Morgunblaðið - 26.04.2008, Síða 22
innlit
22 LAUGARDAGUR 26. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Freyr segir þau hafa leitaðvíða að hentugu húsnæðiog heillast af góðri stað-setningu í nálægð við
útivistarsvæði Elliðaárdals. Húsið
er opið og bjart, hannað af Gísla
Halldórssyni í kringum 1970 og
staðsett á stórri lóð við endabotn-
langa. Freyr segir það vera mjög
vel skipulagt og í raun einfalt í
formi og fúnksjón: „Þetta er eitt af
þessum einföldu kassahúsum sem
er byggt í vínkil og tvískipt í
svefnherbergisálmu og íveruálmu.
Áður bjuggum við í 101 Reykjavík
en vildum komast í stærra hús-
næði með garði þar sem við vær-
um meira út af fyrir okkur.“
Freyr segir þau hjónin leggja
mikla áherslu á gott alrými þar
sem öll fjölskyldan getur notið
samvista: „Við viljum geta eldað
og talað saman og svo unnið á
kvöldin án þess að þurfa að loka
okkur af. Þar sem svefnherbergin
eru höfð sér er auðvelt að loka á
milli þeirra og alrýmisins. Það er
mikill kostur þegar maður er með
lítil börn.“
Þegar Freyr og Sóley keyptu
húsnæðið var þegar búið að taka
ýmislegt í gegn, s.s. endurnýja
gólfefnið og allt baðherbergið.
„Við opnuðum aðeins á milli stof-
unnar og eldhússins en seinna vilj-
um við opna ennþá meira og
Opið og bjart
með litsterkum
húsgögnum
Freyr Frostason og Sóley Kristjánsdóttir festu ný-
lega kaup á fallegu einbýlishúsi við Elliðaárdal.
Freyr er arkitekt og meðeigandi hjá Thg arkitekt-
um, einni stærstu arkitektastofu Íslands sem hefur
höfuðstöðvar einnig í Kaupmannahöfn og New
York, og Sóley er vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni.
Hildur Inga Björnsdóttir leit inn til þeirra.
Tímabilakrækjur Í eldhúskróknum trónir gamaldags murano-ljósakróna
yfir nýtískulegum eldhússtólum úr plexígleri frá Exó.
Tré Bonzai-trén skipa veglegan sess
enda eru þau tökubörn Sóleyjar.
Sófaborð „Við keyptum sófaborðið í París þar sem okkur fannst sniðugt
hve lítið fer fyrir því en svo er hægt að opna það og stækka.“
Fjölskylduminningar Myndir af meðlimum fjölskyldunnar á ýmsum
augnablikum lífsins setja skemmtilegan svip á þennan vegg.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Litaval Litsterk húsgögnin njóta sín vel á móti einföldu litavali á veggjum. Hesturinn sómir sér vel í stofunni.
Við viljum geta eldað
og talað saman og svo
unnið á kvöldin án
þess að þurfa að loka
okkur af. Þar sem
svefnherbergin eru
höfð sér er auðvelt að
loka á milli þeirra og
alrýmisins. Það er mik-
ill kostur þegar maður
er með lítil börn.
skipta þá út eldhúsinnréttingunni í
leiðinni,“ segir Freyr. „Einnig út-
bjuggum við vinnukrók sem er
óspart notaður þar sem við Sóley
vinnum talsvert heima á kvöldin
og um helgar.“
Í kjallaranum er sjónvarps-
herbergi sem hjónin vilja breyta í
fjölskyldu- og leiksvæði, m.a. með
því að setja þar glugga, en þar eru
einnig gufubað og aukaíbúð með
sérinngangi.
„Okkur langar að byggja sólpall
sem væri með útgangi úr kjall-
aranum og setja pott í garðinn í
tengslum við gufubaðið,“ segir
Freyr og heldur áfram: „Við
sjáum fyrir okkur að vera hérna
til framtíðar þannig að það er
gaman að taka þetta fyrir í róleg-
heitum og hugsa breytingar í
áföngum. Annars hlökkum við
mikið til sumarsins þegar við get-
um farið að nýta garðinn okkar.
Þar er gróðurhús og konan mín
ætlar að rækta þar mat og krydd-
jurtir og svo ætlum við að setja
upp leikrólu og sandkassa fyrir
litlu dóttur okkar.“