Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.2008, Blaðsíða 20
daglegtlíf Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Ég varð fyrir miklum hughrifum ímiklu kríugeri austur á fjörðum ásjónum fyrir tæpum tveimur árumog síðan hefur krían svo sannarlega haldið mér við efnið í myndlistinni,“ segir myndlistarkonan Sigríður Guðný Sverris- dóttir, sem undanfarin fimm sumur hefur ráð- ið sig sem kokk um borð í Sæbjörgu, Slysa- varnaskóla sjómanna, í hringferð um landið í þeim tilgangi að bjóða sæfarendum upp á slysavarnarnámskeið. „Áhöfnin ákvað einu sinni sem oftar að bregða sér á sjóstöng á slöngubát. Þegar verið var að gera að aflanum varð til mikil átveisla fyrir kríurnar, sem sóttu án afláts í slorið og komu það nálægt okkur að nánast var hægt að klappa þeim. Ég heillaðist af þessu sjónarspili, sem orðið hefur mér enda- laust yrkisefni í myndlistinni enda er krían bæði flottur og einkar duglegur fugl.“ Sigríður útskrifaðist sem grafískur hönn- uður frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1983 og starfaði sem slíkur í tuttugu ár. Hún byrjaði að fikta við að mála árið 1995, fór sumarlangt í listaskóla til Flórens á Ítalíu árið 2002 og síðan varð ekki aftur snúið. Sigríður aflaði sér líka kennsluréttinda og starfar nú sem myndmenntakennari við Fjöl- brautaskólann við Ármúla auk þess sem hún sinnir almennri kennslu á sérnámsbraut fyrir fatlaða einstaklinga. Hundsjóveik í brælu Sigríður ætlar að skella sér á sjóinn í sumar, sjötta sumarið í röð, og kokka fyrir strákana um borð í Sæbjörgu. „Við erum níu í áhöfninni og ég þarf að standa klár með morgunmat, há- degismat, kaffi og kvöldmat. Strákarnir vilja náttúrulega bara kjarngóðan mat og því er oft- ast fiskur í hádeginu á borðum og kjötmeti á kvöldin. Stoppað er í tvo til sjö daga á hverjum stað og verður auk þess farið til Færeyja í sumar. Ég er hins vegar hundsjóveik ef það gerir einhverja brælu og þá er kokkastarfið lít- ið spennandi. Það er þá lítið annað að gera en að henda pylsum í pottinn og henda sjálfri sér í koju. Svo gleymist sjóveikin um leið og landi er náð. Ég er mikil ævintýramanneskja og náttúru- barn með mikla útþrá og gaman er að sigla hringinn í kringum landið sitt á góðum sumar- dögum. Þá situr maður gjarnan uppi á dekki með húfu og vettlinga, vafinn inn í mörg teppi og nýtur þessa fallega lands frá öðru sjónar- horni en við erum vön. Fyrir mér er sjóara- starfið á sumrin ákveðin slökun frá amstri lífs- ins því maður skiptir algjörlega um umhverfi og gerir aðra hluti en maður er vanur enda eru bæði eiginmaðurinn og tvö uppkomin börn, sem enn búa heima, fær um að sjá um sig sjálf. Ég er því alls ekki ómissandi heima. Frítímann milli matartíma um borð nota ég svo gjarnan í gönguferðir upp um fjöll. Ég finn mér þá kannski lækjarsprænu og nýt náttúrukyrrð- arinnar, tek myndir eða rissa í skissubókina mína. Og svo erum við félagarnir í áhöfninni auðvitað alltaf að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Sigríður og gefur að lokum upp- skrift að góðum málsverði. Sjávarfang sjóarans 100 g tígrisrækjur 200 g rækjur 200 g hörpuskel, brúnuð augnablik á pönnu ½ laxaflak, þykkri endinn. Laxinn roðflettur og skorinn í um það bil 2 x 2 cm teninga, sem brúnaðir eru á pönnu. 