að teknu tilliti til lífeyrisskuldbind- inga hækkuðu milli ára úr 14.563 milljónum kr. í árslok 2006 í 18.926 milljónum kr. í árslok 2007 eða um 4.363 milljónum kr. Hækkunin skýrist einkum af því að framlag rekstrar og tekjur af lóðaúthlutunum náðu ekki að standa undir öllum fjárfestingum ársins, en þær hafa aldrei verið meiri í sögu bæjarins. Þannig eru fjármunir bundnir vegna tafa af völdum skipu- lagsyfirvalda sem koma bæjarfélaginu til tekna á árinu 2008. Samkvæmt fjárhagsáætlunum bæjarins fyr- ir árin 2008–2010 er gert ráð fyrir lækkun heildarskulda á næstu árum og verulegri hækkun eigin fjár. Þá er búist við að fjölgun íbúa muni skila bænum tekjuaukningu umfram verðlagsbreytingar. 3,1 milljarðs af- gangur af rekstri Morgunblaðið/Golli Kópavogsbúum fjölgaði um 64% 1994-2007. BROT 73 ökumanna voru mynduð í Suðurhólum í Breiðholti á þriðju- dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Suðurhóla í vesturátt, að Álftahólum. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 303 ökutæki þessa akstursleið og því ók tæplega fjórð- ungur ökumanna, 24%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 43 km/ klst en þarna er 30 km hámarks- hraði. Sjö óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 53. Brot 47 ökumanna voru mynduð í Norðurfelli í Breiðholti á þriðjudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Norðurfell í vesturátt, að Gyðufelli. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 117 ökutæki þessa akstursleið og því óku margir öku- menn, 40%, of hratt eða yfir af- skiptahraða. Meðalhraði hinna brot- legu var tæplega 46 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Níu óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 61. Eftirlit lögreglunnar í Breiðholti er hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu en unnið er eftir ábend- ingum frá starfsmönnum svæðis- stöðva lögreglunnar. Margir óku of hratt í Breiðholti EMBÆTTI sýslumannsins í Kefla- vík hefur verið auglýst laust til um- sóknar. Guðgeir Eyjólfsson, sem gegnt hefur embættinu, var nýlega skipaður sýslumaður í Kópavogi. Dómsmálaráðherra skipar í emb- ættið frá og með 1. júní 2008 til fimm ára í senn. Umsóknir þurfa að berast dóms- og kirkjumálaráðuneytinu eigi síðar en hinn 13. maí næstkomandi. Embætti sýslu- manns auglýst ♦♦♦ MATTI Vanhan- en, forsætisráð- herra Finnlands, kemur í opinbera heimsókn til Ís- lands á mánudag. Mun Vanhanen eiga fund með Geir H. Haarde, forsætisráðherra auk fulltrúa ís- lenskra fyrirtækja sem eru með starfsemi í Finnlandi. Meðal annars munu ráðherrarnir ræða samskipti ríkjanna tveggja og efnahagsmál auk þess sem málefni Evrópusambandsins verða til um- ræðu og Rússlands. Heimsókn Vanhanen lýkur á þriðjudagskvöld. Í opinbera heimsókn til Íslands ♦♦♦ Nóatúni 4 • Sími 520 3000 www.sminor.is Fagnaðu sumrinu með Siemens A T A R N A í dag frá 10 til 16 Sölusýning Raftæki frá Siemens í miklu úrvali R N R N R N R NN R N RRRRRRRRRRR AAAAAAAA T AA TTTT A T A T A T A TTT AAAAAAAAA AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Í dag, laugardag, efnum við til sölu- sýningar í verslun okkar að Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem við bjóðum, m.a. þráðlausa síma, eldunartæki, kæli- og frystitæki, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, smátæki, ýmsar gerðir lampa, rofa- og tenglaefni og dyrasímabúnað frá Siedle. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Ríflegur staðgreiðsluafsláttur. Skoðið öll Tækifæristilboðin á www.sminor.is. Matti Vanhanen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.