Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðþing og þingmenn þeirrageta gegnt mikilvægu hlut-verki við úrlausn ýmissabrýnna vandamála og lagt lóð á vogarskálarnar umfram það sem ríkisstjórnir geta gert til að stuðla að útbreiðslu lýðræðis. Al- þjóðleg samvinna þingmanna í Evr- ópu verður því sífellt mikilvægari við útbreiðslu þeirra gilda sem álfan vill standa fyrir í heimsmálunum. Verkefnin eru brýn og mikilvægt að Rússar horfi til framtíðar og leggi sitt af mörkum til lýðræðisþróunar. Þetta er skoðun Görans Lenn- markers, þingmanns sænska Hægri- flokksins sem jafnframt gegnir emb- ætti þingforseta Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu (ÖSE), sem 55 þjóðþing og Vatíkanið (sem ekki hefur þing) eiga aðild að. Eitt meginhlutverka ÖSE er að tryggja öryggi og samvinnu í Evrópu og segir Lennmarker að Ísland geti gefið fordæmi um uppbyggingu lýð- ræðisstofnana í smáu samfélagi. Ís- land taki þátt í starfi ÖSE í Mið-Asíu, þar sem fimm fyrrverandi Sovét- lýðveldi þróist nú í lýðræðisátt. ÖSE fylgist einnig með því hvort reglur lýðræðisins séu virtar við framkvæmd kosninga og hafa ófáir Íslendingar tekið þátt í kosningaeft- irliti á þess vegum í gegnum tíðina. Inntur eftir stöðu lýðræðisins í Rússlandi segir Lennmarker að margt mætti þar betur fara. „Ég fór fyrir eftirlitinu með þing- kosningunum í Dúmunni 2. desember sl. Við vorum að sjálfsögðu mjög gagnrýnir og bentum á fjögur atriði sem fóru ekki saman við kröfur um lýðræðislegar kosningar.“ Máli sínu til stuðnings segir Lenn- marker að ekki hafi verið eðlilegur aðskilnaður milli ríkis og flokksins sem sé við völd, flokks Pútíns. Laga- setning sem varði kosningar hafi gert nýjum smáflokkum erfitt fyrir. Ófrjálsar kosningar í Rússlandi Þá eigi málfrelsið langt í land. „Svo eru það fjölmiðlarnir, sem ráku einhliða áróður fyrir Pútín. Hann var tengdur við allt jákvætt, en það litla sem var fjallað um andstæð- inga að jafnaði sett í samhengi við eitthvað neikvætt. Í fjórða lagi var stjórnarandstaðan áreitt og bifreiðar stjórnarandstæðinga stöðvaðar þannig að þeir gátu ekki mætt á kjör- fundi. Kosningaefni stjórnarandstöð- unnar var gert upptækt og því ekki skilað fyrr en daginn eftir kosning- arnar. Þetta kunna að sýnast smá- vægileg atriði, en gerðu stjórnarand- stöðunni mjög erfitt fyrir.“ – Er hægt að skilgreina Rússland sem lýðræðisríki? „Við þurfum að sjá framfarir í Rússlandi. Það er leitt að segja frá því en kosningarnar voru ekki fram- för. Þær voru verri en síðustu kosn- ingar. Ég hygg að margir Rússar hafi horft til fortíðarinnar þegar kemur að utanríkisstefnunni. Ég vona að Dí- mítrí Medvedev verði boðberi breyt- inga, að hann horfi fram á við. Ég vona að það takist að koma á breyt- ingum í Rússlandi. Málið er að eng- inn veit hvort af þeim verður.“ – Hversu mikinn áhuga hafa Rúss- ar á samstarfi við ÖSE. „Það er athyglisvert hversu mikinn áhuga Rússar hafa. Stundum verða árekstrar, en mín hugmyndafræði er að það verði að vinna hlutina í sam- einingu. Ég lít svo sannarlega á Rússland sem evrópskt ríki, þótt þar megi vissulega finna aðila sem deila ekki þeirri skoðun með mér.