1 búnt kóríander ½ krukka mangó chutney ólífuolía salt og pipar smá karrí ½ rauð paprika 1 ferskur mangó Kóríanderinn, paprikan og ferskur mangó saxað. Mangó chutney sett út í ásamt ólífu- olíunni, salti, pipar og karrí. Rækjur, tígris- rækjur og hörpuskel sett út í og marinerað í eina klukkustund. Pasta soðið í potti þar til það er „al dente“ eða næstum því soðið í gegn. Sett á disk fyrir hvern og einn og toppað með mar- ineraða sjávarfanginu og laxinum, sem fer síð- astur ofan á. Gott er að bera réttinn fram með brauði og hummus. Pekanhnetubaka Botn: 5 eggjahvítur 100 g döðlumauk (1 dl af döðlum og 1⁄3 dl af soðnu vatni sett saman í matvinnsluvél) 100 g döðlur, skornar 80 g möndlukurl Eggjahvíturnar stífþeyttar. Döðlumaukinu blandað varlega saman við ¼ af eggjahvítun- um. Síðan er döðlum og möndlum bætt út í og loks restinni af eggjahvítunum. Bakað í 20 cm hringformi við 150°C í 18–20 mínútur. Botninn kældur. Ofan á: 200 g pekanhnetur, ristaðar í ofni við 150°C í 4–6 mínútur. Hnetunum raðað ofan á botninn. Karamella: 60 g púðursykur 1 msk vatn 50 ml rjómi Púðursykur og vatn brúnað í potti og rjóm- inn settur út í. Soðið þangað til karamellan verður glansandi og passlega þykk. Hellt yfir pekanhneturnar. Bakan borin fram með rjóma eða ís. Morgunblaðið/Frikki Myndlistarkonan „Ég varð fyrir miklum hughrifum í miklu kríugeri,“ segir Sigríður Guðný Sverrisdóttir, sem nú málar kríur í gríð og erg. Eftirréttur Pekanhnetubaka. Aðalréttur Sjávarfang sjóarans. Krían er flottur fugl KRÍAN er einn best þekkti fugl lands- ins. Hún er sjófugl sem kemur til landsins um mánaðamótin apríl-maí. Síðsumars fara þær svo að tygja sig til brottfarar en þá eiga þær fyrir hönd- um, eða vængjum, eitthvert mesta ferðalag, sem nokkurt dýr leggur í á jörðinni. Þær fljúga suður eftir öllu Atlantshafi að Suðurskautslandinu og er jafnvel talið að þær fari umhverfis Suðurskautslandið áður en þær leggja aftur í norðurátt næsta vor. Á farflug- inu fljúga þær á 45–60 km hraða á klukkustund í sex til sjö tíma dag lega og fara þannig um 300 km á hverjum degi. Allt ferðalagið aðra leiðina tekur því um einn og hálfan mánuð, sem segja má að sé hreint ótrúlegt afrek fyrir fugl, sem ekki vegur nema rúm 100 grömm. Kríurnar verpa hér í þéttum byggð- um um allt land, jafnvel uppi á hálend- inu. Íslenskar kríur skipta hundruðum þúsunda og virðist stofnstærðin sveifl- ast talsvert. Oft sjá menn að mikill viðkomubrestur verður í kríuvörpum vegna veðurfars eða fæðuskorts. Krí- an er afbragðs flugfugl, sem andæfir yfir vatni og steypir sér síðan eld- snöggt niður eftir sílum, sem eru að- alfæða þeirra ásamt smákrabbadýrum og skordýrum. Hún er einnig þekkt fyrir árásargirni við varplönd sín og njóta aðrir fuglar þar verndar hennar. Aðalvarptími kríunnar er í júní. Afbragðs flugfugl ÞAU börn sem taka svokallaða vaxtarkippi snemma á æviskeiði sínu geta átt á hættu að þurfa að glíma við offitu síðar á ævinni. Frá þessu er sagt í vefmiðli breska ríkisútvarpsins BBC á dög- unum og var þar vitnað til skoskr- ar rannsóknar sem gerð var í Há- skólanum í Glasgow. Rannsókn þessi leiddi í ljós að hraður líkamsvöxtur í bernsku gæti orsakað um 20% hraðari efnaskipti hjá einstaklingum á fullorðinsárum en hjá þeim sem taka út vöxt sinn jafnt og þétt, en ekki í törnum. Þetta er í fyrsta sinn sem sýnt þykir fram á með rannsókn að vaxtarmunstur einstaklings snemma á ævinni geti haft lang- varandi áhrif á efnaskipti lík- amans, en því hefur lengi verið haldið fram að efnaskiptin séu á einhvern hátt tengd offitu. Tekið skal fram að rannsóknin var gerð á dýrum en ekki mönn- um. Vaxtarkippir taldir geta aukið líkur á offitu Reuters Lengi býr að fyrstu gerð Það skiptir víst máli fyrir holdafar hvernig fólk tekur út líkamsvöxt sinn allt frá unga aldri. |laugardagur|26. 4. 2008| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.