Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Milljónaútdráttur Þar sem eingöngu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigandi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 4. flokkur, 25. apríl 2008 Kr. 1.000.000,- 12 B 1982 B 6226 E 7075 G 31319 B 37191 H 40920 B 47070 B 51221 B 57660 G VINNINGSHAFAR! TIL HAMINGJU Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand JÓN, EKKI VERA SVONA LEIÐUR. HEIMURINN ER FULLUR AF YNDISLEGUM HLUTUM... EINS OG TÚNFISK- LYKTINNI ÚT ÚR MÉR OG MJÚKA, ÞÆGILEGA GÓLFINU OKKAR KANNSKI VERÐUR ALLT Í LAGI MEÐ HANN EF HANN LIFIR AF FYRSTU NÓTTINA... HANN ÞARF BARA AÐ SOFA... EF HONUM TEKST AÐ SOFA... JÆJA, HVERNIG LÍÐUR HONUM?! HANN ER LOKSINS SOFNAÐUR MUMMI, ÞETTA ER BÍLLINN MINN OG ÉG VIL FÁ HANN AFTUR OG? OG... ÞETTA ER UPPÁHALDS BÍLLINN MINN OG ÞÚ HAFÐIR EKKERT LEYFI TIL AÐ TAKA HANN OG? EKKERT „OG“! KOMDU MEÐ HANN! ÉG SKAL SLÁST VIÐ ÞIG UPP Á HANN ÞAÐ Á EFTIR AÐ STANDA Í KRUFNINGAR- SKÝRSLUNNI AÐ ÉG HAFI VERIÐ OF KJAFTSTÓR ALLT Í LAGI, AULI HVAÐ MÁ BJÓÐA ÞÉR Í DAG, HRÓLFUR ÉG Á ERFITT MEÐ AÐ ÁKVEÐA MIG! ERTU EKKI TIL AÐ KOMA MEÐ EITTHVAÐ HANDA MÉR SEM ÉG HEF ALDREI FENGIÐ MÉR ÁÐUR? EITT VATNSGLAS... OG SETTU KIRSUBER Í ÞAÐ! ÞAÐ ER ERFITT AÐ BÚA ÚTI Í NÁTTÚRUNNI STUNDUM VERÐUR MAÐUR AÐ LEITA SKJÓLS HEYRÐU! KOMDU ÞÉR AF SÓFANUM! HÚSA- SKJÓL HÚSGAGNAVERSLUN ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ÉG VILJI MÆTA Á SAMKOMUNA HJÁ GAMLA SKÓLANUM MÍNUM NÚ? ÉG HEF ÁHYGGJUR AF ÞVÍ HVAÐ FÓLKI Á EFTIR AÐ FINNAST UM MIG... LÍFIÐ MITT ER ALLT ÖÐRUVÍSI EN ÉG HÉLT AÐ ÞAÐ YRÐI EN ÞAÐ ER ÞANNIG MEÐ ALLA... EN ÉG VAR KOSIN LÍKLEGUST TIL AÐ BREYTA HEIMINUM ÞEGAR ÉG ÚTSKRIFAÐIST HMM... ÉG SKIL HVAÐ ÞÚ ÁTT VIÐ HVAÐ VILTU MÉR, FYRST ÞÚ ÆTLAR AÐ NÁ KÓNGULÓARMANNINUM? ÉG HEF EKKI HUGMYND UM ÞAÐ HVER HANN ER! KANNSKI EKKI... EN KONAN ÞÍN ÞEKKIR HANN ÞÚ ÆTLAR AÐ HJÁLPA MÉR AÐ NÁ HENNI OG SÍÐAN ÞEGAR KÓNGULÓAR- MAÐURINN KEMUR TIL BJARGAR... ÞÁ KREM ÉG HANN! dagbók|velvakandi Góð grein MIG langar að þakka fyrir og vekja athygli á frábærri grein sem birtist í Morgunblaðinu þann 21. apríl eftir Pálma V. Jónsson öldrunalækni. En greinin heitir: Aldraðir, fordómar og forgangsröðun. Því ber mjög að fagna þegar einstaklingar með af- burða þekkingu og reynslu á sínu fræðasviði láta heyra í sér til að upp- lýsa og fræða og reyna með því að hafa áhrif á skoðanamyndun al- mennings og ákvarðanatöku yfir- valda. Nú eru fordómar gagnvart öldruðum í samfélagi okkar, bæði leynt og ljóst. Frábær grein vonandi fáum við að heyra meira frá Pálma V. Jónsyni lækni. Ólöf Ólafsdóttir Kortahulstur fannst KORTAHULSTUR úr silfri merkt Ívari Loga fannst fyrir allnokkru í grennd við Óðinstorg. Eigandi getur haft upp á því í síma 895-2590. Mér kemur ekkert við hversu hratt aðrir aka UM hálfþrjúleytið þann 22. apríl sl. ók ungur ökumaður á ofsahraða norður Stekkjarbakka og niður á Reykjanesbraut. Í beygjunni niður á Reykjanesbraut ók hann fram úr öll- um öðrum bílum, sem voru á þessari leið. Hann ók á vinstri akrein í beygjunni, sennilega á 80 km hraða. Hann beygði síðan inn á Bústaðaveg til að taka bensín á bensínsölunni þar á horninu. Ég elti hann þangað og sá þá að bíllinn sem hann ók var grænn BMW með númerið WY-359. Ég spurði hann hvort hann vissi hver hámarkshraðinn væri á þessari leið. Hann sagði að mér kæmi það ekkert við. Síðan skellti hann bíl- hurðinni og ók í burtu með bensínið í botni. Birna Týndur páfagaukur SÍÐASTLIÐINN föstudag, 18. apr- íl, flaug inn til okkar páfagaukur (gári), ljós á litinn með ljósblátt bak og bringu. Hann er gæfur og auðsjá- anlega hændur að fólki. Við búum á Tjarnarbóli 12, Seltjarnarnesi og getur eigandinn vitjað hans í síma 561-1044/860-2740. Hjóls saknað 9. APRÍL sl. var hjóli af gerðinni Gi- ant Faith 2 stolið fyrir utan versl- unina Markið um kl. 19. Hjólið er dökkgrænt að lit, tveggja dempara Downhill-hjól. Sá sem hefur ein- hverjar upplýsingar er vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 698- 8271. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SUMARDAGURINN fyrsti var haldinn hátíðlegur í Keflavík. Safnast sam- an við skátaheimilið við Hringbraut og gengið í skrúðgöngu til kirkju með undirspili lúðrasveitar. Samverustund var í kirkjunni þar sem skátar voru heiðraðir fyrir 5, 10, 15, 20 og 25 ára starf innan skátafélagsins. Það vakti athygli að þeir þrír sem voru heiðraðir í 25 ára flokknum voru aðeins lið- lega þrítugir. Þá voru eldri hjón heiðruð fyrir 80 ára starf. Morgunblaðið/Arnór Sumardagsgleði í Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.