Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 49
Ungl ingadei ld ir f yr i r 11-15 ára
Grunnnám / Miðnám / Framhaldsnám
Einsöngsnám / Söngkennaranám
Inntökupróf fara f ram í maímánuði
Upplýsingar : 552 7366 / songskol inn. is
. . .er e inn f remsti tónl istarskól i landsins
og býður upp á a lhl iða tónl istarnám
með söngröddina sem aðalhl jóðfæri
Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur
í Barcelona
sigridurv@mbl.is
Bókastaflar á strætum ogtorgum, rauðar rósir ogfólk svo langt sem augaðeygir. La diada de Sant
Jordi, dagur heilags Georgs, er
enginn venjulegur dagur í Barce-
lona. Um kvöldið hefur fólk skipst
á 400.000 bókum og fjórum til
fimm milljónum rósa. Hvað í
ósköpunum?
Sagan segir að fyrir margt
löngu hafi riddari nokkur bjargað
prinsessu úr klóm hræðilegs
dreka og upp úr drekablóðinu
sprottið rauðar rósir. Riddarinn,
sem síðar varð heilagur Georg,
var ekki lengi að grípa eina þeirra
og færa prinsessunni.
Tuttugasti og þriðji apríl var
gerður að degi heilags Georgs og í
Katalóníu varð að venju að karl-
menn gæfu konum rósir þennan
dag. Löngu síðar hugsaði bóksali
með sér að karlmenn ættu ef til
vill líka að fá gjöf í tilefni dagsins.
Hví ekki bækur? Höfðu stór-
skáldin Miguel de Cervantes og
William Shakespeare ekki báðir
látist þann 23. apríl?
Bækur og rósir urðu órjúfanleg
heild og ár hvert breytist Barce-
lona í eitt risastórt bóka- og rósa-
partý. Engan skyldi undra að þeg-
ar UNESCO ákvað að koma á fót
Alþjóðalegum degi bókarinnar
varð dagsetningin 23. apríl fyrir
valinu.
Kynhlutverk og Manchester
Þennan dag í Barcelona horfi ég
á bókastaflana og velti fyrir mér
hvort ég hafi nokkurn tímann á
ævinni séð svona margar bækur.
„Við komum hingað á hverju ári
til að sjá þetta!“ segir skælbros-
andi kona í mannhafinu. Hún heit-
ir Gabriela og býr 100 km frá
Barcelona. Fékk hún rós í tilefni
dagsins? Hún danglar í manninn
sinn. „Nei, en hann gaf mömmu
sinni blóm.“ Maðurinn brosir
vandræðalega og fálmar eftir bók.
„Langaði þig líka ekki í bók, elsk-
an?“ Gabriela útskýrir að kynhlut-
verkin séu að breytast, í dag fái
konur líka bækur og karlar rósir.
Á stóru torgi sitja rithöfundar í
röðum og árita bækur. Ég kem of
seint fyrir Isabel Allende en
hlusta í staðinn á upplestur á
frægasta verki Cervantes: Don
Quixote. Framkvæmdastjóri bóka-
verslunar segist búast við því að
selja að minnsta kosti 5000 bækur
í dag. „Þetta er 18 tíma törn – en
ótrúlega skemmtilegt!“
Neðar í götunni heyrast öskur
og læti. Stuðningsmenn Manchest-
er United eru mættir. Í kvöld er
undanúrslitaleikurinn í Evr-
ópumeistarakeppninni í fótbolta.
Þrír hressir Bretar með bjórglas í
hönd vagga í sólinni. Þeir hafa að-
spurðir ekki hugmynd um hvað
allar þessar bækur og rósir eru að
gera þarna. „Við erum bara að
hita upp fyrir leikinn.“
Beðið eftir Guðjohnsen
Í Barcelona svífur andinn yfir
vötnum og borgin hefur aug-
ljóslega seguláhrif á íslenska rit-
höfunda. Innan um bækur og rósir
hittast nokkrir þeirra og skála
fyrir bókadeginum. „Auðvitað ætt-
um við að taka þetta upp á Íslandi
– fá fólk til að njóta bóka í apríl
en ekki bara í desember!“
Auður Jónsdóttir, Þórarinn
Leifsson og Óttar Martin Norð-
fjörð eru búsett í Barcelona. Sig-
urbjörg Þrastardóttir og Kristín
Steinsdóttir dveljast hér þessar
vikurnar. „Það er svo gott að
skrifa hérna.“
Nokkru síðar hefst fótboltaleik-
urinn. „Heyrið, við verðum að
finna sjónvarp!“
Ha? Skáldastaðalmynd minni er
sparkað út um gluggann – með
föstu skoti. Í stað þess að ræða
ljóðagerð á Íslandi til forna er fót-
boltinn tekinn með trukki. Menn
æpa og emja í takt við leikinn og
Sigurbjörg ryður upp úr sér fróð-
leiksmolum um leikmennina. Sjálf
bíð ég eftir að sjá okkar mann –
bíð eftir Guðjohnsen, sem ég kalla
reyndar Godot til að hljóma skáld-
lega.
Leiknum lýkur með jafntefli.
Samt eru allir við borðið hálf-
gerðir sigurvegarar: Góður dagur
er að kveldi kominn og nú er bara
að flytja rósabókahefðina til Ís-
lands.
Aprílbókaflóð Á degi heilags Georgs fyllast götur Barcelona af bókastöndum og hundruð þúsunda bóka eru seld.
Það er ekki síst hingað sem Alþjóðlegur dagur bókarinnar á rætur sínar að rekja.
Skálað fyrir bókum Óttar Martin Norðfjörð, Sigurbjörg Þrastardóttir,
Auður Jónsdóttir, Þórarinn Leifsson og Kristín Steinsdóttir.
Bækur, rósir og drekablóð
Koma svo Óttar Martin og Sigurbjörg fylgjast með Manchester United
takast á við Barcelona að kvöldi bókadagsins.
Ljósmynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir
LEIKKONAN og fyr-
irsætan Carmen Electra
hyggst ganga í það heil-
aga í þriðja sinn og aftur
er það gítarleikari sem
hún hyggst giftast. Í
þetta sinn er hinn heppni
fyrrverandi meðlimur
rokksveitarinnar Korn,
Rob Patterson og bað
Patterson hennar í Las
Vegas um síðustu helgi
þar sem þau voru stödd
til að fagna 36 ára afmæli
Carmen. Fyrir hefur Car-
men verið gift körfubolta-
manninum Dennis Rod-
man og gítarleikaranum
Dave Navarro. Carmen
og Rob hófu að hittast
fyrr á þessu ári og að
sögn vina var það ást við
fyrstu sýn. Carmen
Electra sló fyrst í gegn
þegar hún tók við af Pa-
melu Anderson í banda-
rísku þáttaröðinni
Strandvörðum árið 1997.
Þrígift Carmen Electra lék síðast í kvik-
myndinni Meet the Spartans.
Carmen
Electra
aftur í það
heilaga