“ – Kosovo er yngsta ríki Evrópu. Hversu táknræn var sjálfstæðisyf- irlýsing Kosovo? „Ég tel og vona að hún hafi bundið enda á vandræðin í vesturhluta Balk- anskagans, að löndin þar muni koma saman í sameiningu Evrópu. Ég vona að þeim auðnist að laða fram það góða við gömlu Júgóslavíu en að sama skapi skilja við það slæma, hluti eins og einræðisstjórnir og áætl- unarbúskap. Von mín er sú að versl- un á svæðinu verði frjáls og að hún muni leiða þjóðirnar saman.“ – Hvaða um hlutverk ÖSE? „ÖSE gegnir þegar mikilvægu hlutverki á svæðinu, í starfi sem unn- ið er samhliða starfi NATO í Kosovo. Þar höfum við reynt að vernda serb- neska minnihlutann, svo og serb- neska menningararfleifð, kirkjur, minnismerki og annað sem henni til- heyrir og ætti að vera þar. Stjórnvöld í Belgrad skilja að við höfum mik- ilvægu hlutverki að gegna.“ Þíða við fráfall Túrkmenbasa – Þú hefur lagt mikla áherslu á Mið-Asíu í embættistíð þinni. Í hverju hefur sú áhersla falist. „Hér ræðir um fimm, sjálfstæð ríki í Mið-Asíu, Kasakstan, Úsbekistan, Tadsjekistan, Túrkmenistan og Kirg- istan, ríki sem eru landfræðilega lengst frá V-Evrópu af aðildarríkjum ÖSE. Ég tel að það sé mikilvægt að við styðjum við sjálfstæði þeirra og uppbyggingu nútímasamfélaga, að við styðjum við mannréttindi, lýðræði og markaðsbúskap. Ég tel að Norðurlöndin hafi þarna hlutverki að gegna. Þau hafa reynslu af samstarfi og gætu miðlað af reynslu sinni til þessara ríkja.“ Spurður um lýðræðisþróunina í Túrkmenistan segir Lennmarker landið hafa opnast eftir fráfall Túrk- menbasa, „föður allra Túrkmena“. Landið sé ekki jafnlokað og það var undir járnhæl einræðisherrans og sé nú á réttri leið, þótt það eigi langa leið fyrir höndum áður en það verði vestrænt lýðræðisríki. Áður hafi Túrkmenar ekki viljað ganga í ÖSE, á tímum einangrunartilhneig- ingar. Þingmenn þar séu nú hins veg- ar spenntir yfir því að efna til sam- skipta við umheiminn að nýju. Berjist gegn mansali Lennmarker segir mansal alvar- legt vandamál í Evrópu sem þing- menn álfunnar geti beitt sér gegn. „Eitt af því sem við getum gert er að styrkja samvinnu þingmanna til að tryggja lagasetninguna. Það dugar þó ekki alltaf. Lögum er ekki alltaf fylgt og þá þurfa að koma til lögregla og aðrir aðilar sem tryggja að barátt- unni gegn mansali sé fylgt eftir.“ Lennmarker segir Albana nú sýna mikinn áhuga á að berjast gegn þessu vandamáli og að Pétur Blöndal al- þingismaður, sem hafi kannað að- stæður í Tirana fyrir ÖSE, hafi ný- lega skýrt frá áhuga þarlendra stjórnvalda á að sporna gegn man- sali. Hann segir erfitt að meta umfang vandans, sem sé meira en ráða megi af fyrirsögnunum. Málið snúist fyrst og fremst um fátækt fólksins og ör- væntingu. Mansal fari fram í ríkjum Austur-Evrópu, í Rússlandi, Úkraínu og Moldavíu. Það sé einnig stundað í Mið-Asíu og ljóst að fleiri komi nú frá Asíu. Binda vonir við Minsk-hópinn Lennmarker segir ÖSE einnig hafa beitt sér fyrir lýðræðisþróun á Kákasus-svæðinu. Efnahagsvöxtur þess