Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 22
innlit 22 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ Freyr segir þau hafa leitaðvíða að hentugu húsnæðiog heillast af góðri stað-setningu í nálægð við útivistarsvæði Elliðaárdals. Húsið er opið og bjart, hannað af Gísla Halldórssyni í kringum 1970 og staðsett á stórri lóð við endabotn- langa. Freyr segir það vera mjög vel skipulagt og í raun einfalt í formi og fúnksjón: „Þetta er eitt af þessum einföldu kassahúsum sem er byggt í vínkil og tvískipt í svefnherbergisálmu og íveruálmu. Áður bjuggum við í 101 Reykjavík en vildum komast í stærra hús- næði með garði þar sem við vær- um meira út af fyrir okkur.“ Freyr segir þau hjónin leggja mikla áherslu á gott alrými þar sem öll fjölskyldan getur notið samvista: „Við viljum geta eldað og talað saman og svo unnið á kvöldin án þess að þurfa að loka okkur af. Þar sem svefnherbergin eru höfð sér er auðvelt að loka á milli þeirra og alrýmisins. Það er mikill kostur þegar maður er með lítil börn.“ Þegar Freyr og Sóley keyptu húsnæðið var þegar búið að taka ýmislegt í gegn, s.s. endurnýja gólfefnið og allt baðherbergið. „Við opnuðum aðeins á milli stof- unnar og eldhússins en seinna vilj- um við opna ennþá meira og Opið og bjart með litsterkum húsgögnum Freyr Frostason og Sóley Kristjánsdóttir festu ný- lega kaup á fallegu einbýlishúsi við Elliðaárdal. Freyr er arkitekt og meðeigandi hjá Thg arkitekt- um, einni stærstu arkitektastofu Íslands sem hefur höfuðstöðvar einnig í Kaupmannahöfn og New York, og Sóley er vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Hildur Inga Björnsdóttir leit inn til þeirra. Tímabilakrækjur Í eldhúskróknum trónir gamaldags murano-ljósakróna yfir nýtískulegum eldhússtólum úr plexígleri frá Exó. Tré Bonzai-trén skipa veglegan sess enda eru þau tökubörn Sóleyjar. Sófaborð „Við keyptum sófaborðið í París þar sem okkur fannst sniðugt hve lítið fer fyrir því en svo er hægt að opna það og stækka.“ Fjölskylduminningar Myndir af meðlimum fjölskyldunnar á ýmsum augnablikum lífsins setja skemmtilegan svip á þennan vegg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Litaval Litsterk húsgögnin njóta sín vel á móti einföldu litavali á veggjum. Hesturinn sómir sér vel í stofunni. Við viljum geta eldað og talað saman og svo unnið á kvöldin án þess að þurfa að loka okkur af. Þar sem svefnherbergin eru höfð sér er auðvelt að loka á milli þeirra og alrýmisins. Það er mik- ill kostur þegar maður er með lítil börn. skipta þá út eldhúsinnréttingunni í leiðinni,“ segir Freyr. „Einnig út- bjuggum við vinnukrók sem er óspart notaður þar sem við Sóley vinnum talsvert heima á kvöldin og um helgar.“ Í kjallaranum er sjónvarps- herbergi sem hjónin vilja breyta í fjölskyldu- og leiksvæði, m.a. með því að setja þar glugga, en þar eru einnig gufubað og aukaíbúð með sérinngangi. „Okkur langar að byggja sólpall sem væri með útgangi úr kjall- aranum og setja pott í garðinn í tengslum við gufubaðið,“ segir Freyr og heldur áfram: „Við sjáum fyrir okkur að vera hérna til framtíðar þannig að það er gaman að taka þetta fyrir í róleg- heitum og hugsa breytingar í áföngum. Annars hlökkum við mikið til sumarsins þegar við get- um farið að nýta garðinn okkar. Þar er gróðurhús og konan mín ætlar að rækta þar mat og krydd- jurtir og svo ætlum við að setja upp leikrólu og sandkassa fyrir litlu dóttur okkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.