hafi verið hraður, sérstaklega í Azerbaidjan, sem ráði yfir gíf- urlegum olíu- og gasbirgðum. Vöxt- urinn þar í fyrra hafi numið um 35%, sem hafi verið mun meira en til dæm- is í Georgíu og Armeníu. Deilur um lýðveldið Nagorno- Karabakh valdi því að engin sam- skipti eða verslun sé nú á milli Azerbaidjan og Armeníu. ÖSE hafi beitt sér í deilunni og hópur þriggja sendiherra frá Banda- ríkjunum, Rússlandi og Frakklandi, Minsk-hópurinn sem svo er nefndur, miðlað málum og lagt fram tillögu um bráðabirgðalausn, sem yrði báðum ríkjum til góða. „Nú er það að sjálfsögðu ríkjanna tveggja að samþykkja þetta. Þetta er undir þeim komið. Við getum vita- skuld ekki þvingað samningum upp á þau. Við getum aðeins aðstoðað eins og við getum.“ Stuðli að lýðræðisþróun og mannréttindum þegnanna Göran Lennmarker er þingforseti Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE). Baldur Arnarson ræddi við hann um þá möguleika sem felast í alþjóðlegu samstarfi þingmanna. Morgunblaðið/Eggert Þingforseti Göran Lennmarker. Í HNOTSKURN »Alls eiga 320 þingmenn sætiá þingi ÖSE og koma þeir frá 56 ríkjum, allt frá borgunum Vancouver til Vladivostok. TúrkmenbasiVladímír Pútín baldura@mbl.is REIÐHJÓLASTANDUR með raf- læsingu, nýstárleg vindmylla og sjálfvirkur fóðrari fyrir hesta voru meðal þess sem nemendur í tækni- legri iðnhönnun sýndu í Há- skólabíói. Magnús Þór Jónsson, prófessor við verkfræðideild HÍ, segir að hug- myndirnar sem fram komu hjá nem- endum hafi verið bæði góðar, og mjög ólíkar innbyrðis: „Hópurinn valdi sérstaklega þær þrjár hug- myndir sem væru vænlegar til fram- leiðslu, og fyrir valinu urðu nýstár- legur fingrapenni sem veitir bestu mögulegu skrifstellingar, loftknúið hjálpartæki sem kemur farþegum milli staða með samanþjöppuðu lofti og reiðhjólastandur sem eykur ör- yggi reiðhjóla á almenningsstöðum með raflæsingu sem stýrt er af PIN- kóða og kortalesara.“ Kynningunni í gær var m.a. ætlað að vekja áhuga verkfræðinema á þessu fagsviði, en nám í tæknilegri iðnhönnun segir Magnús Þór að mætti allt eins kalla nám í vöruþró- un, nýsköpun og uppfinningum: „Námskeiðið skoðar hönnun hluta með tilliti til aðgerða og hvernig þróa má hugmynd í vöru,“ segir hann. „Nemendur læra að skapa umhverfi þar sem hugmyndir að nýjum vörum geta komið fram. Þeir læra að velja og hafna hugmyndum, leysa tæknileg vandamál og fylgja hugmyndum eftir þannig að þær verði að vöru sem nýst getur sam- félaginu.“ Námskeiðið var að sögn Magn- úsar ágætlega sótt, en kúrsinn er í senn krefjandi og skemmtilegur: „Það er gefandi að fara í gegnum þetta ferli og mikil gleði í hópnum,“ segir hann. Frumlegar lausnir á fjölbreyttum vandamálum Nýstárlegt Þetta sérstaka farartæki, „Loftknúna hjálp- artækið“, á að hjálpa farþegum að komast leiðar sinnar. Þarft Rúmið Sic-fun á að bæta til muna hvíldaraðstöðu langlegusjúklinga á sjúkrastofnunum og í heimahúsum. Bæjarprýði Nemendur í tæknilegri iðnhönnun þróuðu m.a. hugmynd að vindmyllu sem á að lágmarka sjónræna mengun í umhvefinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.